Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN/SAMKYNHNEIGÐ MORGUNBLAÐIÐ „Sá yðar er syndlaus er“ Óskar Anna Benediktsson Leósdóttir AÐ skilja hvernig það er að vera sam- kynhneigður teljum við útilokað fyrir aðra en þá sem eru sam- kynhneigðir. í okkar augum hafa mann- kostir einstaklingsins ekkert með kyn- hneigð hans að gera. Við hjónin eigum eina dóttur og tvo _syni. Eldri sonur okk- ~á'r hefur þjáðst af flogaveiki mestan hluta lífs síns. Hann hefur lært að takast á við sjúkdóm sinn með hollu mataræði, nægi- legum svefni og öðru sem kemur í veg fyrir flogaköstin sem honum fylgja. Undanfarna daga erum við að lesa það á síðum Morgunblaðsins að yngri sonur okkar, sem er sam- kynhneigður, sé líka haldinn sjúk- dómi sem margir hafa fengið lækn- ingu við. Helstu sjúkdómseinkenni hans eru þau að sjúklingurinn virð- ist haldinn einhvers konar sið- blindu og iðki syndsamlegar at- Aufnir í óráði sínu. Fólkið sem heldur þessum full- yrðingum fram grætir hjarta okk- ar og við viljum gjarnan benda því á að beina „góðum“ vilja sínum annað, þangað sem raunveruleg þörf er fyrir hendi. T.d. er vímu- efnanotkun unglinga vaxandi vandamál hér á landi. Hvernig væri ef þetta góða fólk sem situr með sveittan skallann og eyðir ork- unni í blaðaskrif beindi frekar kröftum sínum í að vinna að for- u^rnarstarfí unglinga? Boðorðin tíu Eftir að við hjónin höfðum sest niður og rætt um boðorðin tíu komumst við að þeirri niðurstöðu að fátt er um dýrlinga og aðra helga menn á jörðinni. Því segjum við: „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum." Væri ekki ráð að menn reyndu frekar að lag- færa sjálfa sig í stað þess að reyna að breyta öðrum? Við hjónin höfum þá skoðun að Við erum öll börn guðs, segja þau Oskar Bene- diktsson og Anna Leós- dóttir, og erum öll jöfn í hans augum. við séum hérna á jörðinni til að læra og þroskast. Okkur er úthlut- að ákveðnu námsefni sem hver og einn þarf að læra. Enginn annar getur gert það fyrir okkur og eng- inn hefur rétt til að taka það frá okkur. Við megum hins vegar rétta náunganum hjálpai’hönd, ef hann óskar þess, en ekki bregða fyrir hann fætinum. Það eiga allir rétt á því að lifa í friði og við ættum að geta unnt öðrum þeirrar lífshamingju. Hins vegar eigum við til að gleyma því að Guð hefur ekki skapað okkur öll eins. Þessi staðreynd vefst fyrir sumum. Hana má rekja til eins af þremur helstu löstum í mannlegu eðli: Reiði, græðgi og fáfræði. Það er algjör fáfræði að halda að við getum breytt öðrum eftir okkar höfði. Við getum aðeins breytt okkar eigin viðhorfum til þeirra. Göngum inn í nýja öld með því hugarfari að við erum öll börn Guðs, að við erum öll jöfn í hans augum og að hann elskar okkur öll eins mikið. Leyfum þegnum ís- lenska lýðveldisins að sitja við sama borð og munum að eitt sinn voru kristnir menn, rétt eins og samkynhneigðir eru nú, ofsóttur minnihlutahópur. Leyfum hjóna- vígslu samkynhneigðra og veitum þeim sömu mannréttindi og öðr- um. Er samkynhneigð kristileg? Einn greinarhöfunda setti fram spurningu um það hvort samkyn- hneigð væri kristileg. Við skulum athuga að kristilegt framferði er ekki eins í hugum neinna okkar, þ.