Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 37 LISTIR Að syngja fyrir Krist TONLIST C e i s I a p I ö t u r GJAFIR ANDANS / ÍS- LENSK KIRKJU- TÓNLIST Margrét Bóasdóttir sópran. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Hljóðritað í Akureyrarkirkju. Upptökur fóru fram 29. mars til 4. apríl 1998. Hljóðritun: Stafræna hljóðupptökufélagið efh. Upp- tökustjóri: Sveinn Kjartansson. Islensk tónverkamiðstöð. „ÍSLAND má raunar kallast einslags stórt hrúgald af grjóti,“ er haft eftir Jóni Ólafs- syni úr Grunnavík, og endaþótt þjóðin sjálf fengi ekki hlýlegri kveðju hjá fræðimanninum (uppi á 18. Öld), ber hann þó ábyrgð á því „að kynna þjóðum heims það sem allir vildu kveð- ið hafa,“ hið undursamlega trúarljóð Eysteins munks As- grímssonar (uppi á 14. öld), Lilju. Jón Grunnvíkingur raul- aði kvæðið fyrir Johann nokk- urn Ernst, sem skráði niður og afhenti það nemanda Rameaus í París, sem gaf það út 1780. Óþekktur bragarhátturinn er kenndur við kvæðið sjálft og kallast Liljulag. Hér gefur að heyra „Lilju“ og tvö önnur lög forn, allt í útsetningu Þorkels Sigurbjörnssonar, í upphafi þessa yndislega hljómdisks. Og ekki er byrjunin dónaleg (eins- og Skaftfellingar hefðu orðað það), og ekki heldur útsetning- ar Þorkels. Satt að segja man ég ekki til þess að mér hafi áð- ur hlýnað svo mjög um feitt hjartað og þegar ég hafði hlustað á fjögur fyrstu lögin á þessum hljómdiski (það 4. eftir Jón Leifs: Vertu Guð faðir, fað- ir minn) í flutningi sem hæfir efinu fullkomlega. Næst komu tvö lög eftir Jón, Allt eins og blómstrið eina og Faðir vor, sem ég hef ekki heyrt áður og mun áhrifameira en vinsælt lag égmanekkieftirhvern (best er þó bænin án lags!), allt bar höf- undi og flytjendum fagurt vitni. - Og síðan Toccata Jóns Nordals fyrir orgel. Flott verk, hvernig sem á það er litið, í fín- um flutningi Björns Steinars Sólbergssonar. Orgel Akureyr- arkirkju hljómar hér mjög vel. Ekki ætla ég nú að tíunda öll verkin á þessum merka hljómdiski, sem er hvað tónlist varðar innblásinn og innilegur í senn. Svo er og um flutning á þessu fallega, vel valda og vel niður raðaða efni. Mig langar að vitna í orð Sigurbjörns Ein- arssonar biskups í umslagi með plötunni: „Á seinni árum hefúr skapandi tónlistargáfa fengið stórum aukin tækifæri innan íslensku kirkjunnar. Frábærir hæfileikar til túlkunar á tón- verkum hafa einnig öðlast nýja aðstöðu til að njóta sín og auðga aðra. Margrét Bóasdótt- ir hefur þjálfað og helgað mikla gáfu. Rödd hennar er meðal hinna fegurstu sem á vorum dögum syngja fyrir Krist á Isl- andi.