Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Dómsmálaráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna héldu fund við Bláa lónið í gær. Frá vinstri: Odd Einar Dörum frá Noregi, Valdis Birkavs frá Lettlandi, Johannes Koskinen frá Finnlandi, Mar Rask frá Eistlandi, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra og Gintaras Balciunas frá Litháen. Fundur dómsmálaráðherra Norðurlanda og Eystrasaltslanda Meiri og nánari samvinna fyrirhuguð í framtíðinni FUNDUR dómsmálaráðherra Norðurlanda og Eystrasaltslanda var haldinn við Bláa lónið í gær og er þetta í fyrsta sinn sem norrænir ráðherrar hitta opinberlega starfs- bræður sína frá Eystrasaltsríkjun- um. A fundinum var m.a. rætt hvemig ríkin gætu eflt samvinnu á sviði réttarfars en einnig var sérstaklega fjallað um skilvirkni dómstóla og málefni ungra afbrotamanna. Þá var tekin ákvörðun um að dóms- málaráðherrar þessara ríkja myndi næst hittast á formlegum fundi inn- an tveggja ára í einhverju Eystra- saltsríkjanna. „Að mínu mati tókst þessi fundur sérstaklega vel og það var ánægju- legt að halda hann hér á Islandi. Eg lít svo á að tengsl okkar við Eystra- saltsríkin hafí verið efld hér í dag [í gær] og á þeim grunni sem var lagður á þessum fundi megi byggja meiri og nánari samvinnu,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- hema að afloknum fundinum. Ennfremur sagði hún: „Ég hef lagt áherslu á að Island hafi mikinn áhuga á áframhaldandi pólitískum, menningarlegum og viðskiptaleg- um tengslum við Eystrasaltslöndin. Við vorum fyi-st til að viðurkenna formlega fullveldi þessara ríkja og á fundi sem þessum finnum við að sá virðingarvottur er ekki gleymd- ur.“ Dómsmálaráðherra sagði að hún hefði á fundinum m.a. kynnt það sérstaklega að á síðustu árum hefðu orðið verulegar framfarir í skil- virkni íslenskra dómstóla og aukn- um málshraða dómsmála, ekki síst sakamála. „Þetta er auðvitað mjög mikii- vægt atriði, því tii dæmis gagnvart ungum afbrotamönnum er mjög mikilvægt að ekki líði langt á milli þess að afbrot er framið og dómur fellur svo að þeir finni samhengið milli verknaðar og refsingar. Þannig verður viðurlagakerfið eins áhrifarikt og kostur er,“ sagði ráð- herra og benti á að aukin skilvirkni íslenskra dómstóla hefði vakið at- hygli fulltrúa Eystrasaltsríkjanna sem kljást við mikla óskilvirkni í sínu dómstólakerfi. „Það var alveg ljóst á orðum fé- laga okkar í Eystrasaltsríkjunum að þeir gerðu sér mæta vel grein fyrir þeirri staðreynd að þeir eiga við ýmsan vanda að stríða enda eru þeir að leggja mjög mikla áherslu á að taka á sínum vandamálum bæði hvað snertir dómstóla og réttarfarið almennt." Rifjaði upp ummæli forseta Lettlands Ráðherra kvaðst einnig á fundin- um hafa rifjað upp ummæli forseta Lettlands, Vaira Vike-Freiberga, á ráðstefnunni Konur og lýðræði við árþúsundamót, um ástand lett- neskra kvenna og innflutning þeirra til Vesturlanda og kvaðst hafa skýrt frá því að verið væri að rannsaka þessi mál hér á landi. „Ég segi það fyrir mitt leyti að ég er fús til þess að leggja mitt af mörkum til þess að koma megi í veg fyrir að menn notfæri sér erfiða stöðu þessara kvenna." Formaður Stúdentaráðs Upplýs- ingar um námsmenn liggja ekki á glámbekk FINNUR Beck, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, hafnar