Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 48
£.48 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN/SAMKYNHNEIGÐ Kirkjan og sam- kynhneigð SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson ritaði grein í Morgunblaðið 14. september síðast- liðinn, þar sem hann svarar gagnrýni í samnefndri grein í Lesbók Morgunblaðs- j'- ins 4. þ.m. Sú grein, í Lesbókinni, er aðal- lega fimbulfamba gagnrýni á þjóðkirkj- una fyrir að hafa ekki afgreitt málefni sam- kynhneigðra á já- kvæðan hátt varðandi það að blessa stað- fasta sambúð þeirra. Óþarfi er að fara fleíri orðum um þá grein. Nóg er að vísa í það, sem sr. Ragnar Fjal- ar segir þar um enda tekið skýrt fram, að sú gagnrýni er með öllu óréttmæt. Hann vitnar í orð Jesú Krists í Matteusarguðspjalli (19:4) tfi að rökstyðja þá skoðun sína, að '*njónaband samkynhneigðra eigi sér ekki biblíulegar forsendur og þá skoðun tek ég undir með hon- um og styð. Sr. Ragnar er svo hógvær, að hann minnist ekkert á aðra ritn- ingarstaði eins og 3. Mós. 18:22; Róm. 1.26nn og I. Kor. 6:9nn, sem eru mikilvægir, þegar þessi mál eru rædd og brotin til mergjar, ekki síst þegar stundum er verið að agnúast út í biblíulegan kristin- dóm. * > I þessari umræðu hefur komið fram, að samkynhneigð sé nátt- úrulega eðlileg og að Guðs vilja. Seint held ég, að almenningur geti tekið undir þessa fullyrðingu. Samræði karls og konu fylgir, þegar svo ber undir, viðhald og fjölgun mannkyns. Mér vitanlega er ekki um neitt slíkt að ræða, þegar samkynhneigðir eiga í hlut og því óþarfí að nefna það frekar. Sr. Ragnar Fjalar minntist á syndafallið og þar með, að ekki væri allt hér í heimi samkvæmt vilja Guðs. Þá kom sú eitrun í mannheim, sem kallast synd - er sundraði hinu nána sambandi Guðs og manns. Þá skemmdist Guðsmynd mannsins, sem m.a. varð til þess, að fyrsta bróðurmorðið var framið - árátta, sem fylgt hefur mannkyn- inu síðan eins og við fáum daglega fréttir af. En Guðsmyndin var ekki ónýt, þótt bækluð væri. Jesús Kristur kom og tjasl- aði í hana og gerði hana aftur hæfa til uppskeru eilífs lífs, þótt alsett sé hún ör- um og þrimlum og meira og minna bækluð, brennd og brengluð. Þessi eitrun kemur víða fram - allt of víða - og endurspeglast m.a. í orðum Páls postula: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri Beðið er fyrir sam- kynhneigðum og þeir blessaðir, segir Sigur- páll Óskarsson, eins og allir sem í kirkju koma. ég. í annarri grein sinni í Morgun- blaðinu, segir sr. Ragnar, hvað hann hafði í hyggju varðandi kyn- hegðun samkynhneigðra. Hann leitar að heppilegra orði en syndsamleg og nefnir orðin brenglun eða sjúkdómur. Hann bendir á, að læknavísindin telji orðið sjúkdómur óráðlegt en að brenglun merki rugling og álítur sr. Ragnar að það geti gengið, þar sem þarna geti verið um að ræða rugling á kynjum. Það má til sanns vegar færa, þar sem þessi kennd er ósjálfráð en ekki áunnin. Engin skýring hefur fundist enn á þess- ari brengluðu tilhneigingu. Það væri því verðugt verkefni erfðavís- indanna að rannsaka þetta og reyna að komast að því, hvort hér geti verið um gallað gen að ræða og þá um leið, hvort hægt sé úr að bæta. Nokkrir forsvarsmenn samkyn- hneigðra brugðust ókvæða við grein sr. Ragnars og hafa í blaða- gi-einum hamast við að kasta grjóti í allar áttir og verður ekki annað séð - eftir orðalaginu að dæma - en að þeir rangtúlki orð hans