Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.11.1999, Qupperneq 41
40 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 41 ' ptoKgpitsMftfrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BÆTT UMHVERFI Á FJÁRMÁLA- MARKAÐI RÍKISSTJÓRNIN og Fjármálaeftirlitið hafa greini- lega ákveðið að grípa til aðgerða til að koma traust- ara skipulagi á íslenzkan fjármálamarkað, sem hefur þótt losaralegt á stundum. Þessi ákvörðun er fagnaðar- efni vegna sívaxandi mikilvægis fjármálamarkaðarins í þjóðarbúskapnum og aukins fjölda fólks sem leggur sparifé sitt í hlutabréf og verðbréf svo og margvíslega aðra sparnaðar- og fjárfestingarkosti. Það er höfuðnauð- syn, að almenningur megi treysta því, að fjárfestum sé ekki mismunað á markaði og allir sitji við sama borð. Þess vegna eru boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Fjármálaeftirlitsins mikilvægar. Samkvæmt frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að leggja fram á Alþingi, verða heimildir Fjármála- eftirlitsins stórauknar til að fylgjast með fjármálastarf- semi í landinu. Réttur til að krefja fyrirtæki og eigendur þeirra upplýsinga verður aukinn. Heimilt verður m.a. að leggja allt að fimm milljóna króna dagsektir á þá, sem ekki senda umbeðnar upplýsingar eða sinna ekki umbeðn- um úrbótum. í sérstökum tilvikum geta þessar dagsektir numið tíu milljónum króna á dag. Finnur Ingólfsson, við- skiptaráðherra, kveður fyrirhugaðar breytingar ætlaðar til þess, að Fjármálaeftirlitið hafi skýrari heimildir en áð- ur til eftirlits með starfsemi fjármálafyrirtækja. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, sagði á kynningarfundi með forsvarsmönnum fjármála- fyrirtækja og fulltrúa úr stjórnsýslunni, að nauðsyn væri á því að birta nöfn innherja, eins og tíðkaðist í flestum nágrannaríkjum, svo og að skilgreina upp á nýtt hverjir séu innherjar til að koma í veg fyrir, að þeir geti skotið sér undan ábyrgð. Þá vill hann endurskoða reglur um svonefnda veggi í starfsemi verðbréfafyrirtækja, þ.e. hvernig skilið er á milli mismunandi hagsmuna í starf- semi þeirra, svo og viðskipabanka, sparisjóða og annarra fjármálafyrirtækja. Hann tók þó fram, að ekki væri vak- ið máls á þessu út af neinu sérstöku fyrirtæki heldpr þyrfti að skoða þetta varðandi öll fjármálafyrirtæki á ís- landi. Mörg hættumerki væru á lofti í þessu efni, en þó væri rétt að halda því til haga, þegar dreginn er lærdóm- ur af reynslu fyrri tíðar, að stjórnun flestra stærri lána- stofnana, þ.á m. áhættustýring, hefði tekið stórstígum framförum undanfarin ár. Páll Gunnar kvað Fjármálaeftirlitið hafa áhyggjur af þróun eiginfjárhlutfalls lánastofnana síðustu ár og varp- aði því fram, hvort ástæða væri til að gera strangari lág- markskröfur um eiginfjárhlutfall, en alþjóðareglur geri ráð fyrir (8%). Þá vakti hann athygli á því, hversu lítil hagræðing hefði orðið í rekstri lífeyrissjóða í aðlögun þeirra að nýjum lögum, en þeir hefðu verið 66 í árslok 1997 en yrðu um 60 í lok þessa árs. Páll Gunnar sagði og á kynningarfundinum, að huga þyrfti að gagnsæi í rekstri vátryggingafélaga og kvað eftir- litið myndu endurskoða reglugerð um ársreikninga þeirra og hvort setja skyidi reglur um tjónaskuld og endanlega niðurstöðu tjónaárs. í fyrirlestri Stefáns Svavarssonar, lektors í reikningshaldi við HÍ, sl. laugardag kom fram, að ýmislegt benti til þess, að tjónaskuld tryggingafélaganna væri of há. Kom m.a. fram hjá Stefáni, að