Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 80
4*0 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK í FRÉTTUM Borðað í Sri Lanka DAGSKRÁRGE RÐ fjölmiðla og skrif blaða eru öll mótuð af fólki, ýmist þolendum eða gerendum. • i! ■> Þegar samræmi er á milli viðhorfs og tilfinningar þjóðar og efnis- flutnings fjölmiðla, ríkir einskonar sálarfriður í andrúmsloftinu. En þegar fjölmiðlar miða dagskrá sína við erlendar hugmyndir um skrímslasögur handa bömum, eða manndrápaseríur hlutabréfaeig- enda í New York eða Hollywood, er mjög hæpið að slík framleiðsla sé í þágu áhorfenda á íslandi nema sem liður í uppeldi á börnum eða til upplýsingar handa unglingum. Þess vegna er verið að tala um inn- lenda þáttagerð, jafnvel þótt hún sé léleg. Islensk ævintýri em að vísu misgóð og kvikmynaframleið- endur misgóðir líka, en það mætti reyna að veita fé í einhverja slíka framleiðslu í stað þess að ala börn upp við teiknimyndir, sem snerta ekki eina einustu taug í lands- mönnum, ungum sem gömlum. Ævintýri og þjóðsögur okkar era tilfinning, en skrímslagengi kvik- myndagengisins era sprottin úr hópvinnu vitleysinga. Þess vegna er verið að biðja um innlenda þætti í stað innflutta ruslaralýðsins. Við lítum varla á okkur sem nýlendu kauphallarbraskaranna í kvik- myndaiðnaðinum. Ríkiskassinn hefur byrjað að sýna danskan framhaldsþátt, sem heitir Löggan á Sámsey. Hann er ekkert rosalega góður, en hann er alveg í lagi. Það er gaman að heyra dönskuna talaða og orðfærið gæti allt eins verið íslenskt á köflum. Danir era mikið skyldir okkur og hafa reynt okkur vel í mörgum efn- um eftir aðskilnað- inn. Þeir eru ólíkir öðram Norður- landaþjóðum og mikið auðveldara yfirleitt fyrir okkur að nálgast þá en hinar þjóðirnar. Þeir hafa átt sína stóra daga í kvikmyndum, en það er nokkuð langt síðan. Hins vegar hafa þeir náð árangri í sjón- varpsþáttagerð. Þótt Löggan á Sámsey sé ekkert sérstakt er hún samt vel þess virði að fylgst sé með henni. Ótrúlegt er ef ekki _er hægt að framleiða slíka þætti á Is- landi, láti kvikmyndamenn af hinni yfírþyrmandi heimsfrægðargloríu sinni. Hún hefur leitt þá á vegleys- ur, enda vantar þá íslenska stefnu. Til innlendra þátta má telja að Sigmar B. Hauksson fór tÚ Sri Lanka (Ceylon) og sýndi í ríkis- kassanum. Það mátti hafa gaman að þessum þætti, enda staðurinn fallegur og ríkur að sögu. Menn fara misjafnra er- inda til útlanda. Sumir skoða bara kirkjur. Sigmar skoðaði fræga staði úr sögu landsins, kryddgarða, þar sem hann smakkaði margvíslegt krydd sem óx úr jörðu. Auk þess virtist hann alltaf vera að borða. En hvað um það. Þetta var geðug- ur þáttur með sínum blómum, dansandi fólki og steik. Næst verð- ur Sigmar í Barcelona. Hvað ætli hann borði þar? Ríkiskassinn er ötull við að sýna íþróttir sem fyrri daginn. Nú var keppnin um Ryderbikarinn á dag- skrá og stóð í þrjá daga: sumt á besta sýningartíma. Hvorki ríkis- kassinn eða keppendur slógu holu í höggi, en margir lentu í kargan- um. Lýsingar voru á keppninni á íslensku, en maður skyldi minnst af þeirri íslensku, þótt stundum væri brugðið á það réð að tala um pétur eða pál á vellinum. Þulh-nir virtust vera sæmilega lesnir í sögu golfsins, en það fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem