Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 38

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER-1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hákon Aðal- steinsson Nýjar bækur • GLOTT ígolukaldann er eftir skáldið og skógarbónd- ann Hákon Aðalsteinsson í fréttatil- kynningu seg- ir að Hákon Aðalsteinsson sé löngu kunnur sem einn okkar besti hagyrð- ingur og sagnamaður. Endur- minningar hans, Það var rosalegt, sem Sigurdór Sigur- dórsson skráði, varð metsölu- bók 1997. í þessum sögum bregður Hákon upp eftir- minnilegum myndum, t.d. af jarðarför, þar sem allir fengu vel í staupinu, ekki síst prest- urinn sem flutti óborganlega útfaraiTæðu. Af bóndanum sem barnaði mágkonu sína og taldi sér það heimilt með til- vísan til konungsbréfs. Af ein- búanum á Kleif sem hló svo hátt að drundi í fjöllunum. Hákoni er hugleikið að segja frá kynlegum kvistum og spaugilegum atvikum og yrkja hnyttnar vísur um at- burði líðandi stundar. En al- varlegur tónn er þó aldrei íjarri. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 184 bls. Erla Sigurðardóttir mynd- listarkona myndskreytti bók- ina. Hönnun ogprentvinnsla: Oddi hf. Verð 3.480 kr. Bókin verður cinnig fáanleg sem hljóðbók með lestri höfundar. • MÉR líður vel þakka þér fyrir er ljóðabók eftir Inga Steinar Gunnlaugsson. í fréttatil- kynningu seg- ir m.a.: „Ingi Steinar er ekki hávært skáld. Hann knýr ekki bás- únu en lætur sér nægja að blása í flautu . . . sínaígrænni lnofi Steinar * Gunnlaugs- aumardyrð- son inni, í hverfulu litskrúði haustsins. Þó að hann gangi ekki fram í ofsa er honum tíð- um heitt í hamsi. Ádeila hans er gjarnan blandin kaldhæðni og þar er ekki stóryrðunum fyrir að fara. Þess vegna hittir hún í mark. Hann er ekki orðmargur en myndimar, sem hann dregur, eru skýrar. Dýpsti tónninn mótast af ást og hlýju og hljómbotninn sjálfur er ljúfsár tregi." Fyrir þremur árum kom út eftir höfundinn bókin Sólskin. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 64 bls., prentuð í Odda hf. Ljósmynd á kápu: er eftir höfundinn. Verð 1.780 kr. Sýningum lýkur Gallerí Fold Sýningu Erlings Jóns Val- garðssonar í Galleríi Fold, Rauðarárstíg, lýkur á sunnu- dag. Sýningin sem nefnist Helg- ur staður er í baksal gallerís- ins og þar sýnir Erlingur akrýlmyndir málaðar á striga og plötur. Magnús Pálsson sýnir „silfurstóla“ Galleríi í i8 Hugmyndin um djásnið I GALLERIINU i8 gefur nú að líta agnarsmáa „silfurstóla" Magnúsar Pálssonar, sem opnar þar sýningu í dag kl. 17. Uppi á endavegg gallerísins má einnig sjá myndband með texta sem varpað er út í Ingólfsstrætið með hjálp hátalara í anddyrinu. Á myndbandinu eru silfurstól- arnir einnig í aðalhlutverki, en þar eru þeir mun stærri en þeir sem standa á hillu í galleríinu. Svo stórir reyndar að Magnús situr á þeim í myndbandinu - en hann upplýsir þó að hann sé bara „mix- aður“ inn. „Þetta gengur dálítið út á það að sýna hvaða hugmyndir maður hefur um stærð hluta og hvernig hlutir verða kannski allt í einu litlir eða stórir án þess að á þeim verði fýsísk breyting," segir listamaðurinn. „Þetta er spurning um hvernig maður skynjar hlut- ina." Hef aldrei unnið með svona góðmálma áður Magnús segir aðspurður að hugmyndin að baki silfurstólunum sé hugmyndin um djásnið eða dýr- gripjnn. „Ég hef aldrei