Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Ásdís Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri og stjómarformaður Fiskifélags fslands, flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum í gær. Samstaða um umhverfísmál Fiskifélag íslands Pétur áfram formaður PÉTUR Bjamason var endurkjör- inn formaður stjórnar Fiskifélags íslands með lófaklappi á aðalfundi félagsins í gær og tillaga um sömu stjóm með einni breytingu vegna starfsreglna var samþykkt sam- hljóða. Pétur flutti skýrslu stjómar og byrjaði á því að kynna starfsmenn Fiskifélagsins og verksvið þeirra en síðan greindi hann frá margvísleg- um verkefnum félagsins. I því sam- bandi nefndi hann að það hefði tekið þátt í stofnun og starfsemi Fagráðs um endurvinnslu og úrgang, FENÚR, sem ætti systursamtök víða um heim og hefði það að mark- miði að stuðla að endurbótum á sviði úrgangs af ýmsu tagi, lyfta umræðunni um málið á hærra plan og bæta ástandið. Hins vegar hefði Fiskifélagið sagt sig úr Nordiske fiskemes miljösekreteriat, sem var stofnað til að vinna sameiginlega á norrænum vettvangi á sviði um- hverfismála en hefði sl. haust verið breytt í að vera almenn hagsmuna- samtök norrænna fiskimanna með fleiri verkefni en málefni umhverfis- ins. Hann nefndi að Fiskifélagið hefði ásamt sjávarútvegsráðuneyt- inu séð um íramkvæmd Norrænu fiskimálaráðstefnunnar í sumar og teldi að ráðstefnan hefði orðið báð- um til vegsauka. I máli Péturs kom fram að félagið hefði annast úrvinnslu gagna fyrir Verðlagsstofu skiptaverðs og tekið að sér ýmis verkefni tæknilegs eðl- is, meðal annars unnið umfangs- mikla könnun á olíunotkun og út- blæstri gróðurhúsalofttegunda fyrir sjávarútvegsráðuneytið. Undanfar- in ár hefur sjóvinnukennslu verið skipt í hina raunverulegu sjóvinnu- kennslu og svo kynningu fyrir grunnskólanema á vistfræði hafsins og nýtingu auðlinda þess en Fiskifé- lagið hefur unnið að verkefninu ásamt Hafrannsóknastofnun undir yfirumsjón Verkefnisstjórnar skóla- skipsins. Pétur sagði að framtíð verkefnisins væri í nokkurri óvissu. Fjármögnun væri tryggð út þetta skólaár en framhaldið gæti ráðist af hugsanlegri þátttöku sveitarfélag- anna, sem hafa tekið yfir málefni grunnskóla. Pétur sagði að Fiskifélagið vildi byggja ofan á hús sitt við Ingólfs- stræti 1 en yfirvöld hefðu gefið í skin að leyfi til þess væri torsótt, fyrst og fremst vegna þess að aðrar byggingar á reitnum væru orðnar svo miklar að nýtingarstuðullinn mætti ekki hækka. Hann sagði erfitt að sætta sig við þetta viðhorf því með því væri lóðareigendum á svæðinu stórlega mismunað og furðulegt væri ef það stæðist lög. Eins hefði verið nefnt að varðveita ætti húsið af verndunarástæðum en því héfði þegar verið mikið breytt. Fiskifélagið gefur út Ægi, Sjó- mannaalmanak og Kvótabókina. Út- gáfumar eru með hefðbundnu sniði en Pétur sagði að verulegar breyt- ingar yrðu gerðar á Sjómannaalm- anakinu sem kemur út fyrir jól. ALÞJÓÐASAMNINGAR og um- hverfismál voru til umræðu á Fiski- þingi sem lauk í gær. Formaður Fiskifélags íslands segir ljóst að mikil samstaða sé innan sjávarút- vegsins um að fylgjast með og taka þátt í umræðu um umhverfismál. Þingfulltrúum á Fiskiþingi var skipað í umræðuhópa sem fjölluðu um ýmsar spurningar sem upp hafa komið varðandi umhverfismál í al- þjóðlegu samhengi, t.d. mengun í hafinu, samstarf sjávarútvegs og stjórnvalda í umhverfismálum, áhrif umhverfismála á markaði og kynn- ingu á alþjóðlegum vettvangi. I um- ræðum spunnust talsverðar umræð- ur um umhverfismerkingar á sjávar- afurðum og hvernig að þeim skuli staðið. Ljóst þykir að enn er margt óljóst hvað umhverfismerkingar varðar en margir bentu á að FAO væri heppilegur vettvangur en lögðu áherslu á að Islendingar verði virkir þátttakendur í mótun reglna. Lagt var til að Fiskifélagið óskaði eftir viðræðum við stjórnvöld um sam- starf stjórnvalda og sjávarútvegs um stefnu í umhverfismálum. Þar komi að, auk Fiskifélagsins, fulltrúar ut- anríkisráðuneytis, sjávarútvegsráðu- neytis, umhverfisráðuneytis og jafn- vel landbúnaðarráðuneytis. Enn er langt í land Pétur Bjarnason, formaður Fiski- félags Islands, sagðist ánægur með umræðurnar að þinginu loknu. Sagði