Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 44

Morgunblaðið - 04.11.1999, Page 44
44 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Enn berja þeir höfðinu við steininn Fólkið sem við minnsta tilefni keimtar opinbera rannsókn úr rœðustól Alþingis má nú ekki heyra á orðið „ rannsókn “ minnst. STAÐREYNDIRNAR liggja fyrir... Hver einasti vitiborinn maður sér að hér er ekki um neitt það að ræða sem deila þarf um. Almenna viðhorfið er enda það að þessir flokkar hafi verið litlir og hafi haft takmörkuð áhrif. Því beri að leyfa kommún- istunum að hvíla í friði.“ Þetta var haft eftir norska fræðimann- inum Sven G. Holtsmark í skil- merkilegri grein Asgeirs Sverr- issonar í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Ummæli Norðmannsins vísa til annarra Norðurlanda. Því miður eiga þau ekki við hér á landi. Hér var kommúnista- flokkurinn sterkur og áhrifamik- ill. Og hér á landi hafa vinstri- menn árum saman neitað að horfast í augu við staðreyndir - og öll tengsl VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson sósíalista við austantjalds- ríki til skamms tíma kölluð „Moggalygi". Enginn þykist kannast við peningasend- ingar að austan. Allir sem vekja máls á því að heimildir séu kannaðar eru sakaðir um kaldastríðshugsun og ofstæki. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, er einn þeirra sem ítrekað hefur mælst til þess að sósíalistar „gerðu hreint fyrir sínum dyrum með ærlegu upp- gjöri“, eins og hann kemst að orði í nýjum pistli á heimasíðu sinni. En þeim tilmælum hefur jafnan verið mætt með skætingi og segir Björn sérkennilegt að hlusta á „flissið í gömlum þing- mönnum Alþýðubandalagsins í sölum alþingis, þegar þessi mál hefur borið á góma þar“. í öðrum vestrænum löndum þar sem kommúnistar voru sterkir, svo sem í Frakklandi og á Italíu, hafa margir forystu- menn kommúnista hreinskilnis- lega gert upp við fortíðina og í þessum löndum dettur engum í hug að neita þvf að kommúnist- arnir hafi verið í nánu sambandi við Sovétríkin og önnur austan- tjaldsríki. Það er athyglisvert að þær peningasendingar sem hafa ver- ið til umræðu undanfarið áttu sér allar stað þegar mikil átök stóðu innan Sósalistaflokksins. Alþýðubandalagið hafði verið myndað sem kosningabandalag 1956 en harðlínukommarnir inn- an Sósíalistaflokksins þráuðust við að breyta kosningabandalag- inu í flokk. Uppúr sauð loks 1967 þegar hannibalistar gengu á braut. Við það treystust tök gömlu kommanna og óhætt var að stofna flokkinn. Eitt fyrsta verk Ragnars Arnalds, fyrsta formanns Alþýðubandalagsins, var síðan að fara í ferðalag um austantjaldsríki. Gömlu mönn- unum var rórra. í sama mund hófust þreifingar 'um að taka aft- ur upp opinber tengsl við komm- únistaflokk Sovétríkjanna og hafði Lúðvík Jósepsson, síðar formaður Alþýðubandalagsins, forgöngu um það. Og árið 1973 barst Kommúnistaflokki Sovét- ríkjanna beiðni frá Alþýðu- bandalaginu um að flokkarnir skiptust á sendimönnum og áttu Sovétmenn að bera allan kostn- að, að því er kemur fram í vænt- anlegri bók Arnórs Hannibals- sonar, Moskvulínunni. Hvaða hlutverki gegndu peningasend- ingarnar á árunum 1956-1966 í hinni hörðu valdabaráttu innan Sósíalistaflokksins/AIþýðu- bandalagsins á þessum ámm? Inn í sögu íslenskra sósíalista blandast ekki aðeins Sovétmenn, heldur líka leiðtogai- og sendi- ráðsstarfsmenn annarra