Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Slysið í endurvinnslustöð kjarnorkueldsneytis í Japan Lítil hætta sögð á varanlegum spjöllum Tokaimura. Reuters. JAPÖNSK stjórnvöld afléttu í gær skipun um að þúsundir íbúa næsta nágrennis kjarnorkueldsneytisverk- smiðjunnai' í bænum Tokaimura, þar sem alvarlegt kjarnorkuslys varð í fyrradag, skyldu halda sig innandyra vegna geislunarhættu. Að sögn sérfræðinga er lítil hætta á að slysið valdi varanlegum skaða á um- hverfinu eða heilsufari fólks. Rannsókn var hafín á þeim mis- tökum sem starfsmönnum verk- smiðjunnar varð á, sem olli þessu mesta kjarnorkuslysi í sögu Japans. Hiromu Nonaka, talsmaður japönsku ríkisstjómarinnar, sagði á blaðamannfundi að íbúum húsa inn- an 10 km radíuss út frá verinu væri nú aftur heimilt að vera utandyra. Þetta gilti þó ekki fyrir það fólk sem bjó innan 350 m radíuss frá verk- smiðjunni, en það hafði flest verið flutt burt úr húsum sínum morgun- inn sem slysið varð. Japanska ríkissjónvarpið NHK gi’eindi frá því að skólar og barna- heimili, sem vom lokaðir í gær vegna slyssins, yrðu opnir að vanda í dag, laugardag. íbúar Tokaimura, sem era um 34.000, tóku fagnandi fréttinni um að þeim ætti að vera óhætt, en bærinn, sem hýsir 15 kjarnorkuiðnaðarver, var sem draugabær þann tíma sem útgöngu- bannið var í gildi. Aðeins lögregla í hvítum geislunarvamabúningum sáust á götunum. 55 manns urðu fyrir geislun af völdum slyssins svo vitað sé, flestir starfsmenn í endurvinnslustöðinni en þrír þeirra era slökkviliðsmenn sem þustu á slysstað. Tveir starfs- menn sem næst vora slysinu er það átti sér stað urðu fyrir lífshættulega mikilli geislun og era undir gjör- gæzlu. Astand þeima var enn alvar- legt í gær, þrátt fyrir að það hefði batnað lítillega. Séríræðingar sögðu mögulegt að þeir ættu ekki eftir að þrauka. Alvarlegasta slysið í sögu japansks kjarnorkuiðnaðar Talsmenn stjórnvalda greindu frá því í gær að slysið hefði verið skil- greint af fjórðu gráðu að alvarleika, sem gerir það þar með að alvarleg- asta kjarnorkuslysinu frá því Japan- ir hófu nýtingu kjamorkunnar fyrir um 40 áram. Aivarlegasta óhappið fram að þessu, sem varð árið 1997, var flokkað sem þriðja stigs slys. Talsmenn kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Vín sögðu í gær mögulegt að þegar slysið hefði I ráðhúsi Tokaimura gengust bæjarbúar í gær undir geislun- armælingu, þar á meðal þessi nfu ára stúlka. verið rannsakað til hlítar yrði alvar- leikastig þess hækkað. Fjórða stigið felur í sér að geislavirk efni hafi lek- ið í litlu magni út fyrir kjamorku- vinnslustöðina. Þótt slysið í Tokaimura flokkist sem fjórða stigs hafa mörg hinna u.þ.b. 60 kjarnorkuslysa sem orðið hafa á öldinni svo vitað sé verið mun alvarlegri. Slysið í kjarnorkuverinu á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjun- um árið 1979 var fimmta stigs slys, og Tsjernobyl-slysið árið 1986 var sjöunda stigs, sem er hæsta stig skalans. Slys sem varð í Khystym í Rússlandi árið 1957 var sjötta stigs og slysið í Windscale-verinu í Bret- landi árið 1973 var fimmta stigs. Talsmenn stjórnvalda í Japan kepptust í gær um að fullvissa fólk um að