Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 59
-<8lwaag!—rm—> MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 59 1 < ! á stól við gluggann á sjúkrastof- unni í fallega bleika sloppnum þín- um og horfðir heim á Birkigrund- ina. Við rasddum ekki um trúmál fyrr en á þessu ári, og þá vissi ég að við vorum sammála í þeim efnum eins og um flesta aðra hluti. Ég veit að þið Diddi áttuð gott sumar og fóruð víða um landið. Þú varst svo ánægð með ferðina á Vestfirði. Þú hringdir í mig og sagðir mér ferðasöguna. Þú lýstir fyrir mér landslagi, stöðum sem þið komuð á og litlu kirkjunni sem heOlaði þig svo. Lýsingin var svo lifandi hjá þér, að mér fannst ég vera þarna með þér. Alltaf var jafngott að heimsækja ykkur á Birkigrundina og ekki varstu lengi að framkalla dýrindis veislumat þótt þú ættir ekki von á heimsókn. Ég kalla þetta oft „Hót- el Birkigrund". Enda var það svo, að ef einhver flutti út frá ykkur var annar kominn í staðinn. Nú verður tómlegra að koma þangað þegar enginn kallar: „Hver er.“ Það var engin lognmolla þar sem þú varst, enda alltaf hrókur alls fagnaðar. Ef börnin þín voru með gleðskap eða fóru í útilegu, var sjálfsagt að hafa ykkur foreldrana með. Meðal vinnufélaga mannanna okkar var alltaf talað um Hjöddu hans Didda og Ragnheiði hans Sidda, ekki vorum við nú þekktari en það. Við vorum víst heldur háværar þegar við vorum saman, en við vor- um bara svona og reyndum aldrei að vera eitthvað annað en við vor- um. Hjödda mín, ég þakka þér fyrir trúnaðinn sem þú sýndir mér í okk- ar síðasta samtali. Ég mun varð- veita það samtal með sjálfri mér alla tíð. Ég veit að þú varst oft lasin og þreytt en þú kvartaðir aldrei. Ég hvatti þig til að fara til læknis, en þú sagðir að þig vantaði bara fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Öll erum við Guði þakklát fyrir að þú þurftir ekki að þjást meira, og ég veit að pabbi þinn tekur á móti þér, elsku litlu stúlkunni sinni. Það var svo undurljúft að hlusta á þig tala um pabba þinn og fá að heyra hvað þið vorum miklir vinir. Þú sagðir mér margar sögur af samskiptum ykkar. Kæra Geirlaug, Diddi og Hjör- dís. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. En við skulum muna að minningin um elskulega einkadótt- ur, systur og mágkonu lifir í hjört- um okkar allra. Elsku Diddi, mestur er missir þinn. Ég bið góðan Guð að gefa þér, börnum, tengdasonum, ömmu- bömum og langömmubörnum styrk í ykkar miklu sorg. Elsku Hjödda mín. Ég og fjöl- skylda mín biðjum góðan Guð að varðveita þig. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga þína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín vinkona Ragnheiður. 27. október, síminn hringir, Diddi er í símanum. Hjördís er dá- in. Guð minn góður, ekki láta þetta vera satt. En því miður er svo. - Aðeins sex vikum eftir að við viss- um að hún væri með krabbamein er hún Hjödda okkar farin. Við sem ætluðum að gera svo margt saman nú þegar við erum flutt heim aftur. Strax og við hittumst fyrst 1965 urðum við miklir vinir og höfum ávallt verið í nánu sambandi hvar svo sem í heiminum við bjuggum, Keflavíkurflugvelli, Bahamaeyjum, Chicago, Keflavík, Akureyri, New York eða Kópavogi. Alltaf héldum við góðu sambandi sem mest var Hjöddu