Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 49 hjá mér að ég hefði oftar samband við hana en ég gerði. Hún var afskaplega hæglát kona og það fór aldrei mikið íyrir henni, hæglætið og prúðmennskan voru hennai- aðalsmerki fram í andlátið. Að láta ekki aðra hafa of mikið fyr- ir sér. Ég á henni Ninnu svo ótal margt að þakka, svo oft leit hún eftir börnunum mínum þegar ég var að vinna og aldrei var farið fram á laun fyrir. Ég minnist þess, þegar Jón Þór, yngsti sonur minn, var að fara í heimsókn til ömmu og afa í Smáró, eins og hann sagði alltaf, þá smá- pjakkur. Þá sagði hann mér stund- um að hann þyrfti að færa henni ömmu steina, hann vissi sem var að hún átti svolítið steinasafn, og við það vildi hann bæta. Reyndar voru nú steinarnir hans ekki alltaf merkilegir, bai'a þeir sem fundust á götunni og svona hingað og þangað. Eitt sinn sem oftar þegar hann fór til hennar, færði hann henni blóm- vönd. Reyndar vissi ég ekki af því fyrr en hún sagði mér það, og grun hef ég um að hann hafi tínt þau upp einhvers staðar á leið sinni. Hann þurfti alltaf að gefa ömmu eitthvað. Þá var hann afí hans, Guðmundur, sem lést fyrir allmörgum árum, alltaf að gefa honum nokkrar krón- ur á meðan hann lifði, og þegar hann dó þá sagði drengurinn: Hver á nú að gefa mér pening úr því að hann afi minn er dáinn? Já, ég vil þakka henni Ninnu öll þægilegheitin og hversu góð hún var mér. Ástvinum hennar öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sæunn Sigurlaugsdóttir. Óvissuferðir eni í tísku þessa dagana. Þátttakendur vita ekki hvert förinni er heitið en vita að þeir eiga í vændum skemmtilegan dag. Ég get samglaðst tengdaömmu minni með að komast í sitt ferðalag nú þegar hún hafði notið góðra ævi- daga og ekki var hægt að búast við öðru fyrir hennar hönd en að heils- an og lífsgæðin færu heldur niðurá- yið. Það vai' dásamlegt að hún skyldi geta verið með eigið heimili til síðasta dags, börnin hennar eiga heiður skilið fyrir að hafa gefið henni möguleika á því. Auðvitað var Ninna ein heima mestan part dags- ins meðan Viddý og Palli voru í vinnunni, hún var nú ekki að barma sér yfir því; hún var sjálfri sér nóg. Það var ekki fyrr en síðustu fjögur árin sem hún gekk inn í heimili dóttur sinnar með mat og þvotta, fram að því hafði hún séð nánast al- veg um sig sjálf og það er nú meira en hægt er að reikna með á þessum aldri. Helgi veitti Ninnu mikinn og góðan félagsskap, hann var dagleg- ur gestur hjá henni þegar hann var á landinu á annað borð og alltaf til- búinn til að keyra hana þegar hún þurfti að fai'a eitthvert. Auðvitað létti það jafnframt á Viddý, þetta var alltaf hin besta samvinna. Ninna var alltaf svo jákvæð, hún var nú ekki að gera veður út af hlutunum. Nótt eina stalst köttur inn um gluggann hjá henni og hún vaknaði við að hann stökk ofan á sængina hennar. Sumum hefði víst brugðið við minna, en hún kippti sér ekkert upp við það heldur fór á fætur og kom honum út! Ninna var engin æsingamanneskja, það var aldrei hávaði í kringum hana. En hún var ákveðin og fékk flestu framgengt með hægðinni sem hún vildi. Fyrir tveim árum fór ég að skrifa niður bernskuminningar Ninnu, okkur til gamans. Hún sagði afar skemmtilega frá enda var hún bæði minnug og fróð. Eng- inn veit fyrirfram hvenær ævinni lýkur, en víst hefði verið gaman að geta þakkað Ninnu fyrir skemmti- lega samveru á liðnum árum. Sigrún. + Ólafía Kristín Kristjánsdóttir fæddist í Pálshúsum í Grindavík hinn 10. desember 1940. Hún lést á Landspítalan- um 25. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján Sigurðs- son, Móum á Skaga- strönd, f. 12.12. 1908, d. 28.12. 1996, og Margrét Sigurð- ardóttir, Akrahóli í Grindavík, f. 28.2. 1909, d. 13.10. 1994. Ólafía ólst upp á Bergi í Grinda- vík og var yngst þriggja systk- ina. Systkini hennar eru Sigurð- ur Gunnar, f. 8.10. 1929, og Björg Sigríður, f. 13.10. 1931. Hinn 26. desember árið 1959 giftist Ólafía Helga S. Kristins- syni, Járngerðarstöðum, verk- stjóra í Fiskanesi, f. 23.4. 1937. Foreldrar hans voru Kristinn Guðmundsson, Stóru Borg, Grímsnesi, f. 29.4. 1899, d. 23.10. 1955, og Vilborg Jóna Helgadóttir, Gimli, Grindavík, f. 19.5. 1909, d. 9.12. 1992. Börn Ólafíu og Helga eru: 1) Kristín Vilborg, f. 6.9. 1959, húsmóðir í Hafnarfirði. Hún giftist Bjarna Guð- brandssyni, vél- stjóra, f. 25.8. 1960, d. 22.8. 1991. Börn þeirra eru: a) Ólafía Helga, f. 8.11. 1978. b) Guðbrandur Þór, f. 7.2. 1981. c) Helgi Freyr, f. 17.8. 1986. Sambýlismaður Kristínar er Hall- grímur P. Sigur- jónsson, málari, f. 7.2. 1965. Barn þeirra er fris Ósk, f. 22.5. 1997. 2) Elín Margrét, f. 11.2. 1972, húsmóðir í Vogum. Eiginmaður hennar er Svavar Jóhannsson, múrari, f. 22.6. 1970. Börn þeirra eru: a) Jóhann Sævar, f. 22.8. 1994. b) Fanney Dís, f. 22.8. 1996. c) Kristín Helga, f. 26.4. 1996. 3) Fóstursonur: Þorvaldur Þor- valdsson, matsveinn, f. 13.5. 1966. Barn hans er Saga Rut, f. 13.8. 1996. Sambýliskona Þor- valds er Hrefna Benediktsdótt- ir, iðnrekstrarfræðingur, f. 7.9. 1970. Útför Ólafíu fer fram frá Gr- indavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í sumarbústað þeirra hjóna. Ég er þakklát íyrii' þennan sjóð af góðum minningum en þakklátust er ég þó fyrir að hafa átt stuðning þeirra hjóna í sjúkdómsstríði og missi minna manna, eiginmanns, sonar og dóttursonar. Olla var þá alltaf til staðar, hjálpsöm og óþreytandi í uppörvun á erfiðum tímum. Sjálf hafði hún reynt stríðið við krabba- meinið en fengið bata, sem því mið- ur varði ekki lengur. Það var sárs- aukafullt að þurfa að horfa á Ollu ganga þessa erfiðu leið inn í veröld hins sjúka, hún sem alltaf hafði átt stuðning til að miðla til annarra. Síð- ustu vikumar voru henni erfiðar og naut hún þá umhyggju eiginmanns og barna og ekki síst nöfnu sinnar og dótturdóttur, Ólafíu Helgu. Olla vinkona mín hefur nú fengið lausn frá sjúkdómsstríði. Ég mun sakna hennar mikið, sakna þess að deila ekki lengur með henni gleð- inni, sem hún var svo rík af, sakna símtalanna með glaðværa hjalinu hennar um lífið og tilveruna og sakna þess að upplifa með henni ókunnai' slóðir. Hennar er saknað af okkur öllum félögunum í sauma- klúbbnum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og saumaklúbbsfélaga og sérstaklega Bára frænku hennar vil ég senda Helga, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Við