Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisskattstjóri um bdtasjóði vátryggingafélaganna Spurningar vakna þegar tjdnaskuldin vex hratt Indriði H. Þorláksson INDRIÐI H. Þorláksson ríkis- skattstjóri segir að mikill vöxtur á tjónaskuld tryggingafélaganna veki upp spurningar um hvort fé- lögin standi eðlilega að útreikningi á framlögum í bótasjóði þeirra. Þessar greiðslur eru dregnar frá rekstrartekjum og eru því ekki skattlagðar á þvi ári sem þær falla til. Fulltrúar tryggingafélaganna vísa því algerlega á bug að nokkuð sé athugavert við útreikninga á greiðslum í bótasjóðina. Stefán Svavarsson, lektor í reikningshaldi í Háskóla Islands, sagði á ráðstefnu í Háskólanum í síðustu viku að það væri álitamál hvort skattayfirvöld hefðu mögu- leika á að gera athugasemdir við greiðslur tryggingafélaganna í bótasjóðina, en þessar greiðslur hafa vaxið mikið á seinni árum. Samkvæmt reglugerð um vá- tryggingafélög skiptast greiðslur í bótasjóði í þrjá hluta. I fyrsta lagi iðgjaldaskuld, sem Stefán segir ekki mikinn ágreining um. I öðru lagi áætluð tjónaskuld, sem trygg- ingafélögin meta sjálf, og í þriðja lagi útjöfnunarskuld, sem Vátrygg- ingaeftirlitið ákveður hámark fyrir á hverju ári. Niðurstaða rannsóknar Stefáns, sem er ekki að fullu lokið, er sú að fjármunir sem komu frá rekstri tryggingafélaganna, sem kemur fram í sjóðsstreymisyfírliti félag- anna, séu mun meiri en bókfærður hagnaður félaganna á þeim árum sem rannsóknin náði tíl. þ.e. 1989-1998. Það er hans mat að munurinn sé gróft sagt 500-600 milljónir á ári hverju að jafnaði. Skýringin geti verið af tvennum toga, þ.e. afskriftum, sem eru ekki miklar hjá tryggingafélögunum, eða að eitthvað hafi verið fært til gjalda í rekstrarreikn- ingi sem ekki hefði verið greitt úr sjóðum fyrir- tækjanna. Skattalegt álitamál Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri var spurður, í fram- haldi af þessum ábendingum Stef- áns, hvort skattayfirvöld hefðu skoðað skattalegu hlið málsins. „Ég get tekið undir það með Stefáni að þetta er álitamál. Trygg- ingafélögin draga þessi framlög frá rekstrartekjum á hverju ári og leggja þetta til hliðar. Síðan reynir ekki á það fyrr en síðar hvort þetta verður að raunverulegu tjóni eða ekki. Við höfum ekki gert neinar ráð- stafanir ennþá, en þegar þessi tjónaskuld vex svona gífurlega hljóta að vakna spumingar af þess- um toga,“ sagði Indriði. Indriði sagði að í Þýskalandi hefðu verið gerðar þær breytingar á reglum um meðferð greiðslna í bótasjóði tryggingafélaganna í þá veru að greiðslurnar væru ekki lengur frádráttarbærar frá skatti. Þetta hefði valdið miklum deilum þar í landi. „Við erum okkur því meðvitandi um þetta, en höfum ekki gert nein- ar ráðstafanir til að skoða þetta sérstaklega.“ Tryggingafélögin hafna gagnrýni á útreikningana Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, upplýsti á fundi með forsvarsmönnum fjár- málafyrirtækja í vikunni að Fjár- málaeftirlitið væri með til skoðunar að brejda reglugerð um ársreikn- inga vátryggingafélaga og eins hvort setja ætti reglur um tjónaskuld vátryggingafélaga. Gunnar Felixson, for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sagði að það væri ekkert nema gott um það að segja að þessar reglur yrðu skoðaðar. Það væri eðlilegt að skoða hvort hægt væri að gera reglurnar skýrari og gegnsærri. „Við störfum núna í samræmi við gildandi reglugerð um árs- Gunnar Einar Felixson Sveinsson reikninga og höfum, að mínu mati, unnið þetta eftir bestu getu. Ég legg aðaláherslu á að við erum að starfa í samkeppnisgrein og þurf- um að standast samkeppni við aðrar þjóðir. Hér þurfa því að gilda sambærilegar starfsreglur og gilda í samkeppnislöndum okk- ar. Ég veigra mér ekki við því að uppfylla þær reglur sem gerðar eru til svona fyrirtækja. Það er hins vegar óeðlilegt að gera kröf- ur, til íslenskra vátryggingafé- laga, sem eru umfram það sem gerist erlendis." Gunnar sagði að Fjármálaeftir- litið hefði fengið upplýsingar um tjónaskuld Tryggingamiðstöðvar- innar