austan- tjaldsríkja, einkum Austur- Þýskalands og Tékkóslóvakíu. Þessar þjóðir höfðu hér á landi fjölmennar sendisveitir sem höfðu mikil umsvif - allt til þess dags að kommúnisminn féll. Margar sögur ganga um gjafir starfsmanna sendiráðanna til Is- lendinga, m.a. peningagjafir. Það hefur líklega verið seint á áttunda áratugnum sem það fréttist að allar íslenskar krónur væm uppurnar í svissneskum bönkum. Þá var hægt að kaupa íslenskar krónur með afföllum í bönkum nokkurra landa og manni nokkram, sem ætlaði að gera það í Sviss, var tjáð að því miður væri enginn íslenskur gjaldeyrir til, sovéska sendiráðið værí nýbúið að hreinsa upp allar íslenskar krónur. Sagan um samskipti íslenskra sósíalista við austantjaldsríkin er því ekki jafn fjarlæg í tíma og stundum er látið í veðri vaka. Héðan fóra tugir manna í ár- legar lúxusferðir til Svartahafs- ins í boði sovéskra yfirvalda allt fram á níunda áratuginn. Og það er ekki lengra síðan en 1980 að sósíalistar innan ASI komu í veg fyrir að þing Alþýðusambands- ins lýsti yfir stuðningi við heims- sögulega baráttu Samstöðu Lech Walesa í Póllandi. Þeir vildu ekki styggja velgjörðar- menn sína í Moskvu. I sjötíu ár hafa forystumenn íslenskra sósíalista sagt ósatt um samband sitt við erlenda kommúnista. Á sama tíma hafa þeir ausið svívirðingum yfir lýð- ræðissinna sem vildu treysta frelsi og sjálfstæði landsins með samstarfi við önnur vestræn ríki og ekki hikað við að saka þá um landráð og landsölu. Það er því varla sanngjamt að krefjast þess nú, að málinu sé vísað frá, þar eð það heyri til liðnum tíma, þegar skjalfestar heimildir era dregnar fram um lygar og hræsni manna sem þóttust gera svo strangar kröfur um þjóðholl- ustu. Reikningar fortíðarinnar í þessum efnum eru óuppgerðir. En viðbrögð jafnt yngri sem eldri kynslóðar sósíalista við fréttum undanfamar vikur gefa ekki von um að uppgjör sé í vændum. Fólkið sem við minnsta tilefni heimtar opinbera rannsókn úr ræðustól Alþingis má nú ekki heyra á orðið „rann- sókn“ minnst. Það á að rannsaka allt - nema tengsl íslenskra sós- íalista við erlenda harðstjórn og illræmdar leyniþjónustur. Fátt sýnir betur hversu fjarri ís- lenskir vinstri menn eru því að hafa lagað sig að hugmynda- straumum nútíma jafnaðar- mennsku. Kristinn H. gerist gleyminn! KRISTINN H. Gunnarsson er í stuði þessa dagana og skrif- ar hverja blaðagrein- ina á fætur annarri til varnar flokki sínum og þó einkum kvenráð- herram hans. Kristinn telur gagnrýni á störf þeirra jafngilda per- sónulegum árásum, og þær ofan í kaupið óf- ærar um að verja sig sjálfar ef marka má skrif hans. Einkum finnst mér fórnfýsi Kristins lofsverð þeg- ar hann brýst um í vöminni fyrir störf Ingibjargar Pálmadóttir sem heil- brigðisráðherra á síðasta kjörtíma- bili. Ertu nokkuð búinn að gleyma því, Kristinn, hvenær þú gekkst í Framsóknarflokkinn? Gleymskuskrif Kristins H. Gunnarssonar, sbr. grein hér í blaðinu sl. föstudag, kalla ekki á mikil svör af minni hálfu. Þó er lík- lega rétt að reyna að afstýra því að þrætubókar- og útúrsnúningastíll hans fari að valda misskilningi eða beinlínis hinu að menn taki spun- ann fyrir sannleika. Þar af leiðandi skulu eftirfarandi athugasemdir og leiðréttingar gerðar: 1. Eg verð að valda Kristni þeim vonbrigðum að upplýsa að ég hef ekki valið Framsóknarflokkinn að höfuðandstæðingi enda væri það hvorki