á ákveðnu tíma- bili, sem athugað var, voru greidd tjón 50-80% af bókfærð- um tjónum. Fjármunir frá rekstri, samkvæmt sjóðstreym- isyfírliti tryggingafélaganna árin 1989-1998, voru mun meiri en bókfærður hagnaður. Samkvæmt grófri ágizkun væri um að ræða 500-600 milljónir á ári að jafnaði. Ástæða virðist vera til að kanna, hvort nauðsynlegt er að gera umfangsmeiri breytingar á íslenzkum fjármála- markaði en fyrirhugað hefur verið að undanförnu. Þau at- riði, sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins tók upp á kynning- arfundinum, og rannsóknir Stefáns Svavarssonar snerta hagsmuni almennings og því er nauðsynlegt að hrinda úr- bótum í framkvæmd. Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið að leggja fram frumvarp sitt innan tíðar og stefnir að því að það verði að lögum fyrir áramótin næstu. Rétti tíminn til að bæta umhverfi fjármálamarkaðarins í takt við þær ábendingar, sem fram hafa komið, er því á meðan Alþingi fjallar um frumvarpið næstu vikurnar. Landafundanefnd og forsætisráðherra kynntu dagskrá 1000 ára landafundaafmælis 230 viðburðir á 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada Um 230 menningar- og listviðburðir verða á dagskrá landafundanefndar árið 2000 á 70 stöðum í Bandaríkjunum og Kanada. Dag- skráin er fjölbreytt og spannar allt frá list- sýningum til útgáfu margmiðlunarefnis. Ragna Sara Jónsdóttir sat kynningarfund um dagskrána þar sem fram kom að kostnað- ur vegna hátíðarhaldanna nemur 336 milljón- um króna. Forsætisráðherra og fram- kvæmdastjóri landafundanefndar reikna þó með að sú upphæð skili sér margfalt til baka. DAVÍÐ Oddsson, forsætis- ráðherra, skipaði landa- fundanefnd í ársbyrjun árið 1998. Hann sagði á kynn- ingarfundi um dagskrána í gær að markmið hennar væri að kynna ís- lenska menningu í Vesturheimi og efla tengsl við Vestur-íslendinga og aðra íslandsvini í tilefni árþúsundamót- anna. „Við vonumst til að hátíðarhöld- in muni ná að marka spor í samskipti þjóðanna sem munu sjást lengi eftir að árþúsundamótin hafa átt sér stað,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að yfír- skrift dagskrárinnar, Endurfundir, skírskotaði annars vegar til þess að þúsund ár væru liðin frá því að fund- um íslendinga og Ameríkumanna bar fyrst saman og hins vegar til fræðandi endurfunda við sameiginlega sögu þjóðanna. Hann sagði að víkinganna yrði minnst með táknrænum hætti með siglingu víkingaskipsins íslend- ings frá íslandi til Norður-Ameríku. Viðamikil umfjöllun í National Geographic Sigurður Helgason, formaður landa- fundanefndar, kynnti Leif Eiríksson til sögunnar á kynningarfundinum í gær, en írægð hans vestra verður notuð til að greiða fyrir kynningai’starfínu. „Við munum nota nafn Leifs Eiríkssonar til að koma okkar verkum á framfæri," sagði Sigurður. Hann sagði að nefndin hefði notið góðs af sérstökum tengsl- um sínum við Hvíta húsið og Davíð Oddsson benti á að ísland, eitt ríkja, hefði stofnað til sérstaks samstarfs um árþúsundamótamál við skrifstofu Bandaríkjaforseta. Sigurður benti á að kynning á hátíð- arhöldum landafundanefndar hefði gengið vel hingað til. Hillary Clinton hefði vakið athygli á störfum nefndar- innar og tímaritið National Geograp- hic muni fjalla ítarlega um ísland og hátíðarhöldin vegna landafundanna í mars/apríl hefti sínu á næsta ári. Dagskrá landafundahátíðarhald- anna er afrakstur hugmynda sem sendar voru tii nefndarinnar eftir að hún augiýsti eftir tillögum ái’ið 1998. Hugmyndirnar voru vajdar og sam- þykktar af ríkisstjórn íslands og er kostnaður við hátíðarhöldin 335,6 milljónir króna á árunum 1998 til 2001. