Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 58

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjördís Guð- mundsdóttir var fædd í Reykjavík 6. apríl 1940. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Geirlaug Bene- diktsdóttir, f. 28. júní 1910, og Guð- mundur Þórður Sig- urðsson, f. 28. sept- ember 1908, d. 9. ágúst 1981. Bróðir Hjördísar er Bene- dikt Gunnar Guð- mundsson, f. 14. september 1934, maki Hjördís Kröyer. Hinn 7. október 1960 giftist Hjördís Kristni Stefánssyni, f. 7. október 1937, starfsmanni Flug- leiða. Foreldrar hans eru Svava Sveinsdóttir, f. 17. febrúar 1917, d. 31. desember 1993, og Stefán Þórðarson, f. 30. október 1914. Þau skildu. Seinni maður Svövu var Jenni Jónsson, f. 1. septem- ber 1906, d. 11. janúar 1982. Hjördís og Kristinn eignuðust þijár dætur saman en fyrir átti Hjördís Guðmund Þórð, f. 19. október 1957. Börn hans eru: Elsku mamma mín. Ég á nú erf- itt með að trúa því að þú sért farin frá mér, við báðar svona ungar og áttum allt lífið eftir saman. Við gerðum nú margt saman eins og það að vinna saman á sumrin í þvottahúsinu. Ég fór oft með ykkur pabba til útlanda, í ferðalög og svo vorum við alltaf samferða í vinnuna þegar ég var að vinna í Borgar- prenti og þú í þvottahúsinu. Ég byrjaði á því að keyra þig í vinnuna því ekki vildir þú mæta of seint þó að klukkan væri bara hálfátta og þú áttir ekki að mæta fyrr en átta. Þú varst alltaf mætt tímanlega í vinnuna og allt sem þú fórst. Þú kenndir mér að mæta á réttum tíma eða aðeins fyrir þann tíma sem var tiltekinn. Við keyptum okkur bíl saman þegar ég var kom- in með bílpróf og aldrei kom upp vandamál með hann. Þú fórst á honum í vinnuna og eftir þinn vinnudag mátti ég hafa hann að vild. Þetta gekk allt svo vel. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn, allar þær stundir sem við sátum tvær og töluðum saman um heima og geima. Alltaf vildir þú vita hvert ég væri að fara og með hverjum. Daginn eftir var svo spurt: Var gaman? Hvað gerð- uð þið? Hverjir fóru með? Þá sát- um við alltaf uppi í eldhúsi, þú með kaffibolla og ég að borða morgun- mat og ég sagði þér frá öllu sem hafði gerst. Það var alveg sama hvað ég sagði, þér þótti þetta allt sjálfsagt og við gátum hlegið að þessu öllu. Alltaf voru vinir mínir velkomnir Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Hermann Arnar, Þórður Ingi og Sól- veig Ósk. Svava, f. 20. júlí 1960, maki Guðmundur Ómar Halldórsson, börn þeirra eru: Krist- inn, Tinna Sif og Sveinn Orri. Sam- býliskona Kristins er Birgitta Karen Guðjónsdóttir og barn þeirra er Svava en fyrir á Kristinn Eyþór Kára. Birna Geir- laug, f. 17. júní 1963, maki Sveinn Kjartansson. Börn þeirra eru: Hjördís Yr og Kári. Helena Sif, f. 1. október 1973, sambýlismaður Símon Guðlaugur Sveinsson. Hjördís lauk gagnfræðaprófi og var heimavinnandi húsmóðir þar til síðustu 15 árin, þá fór hún út á vinnumarkaðinn og vann lengst af í þvottahúsinu Grýtu. Utför Hjördísar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Garðakirkju- garði. heim hvað sem klukkan sló og ef þú varst vakandi komst þú yfirleitt inn í herbergi tO að athuga hverjir væru þar og heilsaðir þeim. Ég man hvað margir töluðu um það hvað þú værir hress og gaman að tala við þig. Ég man svo vel þegar Símon kom fyrst heim og þá var vinur hans með honum. Þér fannst það ekki mikið að bjóða þeim í mat og að gista. Þú eldaðir kalkún eða jólamatinn í ágúst og fannst mér það helst til of fínt fyrir þá en svona vildir þú hafa þetta. Það fór enginn svangur frá þér. Þú passaðir vel upp á það hvort sem þú varst heima eða í útilegu. Ég á nú eftir að