verðskuldað né verðugt. Framsóknarflokkinn gagnrýni ég hins vegar hispurslaust þegar þess gerist þörf og einstaka forystu- menn hans þegar þeir eiga það skil- ið. I setningarræðu minni á lands- fundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs varði ég mun meiri tíma í að gagnrýna nýfrjáls- hyggjuna, einkavæðinguna og markaðsvæðingu samfélagsins sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forgöngu um þótt hann hafi að vísu beitt öðram fyrir sig í verkunum. Eg sé að sú gagnrýni sem beindist að Framsókn hefur hitt í mark og er það vel. 2. Virkjanaleyfíð sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra gaf út í lok apríl 1991, þeg- ar nokkrir sólarhring- ar lifðu af valdatíma ríkisstjórnar Stein gi-íms Hermannsson- ar, var alfarið á hans ábyrgð og ekki gefið út með samþykki ann- arra ráðherra, a.m.k. ekki okkar ráðherra Alþýðubandalagsins. Um framgöngu Jóns í álversmálinu var harð- ur ágreiningur í ríkis- stjórninni, sem mér er illskiljanlegt hvernig getur hafa farið fram hjá Kristni H. Gunnarssyni. Reyndar töldu flestir sem þekktu til staðreynda málsins, aðrir en Jón Sigurðsson, að hrað- Stjórnmál Rétt er að reyna að afstýra því, segir Steingrímur J. Sigfús- son, að þrætubókar- og útúrsnúningastíll Kristins fari að valda misskilningi. minnkandi líkur væru þegar þarna var komið, á því að nokkuð yrði af byggingu álversins og tilheyrandi vii’kjana. Áhugi erlendu stórfyrir- tækjanna fór mjög dvínandi, álverð var í lágmarki og fleira kom tíl. Niðurstaðan er öllum kunn; það stendur ekkert álver á Keilisnesi. Um Kristin H. Gunnarsson og skrif hans gildir eitt af þrennu, hann ger- ist gleyminn um aldur fram, hefur fylgst illa með stjómmálunum á þessum tíma eða fer vísvitandi með staðleysur þegar hann minnist ekki annars en þegjandi samþykkis míns við stóriðjustefnu Jóns Sig- urðssonar. í viðtali við Morgun- blaðið 23. apríl 1991 er eftirfarandi haft eftir Jóni Baldvini Hannibals- syni: „Jón Baldvin sagði að málið (álversmálið) snerist síður en svo um Hjörléif einan. Þingflokkur Al- þýðubandalagsins hefði stutt til- lögu Ragnars Arnalds sem efnis- lega hefði komið í veg fyiir fjárveitingu í lánsfjárlögum til þess að halda áfram undirbúningi um samninga um álverið. Steingrímur J. Sigfússon hefði lýst því yfir að hann myndi aldrei samþykkja álver á Keilisnesi." Forystumenn Al- þýðuflokksins vísuðu ítrekað til andstöðu ráðherra og þingmanna Alþýðubandalagsins í álversmálinu á þessum vordögum 1991 til rétt- lætingar þeirri ákvörðun sinni að halla sér að íhaldinu. 3. Sú plata framsóknarmanna að þegar lög um mat á umhverfisáhrif- um voru afgreidd árið 1993, hafi Fljótsdalsvirkjun sérstaklega verið höfð í huga og undanþegin, er senn gatslitin. Ekki verður hrakið að Fljótsdalsvirkjun var aldrei nefnd, né kemur hún fyrir í neinum lög- skýringargögnum. Allt bullið um að umhverfisnefnd hafi átt frumkvæð- ið að hinu margnefnda ákvæði til bráðabirgða II og hafi haft Fljóts- dalsvirkjun í huga, hefur ítrekað og rækilega verið hrakið opinberlega. Frumkvæðið kom frá skipulag- sstjóra og umhverfisráðuneyti og voru sérstaklega hafðar í huga framkvæmdir sem voru á teikni- borðinu á útmánuðum 1993 og koma áttu til framkvæmda um sumarið. Gert var ráð fyrir endur- skoðun laganna í tengslum við ný skipulags- og byggingalög o.s.frv. Loks þetta. Það líður að lokum ársins 