því væri óhætt. Sérfræðingur í kjarnorkuöryggismáladeild vís- inda- og tæknimálaráðuneytisins sagði að engin frekari útbreiðsla geislavirkni hefði mælzt, sem haft gæti áhrif á fólk. Embættismenn fullyrtu að óhætt væri að drekka kranavatn, en unz bú- ið væri að gera frekari rannsóknir á vatnslindum næst slysstaðnum þætti ekld ráðlegt að nýta vatn úr þeim. Masahiro Saito, prófessor við Kyoto- háskóla, sagði ennfremur að um- hverfisáhrif slyssins yrðu sáralítil. Mannleg mistök Sérfræðingar stjórnvalda, sem kannað hafa ástæður slyssins, sögðu flest benda til að starfsmaður nokk- ur í verinu - sem framleiðir elds- neyti fyrir kjarnorkurafstöðvar úr endurannu úrani - hefði sett um 16 kg af úrani, nærri átta sinnum meira magn en vera átti, í flát sem keðju- verkun hófst í, svipuð þeirri sem á sér stað í brennsluofnum kjarnorku- vers. Sú skýring hefur verið sett fram að starfsmenn kunni að hafa verið vanir vinnu með náttúralegt úran, en það úran sem var verið að vinna með í Tokaimura var auðgað. Sam- kvæmt skilgreiningu Geislavama ríkisins á heimasíðu stofnunarinnar er náttúralegt úran samsett úr tveimur samsætum. Það er að mestu úr úran-238 (99,3%), en einnig að litlum hluta úr úran-235 (0,7%). Hið sjaldgæfa úran-235 er mun virkara eldsneyti en hið algenga úran-238. Hlutfall úran-235 er því oft aukið í eldsneytinu og er þá sagt að úranið sé auðgað. Mun minna þarf af auðg- uðu úrani til að fá fram keðjuverkun en af því náttúralega. Öllum þeim er starfa við kjarnorku ætti að vera ljóst hve miklu hættulegra úran-235 er en hið náttúralega úran og því er það mönnum ráðgáta hvers vegna sh'k mistök gátu orðið sem áttu sér stað í Tokaimura. Rétt er að vekja athygli á því hér að í Tokaimura er ekki um kjarn- orkuendurvinnslustöð eða kjarn- orkuver að ræða, heldur kjamorku- eldsneytisverksmiðju. í slíkri verk- smiðju er náttúralegt úran hreinsað og einangrað frá öðram efnum. Þótt úran sé geislavirkt, þá stafar tiltölu- lega lítil geislun frá því, að minnsta kosti í samanburði við þau efni sem bindast við „brennslu" í kjamorku- veri. Tiltölulega litlar öryggisráð- stafanir þarf því að gera vegna geislunar og geislavirkra efna. Hins vegar þarf að tryggja að keðjuverk- un geti alls ekki farið af stað. Það má ekki geyma eldsneyti of þétt né hafa styrk þess í vökvum of mikinn, eins og bent er á á heimasíðu Geisla- varna ríkisins. Orsök slyssins í Tokaimura virðist vera sú að alltof mikið magn af auðguðu úrani hafi verið sett í ker með saltpétursýra til vinnslu á elds- neyti (16 kg í stað 2,4 kg). Keðju- verkun hófst og geislun jókst stór- lega jafnframt því sem töluverð orka losnaði. Ómögulegt var fyrir starfs- menn að ráða nokkra bót á þessu vegna þess hve geislunin var orðin mikil. Rætt hefur verið um að stöðva megi keðjuverkunina með því að: Geislunarleki Geislavirkni tók að leka út úr kjarnorku- eldsneytisverksmiðju í bænum Tokaimura, um 140 km norðaustan við Tókýó, þegar *f^R! starfsmenn gerðu þau mistök að nota of stóran skammt af auðguðu úrani á ákveðnu stigi vinnsluferlisins. Hér er útskýrt hvernig óhappið átti sér stað. KJARNORKUELDSNEYTI ÚR ÚRANI Náttúrulegt Hreinsað