sakna þín í öllum útilegunum en ég hef pabba. Þú varst alltaf svo hress og frísk, þú talaðir aldrei um ef þú fannst tií og fórst sjaldan til læknis nema þegar þú fannst mikið til eins og þegar þú veiktist núna. Þú varst fljót að senda mig til læknis ef ég talaði um að ég fyndi til, en að þú færir, nei. Þetta lagast, sagðir þú alltaf. Þegar ég hugsa um hvað við átt- um sameiginlegt þá kemur fyrst í huga mér hvað við vorum háværar og söngurinn. Fyrst vildi ég nú ekki syngja með þér og Bimu og lokaði mig inni í herbergi en svo þegar ég eltist og sá hvað þið skemmtuð ykkur vel fór ég að syngja með þér. Við sungum mikið í útilegum, einnig þegar við vorum að hlusta á útvarpið saman í eld- húsinu eða ég að hlusta á tónlist í herberginu mínu. Þá komst þú oft í dyragættina og söngst með mér. Alltaf þegar ég var að pakka inn jólagjöfunum fyrir þig á Þorláks- messu voram við í eldhúsinu og hlustuðum á Þorláksmessutónleik- ana hjá Bubba og skemmtum okk- ur vel. Þetta gerðum við ár hvert. Þó að ég væri flutt að heiman kom ég alltaf til þín að pakka inn með þér. Þetta var okkar stund en núna verður þú með mér í huganum. Þó að þú værir orðin tvöföld langamma þá áttirðu eftir að verða amma þar sem ég er langyngst af börnunum þínum og ekki komin með neitt barn. Það er svo margt sem við áttum eftir að upplifa saman eins og barn- eingnir, giftingu, húsnæðiskaupin mín og margt fleira sem ég gæti talið upp. Ég veit að þú fylgist allt- af með mér og reynir að leiðbeina mér á rétta leið eins og þú gerðir við hina krakkana augliti til auglit- is. Þú gerir þetta með mér í hugan- um sem mér finnst sorglegast og erfiðast. Það var ein ósk sem þú áttir sem ég var búin að segjast ætla að uppfylla en það var að vera viðstödd fæðingu. En ekki var hægt að uppfylla hana. Ég veit að þegar þetta kemur allt þá verður þú hjá mér og hugsar vel um mig. Elsku mamma, ég elska þig og á eftir að sakna þín mikið. Ég skal passa pabba fyrir þig og hugsa vel um hann. Ég veit að þér líður betur núna en þessi tími var of stuttur. Þú varst ekki búin að vera svo veik. Þú lagðist inn fyrir sex vikum, varst þar í átta daga og komst svo heim og þar hugsuðum við um þig, en núna ertu farin frá okkur. Þetta er sárt en ég veit að þú vilt að við höldum áfram okkar lífi og höfum þig í huga okkar alltaf. Mamma, ég veit að afi Guðmund- ur og amma Svava hafa tekið vel á móti þér og að þér er batnað og líð- ur vel. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig og varðveiti. Þín dóttir, Helena Sif. „Amma, mér þykir vænt um þig-“ Elsku amma mín, þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Mér þótti alltaf svo þægilegt að koma til þín og tala við þig. Það var sumt sem ég gat aðeins sagt þér og engum öðrum og það var bara á milli okk- ar. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta, ráðleggja og hjálpa mér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég man hvað mér þótti gaman að vera um helgar hjá þér og afa og vildi helst vera hjá ykkur alltaf. Það var svo margt sem við gerðum sem voru fastir liðir hjá okkur, eins og að fara í ökuferð og selja lopa- peysur, fara í gönguferð í búðina og koma við í bókabúðinni en þar fékk ég oft eitthvað skemmtilegt. Ef eitthvað gleymdist í búðinni þá fór ég fyrir þig og fékk gjaman ein- hvern nammipening. Þó að nokkur ár séu síðan þetta var þykir mér vænt um þessar helgar og mun aldrei gleyma þeim. Þegar ég minnist þín má ekki gleyma matnum þínum. Hann var alltaf sá besti en súkkulaðikakan stendur alltaf upp úr. Mér fannst hún ómissandi, eins og þegar ég fermdist, þá var heitur matur og súkkulaðikakan þín. Einnig