Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 45 i UMRÆÐAN „Sækjast sér um líkir“ ÍSLENDINGAR standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármála- kerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa ára- tugar. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núver- andi ráðamönnum áframhaldandi braut- argengi. Eignatilfærslan þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa sam- keppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er af- hentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000. - tuttugu og sex þúsund milljónir króna - gef- ins. Pessir og aðrir gjafþegar ríkis- valdsins eru nú mættir með grip- deildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelld- ustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefir riðið. Aðalforsenda fyrir einkavæðingu þjóðbankanna var að eignaraðild að þeim yrði mjög dreifð. Hæst um það galaði bankamálaráðherrann. Forsætisráðherrann uppgötvaði hinsvegar á sumarmánuðum að þeirri stefnu hafði verið á glæ kast- að af þeim hinum sama bankamál- aráðherra, sem gengið hafði til liðs við fyrirbrigði, sem forstætisráðherrann nefndi mafíu og eitur- lyfjabaróna í hámessu sinni í Hólakirkju. Þeir, sem hann valdi þessi nöfn, var hópur fjárfesta, sem nefndi sig á latínu eftir drápshvalastofni og höfðu með fullri vit- und og vilja banka- málaráðherrans náð ráðandi hlut í fram- kvæmdabanka at- vinnulífsins. Nafngift forsætisráðherra var þeim mun sérkenni- legri sem hópurinn samanstóð af fyrrverandi aðstoðar- manni hans, Eyjólfi Sveinssyni, og föður hans, Þorsteini Má, stór- greifa af Samheija, hvers auður hefir m.a. fleytt Sjálfstæðisflokkn- um í forystu í Norðurlandskjör- dæmi eystra, Bónusfeðgum, bjarg- vættum frjálsrar verzlunar og Samkeppnisstofnun telur eðlilegt að hafi yfir að ráða 60% allrar smá- söluverzlunar á höfuðborgarsvæð- inu, og síðast en ekki sízt Skífu- Jóni, einkavini og lóðs formanna Framsóknarflokksins. Nú hafa hvalfiskarnir gert ofur- lítið hlé á sókn sinni í FBA-málinu og er látið svo sem sala bankans sé „dreifð“. En þeirra orða skulu menn minnast, að þess verður ekki langt að bíða að hvalfiskarnir ráði í þeim sjó, sem bankinn siglir. Einn var sá maður, sem öðrum fremur áttþbágt eftir Hólamessu, en það var Óli, annar ritstjóra Dag- blaðsins. Hann hafði gerzt ritstjóri í sérstöku skjóli Davíðs, en nú rann honum blóðið til annarrar skyldu Stjórnmál Eignatilfærslan í þjóð- félaginu, segir Sverrir Hermannsson, er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. við þá feðga, sem launin greiða. Tók Óli til við að skrifa leiðara um að hugmyndir um svokallaða dreifða eignaraðild væru úreltar og raunar óframkvæmanlegar og fleira í þeim dúr, sem hentaði hval- fiskunum. Og nú í dag, þegar til- boði stórfiskanna og fylgifiska þeirra hefir verið tekið skrifar Óli í leiðara hlakkandi: „Aðeins ein þátt- tökutilkynning, sem uppfyllti alla skilmála, barst í útboð á sölu hluta- bréfa ríkisins í FBA og var hún að frumkvæði þeirra sem standa að Orca SA, sem áður keypti stóran hlut í bankanum við lítinn fögnuð forsætisráðherra. Niðurstaðan sem nú virðist fengin ætti að vera Davíð Oddssyni að skapi um leið og vangaveltur um leynisamninga og óeðlilega viðskiptahætti heyra sög- unni til.“ Þarf frekari vitna við? Og rit- stjórinn bætir við að nú geti ríkis- stjórnin brett upp ermamar og selt Búnaðarbanka og Landsbanka, í nafni hagræðingar náttúrlega, sem á mannamáli merkir að hrægamm- arnir hirði bráð sína. En Óli þessi þarf líka að huga sérstaklega að hinum nýja vini feðganna, Finni Ingólfssyni. Fyrir því ritar hann ritstjórapistil í laug- SILFURBUÐIN Orðsending til okkar mörgu góðu viðskiptavina Eftir 43 farsœl ár er ákveðið að starfsemi Silfurbúðarinnar verður lögð niður 6. nóvember 1999. Bjóðum þeim áfram þjónustu sem safna postulínsstellum og hnífapörum frá Silfurbúðinni. RÝMINGARSALA til 6. nóvember