Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Blint tján- ingarfrelsi „Þá hlýtur að vakna spurningin um hlut- verk ríkisvaldsins, hve langtþað eigi að ganga í að tryggja að almenningi sé hlíft við að sjá hve óhrjálegur heimurinn geti verið. “ ÓLK ryðst ekki óboðið inn á heimili bláókunnugra, það væri rakinn dóna- skapur og beinlínis lögbrot. Þótt mig langi til að skoða fallegt listaverk í eigu ná- grannans eða fá staðfest að hann sé endemis sóði laumast ég ekki inn hjá honum með myndavél. Innan veggja heimilisins erum við húsbændur, það er kastalinn okkar. Að minnsta kosti ef við viljum, auðvitað getum við látið það berast að allir séu alltaf vel- komnir, við og allt okkar líf sé al- menningseign. Þá getum við lifað að staðaldri eins og fiskar í gler- búri en það gera nú aðeins þeir sem eru illa þjakaðir af sýniþörf. En hvar og hvenær eigum við rétt á að vera í VIÐHORF friði fyrir sjón- ----- varps- og ljós- Eftir Kristján myndavélum? Jónsson Glötum við réttinum þegar við röltum niður Laugaveginn, má þá aðvífandi ljósmyndari ekki smella af án þess að biðja um leyfi hjá öllum vegfarendum og birta myndina í dagblaði dag- inn eftir? Ósköp saklaust, segj- um við svona í fljótu bragði. En ... hvað ef ég sit yfir morg- unkaffinu einn daginn með kon- unni og hún fleygir allt í einu blaðinu í mig, öskureið? „Svínið þitt, þú sagðist vera að vinna í gærkvöldi en þama er mynd af þér í biðröð við krána.“ Málin geta verið miklu alvar- legri, geta snúist um sjálfa mannhelgina andspænis múgn- um. Þegar slík grundvallargildi eru í húfi dettur okkur yfirleitt fyrst í hug að setja lög. Nú er hart deilt um lagabreyt- ingar í Frakklandi sem ætlað er að tryggja betur rétt þeirra sem lögreglan tekur í sína vörslu. Þá yrði m.a. bannað að birta í fjöl- miðlum myndir af handjámuðu fólki sem lögreglan hefur tekið, sjónarmiðið er að viðkomandi sé saklaus þar til sekt hans er sönnuð. A hann þá að þurfa að sætta sig við það daginn eftir að hálf þjóðin sé með það á hreinu að hann sé ef ekki glæpamaður þá að minnsta kosti ákaflega vafasamur náungi? Vandinn er sá að um leið og þessi réttur einstaklingsins yrði aukinn myndi lögreglan missa aðhaldið sem hún þarf eins og allar aðrar stofnanir. Frétta- myndir era nefnilega líka vitnis- burður fari hún offari. Réttur ljósmyndara til að taka myndir af fólki á almannafæri án þess að biðja það um leyfí yrði skertur mjög, samkvæmt nýju lögunum. Tilefnið er samkvæmt blaðafréttum m.a. atvik sem varð fyrir fjóram árum í kjölfar sprengjutilræðis í París. Kona á staðnum slasaðist nokkuð og föt- in tættust af henni. Hún sagðist hafa grátbeðið ljósmyndara að taka ekki af sér myndir. Samt hafi þær verið teknar og birtar. Samtök franskra fréttaljós- myndara era vægast sagt ósam- þykk nýju lögunum og telja að þau geti orðið eins og myllu- steinn um hálsinn á tjáningar- frelsi fjölmiðla. Einn af þekkt- ustu ljósmynduram aldarinnar, Henri Cartier-Bresson, hefur sagt að hefðu lög og reglur af þessu tagi verið í gildi alla ljós- myndaöldina myndu fjölmargar myndir sem nú era sögulegir dýrgripir, aldrei hafa birst. Við höfum öll séð þessar myndir sem skella á vitundinni eins og högg. Enginn gleymir mynd Roberts Capa af helsærð- um liðsmanni spænsku lýðveldis- herjanna í borgarastríðinu 1936-1939, hann heldur enn á rifflinum en við vitum að andar- taki síðar er hann látinn. Mynd Bills Eppridge af Robert Kenn- edy liggjandi í blóðpolli í anddyri hótelsins í Los Angeles árið 1968 myndi nú ef til vill verða bönnuð á þeirri forsendu að hún gæti sært tilftnningar aðstandenda, segja sumir. Islenskt dæmi er frábær mynd Finnboga Rúts Valdimars- sonar 1936 af líkum skipbrots- manna Pourqois Pas? þar sem þau liggja í fjörunni. Fremst er lík franska vísindamannsins Charcots, friðsæld hvílir yfir andlitinu, baráttan er