því ai- farið að viðkvæmar persónuupplýs- ingar um viðskiptavini LIN, náms- menn, liggi nánast á glámbekk á skrifstofu Stúdentaráðs. Haft var eftir Þórlindi Kjartanssyni, formanni Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, í Morgunblaðinu á laugardag að upp- lýsingarnar lægju nánast á glám- bekk. Vaka sendi tölvunefnd erindi þar sem farið var fram á að LIN yrði veitt áminning vegna meðferðar per- sónuupplýsinga í vörslu sjóðsins. Astæða erindisins var þjónustu- samningur sem Stúdentaráð gerði við LIN og veitir ráðinu beinlínu- tengingu við fyrirspurnarþjón hjá LIN. Undrast Finnur Beck mjög málatilbúnað formanns Vöku og undrast ennfremur að formaðurinn skyldi ekki hafa spurst fyrir um hvernig málum væri háttað á skrif- stofu Stúdentaráðs áður en farið var með erindið til tölvunefndar. Aðgangs- og lykil- orðs krafíst „Aðeins ein töiva er tengd við fyr- irspumarþjón LIN og þarf aðgangs- og lykilorð til að komast inn í hana og þann aðgang hafa eingögnu kjörnir fulltrúar námsmanna í stjórn LIN,“ segir Finnur. Hann er einnig ósammála Þórlindi um meint gagns- leysi beinlínutengingarinnar og segir samninginn einmitt afar mikilvægan fyrir námsmenn. Hann tryggi að stjórnarmenn geti veitt þeim stúd- entum þjónustu sem leita til Stúd- entaráðs. „Tengingin gefur stjórnarmönn- um kost á því að taka við málum frá grunni og fylgja þeim eftir inni í LÍN og þess má ennfremur geta að stjórnarmenn eru ætíð að fást við persónulegar upplýsingar í sínu starfi innan LÍN,“ segir Finnur. „Ég undrast mjög málatilbúnað formanns Vöku, ekki síst í ljósi þess að það er nýbúið að vísa frá kæru Vöku til tölvunefndar.“ A Bankaráðsformenn Landsbanka og Islandsbanka taka undir með ráðherra um stærri bankaeiningar Skynsamlegt að bank- ar sameinist og* stækki Kristján Helgi S. Ragnarsson Guðmundsson Ekki skynsamlegt að selja strax KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankai’áðs íslandsbanka, fagnar um- mælum Finns Ingólfssonar við- skiptaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði viðskiptaráðherra m.a. að nauðsynlegt væri að stækka einingarnai- og gera þær öflugri þannig að hægt sé að veita fyrirtækj- um og almenningi nú og í framtíðinni fjármálaþjónustu á sambærilegu verði og í nágrannalöndunum. Krist- ján segir að það þurfi að ná fram hagræðingu til þess standast sam- keppni við erlenda banka. Einnig þurfi að draga úr kostnaði í banka- kerfinu sem geti leitt til lækkunar á vaxtakostnaði. Helgi S. Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, kveðst telja mjög skynsam- legt að bankar sameinist og stækki og geti með því þjónað stærstu fyrir- tækjunum. Hann telur þó að ríkið eigi ekki að flýta sér við að selja sinn hlut. „Þetta era góð markmið og nauð- synlegt að fylgja þeim eftir. Spurn- ingin er sú hvemig það gerist. Ríkið, sem á yfirgnæfandi meirihluta í tveimur viðskiptabönkum, verður að ákveða hvort þeir eru til sölu. Þeir gætu verið til sölu með þeim hætti að þeir yrðu seldir að hluta; að það yrði gengið að tilboði, eins og Islands- banki gerði í Búnaðarbankann, og að hann yrði seldur í heilu lagi, eða að ríkið stuðli, með eign sinni á bönkun- um, að samruna. Það gæti gerst með beinni sölu til annars banka,“ segir Kristján Ragnarsson. Hvatt til