Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 56

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 56
r56 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sólveig Jóna Magnúsdóttir húsfreyja, Húsatóft- um á Skeiðum, fæddist á Nýlendu- götu 15 í Reylg'avfls 22. júlí 1912. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Ljósheim- um á Selfossi 27. október síðastlið- inn. Foreldrar ^ hennar voru Magn- ús Jónsson frá Eyr- arbakka, sjómaður i Reylgavflí, f. 1885, d. 1964, og Margrét Einarsdóttir frá Þykkvabæ hús- freyja, f. 1877 d. 1947. Systkini Sólveigar Jónu voru: Sigríður, f. 1915, d. 1918, og Ólafur Sig- mar barnakennari, f. 1918, d. 1983. Sólveig Jóna giftist 1942 Guð- mundi Eyjólfssyni frá Húsatóft- um, f. 23. maí 1917. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Eygló hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík, f. 27. júlí 1943, gift Markúsi Alexand- erssyni skipstjóra. Þau eiga þijú börn og tvö barnabörn. 2) Grétar Magnús mynd- og hljóm- listarmaður í Hafnarfirði, f. 14. júlí 1944. Var í sambúð með Bjarneyju Jóninu Friðriksdótt- ur og eiga þau íjögur börn og eitt barnabarn. Nú kvæntur Katrínu Svölu Jensdóttur starfsstúlku á Sólvangi og eiga þau eina dóttur. 3) Ingibjörg Sigríður, leikskólakennari á Selfossi, f. 13. maí 1949, gift Gunnari Magnúsi Einarssyni Elskuleg móðir mín, Sólveig Jóna Magnúsdóttir, er látin eftir erfið veikindi. Hún var fædd og uppalin í Reykjavík en foreldrar hennar voru fátækt alþýðufólk. Faðir hennar var sjómaður og dvaldi þar af leiðandi löngum stundum fjarri fjölskyldunni og mæddi því uppeldi barnanna mest á konu hans. Fjölskyldan þurfti oft að flytjast búferlum og bjó fyrstu árin við erfiðar aðstæður. Mér er minnisstætt þegar mamma sagði mér frá aðbúnaði móður sinnar en eitt sinn varð hún að elda matinn á hnjánum undir eldhúsborði, svo mikil voru þrengslin í kjallaraher- ^fc-berginu þar sem fjölskyldan bjó á þeim tíma. Mjólkin var þá oft af skornum skammti á heimilinu og því dásamaði móðir mín mjólkina sem hún gat gefið okkur systkinun- um í ótakmörkuðu mæli í sveitinni. Móðir mín átti við heilsuleysi að stríða á sínum yngri árum sem varð til þess að hún gat aldrei lokið skólagöngu eins og hugur hennar stóð til. En hún átti gott með að læra og var t.d. fljót að tileinka sér tungumál þótt hún fengi aldrei beina kennslu í þeim. Eftir að foreldrar mínir tóku við búi á Húsatóftum fór mamma fljót- lega að planta út trjám og undirbúa garðrækt. Þetta var eitt helsta B áhugamál hennar og ef stund féll til fór hún út í garð. Þar átti hún marg- ar sínar bestu stundir. Skrúð- garðarækt til sveita var fremur fá- tíð í þá daga því sérhver grasblettur var dýrmætur og nýttur til heyöfl- unar. En móðir mín var kappsfull og lét ekkert aftra sér við trjárækt- ina, garðurinn stækkaði óðum og á Húsatóftum dafnaði gróðurinn vel. Á Húsatóftum var margt í heimili og mikill gestagangur og því var í mörg horn að líta hjá húsfreyjunni. Þegar við systkinin vorum yngri ^fcþurfti hún að sauma hverja einustu flík á okkur börnin og fórst henni það vel úr hendi. Móðir mín var einnig listakokkur og í fjölskyldunni getur t.d. enginn eldað eins góðan rabarbaragraut og hún gerði. Hún lagði mikla áherslu á hollustu matar og hvemig matvæli voru meðhöndl- ^uð. Tónlist var hennar annað áhuga- wt-má]. Hún hafði fallega söngrödd og söng til fjölda ára í kirkjukór, fyrst í rafvirkja og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. 