unnið með svona góðmálma áður,“ segir hann, en stólarnir eru úr silfri og silfur- pletti. Með myndbandinu er texti sem Magnús hefur talað inn á það og eins og áður sagði varpar hátalari hljóðinu alla leið út á götu. Raunar mun einnig verða hægt að sjá myndbandið gegnum gluggann ut- an þess tíma sem galleríið er opið. Textann segir hann vera absúrd en afskaplega eðlilega íluttan. „Mig langar til að vita hvað kemur út úr því, hvort svona texti sem ekki hefur samhangandi fær merkingu við flutninginn," segir hann. Óhætt er að segja að Magnús hafi komið víða við á listferli sín- um. Hann byrjaði í leikmynda- og búningahönnun en sneri sér svo að höggmyndagerð, bókagerð og gjörningum. Þá átti hann stóran þátt í stofnun nýlistadeildarinnar við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og veitti henni forstöðu í nokkur ár. Kennsla geggjaðasta listgreinin Eftir Magnúsi hefur verið haft að listkennsla sé jafnmikil list og önnur list. „Ég var við kennslu í allmörg ár og mér fannst einhvern veginn að kennslan tæki mann all- an, allt manns ímyndunarafl og allan listrænan þrótt - og væri þar af leiðandi listræn tjáning. Ég setti þetta svona fram sem „state- ment“ á sýningu í Nýlistasafninu 1984, sem ég kallaði „Kennsla: geggjaðasta listgreinin". Þar Morgunblaðið/Ásdís Magnús Pálsson og silfurstólarnir hans. sýndi ég mikið af verkum sem ég hafði unnið með nemendum mín- um og einnig verk sem þeir höfðu gert meðan ég var að kenna þeim. Þetta hefur líka verið sett fram í bókinni Teaching and learning as performance art, sem er eftir Robert Filliou og kom út á sjötta áratugnum. Það var lykilbók, enda var Robert Filliou lykilmaður," segir Magnús. Frá árinu 1984 hefur Magnús unnið að verkum sem hafa á ýms- an hátt miðað að rannsókn á töl- uðu máli og tónrænum eiginleik- um þess. Verkin hafa spannað allt frá tveggja radda gjörningum upp í leiksviðsverk og tuttugu radda kórverk. Enn kveðst hann vera að prófa sig áfram með hið talaða mál. „Ég er með nokkur verk til- búin og hálftilbúin, sem mig lang- ar að koma fram á næstunni," seg- ir hann. Aðspurður hvenær og hvar búast megi búast við að þau verk verði sýnd og flutt vill hann þó ekkert láta uppi um sinn. Sýningin í i8 er opin fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18 og stendur fram til 5. desember. Váinamöinen í maga Anteros Vipunen, fullur sagna, eftir Vertti Terasvuori. Pre Kalevala í Norræna húsinu í ANDDYRI Norræna hússins hef- ur verið opnuð sýningin Pre Kale- vala. Um er að ræða ljósmyndir eft- ir fínnska ljósmyndarann Vertti Terasvuori, tveir búningar eftir búningahönnuðinn Niinu Pasanen og vopn úr gömlum við eftir stein- og silfursmiðinn Eero Taskinen. Listamennirnir vilja lýsa hvernig veröldin var fyrir daga Kalevala. Þau hafa sökkt sér niður í járn- og steinöldina með sýningu sinni sem goðsagnir Kalevala eru kveikj- an að. Sýningin skapar mynd af tímum fyrir Kalevala, en um þá er ekki annað til frásagnar en fá- skrúðugar fornleifar, segir í frétta- tilkynningu. Vertti Terásvuori ljósmyndari hlaut Foto Finlandia-verðlaunin 1991. Hann gerði myndröðina Pre Er laus við of háann blóðþrýsting - Loksins! í Er laus vi [56 -1- 3 Kalevala 1997 og við vinnslu mynda sinna blandar hann saman mál- verki og ljósmynd. Niina Pasanen, lauk námi sem fatahönnuður