á m. kirkjunnar manna, sem sannast af skrifum þeirra um sam- kynhneigð. I staðinn skulum við muna að Kristur færði okkur kær- leikann en kirkjan kristnina. Að lokum viljum við spyrja kristið samferðafólk okkar: Hvers vegna var Kristur krossfestur? Var það ekki af því að hann var öðruvísi en aðrir menn? Ofbeldi var ekki til í huga Krists, aðeins kærleikur, kærleikur og aftur kær- leikur. En ofbeldi var til í huga þeirra sem krossfestu hann. A að krossfesta samkynhneigða af því að þeir eru eins og Jesús Kristur var, öðruvísi en aðrir menn? Óskar er verslunarmaður. Anna er listakona. Ritningin ein! ÞEGAR efni er brotið til mergjar í al- mennri umræðu á síð- um dagblaða kynnist maður ýmsum sjónar- hornum. Málefnið um kirkju og kynhneigð -y&fur vart farið fram- hjá nokkrum lesanda. Og þar sem undirritað- ur fékk ádrepu frá heimspekingi finnst mér ekki úr vegi að koma með innlegg sem er frá öðru sjónarhomi og kann ef til vill að fara illa í suma en vel í aðra lesendur. Bið ég menn um að skfija mín orð öðmvísi en illa meintan hatursáróður. Ólafur Stephensen blaðafulltrúi Landssímans sendi greinilega eitr- að peð fram á skákborð trúmálanna og hirti trúlega hrókinn og kom biskupi í vanda. Menn vita ekki al- fcg hvort um er að ræða hvita eða svarta biskupinn. En svartstakk- amir hafa reynt að draga fram af- stöðu kirkjunnar og þá sést að lút- ersk kirkja er greinilega í tilvistarkreppu. Hún byggir tilvem sína á vitnisburði Biblíunnar um verk Guðs hér á jörð. Hún rekur söguna frá Abraham til Móse, Jesú Krists og postulanna. I hverri messu era lesin valin orð frá pistla- höfundum eins og Páli postula. En á síðustu tímum hafa menn sleppt nokkmm atriðum sem postulinn .Ugði fram sem kenningargrandvöll HRrkjunnar. Augljóst er að menn vilja hreinsa til í brefum Páls til Rómverja og Korintumanna, sér- staklega það sem hann hefur að segja um kynvillu og spillingu mannanna. Er það ekki kaldhæðnis- legt að postulinn hefur ekki algert frelsi til að „tala í kirkjum" við 1000 .-ágj afmæli kristni á Islandi? rCJerkarnir tala líka í nafni Lút- ers, þess merkilega manns sem yfir- Snorri Óskarsson gaf hégiljur síns sam- tíma og leiddi áheyrendur sína að Biblíulegum sannind- um undir yfirskriftinni „Sola scriptura" eða Ritningin ein. Ef ritn- ingin segir það eldd þá þarftu ekki að hlýða því en ef hún segir það þá skaltu ekki draga það eina sekúndu að fara eftir því. Það er því graf- alvarlegt mál þegar vígðir menn, sem hafa heitið því að prédika Orð Guðs skírt og ómengað, ganga fram fyrir skjöldu og lýsa Biblíuna óáreiðanlega varð- andi boðskapinn um helgun manns- ins og era tilbúnir að blessa lífsmáta sem Guð segir að sé viðurstyggð. Hvað gengur að þessum kenni- mönnum? Það er alveg rétt sem Ragnar Fjalar Lárusson greinir frá í sinni Það er grafalvarlegt mál, segir Snorri Osk- arsson, þegar vígðir menn ganga fram fyrir skjöldu og lýsa Biblíuna óáreiðanlega varðandi boðskapinn um helgun mannsins. grein að Jesús Kristur, boðberi kærleikans, lýsti hjónabandið sem Guðs gjöf og það á aðeins að vera milli karls og konu. Það á kirkjan að blessa. Það er líka sorgleg stað- reynd að hjónabandið hefur átt í vök að veijast á síðustu árum. Sú stað- reynd hrópar til okkar að þjóðin er að ganga af tránni. Kristnin og Bi- blían segja við okkur að það eigi að vera einn maður og ein kona út lífið. Aðeins dauðinn má sldlja fólk að. En Móse varð að gefa skilnaðarskrá (apostasí) vegna hjai-taharðúðar mannanna. Þar eram við komin að meininu í þessari hommaumræðu allri og það er ábyrgð mannsins á sjálfum sér. Postulinn Páll talar um að: „Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans hans sem er blessaður að eilífu. Amen. Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum gimdum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg og eins hafa og karlar hætt eðliegum mökum við konur og brannið í losta hver til annars, karl- ai- frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér maldeg málagjöld villu sinnar.