og ekki fengið neinar athuga- semdir við hvernig hún er reiknuð. Það væri mjög eðlilegt að skuldin færi vaxandi hjá fyrirtækinu. I fyrsta lagi væri Tryggingamiðstöðj in fyrirtæki sem væri að stækka. I öðru lagi hefði löggjafinn sett lög sem leiddu til þess að tjónabætur væru að hækka og í þriðja lagi hefði bílafloti landsmanna stækk- að, sem aftur yki líkur á meira tjóni. Gunnar sagðist ekkert vilja tjá sig um fyrirlestur Stefáns Svavars- sonar. I honum hefðu ekki verið settar fram neinar fullyrðingar heldur aðeins velt upp spurningum um þessi mál. Fagnar fræðilegri umræðu um reikningsskil Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga, segist fagna því að fagleg og fræði- leg umræða skuli hafa átt sér stað um reikninsskil vátryggingafélaga Axel Gíslason eins og hann telur fvrirlestur Stef- áns Svavarssonar vitna um. „Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins af fyrirlestri Stefáns verð- ur þó ekki séð að hann dragi ákveðnar ályktanir um framsetn- ingu tjónaskuldar í ársreikningum vátryggingafélaganna, enda rann- sókn hans hvergi nærri lokið,“ seg- ir Einar. Hann telur þó ástæðu til að staldra við eitt atriði sem kom fram í fyrirlestri Stefáns að því er varðar tryggingastofn vátrygg- ingafélaganna. Sagði Stefán að ef tryggingastofninn hefði verið stöð- ugur á þeim tíma sem könnunin nær yfir, þ.e. 1989-1998 hefði mun- ur á milli bókfærðra og greiddra tjóna komið á óvart. ,Á þessum áratug höfum við ekki búið við stöðugt umhverfi," segir Einar. „Sett voru umferðar- lög árið 1988 sem breyttu í veiga- miklum atriðum bótagrundvelli í umferðarslysum. Sett voru skaða- bótalög árið 1993, sem breytt hefur verið tvívegis og gjörbreyttu öllum útreikningum skaðabóta. Á undan- förnum árum hafa Hæstaréttardómar verið kveðnir upp sem skipta verulegu máli og breytt hafa m.a. vaxtaviðmið- um. Allar okkar áætlan- ir varðandi framlög tO tjónaskuldar eru byggð- ar á viðurkenndum aðferðum og at- hugasemdalaust af hálfu okkar eft- irlitsaðila." Varðandi þá yfirlýsingu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sem framar var getið, segir Einar að ekkert sé við það að athuga að taka þurfi til skoðunar, hvort breyta þurfi reglu- gerð um ársreikninga vátrygginga- félaga. I nýafstaðinni iðgjaldaat- hugun Fjármálaeftirlitsins kemur skýrt fram að huga þyrftí að gagn- sæi í rekstri vátryggingafélaga sem bjóða þjónustu hér, jafnt er- lendra sem innlendra. „Ég tel að gilda eigi sambærileg- ar starfsreglur hér á landi eins og í Evrópusambandinu," segir Einar. „Hvernig Fjármálaeftirlitið ætlar að knýja á um gagnsæi í rekstri er- lendra félaga sem starfa hérlendis er mér óljóst þar sem eriend félög svara eftirlitsaðilum í sínu heima- landi en ekki á Islandi." Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags Islands hf., segir um ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, að eðlilegt sé að taka til skoðunar, hvort breyta þurfi reglum um árs- reikningana og segist hann telja rétt að gerð verði hliðstæð breyt- ing á þeim kröfum sem gerðar verði til íslenskra vátryggingafé- laga og erlendra félaga. Hann telur þó ekki ástæðu til að ætla að gerð- ar verði aðrar og meiri kröfur til ís- lenskra félaga að því er varðar framsetningu ársreikninga heldur en til sambærilegra félaga í Evr- ópu. Svínað á íslenska neytendur Hann tekur þá undir með for- stjóra Fjármálaeftirlitsins um að mikilvægt sé að herða eftirlit með viðskiptaháttum á vátryggingasviði hérlendis, m.a. því hvernig upplýs- ingum er komið á framfæri við neytendur. „Ég tel það mikilvægt að gott eftirlit sé haft með viðskiptahátt- um og segi það af gefnu tilefnu því nýleg dæmi sýna að svínað hefur verið á íslenska neytendur af er- lendum vátryggjendum," segir Axel. Axel bendir á að fram komi í grein Morgunblaðsins síðasthðinn laugardag, að Stefán Svavarsson bendi sjálfur á að vel gæti verið að rök séu fyrir því að leggja svo mik- ið til hliðar í bótasjóði vátrygginga- félaganna og telur að sá sé merg- urinn