vilj- andi til að fá ástæðu til að agnúast. Sr. Ragnar tekur fram, að sam- kynhneigðum sé síður en svo meinaður aðgangur að kirkjunni. Miklu fremur séu þeir þar boðnir velkomnir og fyiár þeim beðið og þeir blessaðir eins og allir aðrir, sem í kirkju koma. En þrátt fyrir að hann hafi þetta gert og vilji gera, þá er honum hótað lögsókn af sumum greinarhöfundum og einn þeirra sér fyrir hugkotssjón- um sínum hinn æruverðuga, al- draða klerk dæmdan og sekan fundinn, ef hann vill ekki gjöra svo vel að halda sig á mottunni og kyngja því umyrðalaust, að þessi hneigð sé eðlileg sköpun Guðs. Lög hafa verið sett, þeim til hagsbóta sem í hlut eiga og auk- inna réttinda. En nú á að nota þessi sömu lög til að berja á þeim, sem dirfast að túlka málefni sam- kynhneigðra á annan veg en þeir sjálfir og það þótt Biblían segi annað og líffræðin líka, en allt snýst þetta fyrst og fremst um kirkjulega blessun staðfestrar sambúðar samkynhneigðra. Sam- kvæmt þessu er því ósanngjarnt að heimta af kirkjunni það sem er gagnstætt því, er hún stendur fyr- ir og stríðir gegn betri vitund flestra þjóna hennar. Leiðinlegt er tfi þess að vita, að þeir, sem í hlut eiga, skuli endilega þurfa að skemma fyrir sér með of- forsi, hótunum og óaðgengilegum kröfum, þar sem biblíulegar for- sendur eru ekki fyrir hendi. Gegn þeim hafa aðeins komið fram mis- viturlegar mannasetningar, sem gefa enga óyggjandi niðurstöðu. Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur. Sigurpáll Oskarsson En þess óska ég, að allir væru eins og ég er sjálfur... ÉG var sautján ára á leið frá Landsmóti norska heimatrúboðs- ins þegar ég hitti hann. Hann var ungur maður, glaður og sjálfsöruggur. Hann sagði mér að^ hann hefði flutt frá íslandi fyrir nokkrum árum, vegna erfiðleika sem hann skýrði ekki nán- ar. Hann væri í dag í hamingjusömu sam- bandi við hárgreiðslu- meistara og tæki virk- an þátt í kristilegu starfi. Ég sá seinna mynd af honum, frá árunum hans á ís- landi. Fljótt á litið virtist ekki um sama mann að ræða. Annað vaxt- arlag, annað bros, á myndinni vantaði gleðiglampann í augun. Mér var sagt að erfiðleikarnir á Islandi hefðu byggst á því að mað- urinn hefði leitast við að dvelja í skugga vængja Krists. En þar sem hann dvaldi var hann sífellt minnt- ur á að tilfinningar hans væru ekki Guði þóknanlegar. Ég heyrði síðar að hárgreiðslumeistarinn væri karlkyns. Erlendis komst hann í kynni við Jesú á ný, en í annars konar hópi. I þeim hópi voru hugsanir hans viðurkenndar og tilfinningamar þroskaðar áfram. Ekki litið svo á að við ættum að bæla og byrgja inni líðan okkar. Hópurinn sem hann kynntist boðaði Krist sem mætir okkur þar sem við erum, eins og við erum. Hann öðlaðist sjálfstraustið sem hann aldrei hafði haft og fór að takast á við líf- ið og reyna að lifa því. Ég hitti manninn þegar ég var 17 ára. Ég skyldi ekki hópinn sem hann tilheyrði, hvernig var hægt að vera samkynhneigður og krist- inn. Síðan gerðist það! Ég lenti í því að í Biblíunni voru mótsagnir sem vörðuðu mig. Ég las, hugsaði og spurði spurninga: Hvað er Biblían? Hvaða þýðingu _ hefur hún fyrir kristna menn? A hvað/hvern trúi ég? Eftir langar og erfiðar pælingar las ég 1. kafla Jóhannes- arguðspjalls, „I upp- hafi var orðið...