s A ÖLLUM GJAFAVÖRUM OG SKARTGRIPUM 50% AFSLÁTTUR SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 Sími 568 9066 Pósthólf 3011 - Netfang: silfurbudin@itn.is ardagsblað DV 30. okt. Þar leggur hann sérkennilega lykkju á leið sína til að hreinsa Finn af hinu svokallaða Landsbankamáli. Til- vitnun í Óla: „Bankastjórar Landsbankans öxluðu ábyrgð á fremur léttvægum subbuskap sem þeim var trúað fyrir. Þar vom sum- ir sekari en aðrir. Halldór Guð- bjarnason tók af skarið og sagði af sér. Síðar kom í ljós að hann hafði ekki tekið þátt í veislunni miklu í bankanum eða eins og Halldór sagði í yfirlýsingu sem hann gaf út þegar hann sagði upp starfi sínu: „Landsbanki Islands hefur undan- farið lent í brennipunkti opinberrar umræðu um málefni, sem undirrit- aður hefur ekki borið, og getur ekki borið ábyrgð á. Væntanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um laxveiðar, risnu og annan kostnað mun stað- festa það.“ Það var svosem auðvitað að skýrsla Renda myndi sanna sak- leysi Halldórs, enda ritstýrði Hall- dór þeirri skýrslu meira og minna, og þarf það ekki að liggja í þagnar- gildi lengur. Þessvegna var það að laxveiðiferðir Halldórs á vegum Landsbankans með Steingrími Hermannssyni í Hrútafjarðará og Selá voru ekki tíundaðar, né heldur ferðirnar í Straumfjarðará með Finni Ingólfssyni. Vafalaust er það af sömu ástæðu sem í skýrslunni er ekkert orð að finna um lóðasölu í Laugarnesi sem Halldór annaðist að tilhlutan Finns Ingólfssonar til Arna bráarsmiðs Jóhannssonar með 42,6 milljóna króna afslætti á r bak við undirritaðan, sem þó hafði <■ yfir eignum Landsbankans að segja. Það var Kjartan Gunnars- son, varaformaður bankaráðs og framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, sem upplýsti Sverri Her- mannsson um verknaðinn. Sverrir Hennannsson rifti þessum samn- ingi upp á 30 milljónir ki'óna og seldi Aimannsfelli í útboði sömu verðmæti fyrir 72,6 milljónir króna. Hinn glöggi og agasami Rendi hefir líka séð í gegnum fingur sér, þegar hann getur ekki um það í skýrslu sinni að Halldór Guðbjarnason gaf Ama bráarsmið 3 - þrjár - milljón- ir króna úr sjóði Landsbankans í „sárabætur" að beiðni Finns Ing- ólfssonar, ef ekki beinum fyrirmæl- um, sjálfsagt fyrir milligöngu Helga hins horska, bankaráðsfor- manns. Óli fullyrðir að Rendi hafi „komið á aga í ríkiskerfinu". Þessi fyndni er þeirra á meðal sem hægt er að hlæja að með öllum kjaftinum. En á hinu nýja kompaníi, sem Óli ritstjóri tilheyrir, sannast hið for- kveðna, að „Sækjast sér um líkir, saman níðingar skríða.“ Höfundur er alþingismaður. &BÍ Öryrkjabandalag íslands Ráðstefna um atvinnumál fatlaðra Öryrkjabandalag íslands heldur ráðstefnu um atvinnumál föstudaginn 5. nóv. og hefst hún Id. 13 í Borgartúni 6. Ráðstefnustjórar: Gísli Helgason forstöðumaður og Hafliði Hjartarson framkvæmdastjóri. Dagskrá: Ávarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar. Gildl vinnunnar. Svali Hrannar Björgvinsson sálfræðirtgur. Hlutverk Vinnumálastofnunar. Gissur Pétursson forstjóri. Hlutverk og þjónusta Atvinnudeildar fatlaðra hjá VMH. Elísabet Guttormsdóttir deildarstjóri. hátttaka fatlaðra á almennum vinnumarkaði. Ragnar Árnason lögmaður. Klúbburinn Geysir. Anna S. Valdimarsdóttir. * Atak I atvinnumálum heyrnarlausra. Hafdís Gísladóttir framkvæmdastjóri. Blindravinnustofan - vernduð vinna - almenn störf. Ómar Stefánsson framkvæmdastjóri. Atvinna með stuðningi. Hugrún Jóhannesdóttir forstöðumaður. Starfsþjálfun - starfsendurhæfing. Kristján Valdimarsson forstöðumaður. Hringsjá - starfsþjálfun fatiaðra. Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður. Að ná sér á strik. Einar Andrésson skrifstofumaður. Almennar umræður Samantekt: Þorsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri. Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin. Örvrkiabandaiag íslands. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.