“ (Róm. 1:25- 27). Postulinn talar meira í þessum dúr og ekld í reiði né hatri. En nú er svo komið að menn verða að taka af- stöðu til þess máls. Postulinn dreg- ur ekki dul á ábyrgð mannsins í þessum athöfnum. En hann bendir á að dymar inní þann lífsmáta er „að sldpta á sannleikanum og taka lygina“ inn. Þess vegna era orð þeirra presta sem vilja blessa stað- festa samvist stóralvarleg villa. Þeir era vígðir og ríkisreknir einstakl- ingar til að segja mönnum sannleik- ann, þennan sannleika sem Biblían hefur fram að færa. Þess vegna sé ég ekki annað í stöðunni en að þjóðkirkjan íslenska er hvorki lútersk né kiistin. Hún er tráarkoktetll sem hefur sumt gott annað stórhættulegt sálarheill manna og hún er sú stofnun sem gengur harðast fram í því að ræna þjóðina tiltrú á Biblíuna. Lesandi minn, Biblían boðar oJdí- ur bæði gæsku og strangleika Guðs. Ekki aðeins algóðan Guð, heldur einn og sannan Guð sem frelsar menn í Jesú Kristi og endurgerir þá frá innstu rótum. Því máttu treysta! Höfundur er safnaðarhirðir i Hvíta- sunnukirkjunni i Vestmannaeyjum. Nýr landlæknir sussar á landsmenn EFTIR að hafa lesið grein Sig. Guðmundssonar landlæknis hér í Morgunblaðinu á bls. 37, 27.10. sl., velti ég því fyrir mér hvort inntak- ið hefði orðið annað, ef læknirinn í hinu háa embætti, hefði einnig stuðst við „leiðarljós" ofangreindra orðá Ritningarinnar. Hinn lærði maður raðar flott orðum og ritar m.a.: „Samkynhneigð er ekki sjúk- dómur er einfaldlega einn margra atferlisþátta manna Aukin þekking er fyrsta skrefið í átt til umburðar- lyndis." Ég efast ekki um góðan hug og vilja landlæknis en. I sama tölublaði Morgun- blaðsins á bls. 36 er greinin „Sussað á fréttamenn". Fyrir- sögn mín hér er það- an ættuð. Ég hvet til lestrar þessarar um- hugsunarverðu greinar Kristjáns Jónssonar, en þar segir m.a.: „Og í haust var Murdoch spurður um afstöðu sína til harðstjómar Kínverja í Tíbet og Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta. Hann svaraði afar smekklega að hann vissi ekki betur en þessi Dalai Lama væri einhver „munkur á Guccis- Er ekki þögn sama og samþykki, spyr Her- mann Þorsteinsson, eða uppgjöf fyrir ásta- ndinu meðal okkar? kóm“. Skilaboðin til Peldng voru: Þetta er allt í lagi hjá ykkur, strák- ar, Tíbet verður aldrei neinn ást- eytingarsteinn." Skyldleiki sýnist mér í þessu og orðum landlæknis um „umburðarlyndi“. Ekki er úr vegi í þessu sambandi að vekja at- hygli á grein í sama tölublaði Morgunblaðsins,bls. 26, „I viðjum hvatalífsins“ - því allt er þá þrennt er. En víkjum aftur að orðum læknisins: „Aukin þekking er fyrsta skrefið “ Lítum á nýtt dæmi úr okkar samfélagi: Piltungi nokk- ur, sem fyrir 2-3 árum var staddur á þjóðhátíð í Eyjum, vildi fá næði, uppi á sviði fyrir augum fjöldans, til að „gera það" með ástmanni sín- um, sem hann nefndi svo. Myndug- ur stjórnandi, Eyjamaður, kom í veg fyrir það. Pilturinn tók inn- gripi stjórnandans mjög illa og leitaðist næstu misserin við að koma höggi á hann, en án árang- urs. En þessi ungi maður fékk heldur betur nýtt tækifæri til að sýna sig. RÚV dagskrárdeild eða stjórnandi hennar sendi hann sem fulltráa íslands í söngvakeppni sjónvarpsstöðva og með honum einar fjórar hispurs-píur, án hljóða, en þær höfðu það hlutverk að sniglast um neðri hluta líkama söngvarans meðan h_ann sitjandi flutti þarna framlag Islands fyrir augum milljónanna í Evrópu. Éin- kunn dómnefndar fyrir þetta „framlag" Islands út úr keppninni næsta árið, eftir að hafa áður verið þar nálægt toppnum. Heimkominn íúllyrti „ambassador“ okkar að hann væri sigurvegari þessarar keppni, hvað sem þessi vanhæfa dómnefnd segði. Þau orð tók RUV gild, því næsta ár var harin aftur sendur og nú sem kynnir íslands á söngvakeppninni, í stað fágaðs og veltalandi tónlistarmanns, sem áð- ur hafði gegnt því hlutverki með prýði, og útkoman í annarri lotu hjá hinum unga sendimanni? Not- um hans eigin orð: „Almáttugur minn, Guð minn góður. Jesús minn Je sús mii nn.