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, benti á að verulegur hluti þessarar fjárhæðar myndi renna til íslenskra fræðimanna og listamanna sem legðu dagskránni lið með kröftum sínum. Einar Benediktsson, framkvæmda- stjóri landafundanefndar, sagðist reikna með að fjárfestingin í hátíðar- höldunum ætti eftir að margborga sig þegar upp væri staðið. „Ef við verð- leggjum til dæmis þá fjölmiðlaumfjöll- un sem hátíðarhöldin eiga eftir að fá þá efast ég ekki um að við munum koma út í gróða. Ég veðja á að við sjá- um margfeldi þessarar upphæðar,“ sagði Einar. íslendingur heldur úr höfn 17. júní Hápunktar dagskrárinnar verða nokkrir og dreifast yfir allt árið 2000. Fyrst ber að nefna siglingu víkinga- skipsins íslendings, sem heldur úr höfn í Reykjavík á 17. júní. Skipið sigl- ir til Brattahlíð á Grænlandi þar sem hátíðarhöld verða þegar það kemur þangað. íslendingur siglir einnig til Morgunblaðið/Kristinn Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Sigurður Helgason, formaður landa- fundanefndar, kynntu dagskrá landafundanefndar í Kauada og Banda- ríkjunum árið 2000. Nýfundnalands, austasta fylkis Kanada, þar sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, mun taka á móti því. Skipið kemur víða við á Nýfundnalandi en stærstu hátíðar- höldin verða í L’anse aux Meadows þar sem víkingaþorp hefur verið end- urgert. I Boston verður víkingaskipið til sýnis í New England Aquarium auk þess sem efnt verður til sérstakra há- tíðarhalda á fjölmörgum stöðum í borginni í september. Ferð íslendings endar í New York í október þar sem Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, mun taka á móti því. Á fundin- um kom jafnframt fram að erlend sjónvarpsstöð myndi fylgjast með ferðum skipsins. í apríl opnar hið virta Smithsonian- safn í Washington sýningu á sögu og menningu víkinga á norður- og vestur- slóðum. Talið er að sú sýning muni vekja mesta athygli allra viðburðanna og draga að sér flesta gesti. Hlutur ís- Iands í sýningunni er tölvuerður, en þar verða sýndir dýrgripir úr saíhi Stofnunar Árna Magnússsonai- og Þjóðminjasafni íslands. Sýningin mun fara um allar stærstu borgir Banda- ríkjanna á næstu tveimur árum og er búist við að um 20 milljónir gesta muni skoða hana. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar í Kennedy Center Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Kennedy Center, einu þekktasta menningarhúsi Bandaríkj- anna, í október, og er það án efa einn af hápunktum hátíðarhaldanna. Á sama tima verður efnt til margvís- legra íslandskynninga í höfuðborg- inni, en vikingaskipið íslendingur kemur við í borginni á þeim tíma. í apríl hefst formlega dagskrá há- tíðarinnar í Kanada með hátíð í Ottawa hinn 12. þess mánaðar og fer hún fram í menningarsafninu, Muse- um of Civilization. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, mun afhenda Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, styttu Ásmundar Sveinssonar af Guð- ríði Þorbjarnardóttur og syninum Snorra. Efnt verður til hátíðarhalda af tilefninu, sem í raun er afmælisveisla fyrir Snorra, fyrsta barnið af evrópsk- um uppruna, sem fæddist í Ameríku. Til að fagna afmælinu koma 500 kanadísk skólabörn í veisluna, huldu- fólk verður þar á sveimi og auk þess mætir eini íslenskættaði geimfarinn, Bjarni Tryggvason. íslandssýning í Disney World í apríl verður svo sérstök íslands- sýning í Epcot Center í Disney World í Orlando. Fjölmörgum öðnim verk- efnum hefur verið hleypt af stokkun- um og má þar nefna fjölda íslenskra heimildar- og kvikmynda, margmiðl- unarverkefni Oz í samvinnu við Erics- son, leiksýningar, málþing, útgáfu bóka og svo mætti lengi áfram telja. Dagskráin er unnin af landafunda- nefnd í samráði og samvinnu við fjöl- marga aðila hér heima og vestanhafs. Má þar meðal annars nefna árþúsunda- nefnd Hvíta hússins, kanadísku árþús- undanefndina, árþúsunda-125 nefnd- ina, Þjóðræknisfélagið í Kanada og ís- lensk-amerísku félögin í Bandaríkjun- um. Það skal tekið fram að samkvæmt upplýsingum frá landafundanefnd er dagskráin, þ.e. dagsetningar, viðburðir og staðir, háð íyrii-vara um breytingar. LANDAFUNDANEFND Helstu atriði í dagskrá GRÆNLAND ÍX k Brattahlíð, 15.-20. júií 2000 Hátíðarhöld þegar víkinga- skipið ístendingur tekur land Winnipeg, 20.-27. október 2000 íslandsvika. Fjölbreytt dagskrá, m.a. verður menningarsafnið Nýja ísland opnað. Gimli, 5.-7. ágúst 2000 (slendingadagurinn haldinn hátíðlegur.---------------□ Ottawa, 12. apríl 2000 Afhent stytta Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur og syninum Snorra. Minneapolis, apríi 2000 Islandsvika, fjölbreytt efni. Los Angeles, 4.-10. maí 2000 Islensk kvikmyndasýning í Egyptian Theater v. Hollywood Boulevard. □ J ISLAND Reykjavík, 20. apríi 2000 Opnunarsýning í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu 17. júní: Vikingaskipið islendingur leggur upp í siglingu til Vesturheims. V A\ V \ ■ Orlando, apríl 2000 íslandssýning í Epcot, DisneyWorld. - Nýfundnaland, 28. júií - 20. ágúst 2000 Hátíðarhöld þegar víkingaskipið islendingur tekur land í 12 borgum og bæjum. Boston, 8.-13. september 2000 Fjölbreytt dagskrá, m.a. sýning á íslendingi í sædýra- og skemmtigarði við höfnina. New York, desember 1999 Islensk kvikmyndahátíð i Quad Theater á Manhattan. 16.-25. október: Fjölbreytt dagskrá, m.a. opnun nýs Norræns húss. Hillary Clinton tekur á móti víkingaskipinu Islendingi. - Washington, 29. apríi 2000 Sýning á sögu og menningu víkinga í Smithsonian safninu. 24. maí: Sýning á ísl. handritum í Library of Congress. 11.-18. október: Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í Kennedy Center. T STRÍÐ Á TÖLVUÖLD Framtíðarhernaður í rafheimum Reuters Bandarísk Apache-þyrla sveimar yfir Pristina í Kosovo. Þyrla þessi er talin einhver sú tæknilega fullkomnasta er framleidd hefur verið. I framtíðinni má þó búast við að stríðstólin verði ekki sýnileg og að átökin eigi sér stað innan í tölvukerfum ríkisstjórna. Vígvöllur framtíðarinnar verður líklega í auknum mæli upplýsinga- og tölvukerfi ríkisstjórna og fyrirtækja. Þórhallur Magnússon hefur kynnt sér hvaða stefnu hátæknihernaður er að taka. MARGT bendir til þess að í Kosovostríðinu hafi Bandaríkin háð sitt fyrsta rafheimastríð ef marka má fréttaflutning tímaritsins Federal Computer Week. Um er að ræða leynilegar aðgerðir tölvusér- fræðinga hersins sem brjótast inn í tölvukerfi andstæðingsins að hætti tölvuþrjóta og eyðileggja eða um- breyta gögnum. Þau stríð sem við höfum upplifað á þessari öld hafa yfirleitt verið stríð á milli hefðbundinna iðnaðarsamfélaga þar sem fjái-magn og mannafl hafa verið sterkustu þættirnir í framgangi stríðsins. Markmiðið er að eyðileggja sem mest af