á enda. En fréttamynd af þessu tagi yrði lík- lega ekki birt í dagblaði á Islandi núna. Ekki vegna þess að lög banni það heldur vegna siða- reglna á fjölmiðlunum. Okkur þætti slík myndbirting vera til- litsleysi við aðstandendur. Meistaraverk sem sýna ógn og viðbjóð í fangabúðum og styrj- öldum gætu lent undir nýja, franska hm'fnum ef hægt væri að þekkja og nafngreina fólkið á þeim. Þá hlýtur að vakna spurn- ingin um hlutverk ríkisvaldsins, hve langt það eigi að ganga í að tryggja að almenningi sé hlíft við að sjá hve óhrjálegur heimurinn geti verið. A Stóri bróðir að halda fyrir augun á okkur, full- vöxnu fólki og ákveða hvenær þörf sé á því? I fyrstu atrennu er vel hægt að telja mér trú um það ef þess er gætt að segja mér að ástæðan fyrir afskiptaseminni sé önnur, verið sé að verja rétt einstak- linga til að vera í friði fyrir frekju og tillitsleysi samtímans. En annars vegar er réttur ein- staklingsins, hins vegar tjáning- arfrelsið og finna verður mála- miðlun. Og það er ekki sama hvemig sú málamiðlun er fund- in, ekki sama hver úrskurðar. Franska leiðin er vont for- dæmi, þá værum við enn einu sinni að láta opinbera forsjár- hyggju vaða yfir okkur. Stjóm- málamenn og embættismenn hafa hvorki meira vit né meiri siðferðisþroska en þeir sem nú taka slíkar ákvarðanir á fjölmiðl- um. Þær hljóta oft að verða um- deilanlegar, eðli málsins sam- kvæmt. Embættismennimir myndu freistast til að velja þægi- legu leiðina, banna sem flest, meina fjölmiðlum aðgang eins og gerst hefur hér á landi. Þótt við viljum vemda einka- lífið og oft sé ósmekkleg hnýsni og peningagræðgi falin undir skikkju tjáningarfrelsis getum við ekki leyft okkur að taka áhættuna. Myndir era ómissandi heimildir, án þeirra hlytum við oft að fálma okkur áfram í þoku. Ef myndbirting verður háð opin- beram nefndum og ritskoðun þeirra gætum við óvart stungið augun úr tjáningarfrelsinu. + Jónína Guðný Helgadóttir fæddist í Dalbæ í Vestmannaeyjum 27. janúar 1909. Hún lést á Selfossi 25. september síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 17. júní 1868, d. 11. mars 1965, ættuð úr Reynis- hverfi í Mýrdal, og Helgi Guðmundsson útgerðarmaður, f. 1.7. 1870, d. 11. mars 1925, ættaður frá Steinum undir Eyjafjöllum. Jónina var yngst Qögpirra systkina, en þau hétu Guðjón, Rannveig Jóhanna og Margrét. Hinn 18. maí 1935 giftist Jónína Guðmundi Ketilssyni frá Stokkseyri, f. 13. mars 1902, d. 21. ágúst 1981. Þau bjuggu fyrstu árin á Fífilgötu 2 í Vest- mannaeyjum og fluttust þaðan að Stokkseyri árið 1946. Ári Látin er móðursystir mín, Jónína Guðný Helgadóttir, alltaf kölluð „Ninna“ af fjölskyldu sinni og vinum. Níræð varð hún á síðasta afmæl- isdegi sínum og hafði átt því láni að fagna að vera tiltölulega vel heilsu- hraust allt sitt líf þó dálítið hafi hún verið farin að þreytast síðustu árin. Lát hennar bar þó snöggt að, kvöldið 25. september, þó ekki öll- um að óvörum, því vitað var að hún gekk ekki heil til skógar upp á síðkastið. Ég held ég geti fullyrt, að hún kvaddi þetta líf södd lífdaga og í sátt við allt og alla. En margs er að minnast, þegar litið er yfir níutíu ára langa ævi og get ég aðeins drepið á fátt þar, því samskipti okkar Ninnu vora ekki órofin gegn um árin, þó alltaf höf- um við vitað hvort af öðru þrátt fyrir að lönd og höf skildu okkur löngum að. Það sem batt okkur á sérstakan hátt, var sú staðreynd, að við átt- um sama afmælisdag, 27. janúar, á milli bar aðeins átján ár. Þessi ald- ursmunur skýrir það, að fyrsta hluta ævi minnar var ég mér ekki beint meðvitandi um tilveru henn- ar, enda bættist hér við, að ég fluttist burt úr Eyjum aðeins sjö ára gamall ásamt fjölskyldu minni. Ég var orðinn 10 eða 11 ára, þegar kynni okkar hófust fyrir alvöru, en þá fékk ég að vera hjá henni eitt sumar í Vestmannaeyjum. Vora það dýrðardagar