biðj- um þeim guðs blessunar í sorg þeh'ra og söknuði. Guð blessi minn- ingu Ollu. Ásthildur Árnadóttir. ÓLAFÍA KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Fyrstu haustdagamir hafa verið mildii’ og kyiTÍr en hjá Ollu vinkonu minni reyndust þeir strangir. Hún varð að lúta ofurefli krabbameins eftir áralanga baráttu og lést að morgni 25. sept. sl. Vinátta hefur löngum verið mikil- væg á vegferð okkar um lífið. Traust vinátta, þar sem fylgist að virðing og væntumþykja er gott veganesti og kemur það gleggst í ljós þegar maður neyðist til að horfa fram í tómarúmið sem skap- ast er vinur hverfur á braut. Vinátt- an á sér oft undarlegar leiðir og ótrúlegustu atvik geta orðið til að mynda óvænta vináttu. Þannig var með vinskap okkar Ollu sem varði síðan um aldarfjórðungs skeið. Saumaklúbbar eru einn vettvang- ur vináttu og einnig ljómandi gott tæki til að viðhalda henni, séu regl- urnar virtar um að hittast og koma saman, burtséð frá því ætlunarverki sem nafn klúbbsins bendir til. Á sjötta áratugnum, þegar sjónvarpið hafði ekki enn haldið innreið sína í tómstundh’ manna og tölvur áttu sér ekki einu sinni hugtak, stofnuðu nokkrar ungar konur í Keflavík saumaklúbb. Ég var svo lánsöm að verða nokkru seinna boðin velkomin í þennan klúbb, sem enn er starf- andi, og hefur félagsskapurinn því náð rúmlega fertugsaldri. Þannig höfum við upplifað saman giftingar, bameignir, húsbyggingar, uppeldis- störfin, já, lífsgleðina alla en einnig sorg og missi. Hópurinn hefur að mestu haldið sínum upphaflegu fé- lögum en þegar ein af okkur fluttist búferlum til Grindavíkur árið 1975 þótti henni einmanalegar ferðirnar í saumaklúbbinn til Keflavíkur. Vandamálið var auðleyst og tilvalið að með henni kæmi ung kona úr Gr- indavík. Þarna var Olla komin inn í líf okkar, geislandi af lífsgleði og orku. Hún reyndist okkur alla tíð síðan traustur og góður félagi. Olla, sem hét fullu nafni Ólafía Kristín Kristjánsdóttir, var yngst þriggja bama þeirra Margrétar Sigurðardóttur og Kristjáns Sig- urðssonar í Grindavík og átti þannig stóran frændgarð í Grindavík, kom- in af stórfjölskyldum þaðan og af Skagaströnd. Ölla stundaði hefð- bundið skólanám á heimaslóðum. Ung að árum giftist hún Helga Kristinssyni, verkstjóra hjá Fiska- nesi hf. í Grindavík. Helgi og Olla eignuðust tvær dætur og ólu einnig upp fósturson, náskyldan Ollu. Olla var mikil fjölskyldukona. Þau Helgi voru einstaklega samhent um vel- ferð fjölskyldunnar og með einlægni sinni og hjartahlýrri umönnun batt Olla traust sambönd við börnin sín og aldraða foreldra sem hún annað- ist í hárri elli. Oft hefur reynt á samheldni fjölskyldunnar, ekki síst þegar kær tengdasonur fórst með Eldhamri frá Grindavík árið 1991 og síðai' þegar mikil iiarátta var háð fyrir lífi og heUsu lítillar dótturdótt- ur. Olla reyndist fjölskyldu sinni ætíð úrræðagóður og traustur bak- hjarl sem með rósemi og festu vann sig út úr erfiðleikum. Olla starfaði lengst af utan heim- ilis við fiskvinnslustörf, meðan heUsa og kraftar leyfðu. Hún starf- aði með Kvenfélagi Grindavíkur um árabil. Hún var félagslynd og með glaðlyndi sínu og hjálpsemi aflaði hún sér vinsælda og