Breytt i gas Kyrrahaf 300 km Gasið auðgað Framleiðsla kjarnorkueldsneytis Q Auðgað úran I gasformi er bland- að vatni til að gera það fljótandi JKj Eftir að úranið er komið á fast form er það síað, þurrkað og hitað til að koma því I duftform Q í Japan er þeirri aðferð beitt að leysa úrandurftið Hvers ve na UPP ' saltpéturssýru á lokastigi eldsneytis- vers vegna framleiðslunnar. Talið er víst að of mikið úran hafi lekinn varð .. veriö sett ut i sýrulausnma. Heimild: University of Califomia, Berkeley AP - Bæta við bórlausn sem fangar nifteindir og dregur þar með úr keðjuverkun. - Tæma kerið með úranlausninni og dreifa henni. Gera má ráð fyrir að atburðarásin hafi verið komin of langt í Tokaimura til að þetta ráð dygði, vegna hágeislavirkra úr- gangsefna. - Fjarlægja kælivatn umhverfis kerið með úranlausninni. Svo virðist sem síðasti kosturinn hafi verið valinn og virðist aðgerðin hafa borið árangur. Að minnsta kosti var fullyrt í fréttum í Japan að tekizt hefði að stöðva keðjuverkun- ina og geislavirkni hefði í gær strax minnkað veralega. Svertir mjög horfumar fyrir framtíð kjarnorkuiðnaðarins Þetta er ekki í fyrsta sinn sem geislunarslys verður í Tokaimura. I kjarnorkuendurvinnslustöð, sem einnig er í bænum, varð óhapp árið 1997 sem olli því að 37 starfsmenn urðu fyrir geislun. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er það álit fréttaskýrenda, að slysið á fimmtudag myndi að öllum líkind- um efla um allan helming andstöðu almennings í Japan við kjarnorku- nýtingaráætlun landsins. „Þetta er alvarlegra slys en dæmi eru um til þessa,“ segir Hideyuki Ban, aðstoðarforstöðu- maður Upplýsingaskrifstofu kjarn- orkumála í Japan. ,Ástandið [sem kjarnorkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir] er alvarlegra en nokkru sinni fyrr.“ Japan er mjög háð kjarnorku til raforkuframleiðslu; kjarnoi-kuver sjá landinu fyrir um 35% af heildar- raforkuþörf þess. Alþjóðlegir friðargæsluliðar hefja nýja sókn á Austur-Tímor Vígamenn hóta árásum yfír landamærin Dili. AP. ALÞJÓÐLEGU friðargæslu- sveitirnar, sem reyna nú að ná Austur-Tímor á sitt vald, hófu í gær erfiðasta hluta verkefnisins til þessa með sókn í vesturhluta landsins, þar sem vopnaðir hópar andstæðinga sjálfstæðis hafa ver- ið öflugastir. Foringi um 12.000 austur-tímorskra vígamanna, sem hafa safnast saman á Vestur- Tímor, varaði við því að þeir myndu hefja sókn yfir landamær- in á mánudag. Um 700 ástralskir hermenn vora komnir til vesturhlutans í gær og mættu engri mótspyrnu. Her- mennirnir sáu nokkra vígamenn en þeir flúðu áður en þyrlur friðar- gæsluliðsins lentu á svæðinu. Talið er að vígamenn úr röðum Austur-Tímora, sem vilja að landið verði áfram hluti af Indónesíu, hafi myrt þúsundir manna frá því íbúar landsins samþykktu sjálfstæði með miklum meirihluta í atkvæða- greiðslu í síðasta mánuði. Flestir vígamannanna hafa flúið til Vestur- Tímors, sem tilheyrir Indónesíu, mikla möguleika komi til átaka milli þeirra og friðargæsluliðanna. Rannsókn SÞ hefst í næstu viku eftir komu alþjóðlegu friðargæslu- sveitanna, Interfet, til Austur- Tímors. Hóta að tortíma friðargæsluliðinu Foringi vígamannanna, Joao