var hún oft á afmælisóskalistanum mínum. Þú gerðir hana alltaf best og það var svo skrítið að þó að ein- hver færi eftir uppskriftinni þinni og notaði sama hráefni var hún aldrei eins góð og hjá þér því það vantaði ömmubragðið. Besti maturinn var líka hjá þér á jólunum en það hefur alltaf verið það skemmtilegasta að koma í fjöl- skylduboðið á jóladag hjá þér og afa. Amma Hjödda, þú varst svo sterk þennan stutta tíma sem þú varst veik. Þú varst svo róleg og yf- irveguð og jafnvel rólegri heldur en margir aðrir í fjölskyldunni. Amma, nú þegar þú ert farin vantar svo mikið í líf fjölskylduna og ég sakna þín svo mikið. Astarkveðja. Hjördís Ýr. Elsku amma Hjödda. Takk fyrir að hafa verið alltaf svo góð við okkur, að lesa fyrir okk- ur á kvöldin þegar við fengum að sofa hjá ykkur afa og var það ekki svo sjaldan. Aldrei var hægt að fara heim eftir að við fengum að sofa hjá ykkur afa fyrr en búið var að setja krem og skreyta heimsins bestu súkkulaðiköku og bjóða mömmu og pabba í kaffi. Mikið eig- um við eftir að sakna þín í útilegun- um því alltaf var hægt að kíkja í tjaldvagninn til þín, amma, og fá eitthvað í svanginn eða bara að spjalla saman. Við skulum lofa því að passa afa þegar við förum í úti- legurnar og eigum við eftir að sakna þín mikið þegar sumra tek- ur. Mikið á nú eftir að vera tómlegt um jólin og áramótin hjá okkur öll- um þar sem við vorum alltaf öll saman á jóladag hjá þér og á gaml- árskvöld hjá okkur til skiptis. Einnig komum við og héldum upp á þorrann öll saman og núna er spurningin hver á að búa til rófu- stöppuna þína sem þú varst alltaf vön að gera og við borðuðum öll með bestu lyst. Elsku amma Hjödda, núna ertu kominn til englanna og núna er þér batnað. Við munum alltaf geyma minninguna um þig í hjörtum okk- ar. Kristinn, Hermann Arnar, Þórður Ingi, Kári, Sólveig Osk, Tinna Sif, Sveinn Orri, Eyþór Kári og Svava. Elsku mamma. Það er létt að takast á við lífið þegar allir eru hraustir og það gengur sinn vanagang, enginn hugsar um það hvað allt riðlast þegar alvarleg veikindi koma upp. Þær 5 vikur sem liðnar eru frá því að þinn alvarlegi sjúkdómur upp- götvaðist kom engum okkar í hug annað en að sá tími sem við hefðum saman yrði lengri. Þetta var sá tími sem þér var ætlaður með okkur. Við erum þakklát fyrir hann og þakklát fyrir að sjúkdómur þinn þyrfti ekki að verða þér erfiðari, það er undarlegt á svona stundu og minningarnar rifjast upp hvað þetta hafi allt liðið hratt og þínum þætti í lífi okkar sé lokið, það myndast tóm sem enginn fyllir upp í en við eigum minningarnar sem aldrei fara frá okkur. Elsku mamma, það sem móðir gefur bömunum sínum er það dýr: mætasta sem allir fá á lífsleiðinni. I dag kveðjum við þig frá okkar jarð- neska lífi, en í huga okkar ferðu aldrei frá okkur. Elsku mamma, orð fá aldrei lýst hvað við erum þakklát og hvað við söknum þín mikið. Astarkveðjur, Guðmundur Þórður, Svava, Bima Geirlaug og Helena Sif. Elsku Hjödda. Það er komið að kveðjustund. Tárin og minningarnar streyma fram þegar ég skrifa þessi orð. Minningarnar eru margar og þær á ég alltaf í hjarta mínu. T.d. þegar ég kom í heimsókn til ykkar ásamt dóttur minni og sá hvað þú naust þess að fylgjast með henni og Svövu litlu leika sér saman. Það var einmitt þá sem þú tókst svo hress á móti okkur. Það var ekki að sjá að þú værir að berjast við illvíg- an sjúkdóm. Svona man ég þig best. Ég er þakklát fyrir að hafa faðmað þig og fengið að kveðja þig þennan dag þó mig grunaði ekki að sá dagur yrði sá síðasti sem við hittumst. Nokkrum dögum síðar kvaddir þú þennan heim. Ég er þakklát fyrir samfylgdina þó hún hefði mátt