4) Aðalsteinn bóndi á Húsatóftum, f. 1. maí 1952, kvæntur Ástrúnu Sólveigu Davíðsson ferða- þjónustubónda og eiga þau tvö börn. 5) Gylfi húsasmiður á Selfossi, f. 29. okt. 1953, kvæntur Mar- gréti Stefánsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjár dætur. Sólveig Jóna ólst upp í Reykjavík og stundaði m.a. nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún starfaði sem að- stoðarstúlka frænku sinnar Ár- nýjar Filippusdóttur skóla- stjóra Kvennaskólans á Hvera- bökkum í Hveragerði við kcnnslu o.fl. og sem matráðs- kona hjá Vorboðanum, Barna- skóla Hveragerðis og Mjóikur- búi Olfusinga í Hveragerði, auk fleiri starfa þar. Hún unni söng og starfaði í kirkjukórum í Reykjavík og Skeiðum í ára- tugi. Auk hefðbundinna hús- freyjustarfa á Húsatóftum, starfaði hún að félagsmálum og sat m.a. í skólanefnd Barna- skólans í Skeiðahreppi og starf- aði í Kvenfélagi Skeiðahrepps og sem formaður þess í mörg ár. Útför Sólveigar Jónu fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Neskirkju í Reykjavík og síðar í Ólafsvallakirkju og einnig lék hún á orgel í stofunni heima þegar færi gafst. Móðir mín var stórbrotinn per- sónuleiki og skapmikil. Hún var fljót í tilsvörum, hafði ákveðnar skoðanir og sagði sína meiningu umbúðalaust. Hún var strangheið- arleg og innrætti okkur systkinun- um reglusemi og staðfestu sem við búum að ævilangt. Stórhuga var hún og framsýn. Hún hvatti okkur áfram og gladdist yfir sérhverri til- breytingu og áfanga í lífi okkar. Hún var félagslynd og sat um tíma í skólanefnd og var virkur félagi í Kvenfélagi Skeiðahrepps og tók að sér ábyrgðarstörf á vegum félags- ins. Þegar aldurinn færðist yfir fór að koma í ljós sjúkdómur sem smám saman ágerðist. Hún reyndi, lengi vel af veikum mætti, að taka þátt í daglegu lífi og stóð faðir minn eins og klettur við hlið hennar og sýndi ótakmakaða umhyggju og natni. Svo fór að lokum að hún gat ekki lengur dvalið heima og var það gæfa fjölskyldunnar að hún komst á þeim tímapunkti inn á hjúkrunar- heimilið Ljósheima á Selfossi. Þar dvaldi hún síðustu árin og naut þar einstakrar hlýju og umönnunar starfsfólksins, sem seint verður full- þakkað. Nú er komið að leiðarlokum. Þrautum og kvölum móður minnar er lokið en söknuður ríkir í hjörtum fjölskyldunnar og ákveðið tómarúm en ekki hvað síst hjá föður mínum. Hann kom reglulega, tvisvar í viku, á Ljósheima, og sat löngum stund- um við hlið eiginkonu sinnar. Þrátt fyrir veikindi hennar voru þessar ferðir og samverustundir hans hald- reipi og líf. Ég bið góðan Guð að styrkja hann og styðja á þessum erfiðu tímamótum. Elsku móðir mín, hafðu þökk fyr- ir alla þína gæsku og hlýju. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. María mey hin milda! Dýrð er í draumheimum, um daga og kvöld. „Heyr þú,“ segir steinklappan, sitjandi upp á steini. „Týlltu niður, litla löpp, læðstu um í varpa. Kannske þig unga hendi höpp, er hefst hin glaða Harpa." Ljúfar leyndir gilda. Fæðast munu bömin fimm. Fara að sofa um aftaninn, nærri þegar nóttin dimm, nemur burtu dag um sinn. María mey hin milda! Grátið er í glaumheimum tregatárum. Grátin eru í glaumheimum tylft af ámm. Hnoðað deigið á ofninum hefast, ég hugsa og efast. Laglegt lesið dönskublað, læsu fólki örðugt það. Hvar lærir þú að lesa málið mjúka, sem metur svo marga kjóla og dúka? Stórar steikur rjúka, sem gott er að ljúka. Læðist maðurinn með ljáinn. Lætur mamma að hún sé dáin? Stöðugt streymir áin. „Sjáið,“ segir þráin. „Svífégyfirsvellalög sísterégílundurög gakktu beinn í baki bráðnar innri klaki.“ Situr hún í ljósheimum, með hárlokkana sína. Síðast vom þeir svartir, nú skína þeir svo bjartir. Gott er að borða brauðið hennar mömmu. Borða hana randalín, einmitt þegar dagur dvín. Dreitlar hvergi nokkurt vín, aðeins lagst á táhreint lín. Lætur um hún móðir min. Dagurinn syngur dægurlag, drýpur höfgi á sálarhag. María mey hin milda! Færðu henni fallegu sængina þína. Femina. Gylfi Guðmundsson Með litlu Ijóði kveðjum við elsku- lega ömmu okkar, Sólveigu Jónu Magnúsdóttur, frá Húsatóftum. Áttum við systurnar margar góðar stundir með henni, m.a. í garðinum hennar. Garðurinn var henni mjög svo hugleikinn alla tíð og ræktaði hún hann ávallt af mikilli natni svo lengi sem henni entist heilsa til. Við þökkum fyrir allt sem hún gaf okkur. Smávinir fagrir foldarskart, fífill í haga rauð og blá. Brekkusóley við mættum margt muna hvurt öðru að segja frá Faðir og vinur alls sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings Sóley sérðu mig, sofðu nú vært og birgðu þig. Hægur er dúr á daggar nótt, dreymi þig þósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Sólveig Hrönn og Bergdís Saga. Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu minnar Sólveigar Jónu Magnúsdóttur. Hjá mér kom sumarið aldrei fyir en ég var komin upp í sveit, og þau voru ófá sumrin sem ég eyddi að Húsatóftum á Skeiðum, frá blautu barnsbeini. Þegar ég hugsa til ömmu minnist ég garðsins sem henni var svo annt um, rabarbaragrautsins sem fátt jafnaðist á við, nema ef vera skyldi grjónagrauturinn. Eins minnist ég þegar hún fór með íslensku bænina „Sitji guðs englar allt um kring sænginni yfir minni“. Mörg kvöldin sátum við og fylgdumst með Agötu Christie-þáttum í Ríkissjónvarpinu eða ræddum saman og fræddi hún mig þá um allt milli himins og jai'ð- ar. Líka man ég þegar hún raulaði heimavið, þegar afi keyrði hana í Olafsvallakirkju til messusöngs, hversu jarðbundin hún var og hvernig hún gat látið fjúka í sig stundarkorn ef svo bar undir. Nú kveð ég ömmu hinsta sinni. Ég er þakklátur fyrir stundirnar og minningabrotin. Kannski lifir þú áfram hinum megin, kannski ekki. Það get ég ekki vitað og þú ekki sagt mér. Að minnsta kosti muntu alltaf lifa í minningunni. Hvíl þú í friði, amma mín. Guðmundur Ingi Markússon. SÓLVEIG JÓNA MAGNÚSDÓTTIR AXEL THORARENSEN + Axel Thoraren- sen, siglinga- fræðingur, fæddist í Reylgavík 12. febr- úar 1921. Hann lést á heimili sínu 26. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Louise M. Bar- tels, f. 27. desember 1876, d. 13. ágúst 1967, og Hannes Thorarensen, for- stjóri, f. 5. desem- ber 1864, d. 11. jan- úar 1944. Axel ólst upp á Laufásvegi 31 ásamt þremur bræðrum. Þeir hétu: 1) Henrik, f. 13. október 1902, d. 15. maí 1978. 2) Ragn- ar, f. 1. aprfl 1905, d. 31. mars 1988. 3) Gunnar, f. 13. janúar 1912, d. 31. júlí 1971. Hinn 18. mars 1948 kvæntist Axel Jóhönnu Hrafnhildi Hjálmtýsdóttur, f. 30. septem- ber 1924 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Lucinde Hansen, f. 13. mars 1890, d. 17. júní 1966, og Hjálmtýr Sigurðsson, kaup- maður, f. 14. aprfl 1878, d. 5. júlí 1957. Börn Axels og Jó- hönnu eru: 1) Hannes Skúli, f. 5. september 1948, kvæntur Guð- rúnu Gunnarsdóttur, synir þeirra: Gunnar og Skúli Björn, Því miður varir lífið ekki að ei- lífu. Það er staðreynd sem maður er ávallt minntur rækilega á, þegar náinn ástvinur feUur frá. Stað- reynd sem ég helst hefði kosið mér, að ætti ekki við rök að styðj- ast, nú þegar ég þarf að kveðja elskulegan afa minn í hinsta sinn. I barnslegri einfeldni er gott að trúa því að hugtakið afi og amma sé eitthvað sem aldrei verði rofið. En svo gerist það. Þrátt fyrir að þurfa nú að sitja eftir og kljást við sorgina, er það falleg minningin um afa sem fær mig til að sætta mig við orðinn hlut. Það er óhætt að fullyrða að hann hafi skipað stóran sess í mínu lífi, og ásamt ömmu, var hann ávallt sá trausti bakhjarl, sem gott var að leita til. Ég á erfítt með að sjá fyrir mér æsku mína ef þeirra hefði ekki not- ið við. Þakklæti er mér efst í huga, þegar ég minnist þess, hvað afi var ævinlega tilbúinn að leggja á sig margt til að rétta manni hjálpar- hönd. Aðstoð, sem afa entist ekki aldur til, svo ég gæti endurgoldið honum hana með sama hætti. Ég vona að afi hafí vitað hvað mér þótti óskaplega vænt um hann. Því þótt umræður okkar á milli hafi sjaldnast fjallað um tilfinningar okkar í garð hvors annars, held ég að ánægjulegar samverustundir