fyrir „borgarbarnið", þá orðinn Reykvík- ingur þrátt fyrir skamm- an dvalartíma í borginni. Ninna var þá tiltölulega nýgift Guðmundi Ketilssyni, vélstjóra, miklum dugnaðarmanni og einum eftirsóttasta vélstjóra á bátaflota Vestmanneyinga. Leið mér vel hjá þeim hjónum og ömmu minni, Þóra, sem bjó hjá þeim þar og allar stundir síðan, þó flust væri til „meginlandsins" er tímar liðu. Fljótt kom fram hjá Ninnu, að hún var músikölsk. Fekk hún ung að læra á orgel, en það hljóðfæri var til á æskuheimili hennar í Dal- bæ og þar oft mikið sungið og spil- að, einkum á þeim tíma er Guðjón, bróðir hennar lifði. Hann dó þó mjög ungur, fórst í sjóslysi á fjar- lægum slóðum, öllum harmdauði. Eftir að Ninna fullorðnaðist var það langur tími, er hún snerti ekki hljóðfæri, allt til þess tíma, er dótt- ir hennar eignaðist píanó á Sel- fossi. Þótti henni þá gaman að taka í píanóið og mundi þá furðumikið af því, er hún hafði lært forðum daga. Fleira var henni tO lista lagt. Saumaskapur lék í höndum hennar, svo og aðrar hannyrðir, og svo kom að því, að hún fór að fást við list- málun. Varð það hennar aðalfrí- stundaiðkun og tókst þar vel upp, seinna reistu þau sér hús í Smáratúni 4 á Selfossi og bjuggu þar til ævi- loka. Börn þeirar eru: 1) Helgi, f. 19. maí 1936, og var hann kvæntur Sæ- unni Sigurlaugs- dóttur, f. 5. apríl 1945. Börn þeirra eru Sigurlaug, Guð- mundur og Jón Þór. Helgi átti áður Hugrúnu Kristínu. 2) Þórhildur Mar- grét, f. 3. nóvember 1937, gift Páli Sigurgeirssyni, f. 10. desember 1930. Börn þeirra eru Guðjón Þór, Sigurgeir og Anna Dóra. 3) Viktoría, f. 10. mars 1941, gift Páli Jóni Bjarnasyni, f. 14. apríl 1938. Synir þeirra eru Guðmundur, Bjarni og Smári. Barnabarna- börn Jónínu eru 20 talsins. Utför Jóninu fer fram í Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15.30. þó aldrei fengi hún tækifæri til að læra þar tO. Hún var listamaður af Guðs náð, eins og sagt er. Málaði hún aðallega landslagsmyndir, fyr- irmyndimar fyrst úr Vestmanna- eyjum og svo víðar að, eftir að hún fluttist þaðan. Ég á eina góða mynd eftir hana, sem ég held mikið upp á. A unga aldri lærði Ninna hár- greiðslu. Nam hún hjá frú Krag í Reykjavík. Stundaði hún þá iðn að- allega meðan hún bjó í Éyjum en lítið eftir brottflutning þaðan. Þau Guðmundur fluttust brott úr Eyjum árið 1947, bjuggu fyrst eitt ár á Stokkseyri meðan Guðmundur byggði húsið að Smáratúni 4, Sel- fossi, en fluttust svo þangað, þar sem þau bjuggu síðan með fjöl- skyldu sína. Er tímar liðu dreifðist fjölskyldan af eðlilegum ástæðum, en Viktoría bjó áfram að Smára- túni 4 ásamt sinni fjölskyldu og foreldrum sínum. Þar bjó Ninna til dauðadags. Ninna hafði mikið yndi af ferða- lögum og ferðaðist eins mikið og hún gat við komið, aðallega seinni ár ævi sinnar, bæði innanlands og utan. Sýndi hún þar mikinn dugnað og áræði, var yfirleitt föst fyrir í því, sem hún vildi gera. Kom hún þar mér oft á óvart, því hlédrægni og hógværð var hennar aðalsmerld. Hún var ekki málgefin, vildi frekar hlusta, en tala. I gegn- um lífið tók hún öllu með jafnaðar- geði og rólyndi, meðlæti jafnt sem mótlæti, hún var ekki gjörn á að barma sér né kvarta. Og þegar hún gladdist, þá var það oftast hlýlegt bros, sem gaf það til kynna, ekki meira. Þannig minnist ég hennar, og kveð hana með söknuði. Votta ég, og fjölskylda mín, börnum hennar og öllum aðstand- endum dýpstu samúð við fráfall hennar. Blessuð sé minning henn- ar. Baldur Bjarnasen. Margar minningar sækja á hug- ann þegar við hugsum til hennar ömmu okkur, Jónínu Guðnýjar Helgadóttur sem nú er látin. Við bræðurnir urðum þeirrar gæfu að- njótandi að alast upp með ömmu og afa í sama húsi, en afi lést árið 1981. Allt frá fæðingu þar til við flutt- umst að heiman sem ungir menn bjuggum við undir sama þaki og amma. Þetta hafði óneitanlega mikil áhrif