virðingar sam- ferðamanna. Við Olla reyndumst eiga mörg sameiginleg áhugamál og svo var einnig um mennina okkar, sem störfuðu á sama vettvangi. Olla og Helgi urðu okkar bestu vinir, heim- sóknimar urðu margar milli heimU- anna og er margs að minnast af samverustundum með þessum glöðu og góðu félögum, margai' eftirminni- legar utanlandsferðir með sauma- klúbbnum, veiðiferðir og heimsóknir Kæra frænka. Það er erfitt að ætla sér að setja minningar á blað, þegar þær eru svo margar. Ég bjó í næsta húsi við ykkur frá 7 ára aldri þangað til ég var 25 ára og flutti í burtu. Á þínu heimili var ég eins og heima hjá mér, bankaði aldrei, labb- aði bara inn, og það þótti allt í lagi, svo mikill var samgangurinn á milli heimUanna. Margai' nætur gistum við Bogga saman heima hjá ykkur eða heima hjá mér, minnisstæðust er mér nóttin þegar brjálaða veðrið var í Grindavík, þú og Helgi og for- eldrar mínir fóru út saman þetta kvöld og undii' morgun skall veðrið á. Þegar við vöknuðum um morgun- inn litum við Bogga út um baðher- bergisgluggann og sáum hvar þak- plötur fuku af húsinu heima hjá mér. Við litum hvor á aðra og hræðslan skein úr augunum á okk- ur. Ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir foreldra mína en þú og Helgi reynduð að hugga og sannfæra mig um að allt væri í lagi með þau, en það gekk ekki fyrr en Helgi leiddi mig heim í þessu brjálaða veðri og JULIUS B. JÓNSSON + Júlíus B. Jóns- son fæddist á Akureyri 31. maí 1915. Hann lést á heimili dóttur sinn- ar á Akureyri 23. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 30. september. Síðastliðinn fimmtu- dag var tU moldar bor- inn kunnur og vinsæll borgari á Akureyri, Júlíus B. Jóns- son, fyrrv. bankaútibússtóri. Hann var sonur þeirra sæmdarhjóna Maríu Hafliðadóttur Ijósmóður og Jóns Guðmundssonar bygginga- meistara. Við fráfall þessa hægláta heið- ursmanns er enn höggvið stórt skarð í raðir hinna gömlu KA-fé- laga. En nú með skömmu millibili hafa þeir verið á brott kallaðir vin- ir hans og samherjar, Tómas Steingrímsson, Helgi Schiöth, Árni Ingimundarson og Eðvarð Sigurgeh'sson, en þeir voru allir máttarstólpar í KA-starfinu, bæði sem keppendur og stjórnunar- menn fyrstu 15-20 ár félagsins. Júlíus lék bakvarðarstöðu í kappliðinu í allmörg ár og var einnig ritari í aðalstjórn KA árin 1935-1937. Hann var alla tíð mjög áhuga- samur um gengi síns gamla félags, fylgdist með flestum kapp- leikjum þess og hvatti hina ungu óspart til dáða. Ungur að árum tók hann einnig þátt í skátastarfinu hér í bæ og var hann í eldra skátafélaginu, Fálkum, undir stjórn Jóns Norðfjörð, en Gunnar Guðlaugsson annaðist yngri deild- ina. Þegar Fálkaskátai' hófu bygg- ingu fjallaskála síns á Súlumýrum árin 1932-1933 lagði Júlíus gjörva hönd á plóginn. Jón faðir hans studdi þetta áhugamál sonarins og lánaði hinum ungu eldhugum allt timbur og annað efni er þurfti í bygginguna. Júlíus lagði ætíð gott orð til skátastarfsins og taldi það um margt gott veganesti út í lífs- baráttuna. Einnig starfaði Júlíus síðar í allmörg ár innan vébanda Frímúrarareglunnar. sýndi mér að allt væri í lagi með þau, að mér fór að líða betur. Þegar ég var í skóla hafði ég lítinn áhuga á handavinnu, svo ég kom alltaf til þín að fá hjálp við þetta, og þú sast tímunum saman og reyndir að/ kenna mér, því þú hafðir alltaf tíma og þolinmæði fyrir mig. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Ég sendi Helga, Boggu, Valda, Ellu og fjöldskyldum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur á erfiðri stundu. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína, og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Hvíl í friði. Valgerður Magnúsdóttir. Elsku amma, það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að hitta þig meir, fá ekki lengur að heyra þinn ljúfa hlátur og sjá þitt indæla og traustvekjandi bros. Þinn persónuleiki var svo sterk- ur. Þú hafðii' áhrif á flesta sem í kringum þig voru. Ef erfiðleikar komu upp þá gafst þú þig alla í að aðstoða og hugga. Þú varst besti vinur sem hægt var að hugsa sér, hlustaðir alltaf og gafst manni ráð. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og þú varst svo lífsglöð mann- eskja þrátt fyrir veikindi þín. Þegar maður hitti þig fylltist maður vellíðan og öryggi. Umhyggju þína var að sjá í svo mörgum myndum. Eins og þegai' þú gafst okkur systkinunum litabók og öl þegar við vorum lítil og með hita. Þegar þið afi tókuð okkur með ykkur í hjólhýsið forðum. Eða þeg- ar þú settist hjá okkur í vinahópi þegar við urðum eldri og spjallaðir við okkur um lífíð og tilverunar Aldrei leiddist manni nálægt þér. Maður getur endalaust rifjað upp minningar um þig og jafnskjótt fyllist maður vellíðan og maður verður þakklátur fyrh' að hafa átt frábæra ömmu eins og þig. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með hanni og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snert- 'ir mig og kvelur; en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfii' lífinu.“ (Höf. ók.) Ólafía Helga, Guðbrandur og Helgi Freyr. * Eftir ýmsa tilfallandi vinnu á unglingsárunum, m.a. tvö síldar- sumur á Siglufirði, hélt hann til Englands og nam þai' verslunar- fræði. Eftir heimkomuna vann hann skamma hríð í Sparisjóði Akureyrar uns hann hóf störf í Ut- vegsbanka Islands. Það var upphaf- ið að óvenju löngu og farsælu bankastarfi í meii’a en hálfa öld. Júlíus naut almennra vinsælda í starfi enda var hann þægilegur í öllu viðmóti og sanngjarn 1 viðskipt- urn. Ég átti því láni að fagna að starfa með honum í meira en 30 ár. Þess- tíma minnist ég með þakklæti og söknuði. Aldrei bar skugga á okkar samstarf öll þessi ár. Vinátta hans, hlýhugur og græskulaust gaman mun seint falla mér úr minni. Við Elsa nutum margra ánægjustunda á hinu notalega heimili hans og frú Sigríðar, þar sem myndir og bæk- ur, fróðleikur og fegurð mótuðu svo mjög þeirra elskulega hreiður. Inn- an um hin ágætu málverk voru litl- ar sjávarmyndir eftir húsbóndann sjálfan, því hann var vissulega gæddur listrænum streng. Megi nú að leiðarlokum hinn Al- máttugi styrkja hana og stýra um ókunna stigu. Frú Sigríði, börnum þeirra, Gísla og Herdísi Maríu, og fjölskyldum þeÚTa vottum við Elsa innilega samúð er þessi góði drengur hverf- ur okkur nú sjónum. Haraldur Sigurðsson. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.