vera lengri. Ég bið Guð að blessa þig og sálu þína. Elsku Helenu vinkonu minni og fjöl- skyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Helga J. og fjölskylda. Mig langar að minnast elsku- legrar vinkonu minnar, hennar Hjöddu, með nokkrum orðum. Við höfðum heyrt hvor af annarri því að mennirnir okkar voru vinnufé- lagar. Svo var það í brúðkaupi Doddýjar og Gunnars, að við sá- umst fyrst. Það var eins og við hefðum alltaf þekkst og þar með var lagður hornsteinn að varan- legri vináttu. Kynnin jukust og fljótlega byrjuðum við að ferðast saman. Sagt er að fólk kynnist aldrei betur en á ferðalögum og eitt er víst að betri ferðafélaga en ýkk- ur Didda var ekki hægt að finna. Ferðirnar urðu ótal margar en besta ferðin var farin til Puerto Rico. Þá ferð enduðum við með því að fara á Heimssýninguna, EXPO ’67, í Montreal, Kanada. Þar var mikil rigning allan daginn og fínu kápurnar okkar síkkuðu niður á ökkla. En að því var bara hlegið. Alltaf vorum við að rifja upp þessa yndislegu ferð og ekki má gleyma ljóðabókinni sem þá varð til en aldrei gefin út. Núna seinni árin las ég oft fyrir þig úr bókinni gegnum síma og mikið var þá hlegið. Þú baðst mig að skrifa hana upp og senda þér en ég var ekki búin að koma því í verk og harma ég það mjög. Með börnum okkar tókst góður yinskapur. Þau voru á líkum aldri. Ég er ykkur þakklát fyrir traustið sem þið sýnduð okkur Sidda þegar við fórum með allan bamahópinn til Lúxemborgar. Það var alltaf stutt í hláturinn hjá þér. Stundum sagði ég, að ég hélt, ekkert fyndið en þú hlóst hátt og lengi. Þú gast alltaf séð spaugi- legu hliðamar á öllu. Það er svo margs að minnast og alltaf var svo gaman. Ekki áttum við bíla í þá daga en það þótti ekkert mál að ferðast með rútu. Arshátíðir Flugleiða eru ofar- lega í minningunni. Þá gistum við hjá ykkur á Bræðraborgarstígnum og það urðu alltaf tvær nætur. Svo voru það þorrablótin sem við héldum hjá ykkur og í Eskihlíðinni hjá Sigrúnu og Sigga og auðvitað var Oddur með. Síðar bættust Auð- ur og Gunnar í hópinn. Svo fóru barnabörnin að koma og auðvitað varst þú á undan mér að verða amma og líka langamma. Ég komst aldrei nær þér en að vera með tærnar þar sem þú hafðir hælana í þeim efnum. Við hittumst ekki oft seinni árin en létum símann um samband okk- ar. Þá snerist umræðan gjaman um ömmubömin og mikið elskaðir þú þau öll. Það var svo gaman að heyra þig tala um tvíburana. Þú sagðir svo oft „litlu hjónin“. Þú varst stórkostleg amma, og börn hændust að þér. Elsku Hjödda mín, þakka þér fyrir alla þína tryggð í veikindum mínum. Þegar ég fékk hjartaáfallið komst þú á hverjum degi til mín á Borgarspítalann. Undanfarin ár hringdir þú í hverri viku til að vitja um mig. Þú vildir vita hvað lækn- arnir segðu, hvernig þetta héldist við. Þú fylgist svo vel með mér. Svo fór að ganga betur hjá mér og þá gladdist þú mikið með mér. Ég var glöð og þakklát, en þá kom reiðarslagið. Þú greindist með krabbamein. Æðruleysi þitt þegar þú sagðir mér úrskurðinn líður mér aldrei úr minni. En ég þekkti þig það vel að röddin sagði meira en orðin. Elsku vina, ég ætla að muna þig eins og ég sá þig síðast. Þú sast íiliálíií bnt ai) liiwáliiiJ UtfarQrstofan annast meginhluta allra útfara á höfu3borgarsvæ5inu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjánusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266 - www.utfarastofa.com Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Ber- ist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur far- ið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HJORDIS GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.