“. Þar laukst það upp fyrir mér að ORÐ GUÐS er JESÚS KRISTUR en ekki BIBLÍAN. Biblían er hins vegar vitnisburður um ORÐIÐ, um Jesú Krist, og ber að lesa hana sem slíka. Skyndilega horfðist ég í augu við það að hafa alla tíð trúað á Biblíuna en ekki Jesú Krist. Ég hafði trúað á orð manna sem töluðu um Guð, en ekki Guð sjálfan. Allt í einu skyldi ég á nýjan hátt hvað það var að vera lifandi trúaður kristinn maður. Nú sá ég manninn í öðru ljósi. Skyndilega horfðist ég í augu við það, segir Halldór Elias Guð- mundsson, að hafa alla tíð trúað á Biblíuna en ekki Jesú Krist. Ljósi Krists sem reisti hann upp úr eymd og vanlíðan og gerði hon- um kleift að lifa í samfélagi við sig. Og það þrátt fyrir að hann lifði ekki í samræmi við hugmyndir Páls postula. Páls sem skrifaði í sendibréfi til íbúa Korintuborgar orðin hér að ofan: „En þess óska ég, að allir væru eins og ég er sjálfur..." Guð gefi að óskir okkar séu EKKI samhljóða fyrrgreindri ósk Páls. Höfundur er vígður djákni íEvang- elfsk-lúthersku kirkjunni á Islandi og framkvæmdastjóri Æskuiýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkurpróf- astsdæmum (ÆSKR). Halldór Elías Guðmundsson FÉLAGSSTARF V Fíkniefnavandinn Fundur um fíkniefna- vandann og aðgerðir stjórnvalda til að ) mæta lionum, verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu, Hólagötu 15, Reykjanesbæ kl. 20.30 í kvöld, fimmtudag. Frummælandi verður Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra. Á fundinum verða einnig Arngrímur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í Reykjanesbæ og Guðmundur Guð- jónsson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Fundarstjóri verður Kristján Pálsson alþingismaður. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin f Reykjanesbæ. KENNSLA *Námskeið í sjálfsrækt Að afmá neikvæðartilfinningar, kveikja eldmóðinn og gangsetja sigurverk velgenginnar. Frábært 3 kvölda námskeið. Uppl. og skráning í s. 896 5407. Ólafur Þór Ólafsson, leiðbeinandi. YMISLEGT Byggingarlóðir óskast Öflugt byggingafyrirtæki óskar eftir vel stað- settum lóðum sem henta undir atvinnuhús- næði. Til greina kemur að kaupa byggingarrétt (niðurrif/viðbygging). Staðgreiðsla í boði. Áhugasamir sendi upplýsingartil afgreiðslu Mbl., merktar: „H — 8914", eigi síðar en 12. nóvember nk. KENNSLA Hvað viltu?/Þarftu að læra? Getum enn bætt við nokkrum nemendum. Grunnskólastig: 1. íslenska: Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, framsögn. 2. Stærðfræði 3. Prófundirbúningur. Fullorðnir: Hagnýt stafsetning/málfræði, þjáifun í ritun/málflutningi. Útlendingar: Alhliða islenska. Vanir kennarar. Símar 861 9456, 566 8143 og 566 6796. FUNDIR/ MANNFAGNAQUR Ásgarðsskóli Kjósarhreppi 50 ára Afmælishátíð sunnudaqinn 7. nóvember í Ásgarðsskóla frá kl. 14.00 til 16.00. Fyrrverandi nemendur, skólastjórnendur, kennarar, starfsmenn og aðrir velunnarar skólans, verið velkomin. Léttar veitingar. Vitjum minninganna i góðra vina hópi. Skólanefnd Ásgarðsskóla. FÉLAGSLÍF \v---7/ KFUM Aðaldeild KFUM, Holtavegi Fundur i kvöld kl. 20.00. Hvað ætlar þú að verða? Spurning til ungra manna. Umsjón: Tómas Torfason. Hugleiðing: Jón Tóm- as Guðmundsson. Allir karlmenn velkomnir. I.O.O.F. 11 = 1801148V2 s 0.* Landsst. 5999110419 VIII Mh Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 Kaffihúsastemmning með ýmsum uppákomum. Allir hjartanlega velkomnir. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing. Hugleiðsluhópur. Uppl. í síma 562 2429.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.