málsins. Bendir Axel á að taka þurfi tillit til fleiri þátta en fram komi í ársskýrslum vátrygg- ingafélaganna, en sem dæmi um þær upplýsingar, sem taka þurfi mið af til að komast að raunhæfri niðurstöðu um hvort tjónaskuld vátrygginga- félaganna sé of há, nefn- ir Axel til þrjár útgáfur á skaðabótalögum frá árinu 1993 og aðrar réttarreglur sem giltu fyrir árið 1993. Þá komi til rekstrarþættir, sem geta verið breytilegir frá einum tíma til ann- ars og eru mismunandi milli félaga á markaðinum eins og tjónatíðni, breytingar á tjónastofni, þróun meðaltjóna og uppgjörshraði tjóna. Þegar tjóna- skuld vex svona gífur- lega vakna spurningar Áætlanir um framlög til tjónaskuldar án athuga- semda Skjávarp kynnir nýjung í símaþjónustu Okeypis símtöl innan- lands með auglýsingum FRÁ og með febrúar eða mars á næsta ári verður boðið upp á ókeypis innanlandssímtöl sem fjármögnuð verða með auglýs- ingum. Um tíu sekúndna auglýs- ingatími verður á 1-2 mínútna fresti, og verður efni hans mið- að við áhugamál og stöðu not- andans. Það er Skjávarpið sem stend- ur á bak við þjónustuna. Ágúst Olafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að þegar hafi verið rætt við Landssímann um kaup á simaþjónustu, en vél- búnaður sem stjórnar kerfínu verður í eigu Skjávarps. Þjónustan mun bera nefnið „Frísími" og verður einnig boðið upp á hana í GSM-síma- kerfinu, en ekki í símtölum til útlanda. í upphafi símtals verður auglýsingatími, aftur að Iokinni einni mínútu og eftir það á tveggja mínútna fresti. „Þegar menn gerast áskrif- endur að Frísímanum fylla menn út eyðublað þar sem til- tekin eru áhugamál, aldur, bú- seta og ljölskylduhagir, sem þýðir það að notkunarnúmerið fer í ákveðinn fiokk sem auglýs- ingarnar veljast í. Menn heyra því bara þær auglýsingar sem þeir vilja heyra, um þær vörur sem þeir hafa áhuga á,“ segir Ágúst. Ágúst segir að erlent fyrir- tæki sem aðstoðar Skjávarp við uppsetningu kerfísins hafi þeg- ar komið upp samsvarandi kerfi í átta öðrum löndum, og sé í samningaviðræðum í tuttugu löndum til viðbótar, meðal ann- ars í Bandaríkjunum. Ástæða þess að þjónustan hefst ekki fyrr en í febrúar eða mars sé sú að Landssím- inn vill ekki taka inn neina nýja stórnotendur eða nýja þjónustu fyrr en í enda febrúar vegna 2000-vandans. Ágúst tekur þó fram að Landssíminn hafí tekið erindinu mjög vel og sjái enga tæknilega erfiðleika við það. 72 milljónir króna vegna 2000-vandans LANDSPÍTALINN hefur varið um 72 milljónum króna til endur- bóta á tölvum og búnaði vegna 2000 vandans svokallaða. Kostn- aður vegna þessa hefur verið enn hærri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þar stóðst eitt dýrt lækningatæki, sem fallið var úr ábyrgð, ekki 2000 vandann. Unnið hefur verið að úttekt þessara mála hjá Ríkis- spítölunum allt þetta ár með ráð- gjöf frá Nýherja. 2000 vandinn snertir jafnt tölvur sem lækninga- tæki og hugbúnað á spítölunum. Ráðast hefur þurft í breytingar á mörg hundruð tölvuforritum og tækjum og skipta út tölvum. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítalanna, segir að búið sé að kortleggja vandann. Alls hefur þurft að skoða og greina 3.767 tæki. Hann segir að búið sé að leysa megnið af þeim vandamálum sem upp hafa komið. Nú er unnið að gerð neyðaráætlana sem gripið verður til ef fyrrgreindar aðgerðir duga ekki til. Tölvum, tækjum og búnaði er skipt í þrjá flokka. I rauðan flokk falla þeir hlutir sem sérstaklega þarf að skoða. I september í fyrra, þegar búið var að greina um 3.600 hluti, féllu tæplega 30% í rauðan flokk. Nú er unnið að gerð áætlana um mönnun um áramótin þannig að fljótlegt verði að kalla til þjón- ustuaðila vegna tölvuvandamála sem upp geta komið. Einnig eru starfsmenn spítalanna varaðir við því að 2000 vandinn geti, þrátt fyrir forvarnaraðgerðir, gert vart við sig og að menn þurfi þá að grípa til eldri aðferða við störf sín á spítölunum. Spítalarnir séu hins vegar sjálfum sér nægir um hita og rafmagn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.