Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 49 UMRÆÐAN/SAMKYNHNEIGÐ MIKIÐ hefur verið rætt um samkyn- hneigð nú undanfarið og langar mig að bæta þar aðeins við. Þriðjudaginn 12. okt. svaraði sr. Ragnar Fjalar Lárusson þeirri umfjöllun sem kom í kjölfar fyrstu greinar hans. Hann svarar sérstaklega grein sem birtist 5. okt. og 14 aðilar kirkjunnar skrifuðu undir og kallar hana „smyrsl á sár sam- kynhneigðra". Ragn- ar minnir þau á að Biblían er ekki eingöngu blíð- mælgi um frið og réttlæti heldur eru þar þrumuræður, ávítanir og viðvaranir. Ragnar segir: „Hefur það (kirkjufólkið) gleymt því hvað Biblían segir um samkynhneigð, bæði í Gamla testamentinu og í orðum Páls postula í Nýja testa- mentinu?“ í kjölfarið spyr hann á hvaða leið sú kirkja sé sem alltaf gefur eftir, guggnar og þegir og hvort það sé ekki skylda kirkjunn- ar að byggja á orðum Biblíunnar, hvort sem þau eru blíð eða stríð. Ég held að gagnlegt sé að líta á réttindabaráttu samkynhneigðra út frá réttindabaráttu kvenna inn- an kristninnar. Biblían, sem Ragnar vill hafa að leiðarljósi, hefur að geyma marga neikvæða texta í garð kvenna, sem hafa í gegnum aldirnar verið notaðir gegn þeim á sama hátt og nú gegn samkynhneigðum. Hér vil ég sýna nokkur dæmi um slíka texta. í Nýja testamentinu, 1. Kor- intubréfi, segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnað- arsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefn- ar, eins og líka lög- málið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eigin- menn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsam- komu.“ Eins stendur í 1. Tímót- eusarbréfi: „Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. Ekki Viljum við búa í samfélagi, spyr Sóley Stefánsdóttir, þar sem þessir textar um konur og samkynhneigt fólk eru teknir alvarlega? leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát." í Gamla testamentinu, 3. Mós- ebók, er að finna einn textann sem notaður er gegn samkynhneigð, en þar stendur: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.“ Nokkr- um línum ofar stendur: „Eigi skalt þú koma nærri konu til að bera blygðan hennar, þá er hún er óhrein af klæðaföllum.“ Konur voru taldar óhreinar af völdum blæðinga og það í sjö daga, en einnig af völdum barneigna allt upp í 66 daga. Allir þeir sem snertu konurnar urðu einnig óhreinir. Eins má geta þess að karlmenn töldust óhreinir til kvölds ef þeir höfðu sáðlát. Ef Biblían á að vera það leiðar- ljós sem Ragnar segir hana vera, eiga þessir textar um konur þá að hafa gildi? Hvað ræður því hvaða textar hafa bókstaflegt gildi og hverjir ekki? Ljóst er að ótækt er að nota Biblíuna eingöngu gegn samkynhneigð en sneiða hjá öðr- um textum, slíkt byggist alltaf á vali á textum. Viljum við búa í samfélagi þar sem þessir textar um konur og samkynhneigt fólk eru teknir alvarlega? Fjöldi kvenna innan hinnar lút- ersku kirkju hefur rutt sér leið þrátt fyrir þessa texta en nýtt sér Biblíuna sem uppsprettu kven- frelsis og notað þá fjölmörgu texta hennar sem geta aukið styrk þeirra. Hafa verður í huga að sBiblían er safn ólíkra rita sem skrifuð eru á löngu tímabili í allt öðru menningarsamfélagi en við búum við. Biblían er trúarbók kristins fólks af því hún flytur ákveðið erindi, hún er ekki lögbók. Ragnar biður þess að kristin kirkja hafi Biblíuna að leiðarljósi því hún sé grundvöllurinn sem byggja skal á. Ég bið þess að kristið fólk hafi samræmi í málf- lutningi sínum og velji sér ekki á einfaldan hátt texta til að nota gegn vissum hópum en upphefja aðra. Höfundur er nemi í guðfræði og kynjafræði. Samkynhneigð, konur og Biblían Sóley Stefánsdóttir LANGAR ÞIG AÐ NÁLGAST VERKEFNIN FRÁ NÝRRI HLIÐ? Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 29.086 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 270.000 Ur. 16.582 kr. á mánuSi Rekstrarlaiga er miSuS við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögrmnarieiga er miSuS viS 60 mánuSi og 25% útborgun, greiSslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiSslur en viSkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er meS skattskyldan rekstur. Allt verS er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTSKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 RENAULT Ka sp ftloii inarl rengj: imaIahÍ r 1- i Sa tieii 20 iiidiciua Osæti 39.990 Irá kr. Heimsferðir kynna nú sjöunda árið í röð haustferðir sínar ^ til Kanaríeyja, en eyjamar eru langvinsælasti vetrar- áfangastaður okkar. Þúsundir fslendinga ferðast þangað á hverjum vetri til að njóta eins besta veðurfars heims og stytta veturinn hér heima. Heimsferðir hafa nú tryggt sér viðbótargistingu á hreint frábærum kjörum og geta nú boðið 200 sæti í sólina á lægra verði en áður hefúr sést, til þessa vinsæla áfangastaðar. ALDAMÓTAÆVINTÝRI 26. desember, 1 eða 2 vikur <■1 Verð kr. 39.855 Paraiso Maspalomas JÓLAFERÐ 12. desember, 1, 2 eða 3 vikur Gistíng á Tanifc/Paraiso, 26. des., vilcuferð, m.v. hjón með 2 börn. Aukavika frá kr. 7.700. Verð kr. 49.990 Verð kr. 39.855 Gisting á Tanife/Paraiso, 12. des., vikuferð, m.v. hjón með 2 böm. Aukavika frá kr. 7.700. Miðað við 2 í íbúð, 1 vika. 9. janúar, 3 vikur Pú bókar ferðina núna og viku fyrir brottfór látum við þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 49.990 Verð kr. 49.855 Miðað við 2 í íbúð, 1 vika. 2. janúar Verð kr. 39*990 Gisting á Tanife, m.v. 2 í íbúð. Aukavika frá kr. 10.500. M.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi. Verð kr. 59.990 r M.v. 2 í ibúð. Verð kr. 69.990 M.v. 2 í íbúð á Tanife. 30. janúar, vikuferð Verð kr. 39.855 Verð kr. 49.990 M.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi, Tanife. M.v. 2 í íbúð á Tanife. Verð á aukaviku kr. 10.500. Gististaðir Heimsferða Paraiso Maspalomas - Enska ströndin Dunaflor smáhýsin - Maspalomas Tanife - Enska ströndin €1 HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 • www.heimsferdir.is 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.