Morgunblaðið - 02.10.1999, Page 34

Morgunblaðið - 02.10.1999, Page 34
34 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Slysið í endurvinnslustöð kjarnorkueldsneytis í Japan Lítil hætta sögð á varanlegum spjöllum Tokaimura. Reuters. JAPÖNSK stjórnvöld afléttu í gær skipun um að þúsundir íbúa næsta nágrennis kjarnorkueldsneytisverk- smiðjunnai' í bænum Tokaimura, þar sem alvarlegt kjarnorkuslys varð í fyrradag, skyldu halda sig innandyra vegna geislunarhættu. Að sögn sérfræðinga er lítil hætta á að slysið valdi varanlegum skaða á um- hverfinu eða heilsufari fólks. Rannsókn var hafín á þeim mis- tökum sem starfsmönnum verk- smiðjunnar varð á, sem olli þessu mesta kjarnorkuslysi í sögu Japans. Hiromu Nonaka, talsmaður japönsku ríkisstjómarinnar, sagði á blaðamannfundi að íbúum húsa inn- an 10 km radíuss út frá verinu væri nú aftur heimilt að vera utandyra. Þetta gilti þó ekki fyrir það fólk sem bjó innan 350 m radíuss frá verk- smiðjunni, en það hafði flest verið flutt burt úr húsum sínum morgun- inn sem slysið varð. Japanska ríkissjónvarpið NHK gi’eindi frá því að skólar og barna- heimili, sem vom lokaðir í gær vegna slyssins, yrðu opnir að vanda í dag, laugardag. íbúar Tokaimura, sem era um 34.000, tóku fagnandi fréttinni um að þeim ætti að vera óhætt, en bærinn, sem hýsir 15 kjarnorkuiðnaðarver, var sem draugabær þann tíma sem útgöngu- bannið var í gildi. Aðeins lögregla í hvítum geislunarvamabúningum sáust á götunum. 55 manns urðu fyrir geislun af völdum slyssins svo vitað sé, flestir starfsmenn í endurvinnslustöðinni en þrír þeirra era slökkviliðsmenn sem þustu á slysstað. Tveir starfs- menn sem næst vora slysinu er það átti sér stað urðu fyrir lífshættulega mikilli geislun og era undir gjör- gæzlu. Astand þeima var enn alvar- legt í gær, þrátt fyrir að það hefði batnað lítillega. Séríræðingar sögðu mögulegt að þeir ættu ekki eftir að þrauka. Alvarlegasta slysið í sögu japansks kjarnorkuiðnaðar Talsmenn stjórnvalda greindu frá því í gær að slysið hefði verið skil- greint af fjórðu gráðu að alvarleika, sem gerir það þar með að alvarleg- asta kjarnorkuslysinu frá því Japan- ir hófu nýtingu kjamorkunnar fyrir um 40 áram. Aivarlegasta óhappið fram að þessu, sem varð árið 1997, var flokkað sem þriðja stigs slys. Talsmenn kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Vín sögðu í gær mögulegt að þegar slysið hefði I ráðhúsi Tokaimura gengust bæjarbúar í gær undir geislun- armælingu, þar á meðal þessi nfu ára stúlka. verið rannsakað til hlítar yrði alvar- leikastig þess hækkað. Fjórða stigið felur í sér að geislavirk efni hafi lek- ið í litlu magni út fyrir kjamorku- vinnslustöðina. Þótt slysið í Tokaimura flokkist sem fjórða stigs hafa mörg hinna u.