ekkert vissu um golf og voru steinhissa að horfa á fullorðna menn vera kepp- ast við að koma kúlum niður i hol- ur á grænum velli. Frægðarfólk er farið að leggja leið sína til íslands af minnsta til- efni. Hingað kom Jagger, sem er eins og kai-1 nokkur í Eyjafirði. Hann var að fylgja tveimur konum bæjarleið í mikilh ófærð um vetur. Ógnarskafl varð á leið þeirra. Hann fylgdi annarri konunni fyrst yfir skaflinn, en snéri síðan við eftir hinni. I fyllingu tímans áttu þær báðar böm á sama tíma og kenndu karli. Þannig hefði getað farið fyrir Jagger nema það fyrirfannst eng- inn skafl á Isafirði. Seinfeld kom líka hingað einhverra erinda. Land- ið var snjólaust um það leyti. Hann gerði stuttan stans en er nú kominn aftur á Stöð 2 til að skemmta fólki og hann er gamansamur. Svo er Kramer vinur hans óborganlegur. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Endurbætur á húsi Önnu Frank Angar aftur af kryddi ENDURBÓTUM á húsinu í Am- sterdam sem Anna Frank faldist í meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð er lokið eftir tíu ára fram- kvæmdir. Beatrix Hollands- drottning og Claus prins, Richard von Weizsaecker, fyrrverandi for seti Þýskalands, og Miep Gies, konan sem hjálpaði Önnu og sjö öðrum að felast, voru á meðal gesta. Anna skrifaði fræga dagbók sína meðan hún, fjölskylda hennar og fjórir aðrir gyðingar földu sig fyrir hersetuliði nasista í þröngum bak- feerbergjum húss við Pr- insengracht-skurðinn þar til þau voru svikin og handtekin í ágúst árið 1944. Endurnýjunin á safninu, sem var gerð án þess að safninu væri lokað, fór ekki fram á felustað Önnu heldur öðrum hlutum húss- ins. Rætist þar með ósk föður Önnu um að framhluti hússins, þar sem krydd- og sultufyrirtæki hans var til húsa, væri endurbyggður í upp- runalegt horf. Otto Frank var sá eini af þeim átta gyðingum sem földust í húsinu til að lifa stríðið af og lést árið 1980. Með stuðningi ljósmynda, upp- haflegrar gólfteikningar af húsinu ög minnis Miep Gies hefur Önnu Frank-stofnunin endurskapað and- rúmsloftið á skrifstofu fyrirtækis- ins eins og það var á fimmta ára- tugnum, - að kryddlyktinni meðtal- inni. Jafnvel þótt Anna hafi eytt mestum tíma í felum gegndu fremri herbergin einnig hlutverki í Dagbók Cluuu lietnr ■ 111,1 "• lífi Önnu, segir Hans Westra, stjórnandi safnsins. „Við vonum að gestir verði ráðvilltir þegar þeir ráfa um fremri hlutann. Þeir verða að fá það á tilfinninguna að ein- hvers staðar séu falin herbergi.“ Áður gátu gestir gengið beint inn í felustaðinn. Felustaðurinn er nánast alveg tómur, alveg eins og hann leit út rétt eftir handtöku og brott- flutning Önnu Frank, vegna þess að nasistar fjarlægðu húsgögnin. Aðeins bóka- skápurinn sem hylur inn- gönguleiðina varð eftir. En sérfræðingar hafa ver- ið fengnir til að stuðla að varðveislu fölnandi mynda og póstkorta af kvikmynda- stjörnum sem Anna festi á svefnherbergisvegginn. „Ba- kvið sumar myndirnar fundum við aðrar sem Önnu hefur lík- lega þótt of barnalegar eftir nokkra hríð,“ segir einn sér- fræðinganna. Á safninu er að fá upplýsingar um líf Önnu í Bergen-Belsen vinnubúðunum þar sem hún lést úr 9{cEtur0a[inn Dans- og skemmtistaóur — alltaf lifandi tónlist Skápurinn