og sú gagnkvæma virðing sem við bárum fyrir hvor öðrum, sannfæri mig í þeirri trú. Það er með trega- blöndnu brosi á vör sem ég hugsa til afa og þess hvernig persónuleiki hann var. Því afi minn var um margt mjög sérstakur, sem gerir söknuðinn að mörgu leyti erfiðari. Hans eiginleiki að sjá hlutina í öðru ljósi, snúa út úr setningum og koma þannig þeim sem ekki þekktu til, í opna skjöldu, allt er það, ásamt öðru glensi, eitthvað sem flestir urðu varir við í hans fari og munu minnast. Að öðru leyti var aðdáunarvert að upplifa hversu víðlesinn afi var og hve vel hann var að sér um hin ýmsu mál- efni. Skemmtileg sérviska hans og nákvæmni á hinum ýmsu sviðum, mun einnig lifa með mér um alla ævi og verða mér ákveðin hvatning í lífinu. Áhrifa hans mun einnig vonandi gæta í uppeldi barna minna og afkomenda og með gleði í hjarta mun ég ávallt geta vitnað í hann og hans athafnir. Það er huggun í harmi að vita til þess að verstu þjáningar afa stóðu stutt yf- ir en um leið sárt að upplifa sárs- auka ömmu minnar, sem misst hef- f. 30. ágúst 1980. Sonur Hannesar og Onnu Gunnarsdótt- ur er Jóhann Axel, f. 24. júní 1974, maki Ásdis Björk Kristinsdóttir. 2) Kristín María, f. 22. október 1949, gift Víglundi Þorsteins- syni; Börn Kristínar og Ársæls Kjartans- sonar eru: a) Axel Örn, f. 28.júlí 1972, kvæntur Sif Stan- leysdóttur. Synir þeirra: 1) Stanley Örn, f. 27. september 1996. 2) Birnir Steinn, f. 9. september 1999. b) Ásdís María, f. 24. októ- ber 1973. Sljúpbörn Kristínar eru fjögur. Axel lauk prófi frá Verslun- arskóla íslands 1940. Hann stundaði nám við Northwestern University í Chicago í Banda- rflg'unum 1943-44 og lauk námi í siglingafræði í Los Angeles 1946. Hann starfaði sem sigl- ingafræðingur lengst af hjá Flugfélagi íslands og Loftleið- um , og síðast við verslunar- störf í Reylgavík. Útför Axels fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ur mikið. Alúð hennar og um- hyggja sem hún veitti afa í gegnum alla hans sjúkdómssögu var ein- stök, og vona ég að vitneskja henn- ar um að hún gerði allt til að hon- um liði vel, og gæti verið heima allt fram á síðustu stundu, verði henni huggun á þessum erfiðu tímamót- um í hennar lífi. Ég veit að afi kvaddi meðvitaður um að hún nyti aðstoðar og væntumþykju annarra ástvina og saman munum við gera allt til að auðvelda henni þessa þungu byrði. Með stolt í hjarta kveð ég þig, elsku afi minn. Þín er sárt saknað. Glæst minning þín mun lifa áfram. Axel Örn Ársælsson. Hann var kær og góður vinur okkar hjóna. Hann barðist hetju- lega við illvígan sjúkdóm uns yfir lauk og fékk hann hvíldina heima hjá sér undir verndai'væng og um- hyggju elskulegrar eiginkonu sinn- ar, Jóhönnu. Einnig komu stúlkur frá Karitas og önnuðust hann af al- úð. Axel var loftsiglingafræðingur hjá Loftleiðum og Flugfélagi ís- lands í mörg ár. Hann var mjög samviskusamur og fær í sínu starfi og vel liðinn. Við hjónin erum búin að vera vinir í hartnær sextíu ár og hefur aldrei borið skugga á okkar vináttu. Jóhanna, eða Blía eins og hún er iðulega köUuð, var með mér í saumaklúbb ásamt fimm gömlum vinkonum okkar í um það bil fjöru- tíu ár. Axel var trygglyndur og yndis- legur maður. Hann var mikið snyrtimenni og glæsilegur. Axel bjó yfir ríkri kímnigáfu og hafði góða frásagnarhæfileika. Hann fékk okkur oft til að veltast um af hlátri, ekki síst þegar hann og góð- vinur hans, Ingó, reyttu af sér brandara, sem oft kom fyrir er við komum saman á heimili Axels og Blíu. Við hjónin þökkum Axel fyrir vináttu og elskulegheit, sem hann sýndi okkur alla tíð. Við Diddi vott- um þér, Blía mín, samúð okkar, einnig Hannesi, Kristínu, tengda- börnum og barnabörnum. Blessuð sé minning góðs vinar. Anna og Sigurður. Elsku afi. Okkur strákana lang- ar til að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.