þ.b. 60 kjarnorkuslysa sem orðið hafa á öldinni svo vitað sé verið mun alvarlegri. Slysið í kjarnorkuverinu á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjun- um árið 1979 var fimmta stigs slys, og Tsjernobyl-slysið árið 1986 var sjöunda stigs, sem er hæsta stig skalans. Slys sem varð í Khystym í Rússlandi árið 1957 var sjötta stigs og slysið í Windscale-verinu í Bret- landi árið 1973 var fimmta stigs. Talsmenn stjórnvalda í Japan kepptust í gær um að fullvissa fólk um að því væri óhætt. Sérfræðingur í kjarnorkuöryggismáladeild vís- inda- og tæknimálaráðuneytisins sagði að engin frekari útbreiðsla geislavirkni hefði mælzt, sem haft gæti áhrif á fólk. Embættismenn fullyrtu að óhætt væri að drekka kranavatn, en unz bú- ið væri að gera frekari rannsóknir á vatnslindum næst slysstaðnum þætti ekld ráðlegt að nýta vatn úr þeim. Masahiro Saito, prófessor við Kyoto- háskóla, sagði ennfremur að um- hverfisáhrif slyssins yrðu sáralítil. Mannleg mistök Sérfræðingar stjórnvalda, sem kannað hafa ástæður slyssins, sögðu flest benda til að starfsmaður nokk- ur í verinu - sem framleiðir elds- neyti fyrir kjarnorkurafstöðvar úr endurannu úrani - hefði sett um 16 kg af úrani, nærri átta sinnum meira magn en vera átti, í flát sem keðju- verkun hófst í, svipuð þeirri sem á sér stað í brennsluofnum kjarnorku- vers. Sú skýring hefur verið sett fram að starfsmenn kunni að hafa verið vanir vinnu með náttúralegt úran, en það úran sem var verið að vinna með í Tokaimura var auðgað. Sam- kvæmt skilgreiningu Geislavama ríkisins á heimasíðu stofnunarinnar er náttúralegt úran samsett úr tveimur samsætum. Það er að mestu úr úran-238 (99,3%), en einnig að litlum hluta úr úran-235 (0,7%). Hið sjaldgæfa úran-235 er mun virkara eldsneyti en hið algenga úran-238. Hlutfall úran-235 er því oft aukið í eldsneytinu og er þá sagt að úranið sé auðgað. Mun minna þarf af auðg- uðu úrani til að fá fram keðjuverkun en af því náttúralega. Öllum þeim er starfa við kjarnorku ætti að vera ljóst hve miklu hættulegra úran-235 er en hið náttúralega úran og því er það mönnum ráðgáta hvers vegna sh'k mistök gátu orðið sem áttu sér stað í Tokaimura. Rétt er að vekja athygli á því hér að í Tokaimura er ekki um kjarn- orkuendurvinnslustöð eða kjarn- orkuver að ræða, heldur kjamorku- eldsneytisverksmiðju. í slíkri verk- smiðju er náttúralegt úran hreinsað og einangrað frá öðram efnum. Þótt úran sé geislavirkt, þá stafar tiltölu- lega lítil geislun frá því, að minnsta kosti í samanburði við þau efni sem bindast við „brennslu" í kjamorku- veri. Tiltölulega litlar öryggisráð- stafanir þarf því að gera vegna geislunar og geislavirkra efna. Hins vegar þarf að tryggja að keðjuverk- un geti alls ekki farið af stað. Það má ekki geyma eldsneyti of þétt né hafa styrk þess í vökvum of mikinn, eins og bent er á á heimasíðu Geisla- varna ríkisins. Orsök slyssins í Tokaimura virðist vera sú að alltof mikið magn af auðguðu úrani hafi verið sett í ker með saltpétursýra til vinnslu á elds- neyti (16 kg í stað 2,4 kg). Keðju- verkun hófst og geislun jókst stór- lega jafnframt því sem töluverð orka losnaði. Ómögulegt var fyrir starfs- menn að ráða nokkra bót á þessu vegna þess hve geislunin var orðin mikil. Rætt hefur verið um að stöðva megi keðjuverkunina með því að: Geislunarleki Geislavirkni tók að leka út úr kjarnorku- eldsneytisverksmiðju í bænum Tokaimura, um 140 km norðaustan við Tókýó, þegar *f^R! starfsmenn gerðu þau mistök að nota of stóran skammt af auðguðu úrani á ákveðnu stigi vinnsluferlisins. Hér er útskýrt hvernig óhappið átti sér