auðlindum andstæðings- ins, allt frá vatns- og rafveitukerfum til hernaðarmannvirkja, auk þess sem reynt er að sundra grunngerð samfélagsins. Víst er að þessi grunn- hugsun í hernaði er að breytast. í síð- iðnaðai’samfélögum nútímans, sem eru að stökkbreytast úr iðnaðarsam- félögum í upplýsingasamfélög, eru mikilvægustu hemaðaraðgerðimar tengdar upplýsingakerfum andstæð- ingsins. Nýr vígvöllur hefur skapast inni í rafheimum þar sem tölvusér- fræðingar hersins munu reyna að brjótast inn í tölvukerfi mótherjans og eyðileggja upplýsingaveitur eða breyta og gefa misvísandi upplýsing- ar sem hafa stórbrotnar hernaðarleg- ar afleiðingar í för með sér. Stríð framtíðarinnar verða upplýsingastríð Hátæknistríð nútímans, sem Persaflóastríðið er gott dæmi um, eru stöðugt að verða háðari þeirri upplýsingatækni sem samtengd tölvukerfi bjóða upp á. Þó er ekki hægt að segja að Persaflóastríðið hafi verið háð í rafheimum; það var hátæknistríð þar sem mikilvægustu skotmörkin voru loftskeytastöðvar, rafveitur og loftvarnakerfi auk þess sem það var upplýsingastríð háð í fjölmiðlum. Að mati franska arki- tektsins og hernaðarsérfræðingsins Paul Virilio er hægt að þrískipta stríðssögu mannkynsins. Fyrsta teg- und stríða var tengd tálmum og virkjum þai- sem herir bjuggu til víglínur í formi borgarmúra, eða landmúra eins og Kínamúrinn, og börðust innan þeirra. Með uppfinn- ingu fallbyssna og stórskotabúnaðar hófst nýtt tímabil sem hefur staðið fram til dagsins í dag en nú stöndum við á tímamótum þar sem stríð framtíðarinnar verða upplýsingastríð þar sem samskiptatækni í öllum formum eru mikilvægustu þættirnir. Virilio vitnar í Albert Einstein sem sá fyrir að þrjár ólikar sprengjur myndu ógna mann- kyninu í framtíðinni: atómsprengjan í dag, upplýsingasprengja morgun- dagsins og lýðfræði- eða gena- sprengja framtíðarinnar. Kosovostríðið Að mati hernaðai’sérfræðinga er talið öruggt að Bandaríkin hafi stað- ið í rafheimahernaði í hinu 78 daga stríði á móti Serbum fyrr á árinu. í skýrslu sem gerð var handa yfir- manni Bandaríkjaflota í Evrópu, James Ellis, var sagt að „upplýsinga- hersveitin“ hefði unnið stórkostleg afrek á sínu sviði. Yfirmenn hersins varnast frétta um þessa hersveit, en viðurkenna tilvist hennar og skil- greina hlutverk hennar sem: „að herja á upplýsingakerfi andstæð- ingsins auk þess að verja eigin upp- lýsingar og upplýsingakerfi," segir í frétt Federal Government Weekly. Trójuhestar Það liggur hins vegar ekki ljóst fyrir ennþá hvernig þessi aðgerð var framkvæmd. Ymsar getgátur era uppi á borðum og er talið líklegt að svokallaðir Trójuhestar hafi verið notaðir gegn serbneskum tölvukerf- um, annaðhvort með því að brjótast inn í tölvukerfi þeirra að hætti tölvu- þrjóta eða að notfæra sér leynilegar „bakdyr" í hugbúnaði, en það eru op sem meðal annars hugbúnaðarrisinn Microsoft á að hafa forritað inn í all- an sinn hugbúnað til notkunar fyrir bandarísku öryggisþjónustuna NSA. Einnig er talið að virkjaðir hafi verið tölvuvírusar sem eyðileggja upplýsingar eða fá upplýsingakerfi gi’undvölluð á tölvunetum, t.d. serbneska loftvarnakerfið, til að veita rangar upplýs- ingar. Enn er ekki orðið opinbert á hvaða hátt raf- heimahernaður Banda- ríkjamanna hnekkti á styrk serbneska hersins en það er athyglisvert að í skýrslunni kemur fram að ef upplýsingahersveitin hefði fengið leyfi til að fullnýta getu sína hefði stríðið verið unnið á helm- ingi þess tíma sem raun