da Silva Tavares, kvaðst hafa safnað 12.000 manna liði til árása yfir landamærin. „Interfet-sveitimar hafa engan rétt til að hrekja mig frá heimalandi mínu. Ef þær dirfast að ráðast á mig tortímum við þeim strax,“ sagði hann. Hann hélt því einnig fram að 6.500 indónesískir hermenn, sem hafa verið fluttir frá Austur-Tímor, hafi gengið til liðs við vígamennina á Vestur-Tímor. Vígamennirnir hafa hingað til forðast átök við friðargæsluliðana, sem eru vel vopnum búnir. Emb- ættismenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins hafa þó varað við þeim möguleika að vígahóparnir ráðist á friðargæsluliðana. Talið er að hóparnir geti valdið usla á Austur-Tímor með skæru- hernaði og sprengjutilræðum en fréttaskýrendur telja þá ekki eiga Talsmaður Mary Robinson, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að fimm manna nefnd, sem skipuð hefur verið til að rannsaka ódæðisverkin á Austur-Tímor, eigi að hefja störf í næstu viku og ljúka verkinu fyrir lok ársins. Stjórn Indónesíu hefur hafnað rannsókninni en getur ekki komið í veg fyrir hana. Robinson skoraði á Indónesa að hefja eigin rannsókn á málinu á Vestur-Tímor, þar sem allt að 250.000 austur-tímorskir flótta- menn hafast við í bráðabirgðabúð- um. „Ég hef heyrt mjög uggvekj- andi ásakanir - ég legg áherslu á að þetta eru aðeins ásakanir á þessu stigi - um að jafnvel í bátun- um sem fluttu fólkið til Vestur- Tímor hafi konum verið nauðgað aftur og aftur og að ekkert lát sé á þessu í flóttamannabúðunum.“ Mótmæli í Belgrad Miðstöð stjórnar- andstæð- inga um- kringd Belgrad. AP, Reuters. SERBNÉSKA lögreglan um- kringdi höfuðstöðvar stjórn- arandstæðinga í Belgrad í gær, er hún reyndi að hand- taka Cedomir Jovanovic, einn forystumanna Lýðræðis- flokksins. Óeinkennisklæddir lög- reglumenn mynduðu hring um skrifstofur regnhlífarsam- taka stjórnarandstæðinga, Bandalags um breytingar, sem hefur skipulagt mótmæl- in í Belgrad undanfama daga. Síðdegis í gær hafði lögreglan ekki enn íreistað inngöngu í bygginguna. Jovanovic hefur verið í fylk- ingarbrjósti í mótmælunum gegn stjórnvöldum og rit- stýrði hann bæklingi sem dreift hefur verið mótmæl- enda. Ritsjóri óháða dagblaðs- ins Glas Javnosti sagði frétta- mönnum í gærmorgun að lög- reglan hefði stöðvað útgáfu blaðsins, þar sem bæklingur- inn hefði verið prentaður í prentsmiðju þess. Hart tekið á mótmælendum Serbneska óeirðalögreglan dreifði mótmælendum með valdi á fimmtudagskvöld, en leiðtogar mótmælenda era hvergi bangnir og hyggjast halda mótmælunum áfram. „I þetta sinn förum við alla leið,“ sagði Zoran Djindjic, formað- ur Lýðræðisflokksins, sem sjálfur mátti þola högg lög- reglu á fimmtudagskvöldið. Bandaríkjastjóm og Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, for- dæmdu í gær aðferðir lögregl- unnar og hvöttu yfirvöld í Serbíu til að tryggja að ekki verði tekið á friðsömum mót- mælendum með ofbeldi. Mótmæli stjómarandstæð- inga hófust rólega fyrir einni og hálfri viku, en síðan hafa æ fleiri tekið þátt, og á fimmtu- dag er talið að tugir þúsunda manna hafi mætt á mótmæla- fundi um alla Serbíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.