Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MOEGUNBLAÐIÐ Vetrarstarf Hana-nú hafíð FRÉTTIR Foreldrar af golden retriever-kyni ásamt afkvæmum sfnuin. 290 hundar á alþjóð- legri hundasýningu ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélags fslands verð- ur haldin í reiðhöll Gusts í Kópa- vogi um helgina. í fréttatilkynn- ingu frá Hundaræktarfélaginu kemur fram að dómararnir Marit Sunde frá Noregi og Paul Stant- on frá Svíþjdð séu báðir mjög virtir um allan heim og með langa starfsreynslu. „Alls verða sýndir 290 hundar af 46 tegundum og er þetta því með stærstu sýningum sem haldnar hafa verið hér á landi,“ segir í tilkynningunni. „Nú verð- ur í fyrsta sinn haldin svokölluð parakeppni, en hún felst í því að finna líkasta hundaparið í eigu sama manns. Keppni ungra sýnenda verður í fyrsta sinn skipt í tvo liópa núna, 10-13 ára og 14-17 ára. Þar sem um er að ræða alþjóðlega ræktunarsýn- ingu geta dómarar veitt hundum alþjóðleg meistarastig, ef þeir telja þá vera framúrskarandi fulltrúa tegundar sinnar á al- þjóðlegan mælikvarða.“ Dagskrá Hundasýningin tekur tvo daga og eru hundar sýndir samtímis í tveimur hringjum. Sýningin hefst kl. 11 í dag, laugardag. Laugardagur: Hringur 1. 11.00: Boxer 11.56: Enskur bulldog 12.04: St. Bernharðshundur 12.16: Nýfundnalandshundur 12.20: Doberman 12.28: Dvegschnauzer Hlé 13.10: Border collie 14.02: Bearded collie 14.06: Þýskur fjárhundur 14.42: Briard Dagnr námsbrautar í hjúkrunarfræði við HI 15.02: Shetland sheepdog 15.14: Collie 15.26: Dalmatíu-hundur 15.38: Langhundur Hringur 2. 11.00: Labrador retriver 12.16: Golden retriever Hlé 13.15: Amerískur cocker spaniel 13.59: Enskur cocker spaniel 14.19: Enskur springer spaniel 15.35: Beagle Sunnudagur: Hringur 1. 11.00: Cav. King Charles spaniel Hlé 13.15: Tíbet spaniel 14.03: Bichon frise 14.35: Chihuahua 15.03: Maltese 15.11: Papillon 15.47: Shih Tzu Hringur 2 11.00: Islenskur fjárhundur 12.08: Pomeranian 12.56: Basenji Hlé 13.20: Enskur setter 13.56: Gordon setter 13.52: Irskur setter 14.48: Pointer 14.52: Weimaraner 14.56: Þýskur pointer 15.12: Borzoi 15.20: West Highl. w. terrier 15.28: Silkiterrier 16.04: Yorkshire terrier 16.08: Miniature poodle 16.12: Standard poodle 16.16: Chinese crest Keppni ungra sýnenda hefst um kl. 16.45 í dag, laugardag. Urslit hundasýningarinnar verða ljós i lok sýningar á morgun. Þá kemur einnig í ljós hver er stiga- hæsti hundur ársins og hver er stigahæsti ungi sýnandi ársins. VETRARSTARF Hana-nú er haf- ið af fullum krafti. Mánudaginn 4. október munu Smellarar í Hana- nú standa fyrir Smellhátíð í Gjá- bakka kl. 20 til ágóða fyrir lands- reisu leikverksins Smellsins en verkið verður á fjölunum enn um sinn hér sunnanlands. Boðið verð- ur upp á Smelli frá Nóa Siríus, Smellkex frá Fróni, leikin verða atriði úr Smellinum og dansleikur á eftir. Gleðiboltar og spaugarar munu stofna samtök 26. október í Gull- cimÉ . ,. __________________________________________I Uuclir lunguna Nk'oictk' cr lil scni iyej.'ijíiiiiiini. fori>#lástui som cr Ifmdui á tuið. löiiur som scii.ii ciu uiulir Itiugii oc scm suyröi. Sfómmiun Ivljann.i cr v'inslaklinyslunkiin l,cnll>eiiiing.ii iiin rciki imlkun vni i IvIl'íscAIí iik’ií lyliuuum. Brýnl vr aið lyliO \v iiolad rvll ng í lil.vil.ci'.iii línu ul .iO h'iii Ivslui iiranvur miisi. Mcð hvvrri iiakknmgu I) l'siiis vr l\ Igisvðill iik'O iiiikMvmmn uppl\ sinpum um iiwrnig iicl.i ,i Ivlin. nvaA.t aukawrk.inu gvl.i liáli og llvua. Lvsiu hlcísvililinii vandlvca aður vu lui Inrjar a<> noia Ivl'itV M.irkaóslvtli'li.ili: Pliarniavia & liPjohii AS. D.mimírk limlls l|.tti«li: Pli.niii.ivo I■ I. Iff<<r**.iltitii 2. 