1999. Á sviði umhverfismála hafa hlutirnir gerst hratt að undan- fórnu. Á alþjóðavettvangi er komin hreyfing á málin, nýjar þjóðréttar- legar skuldbindingar hafa komið til og hér á landi hefur orðið mikil vakning meðal almennings. Skila- boðin hafa að vísu ekki komist til allra, en þetta kemur, Kristinn. Höfundur er alþingismaður. Steingrímur J. Sigfússon Minn kæri starfsmaður FÉLAGSMENN láta sig einu varða hvort þú ert lifandi eða dauður. Svo rammt kvað að í þín- um málum að formað- ur sá sig tilneyddan á síðasta aðalfundi að ákveða útskiptingu eftirlitsmanns og ráða vanan mann af öðru svæði óháðan okkar félagssvæði. Gremja stangveiðimanna er skiljanleg því fyrir 3 árum spurði ég þig í þaula um netaveiðar á svæðinu, þá svaraðir þú því til að engar netaveiðar væra stundaðar neðan Selfoss. Ég hafði þá sjálfur kynnt mér málið og vissi betur, þar sann- aðir þú þína prósentulygi því 80% af öllum er að veiðimálum komu töldu svo vera, höfðu sína þekkingu fráþér. Þessi starfsskipun þín er eitt- hvað sem þú einn þekkir því engan hitti ég í sumar sem kannaðist við starfandi veiðivörð, á það einnig við um stjórnarmann í því veiðifélagi er þú segist starfa fyrir, enda talinn starfsmaður Vatnsveitu Selfoss, öllum eru hinsvegar kunn tengsl þín við gjaldkera félagsins sem ef- laust greiðir þér 300.000 kr. í ár íyr- ir þín undarlegu skrif, hefur kaup þitt þó lækkað um helming. Þín afrekaskrá kann að vera rétt en vil ég þó minna þig á að enn liggja net í sjó við Oseyrarbrú. Heiðarlegir veiði- menn verða þín ekki varir frekar en aðrir af skiljanlegum ástæð- um, því þeir veiða á stöng, hinir þekkja þig varla heldur enda af- rekaskráin á einn veg. Ég undirritaður gerði athugasemdir við netaveiðar fóstra þíns og velgjörðar- manns, þú varst sem grár köttur á mínu veiðisvæði og spilltir viðskiptum, þar til þín „refsiharka" var rass- skellt frá dómi sem rugl. Laga- strögl þitt er eflaust frá formanni komið, en ætti hann þó að vera ein- fær um það mál, líkist þó meir lög- manni þeim er studdi þig fyrir skömmu en endaði í einhverju heima hjá sér. Fyrr en þú gengur lengra í lög- fræðinni sem ég veit að þú hefur ekkert vit á skaltu lesa klausu þá er formaður les upp á hverjum aðal- fundi og varðar frágang neta. Kynntu þér líka hvort fylgt sé lög- um um skráningu netalagna og reyndu að staðsetja þær lagnir sem grafnar eru í sand um allan Olfusárós, hafir þú flogið yfir þetta Netaveiði Netaveiðar eru nú minni en fyrr, segir Hreggvið- ur Hermannsson, vegna þess að fiskarnir eru færri, það réttlætir ekki veiðarnar. svæði og ekki séð útbúnað í ánni miðri, skaltu leggja flugið af. Hvað kærur varðar, hefur slíkt verið reynt. Á þeim bæ hleypur enginn af sér skóna. Er slíkt var reynt sumarið ’98 brá eftirlitsmað- ur sér til Spánar í nokkrar vikur á veiðitíma án sýnilegs tekjutaps. Netaveiðar nú eru minni en íyrr vegna þess að fiskarnir eru fæiri, það réttlætir ekki veiðamar. Veiðieftirlitsmaður sem ráðinn er, á ekki að blanda sér með svo grófum hætti í félagsmál, einn ára- tugur undir oki þessara manna er eflaust nóg fyrir einn mann. Engan undrar því þótt þú missir sjónina á þeirra veiðisvæði eftir tvo áratugi. Verður það því verkefni næsta árs að finna mann sem ekki er negldur inn í netakláf gjaldkerans. Höfundur er veiðiréttareigandi. Hreggviður Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.