á uppvöxt okkar og við- horf til lífsins. Enda var samband okkar við hana mjög náið og gott var að ræða við hana um hin og þessi málefni. Amma fylgdist alltaf vel með því sem við aðhöfðumst og hvatti okkur til dáða. Það verður skrýtið að koma í heimsókn til for- eldra okkar á æskuheimilið og geta ekki gengið að ömmu vísri. Aðalsmerki ömmu var hógværð og hlédrægni og fátt gat komið henni í uppnám. Alltaf hélt hún ró sinni og aldrei hækkaði hún mál- róminn við okkur bræðurna enda þótt oft gengi mikið á í húsinu. Nú á fullorðinsárum gerir maður sér grein fyrir því hve þolinmóð hún var gagnvart okkur í uppvextinum. Aldrei virtist það trufla hana hið minnsta enda þótt okkur fylgdi stundum töluverður hávaði. Þvert á móti sagðist hún njóta þess að heyra að líf væri í húsinu og eðli- legt væri að það heyrðist aðeins í okkur. Amma var af þeirri kynslóð sem eigi fékk notið þeirra góðu mennt- unarmöguleika sem ungt fólk hefur í dag. Hún stundaði sjálfsnám af krafti, hafði unun af því að lesa og fræðast og voru tungumál, landa- fræði, saga og bókmenntir henni hugleikin. Sem dæmi má nefna að á gamals aldri tók hún að læra er- lend tungumál af Lingaphone- námskeiðum. Hvað varðar góðar gáfur hennar er okkur minnisstætt að ein jólin spilaði hún Trivial Pursuit með okkur bræðram og nokkram vinum, en það spil reynir á margskonar fróðleik. Röðin var varla komin að okkur þegar hún var búin að sigra okkur í spilinu með því að svara öllum spurning- unum rétt. Kom þetta nokkuð flatt upp á okkur langskólagengið fólkið og minnti okkur á að skólaganga og viska eru ekki það sama. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að nefna hve listfeng hún var. Hún hafði mikið dálæti á myndlist og tónlist. Landlagsmál- verkin hennar bera listhæfileikun- um gott vitni og málaði hún mikið af olíumálverkum. Snemma í æsku uppgötvuðust tónlistarhæfileikar ömmu, en vegna aðstæðna lærði hún á hljóðfæri aðeins í fáeina mánuði. Löngu seinna þegar for- eldrar okkar bræðra keyptu píanó kom í ljós að amma hafði lært mik- ið á þessum stutta tíma því hún gat leikið á píanóið flókin lög eftir nót- um þrátt fyrir að hafa ekki snert hljóðfæri í áratugi. Amma hafði mikinn áhuga á blómarækt og voru ófáar stundirn- ar sem hún eyddi í gróðurhúsinu, annaðhvort að líta eftir blómum eða við iestur. Það var hennar Ííf og yndi að sitja og lesa í gróður- húsinu umlukt blómum. Skemmti- legast þótti henni að lesa eitthvað um Vestmannaeyjar og vorum við bræðumir vanir að gefa ömmu eitthvað í jólagjöf sem tengdist Vestmannaeyjum, enda var hún fædd og uppalin þar. Elsku amma, nú þegai- þú hverf- ur yfir móðuna miklu á vit látinna vina og vandamanna verðurðu væntanlega einhvers vísari um af- drif bróður þíns, Guðjóns, sem hvarf með bátnum Rigmor ein- hvers staðar á Atlantshafi á leið frá Spáni í byrjun aldarinnar. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig sem við munum geyma með okkur. Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt. Bjarni og Smári. Að heilsast og kveðja er lífsins saga. Það eru orð að sönnu og koma í huga minn er ég minnist í nokkrum fátæklegum orðum henn- ar Ninnu, fyrrverandi tengdamóð- ur minnar. Og þegar ég set þessar línur á blað, naga ég mig í handar- bökin fyrir hversu ódugleg ég var að líta inn hjá henni. Maður þykist alltaf vera svo önnum kafin í brauðstritinu, að ekki sé tími til að rækta vina- og ættartengslin. Þetta kemur manni til að hugsa: Hvað er mikilvægara en að halda sambandi við vini og venslafólk, gleðja aðra? Því dauðinn gerir yfir- leitt ekki boð á undan sér og það sem maður ætlar að gera seinna getur orðið um seinan. Þá sér mað- ur eftir því að hafa ekki gert meira af því að rækta vináttuna. Hún Ninna átti það svo sannarlega inni MINNINGAR JONINA GUÐNY HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.