hann umræðu um umhverfismál hafa farið vaxandi innan sjávarútvegsins að undanfórnu. Á Fiskiþingi á síð- asta ári hafi umræða um umhverfis- mál verið á almennum nótum en nú sé greinilegt að menn hafi öðlast meiri þekkingu og skilning á þessum málum. En enn væri langt í land. Nefndi hann sérstaklega að enn væri margt óljós hvað varðar umhverfis- merkingar á sjávarafurðum. „Ástæð- an fyrir því að sjávarútvegurinn hef- ur áhuga á þessum málum er auðvit- að sú að hann vill hafa áhrif á hver lendingin verður í þessum málum. Ég held að allir séu þeirrar skoðunar að sjávarútvegurinn getur ekki þag- að umhverfismálin í hel, eins og til- hneigingin virtist vera fyrir fáum ár- um. Menn eru hinsvegar ennþá að reyna að átta sig á því hvaða leiðir eru bestar. Einnig eru menn að gera sér betur grein fyrir því að óskir eða krafan um betri umgengni við auð- lindina er ekki sett fram af illgirni, heldur er þar um sameiginlega hags- muni að ræða.“ Mikil gagnleg vinna verið unnin Pétur sagði menn hafa rætt í hvaða farveg Fiskifélagið ætti að fara í umhverfismálaumræðunni og hvemig samstarfi við yfirvöld eigi að vera háttað. „Við höfum greint sama vilja hjá yfirvöldum og þar hefur greinilega verið unnin mikil vinna hvað varðar umhverfismál og mun betri en þegar umhverfismál voru til umræðu á Fiskiþingi fyrir fimm ár- um. Ég tel þannig að í þessum mál- um hafi mikil gagnleg vinna verið unnin á undanfömum árum og það verður örugglega þannig áfram.“ Pétur segir Fiskifélagið fyrst og fremst vera samstarfs- og samvinnu- vettvangui- aðildarfélaganna. „Fé- lagið á að vera tæki sem greinin á að nota sameiginlega til að menn séu ekki að vinna hver í sínu horni eða láta verk óunnin," sagði Pétur. i 1 ÚR VERINU Morgunblaðið/Golli Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, Friðrik Pálsson, stjdrnarformaður SÍF, Hany Hadaya, hönnuður nýja merkisins, Ólaf- ur Ólafsson, stjórnarformaður ÍS, og Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS. Efst má sjá hið nýja merki SÍF. SÍF tekur upp nýtt merki Endurspeglar hreinleika SÍF kynnti í gær nýtt merki fyrir- tækisins. Nýja merkið er hannað af Hany Hadaya og auglýsingastofunni Yddu, og á að sögn Gunnars Arnar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra SIF, rætur í gamla merkinu, enda hlýtur fyrirtæki sem byggir verslun sína á sjávarfangi að þurfa merki sem minnir á hafið. Hann sagði liti nýja merkisins og lýsandi náttúru- form endurspegla hreinleika og draga upp mynd af litbrigðum og hreyfingum hafsins. SÍF er í dag stærsta fyrirtækja- samstæða í heiminium í sölu og markaðssetningu á söltuðum fiskaf- urðum og rekur samstæðan í dag starfsemi í níu löndum. SIF stóð áð- ur fyrir Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda en sú nafngift verður nú lögð niður og verður SIF aðal- nafn samsteypunnar. Fyrir skemmstu samþykktu stjórnir SIF hf. og Islenskra sjávarafurða hf. að sameina félögin undir heitinu SIF hf. með fyrirvara um samþykki hlut- hafafunda beggja félaganna. Að sögn Friðriks Pálssonar, stjórnarfor- manns SIF, þótti stjórn fyrirtækis- ins við hæfi að taka upp nýtt merki í tilefni ört vaxandi alþjóðavæðingar og í takt við breyttar áherslur og nýja framtíðarsýn. „Sem fyrr mun SÍF hafa gæði afurða sinna að leið- arljósi og með nýju merki er áhersl- an lögð á gæði án landamæra, öflugt alþjóðlegt starf með íslenskan upp- runa í farteskinu," sagði Friðrik. LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 2S Hvaða kjör ert þú ad fd? Vid gerum enn betur Netbankinn hefur hækkað innlánsvexti á almennum launareikningum. Athugaðu hvaða vexti þú ert að fá hjá þínum banka og kíktu svo á nb.is. Þá kemur í Ijós hvar þú færð bestu kjörin. www.nb.is fremstur œsi I agkaup í Kringlunni verbur opnab á ný í dag eftir umfalsveráar breytingar • Meira vöruúrval. • Ný vörumerki. • Ný deild með myndbandsspólur, tölvuleiki og geisladiska • Ný, sérstök deild fyrir herra á aldrinum 16-25 ára. • Stærri leikfangadeild. • Stærri snyrtivörudeild • Meira rými undir rúmfatnað, handklæði og búsáhöld. i^FjÖMí^V fopnunar-J Nýjar voroL gamon er HAGKAUP Meira úrval - betri kaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.