Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 2

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Kuldalegt við Kollafjörð ÞAÐ var kuldalegt víða um land í gær. Við bæinn Litla Fjarðarhorn í Kollafirði á Ströndum höfðu nokkrar kind- ur hópað sig saman í skafli neðan við bæinn. Klakakleprar voru í ull kind- anna, sem stóðu grafkyrrar og hreyfðu sig ekki, fyrr en Jón Stefánsson, bóndi á Brodda- nesi, gekk að þeim ásamt hundinum Simba. Þegar Jón og Simbi nálguð- ust kindurnar komst hreyfíng á hópinn. Talsverður vindur var og skafrenningur og eftir mikinn barning tókst kindun- um að Iosa sig úr skaflinum. Jón sagði að veðrið væri búið að vera ágætt í haust, en byrj- að hefði að snjóa fyrir um viku. Veðrið hefði síðan versnað að- eins í gær og skaflar myndast við brekkur og bæi. Því hefði hann ákveðið að athuga með skepnurnar, en hann er með um 300 kindur á beit við fjörð- inn. Jón sagðist vera með allt sitt fé á beit í firðinum, en tæki það inn upp úr tuttugasta nóv- ember, ef tíðarfarið leyfði. „Það er lítil sem engin hætta á því að féð verði úti. Ef eitthvað af því grefst í fönn finnur Simbi það eins og skot,“ sagði Jón. 140-150 milljónir í endur- bætur á Saltverksmiðjunni Kanadískir fjárfestar kaupa 67% ar, framkvæmdastjóra Islenskra sjóefna hf. Sigurður sagði að gert væri ráð fyrir að samningar yrðu endan- lega staðfestir í næstu viku en áð- ur en sala á 67% hlut í Islenskum sjóefnum hf. fer endanlega fram verður hlutafé aukið í fyrirtækinu. Sagði hann að kanadísku fjárfest- arnir keyptu annars vegar hlut í íslenskum sjóefnum hf. og hins vegar gengju þeir inn í samning við Hitaveitu Suðurnesja, en hita- veitan á verksmiðjuna, um kaup á sjálfri verksmiðjunni. Sigurður sagðist ekki geta nefnt neina end- anlega upphæð en þarna væri um að ræða fjárfestingu, sem næmi nokkrum hundruðum milljóna króna. „Ráðgert er að kostnaður vegna endurbóta á verksmiðjunni nemi milli 140 og 150 milljónum á næstu tveimur árum,“ sagði hann. íslensk sjóefni hf. framleiða Qrkuveita Reykjavtkur eflir áramótavakt vegna 2000-vandaiis Sautján á vakt í stað þriggja Stakk hnífí á kaf í kviðarhol manns SAUTJÁN ára piltur var úrskurð- aður í tveggja mánaða gæsluvarð- hald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöld eftir alvarlegt hnífs- stungumál sem upp kom í fyrrinótt. Pilturinn hefur viðurkennt hjá lög- reglu að hafa stungið hnífi méð 12 sm löngu blaði á kaf ofarlega í kvið- arholið á rúmlega tvítugum pilti í miðbæ Reykjavíkur með þeim af- leiðingum að sá sem fyrir árásinni varð þurfti að gangast undir aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Lög- reglan metur það svo að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Við árásina skaddaðist magi og lifur árásarþola, en líðan hans er eftir atvikum góð. Lögreglunni var tilkynnt um at- burðinn frá slysadeild um klukkan tvö í fyrrinótt en þangað komst pilturinn af sjálfsdáðum. Lögreglan hafði uppi á þeim sem beitti hnífn- um og viðurkenndi hann verknað- inn. Að sögn lögreglunnar gaf pilt- urinn sem verknaðinn framdi enga haldbæra skýringu á árásinni. Að loknum yfirheyrslum krafðist lögreglan gæsluvarðhalds til 5. jan- úar og féllst dómari á kröfuna. Lengd gæsluvarðhaldsins helgast af alvarleika málsins og tekur rannsóknin mið af því. FYRIRTÆKIÐ íslensk sjóefni hf., sem rekur Saltverksmiðjuna á Reykjanesi hefur samið við kanadíska fjárfestingarfyrirtækið Nordam Investment Ltd. um kaup á 67% hlut í fyrirtækinu. Jafnhliða er samið við Hitaveitu Suðurnesja um kaup á verksmiðj- unni sjálfri, þ.e. á öllum búnaði til saltvinnslu. Samningurinn gerir ráð fyrir að um 140-150 milljónir verði lagðar í endurbætur á verk- smiðjunni á næstu tveimur árum, að sögn Sigurðar J. Halldórsson- ORKUVEITA Reykjavíkur hefur gert varúðarráðstafnir vegna 2000- vandans svokallaða. Búið er að kanna og reyna allan tölvu- og hug- búnað með tilliti til galla sem kunna að koma upp, en þar að auki munu 17 manns verða á vakt um næstu áramót í stað 3 eins og venjulega. Hreinn Frímannsson, yfirverk- fræðingur hjá Orkuveitu Reykja- víkur, segir að búið sé að ganga frá flestum lausum endum varðandi 2000-vandann hjá fyrirtækinu. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá öllum framleiðendum þess hugbúnaðar sem skiptir máli að hann sé 2000-hæfur. Þar að auki prófum við allan þann búnað sem skiptir sköpum í stjórnun. Við erum að fara í gegnum síðustu dælustöðv- amar þessa dagana." Prófunin fer þannig fram, að sögn Hreins, að „aldamótin11 eru sett inn í tölvurnar til að kanna hvort þær starfi rétt. En Orkuveitan lætur ekki þar við sitja, að sögn Hreins. „Við reynum að margtryggja okkur og gera allt sem okkur dettur í hug til að leita að vandamálum. En hafi eitthvað farið framhjá okkur þá ætlum við að heilsusalt sem markaðssett hefur verið undir nafninu Eðalsalt hér á landi og sagði Sigurður að áætlan- ir væru uppi um að stórauka framleiðsluna. „Kanadíska fyrir- tækið kemur með talsverð mark- aðstengsl inn í samstarfið og er verið að ganga frá sölusamning- um víðsvegar í Bandaríkjunum og í Suður-Ameríku en undanfarna mánuði hafa verið framleidd upp í 150 tonn á Bretlandsmarkað og eru um 30% þegar farin á mark- að,“ sagði hann. standa klárir með því að manna ára- mótavaktina sérstaklega þannig að við gætum rekið kerfin þó að það fari eitthvað úrskeiðis í stjórn- og sam- skiptabúnaði. Miðað við núverandi áætlun verða 17 menn á vakt um aldamótin en 15 á bakvakt, en venju- lega eru 3 á vakt en 12 á bakvakt. Þetta er heildaráætlun fyrir orku- veituna eins og hún er, fyrir heitt vatn og rafmagn. Við gerum síðan ráð fyrir að við samræmum aðgerðir við Vatnsveituna þannig að við vinn- um sem heild og tryggjum að allt gangi snurðulaust fyrir sig,“ segir Hreinn. www.mbl.is MEÐ Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Bison Bee;Q. Blaðinu er dreift á suðvesturhorninu. Brittannia leikvangurinn Stoke blánaði C/1 Eyjólfur Sverrisson og félagar áfram C/2 '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.