211) fáai«l.ih*vi. smára. Tónlistarklúbbur verður stofnaður 2. nóvember í Gull- smára í samvinnu við Tónlistarhús Kópavogs, farið verður í leikhús, kráarferð, á tónleika og á gallerí rölt svo eitthvað sé nefnt. Félagar í Gönguklúbbi halda á fram upp- teknum hætti síðustu tveggja ár- artuga og ganga alla laugardags- morgna frá Gjábakka kl. 10. Kleinukvöldið verður á sínum stað. Öllum er velkomið að taka þátt í vetrarstarfsemi Hana-nú. Fj ölskylduhátíð á Garðatorgi HALDIN verður fjölskylduhátíð að Garðatorgi, Garðabæ, í dag, laugar- daginn 2. október, kl. 13-16. Fjöl- breytt dagskrá verður í boði og fyr- irtæki og stofnanir á torginu verða opin almenningi til sýnis. Á Garðatorgi eru tvö yfirbyggð torg sem skýla gestum og gangandi og gera það mögulegt að bjóða upp á allskyns skemmtiatriði og sýning- ar hvernig sem viðrar. Margt verð- ur að sjá og skoða og má nefná bif- reiðasýningu og sérstaka tískusýn- ingu á pelsum sem framleiddir eru úr íslensku skinni. Á bæjarskrif- stofunum munu nemendur úr Fjöl- brautaskóla Garðabæjar kynna ýmsa þætti í starfsemi bæjarins. Boðið verður upp á skemmtiat- riði á sviði og munu koma fram landsþekktir skemmtikraftar s.s. Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson, Ávaxtakarfan, Kuran Swing, Suðræna sveiflusveitin úr Garðabæ og hljómsveitin I svörtum fötum. Á svæðinu verða á sveimi Bjarni töframaður og Barbara trúður mun leika við börnin. Þá munu krakkar á leikskólanum Hæðarbóli taka lagið. Nemendur úr Listaháskóla Islands setja stemmninguna á striga og and- litsteiknarar teikna börnin. Þá munu krítamálarar verða hér og þar um torgið. Ávaxta- og grænmetismarkaður verður opinn og boðið verður upp á allskonar veitingar. Safnað fyrir leikskólakenn- ara í Arborg OPNAÐUR hefur verið söfnunar- reikningur til stuðnings þeim ellefu leikskólakennurum sem sagt hafa upp störfum hjá leikskólum Ár- borgar, en þeir hættu störfum um síðustu mánaðamót. Sveitarstjórn Árborgar vísaði uppsögnunum til Félagsdóms. Lögð var fram frávís- unarkrafa, en Félagsdómur hafnaði kröfunni. Urskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem er enn með málið til athugunar. „Meðan á þessari óvissiy stendur eru leikskólakennarar í Árborg í biðstöðu og auðvitað launalausir. Nú ríður á að aðrir leikskólakenn- arar sýni þeim samstöðu í verki,“ segir í fréttatilkynningu frá Unni Stefánsdóttur leikskólakennara. Bankareikningurinn er hjá Is- landsbanka í Kópavogi og númer 0547-14-601540. DAGUR námsbrautar í hjúkrunar- fræði verður haldinn hátíðlegur í dag. Hátíðin fer fram í Skólabæ, Suður- götu 26, Reykjavík, og hefst kl. 14 en lýkur um kl. 16. Hátíðardagskráin hefst með ávarpi formanns stjómar Hollvinafélagsins, Vilborgar Ingólfsdóttur. Bima Flygenring fjallar um námsbraut í hjúkrunarfræði 1999-2000. Dr. Marga Thome formaður stjómar Rannsókn- arstofnunar í hjúkmnarfræði mun kynna starfsemi hennar og áform um frekari verkefni. Ragnheiður