Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 75 Krýsuvíkurkirkja Safnaðarstarf Krýsuvíkurhátíð SUNNUDAGINN 3. október verður haldin guðsþjónusta í Krýsuvíkur- kirkju. Hefst guðsþjónustan kl. 14. Er það orðin hefð að halda þar guðs- þjónustu að vori, þegar kirkjan er tekin í notkun fyrir sumarið, og eins 1 að hausti, en þá er altaristaflan sem Sveinn Björnsson málaði tekin niður og færð til Hafnarfjarðarkirkju. Ki’ýsuvíkurkirkja hefur í sumar verið klædd nýrri hurð og tjörguð og er í fegursta búningi eins og um- hverfíð allt. Að þessu sinni verður sungin gregorísk guðsþjónusta án undir- leiks, eins og tíðkaðist í íslenskum kirkjum til forna. í tilefni þess að guðsþjónustan er haldin á þessum I stað er þema guðsþjónustunnar „um- hverfissiðfræði". Eftir guðsþjónust- una býður Krýsuvíkurskóli kirkju- gestum til kaffísamsætis í skólanum. Rúta fer til Krýsuvíkurkirkju frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.15 og heim aftur eftir kaffisamsætið í Krýsuvíkurskóla. Kórfélagar úr kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju ann- > ast söng en prestur er sr. Þórhallur I Heimisson. I Messað á ný í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 3. október kl. 11 kemur söfnuður Dómkirkjunnar saman í kirkju sinni á ný. Endurbæt- ur á kirkjunni eru nú svo langt komn- ar að hægt er orðið að messa þar um helgar. Upp á þennan áfanga verður á haldið með hátíðlegi’i messu þar sem dómkirkjuprestarnir báðir þjóna. Sr. 1 Hjalti Guðmundsson byrjar messuna og býður söfnuðinn velkominn og sr. Jakob Agúst Hjálmarsson prédikar og þjónar ásamt honum að altar- issakramentinu. Dómkórinn leiðir söng undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar, dómorganista. Enn er mörgu ólokið við endur- bætur kirkjunnar og verklok ekki áætluð fyrr en undir aðventu. Trygg- a ir kirkjugestir munu því fylgjast með framvindu verksins á haustmánuð- um. Vegna framkvæmdanna verður % ekki hægt að hafa útfarir né aðrar at- hafnir á virkum dögum fyrr en að verklokum. A útlegðartímanum hefur Dóm- kirkjusöfnuðurinn notið stakrar vel- vildar Fríkirkjusafnaðarins og er honum þakklátur. Þakklæti hans mun nú söfnuður Landakotskirkju njóta, en hann mun hafa guðsþjón- ustur sínar í Dómkirkjunni í Reykja- jj vík meðan þeirra dómkirkja verður máluð og lagfærð. Að lokinni messu á sunnudaginn ^ mun Safnaðarfélag Dómkirkjunnar hafa fyrsta félagsfund veti’ardag- skrárinnar. Nýir félagsmenn sem eldri eru velkomnir á fundinn. Fyrirlestur og fræðslukvöld í I Langholtskirkju PYRIRLESTRAR og hópstarf i tengt missi verður í vetur líkt og síð- ustu ár í Langholtskirkju. Nú á haustdögum verður tekin fyrir úr- vinnsla sorgar og sorgarviðbragða í tengslum við skilnað. Séra Þórhallur Heimisson mun flytja fyrirlestur sunnudaginn 3. október kl. 20, í safnaðarheimili Langholtskirkju, um stöðu einstaklinga eftir skilnað Ieða sambúðarslit. Fyi’irlestur séra Þórhalls er öllum opinn en þau sem hafa staðið í þessum sporum eru | sérstaklega boðin velkomin. Eftir fyrirlesturinn gefst timi til umræðna yfir kaffibolla. I framhaldi af fyrirlestrinum verður þeim er vilja gefinn kostur á því að taka þátt í hópstarfi um úr- vinnslu skilnaðar sem Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur og Svala Sigríður Thomsen djákni hafa um- sjón með og annast. Sorgarhópar koma saman einu sinni í viku í 10 vikur. I sorgarhópunum eða nær- hópunum eins og þeir eru einnig nefndir, eru einstaklingar sem velja að hittast í 8-10 manna hópi, gera með sér samning og mynda trúnað- arsamband. Þar fer fyrst og fremst fram jafningjafræðsla, auk innleggs stjórnenda. Hópstarfínu lýkur með fyrirlestri um hvernig horft sé til framtíðar. Á fundinum 3. október geta ein- staklingar skráð sig í hópstarfið. Hópurinn kemur saman í fyrsta skipti fimmtudaginn 7. október kl. 20-21.30. Einstaklingar í hópnum geta einnig átt trúnaðarviðtöl við sóknarprest eða djákna um lengri eða skemmri tíma. Beðið er með og fyrir þeim sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir Svala Sigríður Thomsen djákni í síma 520 1314 eða 862 9162. Fundur í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar FYRSTI fundur Safnaðarfélags Dómkirkjunnar