stað. KJARNORKUELDSNEYTI ÚR ÚRANI Náttúrulegt Hreinsað Breytt i gas Kyrrahaf 300 km Gasið auðgað Framleiðsla kjarnorkueldsneytis Q Auðgað úran I gasformi er bland- að vatni til að gera það fljótandi JKj Eftir að úranið er komið á fast form er það síað, þurrkað og hitað til að koma því I duftform Q í Japan er þeirri aðferð beitt að leysa úrandurftið Hvers ve na UPP ' saltpéturssýru á lokastigi eldsneytis- vers vegna framleiðslunnar. Talið er víst að of mikið úran hafi lekinn varð .. veriö sett ut i sýrulausnma. Heimild: University of Califomia, Berkeley AP - Bæta við bórlausn sem fangar nifteindir og dregur þar með úr keðjuverkun. - Tæma kerið með úranlausninni og dreifa henni. Gera má ráð fyrir að atburðarásin hafi verið komin of langt í Tokaimura til að þetta ráð dygði, vegna hágeislavirkra úr- gangsefna. - Fjarlægja kælivatn umhverfis kerið með úranlausninni. Svo virðist sem síðasti kosturinn hafi verið valinn og virðist aðgerðin hafa borið árangur. Að minnsta kosti var fullyrt í fréttum í Japan að tekizt hefði að stöðva keðjuverkun- ina og geislavirkni hefði í gær strax minnkað veralega. Svertir mjög horfumar fyrir framtíð kjarnorkuiðnaðarins Þetta er ekki í fyrsta sinn sem geislunarslys verður í Tokaimura. I kjarnorkuendurvinnslustöð, sem einnig er í bænum, varð óhapp árið 1997 sem olli því að 37 starfsmenn urðu fyrir geislun. Að sögn Reuters-fréttastofunnar er það álit fréttaskýrenda, að slysið á fimmtudag myndi að öllum líkind- um efla um allan helming andstöðu almennings í Japan við kjarnorku- nýtingaráætlun landsins. „Þetta er alvarlegra slys en dæmi eru um til þessa,“ segir Hideyuki Ban, aðstoðarforstöðu- maður Upplýsingaskrifstofu kjarn- orkumála í Japan. ,Ástandið [sem kjarnorkuiðnaðurinn stendur frammi fyrir] er alvarlegra en nokkru sinni fyrr.“ Japan er mjög háð kjarnorku til raforkuframleiðslu; kjarnoi-kuver sjá landinu fyrir um 35% af heildar- raforkuþörf þess. Alþjóðlegir friðargæsluliðar hefja nýja sókn á Austur-Tímor Vígamenn hóta árásum yfír landamærin Dili. AP. ALÞJÓÐLEGU friðargæslu- sveitirnar, sem reyna nú að ná Austur-Tímor á sitt vald, hófu í gær erfiðasta hluta verkefnisins til þessa með sókn í vesturhluta landsins, þar sem vopnaðir hópar andstæðinga sjálfstæðis hafa ver- ið öflugastir. Foringi um 12.000 austur-tímorskra vígamanna, sem hafa safnast saman á Vestur- Tímor, varaði við því að þeir myndu hefja sókn yfir landamær- in á mánudag. Um 700 ástralskir hermenn vora komnir til vesturhlutans í gær og mættu engri mótspyrnu. Her- mennirnir sáu nokkra vígamenn en þeir flúðu áður en þyrlur friðar- gæsluliðsins lentu á svæðinu. Talið er að vígamenn úr röðum Austur-Tímora, sem vilja að landið verði áfram hluti af Indónesíu, hafi myrt þúsundir manna frá því íbúar landsins samþykktu sjálfstæði með miklum meirihluta í atkvæða- greiðslu í síðasta mánuði. Flestir vígamannanna hafa flúið til Vestur- Tímors, sem tilheyrir Indónesíu, mikla möguleika komi til átaka milli þeirra og friðargæsluliðanna. Rannsókn SÞ hefst í næstu viku eftir komu alþjóðlegu friðargæslu- sveitanna, Interfet, til Austur- Tímors. Hóta að tortíma friðargæsluliðinu Foringi