Har- aldsdóttir mun afhenda viðurkenn- ingu fyrir framlag til rannsókna og sá sem hlýtur viðurkenninguna mun segja frá rannsóknum sínum. Állir hollvinir námsbrautar í hjúkr- unarfræði og aðrir velunnarar eru velkomnir. Lýsa ábyrgð á hendur ríkisstjórn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur: „Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, stuðningsfélags Sam- fylkingarinnar, lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar vegna þeirrar verðbólguskriðu og skuldasöfnunar heimila og þjóðar- innar allrar sem teflir stöðugleika efnahagslífsins og afkomu heimil- anna í tvísýnu. Með veikum tökum á ríkisfjármálum á undangengnu hag- vaxtarskeiði hefur ríkisstjórnin búið illa í haginn fyrir komandi tíð. Enn- fremur hefur ríkisstjórnin með fálm- kenndri einkavæðingu opinberra fyrirtækja og stofnana ýtt undir óvissu og þenslu í íslensku efnahags- lífi en eina ástæðu mikillar útlána- þenslu fjármálastofnana má rekja til sölu á hlutafé ríkisbankanna. Nýtt húsnæðislánakerfi var illa undirbúið og hefur þurft uppstokkunar við eft- ir að alls kyns brestir komu í ljós sem m.a. leiddu til verulegrar hækk- unar á verði húsnæðis. Afleiðingin er sú að greiðslubyrði húsnæðislána eykst verulega og kaupmáttarauki er af launþegum tekinn. Fyrir síð- ustu alþingiskosningar vöruðu fram- bjóðendur Samfylkingarinnar við óheillaþróun í efnahagsmálum. Með hverri viku sem liður verður lands- mönnum æ betur í ljós sá vandi sem við blasir en ráðherrar ríkisstjórnar- innar hafa til þessa kosið að stinga höfðinu í sandinn." Leiðrétt Vitlaust leikaranafn UMFJÖLLUN í blaðinu um leikritið Glanni glæpur í Latabæ var Valdís Gunnarsdóttir sögð heita Vigdís. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin list við Geysi um helgina Ranglega var fullyrt á baksíðu Morgunblaðsins í gær að bandaríski myndlistarmaðurinn Robert Dell myndi sýna listaverk sitt við Geysi í Haukadal um helgina. Listaverkið var tekið niður strax á fimmtudag og er því ekki lengur sýnilegt almenn- ingi. Nöfin með stórum staf I minningargrein Jóhönnu D. Skaftadóttur um Ástríði Sigurrós Guðmundsdóttur á blaðsíðu 47 í Morgunblaðinu fimmtudaginn 30. september var óvart lítill stafur í sérnafninu Nöfín. Málsgreinin hljóð- ar svo: „Nú er stóra húsið við Gránu- götuna horfið sem og Nöfin sem undirrituð ólst upp í.“ Hlutaðeigend- ur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Villur í ljóði I minningargrein í Morgunblaðinu 25. september um Elísabetu Öldu Kristjánsdóttur, skrifuð af Kvenna- kór Bolungarvíkur, eru villur í fyrsta og síðasta erindi ljóðs eftir Bryndísi Jónsdóttur. Um leið og við birtum þessi erindi aftur biðjum við hlutað- eigendur velvirðingar á þessum mis- tökum: Við andlátsfregn þína, allt stöðvaðist í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, ensegjaégvilmeðsanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Þótt farin þú sért, o_g horfin ert burt þessum heimi. Eg minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, ogþerraburttárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. Rangt föðurnafn Rangt var farið með föðurnafn í grein Gunnars G. Bjartmarssonar í Bréfum til blaðsins í gær. Þar stóð Hrafn Höskuldsson en átti að standa Hrafn Jökulsson. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.