verður haldinn sunnudaginn 3. október nk., að lok- inni árdegismessu í Dómkirkjunni, en þennan dag verður fyrsta al- menna messan haldin í viðgerðri og endurbættri kirkjunni eftir mánaða- langa lokun. í tilefni þessa mun Þor- steinn Gunnarsson arkitekt verða gestur á fundinum og ræða um hinar umfangsmiklu endurbætur, sem gerðar hafa verið á kirkjunni á und- anfórnum mánuðum. Fundir Safnaðarfélags Dómkirkj- unnar eru haldnir eftir árdegismessu fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast um kl. 12:00 á hádegi. Þeir eru haldnir á 2. hæð í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á horni Vonarstrætis og Lækjargötu og standa í rúma klukkustund. Fundirnir hefjast með léttum málsverði á vægu verði. Lofgjörðar- guðsþjónusta í Hjallakirkju NÆSTKOMANDI sunnudag verður lofgjörðarguðsþjónusta í Hjalla- kirkju, Kópavogi, kl. 11. Slíkar guðs- þjónustur verða að jafnaði einu sinni í mánuði fram að jólum, en í þeim er mikil áhesla lögð á lofgjörð til Drott- ins í söng og orði. Kór Snælands- skóla syngur og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Heiðrúnar Hákonar- dóttur, og Lóa Björk Jóelsdóttir leikur undir á píanó. Fólk er hvatt til að mæta í kirkjuna og lofa Guð í tón- um og tali. Fræðslu- morgnar í Hallgrímskirkju Á MORGUN, sunnudag, kl. 10 f.h., hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgrímskirkju. I tilefni af þúsund ára kristni í landinu verður yfirski’ift- in á haustmisseri: Þættir úr þúsund ára sögu. Ámi Bergmann rithöfund- ur mun fyrstur ríða á veðið og flytja fyrirlestur um Þorvald víðförla, sem fyrstur boðaði löndum sínum kristni að talið er. Næstkomandi sunnudag, 10. október, mun dr. Hjalti Hugason, prófessor^ flytja erindi um upphaf kristni á íslandi og sjálfa kristnitök- una. Fræðslumorgnarnir eru öllum opnir. Að lokinni messu á sunnudag- inn ætla kvenfélagskonur að gefa kirkjugestum kost á að kaupa sér súpu og brauð, en þær eru nú að láta gera skírnarfont í kirkjuna. Meðgöngumessa Dómkirkjunnar KIRKJAN á að vera heimili. Kirkjan á að vera griðastaður. Kirkjan á að vera staður þar sem þú getur sest niður og andvarpað í bæn um allt það sem hvílir á sálinni. I kirkjunni á maður að hafa full réttindi. Þess vegna verður haldin með- göngumessea í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 3. október kl. 20.30. Prestarnir Jóna Hrönn Bolla- dóttir og Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Jóna ásamt Þórdísi K. Ágústsdóttur ljósmóður, Rannveigu Sigurbjörns- dóttur hjúkrunarfræðingi og Herdísi Finnbogadóttur líffræðingi. Birna Gerður Jónsdóttir ljósmóðir prédik- ar. Tónlist er í höndum Gróu Hreins- dóttur og Önnu Sigríðar Helgadótt- ur. Fyrirbæn verður fyrir foreldrum og ófæddum börnum. Allir eru velkomnir í Fríkirkjuna af þessu tilefni og verðandi foreldrar alveg sérstaklega. Jóna Hrönn Bolladóttir. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Útskálakirkja. Kirkjuskólinn kl. 13.30. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. KEFAS, Dalsvegi 24. Samkoma laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Allir hjartanlega vel- komnir. Þriðjud: Bænastund og brauðsbrotning kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli laugar- dag kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. Unglingakórinn: Æfing í safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórn- andi Hannes Baldursson. Sóknar- prestur. Lagersala Fjölva Smiðjuvegi 2 (bak við Bónus) giJg í dag hefst rýmingarútsala á bókalager Fjölva, Smiöjuvegi 2, Kópavogi. Hundruð titla á hreint ótrúlega lágu verði. Fjölbreytt úrval bóka og bókapakka og dregnar fram bækur sem ekki hafa sést í ^ . *jr | mörg ár. Þetta er algjör nýjung, þar sem fólk getur komið og gengið um langa ganga með himinháa bókastafla á báðar hliðar og skoðað og grúskað að vild. Ævintýraland fyrir börn og fullorðna. Verið öll velkomin og takið þátt í Bókaveisíu sem er engu lík! V x ^ Opnunartímar Laugardaga: 10:00 - 17:00 Sunnudaga: 12:00 - 17:00 Hægt er að panta allan sólarhringinn á vefnum: http://here.is/fjolvi Stóra Lagerútsala Fjölva veröur opin nokkr- ar næstu helgar. Síml Fjölva er 568-8433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.