frá Taik-listaskólan- um í Helsinki. Hún hefur aðallega unnið sem búningahönnuður í kvik- myndum og í leikhúsi. Eero Taskinen lauk námi sem stein- og silfursmiður frá Listaskól- anum í Lahti. Hann var búsettur á Papúa Nýju Gíneu og bjó þá meðal frumbyggja. Hann rekur nú hönn- unarsetur, Union Design, og leggur áherslu á skartgripasmíð. Sýningin stendur til 17. nóvem- ber. Fjölbreytt dagskrá sem teng- ist sagnabálkinum Kalevala verður í Norræna húsinu í nóvember og desember. vfj) mbl.is \LLTAf= eiTTHVAÐ /MÝT~T Mikill áhugi á þýðinga- námskeiði FÉLAG háskólakvenna gengst fyrir þýðinga- námskeiði sem hefst í kvöld í Odda, húsnæði félagsvísindadeildar Há- skóla íslands. Kennari á námskeiðinu er Halldóra Jónsdóttir cand. phil. í dönsku, þýðandi og orðabókahöfundur. Halldóra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að námskeiðinu væri ætlað að vera kynning á þýð- ingarhugtökum og fræðimönnum í þeh’ri grein. „Þetta er frekar ung fræðigrein í há- skólasamfélaginu þótt menn hafl reyndar skrif- að um þýðingar alveg frá því á miðöldum. Menn hafa í gegnum tíð- ina sett sér ýmsar reglur um hvernig þýðingar skuli unnar. Við munum einnig skoða þýðingar nú- tímans þar sem við lifum í miklu þýðingasamfélagi. Mjög mikið af öllu sem við sjáum, héyrum og les- um er þýðingar. Þetta er einkenni allra lítilla málssamfélaga,“ sagði Halldóra. „Einnig munum við velta fyrir okkur hversu langt sé eðlilegt að ganga í að breyta texta við þýðing- ar, hversu mikið frelsi hefur þýðandinn tO að endursegja eða endursemja textann. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir og sett- ar fram ýmsar kenningar. Á að staðfæra textann og láta hann líta út sem íslenskan eða á hann að halda einkennum sínum. Praktísk atriði koma einnig til álita eins og þýðingar á nöfnum, staðaheitum og mynt. Við munum skoða ýmsar tegundir þýðinga og velta fyrir okkur hvað þýðandinn þurfi að hafa til að bera tO að geta sinnt Halldóra Jónsdóttir þýðandi og orða- bókahöfundur. þýðingum sóma- samlega. Þarf hann að vera mikill tung- umálamaður eða fyrst og fremst góð- ur íslenskumaður? Það má líka benda á að eftir því sem sjónvarpsstöðvum fjölgar þá kallar það á meiri þýðingar. Hins vegar er greinilegt að efnið á að vinnast sem ódýrast og það kem- ur niður á þýðing- unum. Halldóra bendir á að talsverð umræða sé um þýðingar og fyrir fjórum árum hafi Bókaútgáf- an Ormstunga hafið útgáfu tíma- rits um þýðingar sem nefnist Jón á Bægisá og þar sé að finna fróðlegar greinar um þýðingar og viðtöl við þýðendur. „Þýðingar eru menning- arstarf og tO þeirra verður að gera talsverðar kröfur.“ Námskeiðið hefst sem áður sagði í kvöld og verður vikulega í fjórar vikur tvo tíma í senn. „Við munum svo gera hlé þar til í febrúar en koma þá saman aftur í önnur fjögur skipti og þá verður námskeiðið með málstofusniði þar sem starfandi þýðendur munu koma og segja frá starfi sínu.“ Að sögn Geiriaugar Þorvalds- dóttur, formanns Félags háskóla- kvenna, er aðsókn mikil að nám- skeiðinu en „allir sem vilja taka þátt munu komast að. Við höfum þó í huga að skipuleggja þetta með öðrum hætti næsta vetur og hafa fleiri námskeið og sérhæfðari þar sem aðsóknin núna sýnir að þörfin fyrir svona námskeið er mikil,“ sagði Geirlaug Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.