“ I lokin mátti hann vart vera að því að kveðja, því hann kvaðst vera boðinn í „partý- ið“ hjá sigurvegaranum frá Israel, konunni kynskiptu. Og nú er þessi listamaður okkar að gefa út skífu, sem vel þarf að auglýsa og kynna. Og í þvi tilefni hefur hann fengið sér og íklæðst efnislitlum, kols- vörtum glansgalla, sem eitt af dag- blöðum okkar hefur fallið fyrir og birtir heilsíðumynd á forsíðu. Minna mátti ekki gagn gera. Og svo kemur framhald: Mynd af „sig- urvegaranum“ í sama blaði, en þar er hann staddur í plötuverslun, ár- itandi skífuna nýju, umkringdur aðdáendum börnum, aðfengnum „statistum“? Og áfram í næsta helgarblaði sama dagblaðs: Ný mynd og: „internetið - Djúpt inní á Fókus- vefnum“ - og þar hnykkt á að umræddur sé „líka algjör inter- kóngur og án efa vin- sælasti kynlífsráðgjafi landsins “ og síðan mögnuð hvatning á máli, sem ekki allir skilja ennþá. Og svo á næstu síðu bang: „Skítamórall og nefnd- ur interkóngur, laugar- dagskvöld 23.10.“ - Er þetta ekki að auglýsa upp nýjar stjörnur að hætti Hollywood? Og enn er litríkt framhald í sömu pressu 26. októ- ber sl. Nýja stjarnan í stæl-stell- ingum á forsíðu við blaðhausinn og sama mynd, einnig í litum, í 4-dálk inni í blaðinu og þar er fyrirsögn „fréttarinnar": „Stelpurnar fá samkeppni við stöngina" og eftir honum er haft: „Ég er guðs lifandi feginn að þessi og önnur nettækni er til staðar í dag og ég ætla mér að nýta mér hana til fullnustu. Enda, let’s face it, ef það er ein- hver maður á Islandi sem á að per- formera í beinni útsendingu á Net- inu þá er það ég.“ Og nú er enn nýr glans-galli, mjög svo knappur, og glitrandi stígvél og lausar fram- ermar í sama lit. Og skrautlegt viðtal fylgir og heimasíðan tilfærð í bláum lit í svörtum textanum. Og móðurmálið með undirfyrirsögn- um vissulega skrautlegt einnig: „Velkomin á „deep inside“ o.s.frv. Og forsíðan á sama blaði er með 5- dálka litmynd af nektardans- meynni Caron sem upplýsir: „Mil- ljón á mánuði“ og „Hún segir dansmeyjar almennt enda sem les- bíur enda fái þær ógeð á kari- mönnum“. Og inni í blaðinu er heil opna með „fréttum" af meyjunum og „stöðu mála“. Og hvað segir þetta okkur: „enda almennt sem lesbíur"? Stúlkur með eðlilega, náttúrlega kynhvöt, þær enda sem lesbíur. Hvað með heilbrigða pilta með eðlilega, normal kynhvöt, geta þeir ekki einnig umbreyst og end- að í villu? Nú er einstaklingurinn, sem hér hefur verið tekinn sem dæmi úr nútímanum, sagður „án efa vinsælasti kynlífsráðgjafi landsins". Hvað verður um unga Island, ef hann og hans líkar verða fyrirmyndir framtíðarinnar? Þetta er ekki sjúkdómur, segir land- læknir, „heldur einn margra at- ferlisþátta manna". Nú hefi ég vak- ið athygli læknisins á nýrri „þekkingu". Vill hann tjá sig um þessa þekkingu? Erum við á réttri leið með hina ungu? Mér er ljóst að ég tek áhættu, líklega mikla, með því að blanda mér í þessa um- ræðu, en ég finn mig knúinn. Fyrr- um samverkamaður minn, sr. Ragnar Fjalar fv. prófastur, hætti á að skrifa litla gi-ein um efnið og fékk holskeflu yfir sig. Og er hann svaraði, þá gat hann þess að „kirkjan þegði“. Er ekki þögn sama og samþykki eða uppgjöf fyrir óstandinu meðal okkar? Unga manninum, er ég tilfærði sem dæmi, vil ég ekkert illt. Þvert á móti. Og systur hans virði ég og dái, eins og allir Islendingar, fyrir hennar ljúfu sönglist. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Hermann Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.