bar vitni. Háttsettir aðilar innan NATO sögðu t.d. við danska dagblaðið Politiken fyri’ í mánuðinum að sprengjuárásir Bandaríkjamanna á kínverska sendiráðið í Belgrad hefðu ekki verið mistök eins og fullyrt var á þeim tíma, heldur liður í raflieima- stríðinu sem að sjálfsögðu var ekki sýnilegt að hætti hefðbundinna stríða. Bandaríska öryggismálastofn- unin SIGINT (Signal Intelligence) hafði komist að því að serbneski her- inn hafði komið samskiptatækjum sínum fyrir í sendiráðinu og talið nauðsynlegt að eyða þeim. Skæruhernaður í tölvukerfum Hernaður í rafheimum þarf hins vegar ekki endilega að vera á milli ríkja. Talið er að alþjóðleg tölvunet muni verða ákjósanlegur vígvöllur fyrir hryðjuverkamenn, skæruliða og aðra pólitíska hópa sem ekki hafa tök á að koma skoðunum sínum lýð- ræðislega á framfæri, oft vegna áhugaleysis fjölmiðla á málstað þeirra. I dag er Netið þegar notað af hryðjuverkahópum eins og Hamas og nýnasistum til að dreifa áróð- ursefni, kennsluefni um vopnafram- leiðslu og hernaðaráætlunum. En hryðjuverkahernaðurinn er einnig á leið inn í rafheimana. í Mexíkó hafa zapatistar frá Chi- apas-héraðinu þannig framkvæmt skemmdarverk móti mexíkósku rík- isstjórninni með því að mynda ofurá- lag á vissar vefsíður stjórnarinnar þannig að þær hnindu niður. Hið sama gerðu serbneskir og rússneskir tölvuþrjótar við opinberan upplýsingavef NATO um Kosovostríðið sem varð til þess að vefurinn hrundi nokkrum sinnum. Áhyggjur af hryðjuverkamönnum Alvarlegri gerð rafheimaskæni- hernaðar er hins vegai’ sá möguleiki að hiyðjuverkamenn munu geta brotist inn í tölvukerfi og fengið vírusa kerfisbundið til að eyðileggja gagnagnmna hjá ríkisstjómum, bönkum, tryggingafélögum, sam- skiptafyrirtækjum, kjarnorkuvei’um og þar fram eftir götunum. Slík hætta er ekki fjarlæg eða óraunveru- leg. Þannig framkvæmdi bandaríska varnarmálaráðuneytið fyrir nokkmrn áram tilraun sem fólst í því að búa til ímyndaða árás á tölvukerfi ráðuneyt- '■ isins. Tölvuþrjótum var veittur sá innbrotshugbúnaður sem þá þegar var hægt að nálgast á Netinu og inn- an tveggja vikna hafði hinum „óvin- veittu" tölvuþrjótum tekist að komast inn í svo mörg tölvukerfi stjórnarinn- ar að þeir hefðu getað slökkt á öllu rafveitukerfi Bandaríkjanna ef þeir hefðu fengið að halda áfram. Þetta hefur að sjálfsögðu skapað gífurlegar áhyggjur hjá ríkisstjórn- um hinna tæknivæddu samfélaga og unnið er hörðum höndum að því að koma upp varnarkerfum sem staðist gætu slíkar árásir. Ein leið sem far- in hefur verið er hið margumtalaða Echelon, sem er eftirlitskerfi er fer. yfir, að því er talið er, allan rafpóst sem sendur er á Netinu. Echelon er alþjóðlegt eftirlitskerfi vesturveld- anna en það hefur fengið mesta mót- stöðu í Bandaríkjunum. Ekki er um að ræða að einstaklingar lesi þann rafpóst sem sendur er á milli tölva, heldur er um forrit að ræða sem skráir þann póst er inniheldur „gmn- samleg“ orð. Hinn al- menni borgari finnur því ekki fyrir kerfinu fyrr en hann fer að senda óvenjumikið af rafpósti sem inniheldur fjöldann all- ‘ an af orðum á borð við „hryðjuverk", „tölvuspjöll", „Clinton", „Bandai’ík- in“, „skærulföar", „bylting", „Malcolm X“, „íslam“, „sprengja,“ o.s.frv. en þá gæti viðkomandi farið að lenda í einhverjum vandræðum. Höfundur stundar » háskólanám í Danmörku. Tölvuveirur til að eyðiieggja upplýsingar Echelon, alþjóðlegt eftirlitskerfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.