sem gengið var um í felustað Onnu Frank t..r skoðar upp flekkusótt nokkrum vikum áður en fangarnir voru frelsaðir. í nýrri byggingu við hlið safnahússins er hægt að leita almennra upplýsinga um helförina. Kaffihúsi og sýndarveruleika- ferð um húsið á tölvu hefur einnig við bætt við. Með stækkuninni verður auðveldara að taka á móti miklum fjölda gesta, sem voru 822 þúsund í fyrra. „Við erum stolt af því að hafa aldrei þurft að loka safninu meðan á endurnýjuninni stóð. Við vitum hversu mikla þýð- ingu heimili Önnu Frank hefur fyr- ir gesti,“ segir Westra. HARMONIKUBALL í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Þuríður Sigurðardóttir Opiö frá kl. 22—3 — sími 587 6080 verður í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansinn hefst kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir. MYNPBÖNP Andlaus eftirherma Ég veit enn hvað þú gerðir síðasta sumar (I Still Know What You Did Last Summer)_ Hrol Ivckja ★ Leikstjóri: Danny Cannon. Handrit: Trey Callaway. Aðalhlutverk: Jenni- fer Love Hewitt og Mekhi Phifer. (100 mín) Bandaríkin. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. FLJÓTLEGA eftir útkomu hinnar vinsælu en stöðluðu hryll- ingsmyndar Ég veit hvað þú gerð- ir síðasta sumar var hafist handa við framhaldið og þannig reynt að vinda síðustu blóðdropana úr þurrausinni hryll- ingstískubylgju. Þar komumst við að því að rað- krókarmorðing- inn úr fyrri myndinni hefur engu gleymt. Hann eltir enn uppi spengilegar ungmeyjar, þ.e. kven- hetjuna Julie James (Jennifer Love Hewitt) og grandalausa vin- konu hennar. Hér er öllum heila klisjubúnk- anum pakkað snyrtilega inn í and- lausa eftirhermu sem sleppur nokkurn veginn fyrir horn sem staðlað skemmtiefni fyrir ung- linga. Jennifer Love Hewitt gegn- ir mikilvægu hlutverki við að draga að karlkyns áhorfendur og hefur hæfileikalaus leikstjórinn gripið til þess ráðs að beina myndavélinni ítrekað að barmi ungstjörnunnar. Lítil áhersla er lögð á leikinn sem slíkan, sem er áberandi dauðyflislegur hvert sem litið er. Það er sem sagt ekki hægt að mæla með þessari mynd, né heldur hugsanlegum framhalds- myndum hennar. Heiða Jóhannsdóttir Enn eitt lögguparið Spillandinn (The Corruptor)_________ Löggumynd ★ ★VI2 Leikstjórn: James Foley. Aðalhlut- verk: Chow Yun Fat og Mark Wahlberg. 110 mín. Bandarisk. Myndform, ágúst 1999. Aldurstakmark: 16 ár. SÖGUR um félaga í lögregl- unni, gjarnan einn gamalreyndan og einn nýliða, eru ákaflega vin- sælt efni í hasar- myndir og hafa skapað mikla fræðilega um- ræðu um eðli slíkra vináttu; sambanda. í þessari mynd er markvisst tekið á þessum pæling- um sem gefur annars ágætri hasarmynd aukið vægi. Þetta er að flestu leyti hefðbundin mynd um spillingu og góðar og vondar löggur. Hong Kong-stjarnan Fat er einn best þjálfaði hasarleikari veraldarinnar og skilar sínu af sannri atvinnumennsku á meðan Wahlberg er sætur og sjarmer- andi að vanda og saman era félag- arnir hið fínasta löggupar. Hæfi- legur skammtur af sprengingum og hávaðasömum bardagaatriðum er á sínum stað og ætti myndin ekki að valda nokkrum hasaraðdá- anda vonbrigðum. I alla staði fín afþreying og sums staðar eilítið meira. Guðmundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.