samruna Hann segir að Islandsbanki hafi hvatt til þess að samruni verði í við- skiptabankahluta efnahagskerfisins. Ríkið gæti eignast hlutafé í þessum nýja banka og síðan selt í einu lagi eða smám saman. Ef sú leið yrði far- in kæmi í ljós hvert hagræðið væri af slíku og hvaða áhrif það hefði á hlutafé. „Markaðurinn kallar eftir því að eitthvað gerist í þessa átt og ríkis- stjórnin verður að gera upp sinn hug. Það hafa ekki átt sér stað við- ræður en við í bankastjórn Islands- banka erum tilbúnir til viðræðna um þessi mál hvenær sem ríkið gefur kost á því. Hvort ríkið feli bankaráð- um sinna banka að eiga þær viðræð- ur við okkur er mál sem ríkisstjórnin verður að ákveða. Ég skynja svo að skilningur á þörf á samruna banka sé meiri í Landsbankanum en í Bún- aðarbankartum. Stjórnendur Landsbankans hafa margsinnis látið í ljós sömu skoðan- ir og komu fram í máli ráðherrans, um stærri og öflugri viðskipta- banka. En það er ríkið og eigandinn í þessu tilfelli sem ræður hvað hann gerir gagnvart þessum bönkum. Ég efast ekki um það eitt augnablik, að íslandsbanki, sem hefur náð lang- bestum tökum á hagræðingu sam- fara samruna sem gerðist með fjór- bönkunum, er best til þess fallinn að koma að þessu máli. Aðalmálið er hins vegar að ríkisstjórnin geri upp sinn hug en ákallið kemur fram hér í þessum orðum mínum. En það hafa engar viðræður átt sér stað milli Islandsbanka og Landsbank- ans og þær munu ekki eiga sér stað fyrr en eigandinn gefur einhverjum umboð til slíkra viðræðna fyrir hönd þeirra banka sem ríkið á,“ segir Kristján. Helgi S. Guðmundsson segir að engar formlegar viðræður hafi verið um sameiningu Landsbankans og ís- landsbanka og hann kveðst ekki geta fjallað um það hvort óformlegar við- ræður um það hafi átt sér stað. Bankaráð Landsbankans hafi ekki tekið afstöðu til hugsanlegs samruna eða sameiningar við Islandsbanka en menn hafi sínar skoðanir á því. Helgi segir að fyrir tveimur árum hafi verið rætt um hugsanlega sam- einingu Islandsbanka og Lands- banka, m.a. á aðalfundi Landsbank- ans. Hann kveðst hafa lýst sig mót- fallinn þessari hugmynd á þessum tíma. „Ég taldi að ekki væri ástæða til að ræða um slíkt á þeim tímapunkti. Það var mín skoðun að hér yrði einn stór þjóð- banki sem ríkið ætti. Þess vegna fannst mér sameining íslands- banka og Landsbanka ekki koma til greina. Nú virðist vera sem menn vilji skoða bank- ana með það að leiðar- ljósi að þeir verði öfl- ugri og stærri með sameinmgu eða sam- starfi. Ég get lýst því yfir núna að ég tel mjög skynsamlegt í dag að skoðaðir verði þeir möguleikar að bankar sameinist og stækki og geti með því þjónað stærstu fyrirtækjunum. Þetta er að gerast svo víða í heiminum. En ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki að flýta sér við að selja sinn hlut. Fjár- festingarbankinn er seldur og þar er losað um tíu milljarða kr. og það tek- ur í. Þetta eru fjármunir sem fara beint til ríkisins og þeir eru teknir út úr bönkunum. Ég tel það því ekki skynsamlegt að fara að selja t.d. 10% hlut í Landsbanka og Búnaðarbanka núna. Ég tel því að það eigi að sam- eina banka núna án þess að selja hlut ríkisins í þeim og ég hef ákveðna skoðun á því hvaða einingar henta best til þess. Ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.