“ Þetta tek ég undir, heils hugar. Má ég einnig bæta við: organistinn er frábær - ekki aðeins í „virtúósaverkum" Jóns Nordals (Toccata) og Páls Is- ólfssonar (Ostinato et Fug- hetta), hann er einnig svo fínn í samvinnu við söngkonuna að maður gleymir næstum að hann sé að leika á orgel. Allt prógramið, sem tekur meira en klukkustund, er meira eða minna samsafn af perlum (mætti ég minnast á Himna rós, kóralforspil eftir Ragnar Björnsson, Jesú mín morgun- stjarna, kóralforspil eftir Jón Þórarinsson, og Ef eftir Jónas Tómasson - sem er með „öfug- um formerkjum" við lög Jóns Leifs, en samt jafn fallegt. Mig minnir að ég hafi ein- hverntíma haft efasemdir um hljómburð Akureyrarkirkju í sambandi við hljóðritun á tón- listarflutningi. Það tek ég allt aftur - að minnsta kosti hljóm- ar kirkjan dýrlega í þessari hljóðritun, sem Sveinn Kjart- ansson er ábyrgur fyrir. Vandaður bæklingur fylgir, en þar höfum við textana og raunar allt efni einnig á ensku og þýsku. Oddur Björnsson Gönguferð í a-moll MYNDLIST 11)1 gallerí HLJÓÐVERK PÁLLTHAYER Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 9. nóvember. YFIRSKRIFT sýningar Páls Thayer í 101 gallerí í bakhúsinu við Laugaveg 48 er „Inni í a-moll“ og má segja að þar sé komin fullkomin lýsing á verkinu. I sýningarrýminu hefur verið komið fyrir þremur há- tölurum sem eru hljóðir þar til gestur kemur í salinn. En um leið og gengið er inn nemur lítil mynda- vél návist manns og sendir skilaboð til tölvu sem síðan spila tón í ein- hvern hátalarann, allt eftir því hvar maður stendur. Saman mynda tón- arnir þrír sem hátalararnir gefa frá sér hljóminn a-moll sem heyra má ef staðið er í miðju rýminu. Verk Páls er ekki flókið þótt ef- laust liggi mikil forritunarvinna að baki innsetningunni, og því er greinilega ekki ætlað að bera neinn djúpan boðskap. Hér er aðeins um að ræða einfaldan leik að þeim möguleikum sem tæknin býður til upplifunar á hljóði og rými. Tölvan gerir sjálft rýmið vikrt og áhorf- andann að geranda í verkinum - að eins konar tómsmið sem framkallar sjálfur verkið með hreyfingum sín- um í sýningarsalnum. Tæknin sem Páll beitir mun vera afrakstur af forritunai'vinnu hollenskra hug- vitsmanna og býður greinilega upp á óþrjótandi möguleika í úrvinnslu. Páli hefði líklega verið í lófa lagt að breyta sýningarsalnum í einhvers konar gagnvirkan tölvuleik með ljósasýningu og myndbanda-effekt- um, en hann kýs þess í stað einfalt og aðgengilegt tjáningarform: a- mollinn. Það er þessi ögun sem ger- ir það að verkum að sýningin er list en ekki bara tölvuleikur. Jón Proppé OPNUM í KRINGLUNNI Name it 0-2 ára. áður nú Viva kjóll I79tT.- 990.- Martin peysa 249tf.- 1490.- Smekkbuxur + bolur J98tf.- 2490.- Jakkapeysa + buxur + bolur i&Tt).- 3490.- Stelpur 2-8 ára. áður nú Rum buxur LMtf- 1290.- jamie 34901- 1990- jogginggalli Buxur + swtj:- 3490- flíspeysa Strákar 2-8 ára. áður nú Stick peysa 249tf- 1490- Fóðraðarbuxur &4S6'- 3490- + panne peysa Gallabuxur + Z4Ttf- 4490- flíspeysa + bolur Stelpur 8-14 ára. áður nú Danya peysa 249Ö- 1490- Peysa + buxur 498lf- 2990- Úlpa + buxur Í407Ó- 6990- + bolur Strákar 8-14 ára. áður nú Cargo bolur 249tf- 1490- Flíspeysa 59fltf- 3990- + buxur Peysa + buxur 848tf- 4490- EXIT Athugið að sömu tilboð gilda einnig á Laugavegi 95. Og fleiri opnunartilboð Opið sunnudag 13-17 við hliðina áVero Moda • sími 568 4344
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.