vígamannanna, Joao da Silva Tavares, kvaðst hafa safnað 12.000 manna liði til árása yfir landamærin. „Interfet-sveitimar hafa engan rétt til að hrekja mig frá heimalandi mínu. Ef þær dirfast að ráðast á mig tortímum við þeim strax,“ sagði hann. Hann hélt því einnig fram að 6.500 indónesískir hermenn, sem hafa verið fluttir frá Austur-Tímor, hafi gengið til liðs við vígamennina á Vestur-Tímor. Vígamennirnir hafa hingað til forðast átök við friðargæsluliðana, sem eru vel vopnum búnir. Emb- ættismenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins hafa þó varað við þeim möguleika að vígahóparnir ráðist á friðargæsluliðana. Talið er að hóparnir geti valdið usla á Austur-Tímor með skæru- hernaði og sprengjutilræðum en fréttaskýrendur telja þá ekki eiga Talsmaður Mary Robinson, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að fimm manna nefnd, sem skipuð hefur verið til að rannsaka ódæðisverkin á Austur-Tímor, eigi að hefja störf í næstu viku og ljúka verkinu fyrir lok ársins. Stjórn Indónesíu hefur hafnað rannsókninni en getur ekki komið í veg fyrir hana. Robinson skoraði á Indónesa að hefja eigin rannsókn á málinu á Vestur-Tímor, þar sem allt að 250.000 austur-tímorskir flótta- menn hafast við í bráðabirgðabúð- um. „Ég hef heyrt mjög uggvekj- andi ásakanir - ég legg áherslu á að þetta eru aðeins ásakanir á þessu stigi - um að jafnvel í bátun- um sem fluttu fólkið til Vestur- Tímor hafi konum verið nauðgað aftur og aftur og að ekkert lát sé á þessu í flóttamannabúðunum.“ Mótmæli í Belgrad Miðstöð stjórnar- andstæð- inga um- kringd Belgrad. AP, Reuters. SERBNÉSKA lögreglan um- kringdi höfuðstöðvar stjórn- arandstæðinga í Belgrad í gær, er hún reyndi að hand- taka Cedomir Jovanovic, einn forystumanna Lýðræðis- flokksins. Óeinkennisklæddir lög- reglumenn mynduðu hring um skrifstofur regnhlífarsam- taka stjórnarandstæðinga, Bandalags um breytingar, sem hefur skipulagt mótmæl- in í Belgrad undanfama daga. Síðdegis í gær hafði lögreglan ekki enn íreistað inngöngu í bygginguna. Jovanovic hefur verið í fylk- ingarbrjósti í mótmælunum gegn stjórnvöldum og rit- stýrði hann bæklingi sem dreift hefur verið mótmæl- enda. Ritsjóri óháða dagblaðs- ins Glas Javnosti sagði frétta- mönnum í gærmorgun að lög- reglan hefði stöðvað útgáfu blaðsins, þar sem bæklingur- inn hefði verið prentaður í prentsmiðju þess. Hart tekið á mótmælendum Serbneska óeirðalögreglan dreifði mótmælendum með valdi á fimmtudagskvöld, en leiðtogar mótmælenda era hvergi bangnir og hyggjast halda mótmælunum áfram. „I þetta sinn förum við alla leið,“ sagði Zoran Djindjic, formað- ur Lýðræðisflokksins, sem sjálfur mátti þola högg lög- reglu á fimmtudagskvöldið. Bandaríkjastjóm og Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, for- dæmdu í gær aðferðir lögregl- unnar og hvöttu yfirvöld í Serbíu til að tryggja að ekki verði tekið á friðsömum mót- mælendum með ofbeldi. Mótmæli stjómarandstæð- inga hófust rólega fyrir einni og hálfri viku, en síðan hafa æ fleiri tekið þátt, og á fimmtu- dag er talið að tugir þúsunda manna hafi mætt á mótmæla- fundi um alla Serbíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.