að þakka. Alveg sama hvað amaði að, alltaf hringdi hún eða kom og þar var tryggðin og góð- semin í fyrirrúmi. Betri vin er ekki hægt að eignast og það sýndu hún og Diddi er við komum heim í vet- ur. Það kom ekki til mála að við færum að leigja okkur húsnæði meðan við biðum eftir íbúðinni okk- ar því það væri nóg pláss hjá þeim. Þessi hjón hafa reynst okkur svo vel að undrun sætir. Við þökkum þeim allt sem þau hafa gert fyrir okkur, svo ótalmargt að ekki verð- ur upp talið. Nú sitjum við hér og grátum en í gegnum tárin má þó brosa að góðu minningunum; t.d. ferðin fræga 1968 til Portúgal. Heimsóknir til Bahamas og Chicago. Ferðin til Cayman Islands. Akureyrarheim- sóknir, 60 ára afmæli Didda í New York og núna síðast frábærir dagar okkar fjórmenninganna á Snæ- fellsnesi og Breiðafirði. - Góðar minningar ryðjast fram í huga manns. - Munið allan fína matinn hennar Hjöddu, sælkerasjávar- réttasúpuna og kökurnar. Þar voru myndarlegheitin við prjónana. Oft hlógum við að því og sögðum að hún hefði prjónað sér sófasett. Þegar einhver vandamál steðjuðu að voru þau ávallt leyst og látin víkja fyrir hæfilegri gamansemi með hennar sérstöku kímnigáfu. Hér sitjum við nú og vorkennum okkur sjálfum fyrir að missa góða vinkonu, en missirinn er vissulega miklu meiri fyrir eiginmann, móð- ur, börn og barnabörn. Hjördís var alltaf miðjan í hópnum og með hug- ann hjá fjölskyldunni. Ollum leið vel í návist hennar. Hjördís barðist drengilega við sjúkdóminn og kvartaði aldrei en henni voru ekki gefin tækifæri og tíminn var of naumur. Dauðinn knúði fram ósanngjaman sigur. Diddi, elsku vinur, - Geirlaug, Guðmundur, Svava, Birna, Helena Sif og fjölskyldur: Við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Tekur nú jörðin eigu sína aftur, ástúðarkonu, skyldurækna mjög, nka af kostum, þeim er þyngdarkraftur þeygi fær komið undir moldarlög. Faðmlagið býður feðrasveitin ljúfa, færir þig nú að sinni hjartarót Minningin stígur eins og dáieg dúfa deginum bjarta og himni ljósum mót. (Guðm. Friðjónsson) Margrét og Gunnar Oddur. Mig langar að minnast hennar Hjördísar sem kvaddi þetta líf svo snögglega. Hjördís var mikil dugn- aðarkona sem ég trúði og vonaði að næði heilsu á ný. Hún var mjög sjálfstæð kona og lífsglöð sem tók erfiðleikum sínum af æðruleysi og miklu hugrekki, og var hún studd dyggilega af sínum nánustu. Nú er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir samfylgdina og vináttu í gegnum árin, en það eink- enndi Hjördísi hversu trygglynd og vinaföst hún var. Með þessum orðum langar mig að þakka þér samfylgdina, elsku Hjördís mín. Við erum þér þakklát fyrir allan þinn kærleik og hlýju. Elsku Kristinn, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Veit henni, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífðar ljós lýsa henni. Hvíldu í friði, elsku Hjördís. Margur salur er í húsi herrans. Engirrn hrakinn er á dyr sem þangað fer. Svo ég trúi því er held ég héðan muni herbergi þar bíða eftir mér. Hann var særður vegna synda okkar. Hann var svívirtur og dæmdur fyrir mig. Einn mun dagur yfir sorg og syndir rísa, þegar sigur hans mun lýs á mig og þig. Taktu kærleikanum við sem Kristur gefur, svo þú komist á þann stað sem iofað er. Margur salur er í húsi herrans. Enginn hrakinn er á dyr sem þangað fer. (J. F. Guðnason.) Guðrún Adólfsdóttir og fjölskyldan Birkigrund 68. + Árni Pétur Jóns- son fæddist í Keflavík 22. septem- ber 1919. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kefla- vík 23. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Kr. Magnússon verka- maður, f. 1.6. 1892, d. 7.1. 1969, og Hall- dóra Jósepsdóttir, f. 24.9. 1895, d. 19.7. 1966. Pétur átti íjóra bræður. Þeir eru: Lúðvík, f. 15.8. 1916, maki Helga Jónsdóttir, f. 20.8. 1917; Ingibergur, f. 5.6. 1922, maki Elín Ingólfsdóttir, f. 12.12. 1925; Magnús, f. 21.6. 1925, maki Einhildur Pálmadótt- ir, f. 20.12. 1924; og Garðar, f. 7.11.1928, maki Eygló Gísladótt- ir, f. 9.8.1929. Pétur giftist 8. júlí 1944 Svönu E. Sveinsdóttur, f. 25.3.1925, d. 21.5.1999. Foreldr- Alltaf er maður jafn óviðbúinn fréttum af andláti þeirra sem standa manni næst og að mæta þeim breytingum sem verða, það brjótast út bæði reiði, vonbrigði og sorg. En svo fer maður í huganum yfir liðinn tíma og finnur svo margt jákvætt og gott í minningarsjóðn- um sem hjálpar manni á stundum sem þessum. Það er margt sem leit- ar á hugann nú þegar ég kveð for- eldra mína með svo stuttu millibili en það eru aðeins um fimm mánuðir síðan móðir mín lést. Ég var lang- yngst af mínum systkinum og þau eldri farin að heiman þegar ég var að alast upp. Það mynduðust því ón- eitanlega á milli okkar sterk tengsl og vinátta og hafði það aldrei áhrif á mínum unglingsárum að eiga „full- orðna“ foreldra þar sem þau voru einstök hvað þau báru mikið traust til mín. Þegar vinkonur mínar fóru út að skemmta sér á laugardag- skvöldum valdi ég það oft að vera heima með mömmu og pabba. Þá eldaði ég handa okkur góða máltíð og við leigðum okkur góða vídeó- spólu, þetta eru í minningunni skemmtilegir tímar. Þau voru líka mörg sumrin sem við fórum til sól- arlanda og var þá Mallorca áfanga- staðurinn, þama áttum við saman margar ógleymanlegar stundir. Það varð síðan hlutskipti mitt í lífinu að setjast að erlendis þar sem ég er búsett í dag og mikið er ég þakklát fyrir það hvað þau tóku því vel þeg- ar ég kynnti þau fyrir verðandi tengdasyni sem er holienskur og hvað þau reyndust honum vel. Við komum nokkrum sinnum í heim- sókn til íslands og þá beið okkar alltaf stafli af pönnukökum sem mamma hafði bakað því henni var mjög umhugað um að Antwan kynntist því að borða pönnukökum- ar hennar sem alltaf vora vinsælar hjá öllum í fjölskyldunni. Foreldrar mínir áttu þess kost að heimsækja okkur nokkram sinnum til Hollands en sumarið 1998 komu þau til að vera viðstödd brúðkaup okkar ás- amt nánustu ættingjum og eigum við fjölskyldan öll einstaklega bjart- ar minningar frá þeim tíma en það var líka síðasta ferðin þeirra utan. Fyrir fjóram vikum kom ég heim til að fagna með fjölskyldunni í til- efni af áttatíu ára afmæli pabba, við áttum saman yndislega kvöldstund og heila viku saman, en þær minn- ingar fylla mig nú þakklæti og veita mér styrk á þessum erfiðu tímum. Það á eftir að taka mig langan tíma að átta mig á því að þegar ég kem í heimsókn til Islands þá bíður ekki lengur æskuheimilið í Kefla- vík. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að þið séuð farin og svona stutt sé á milli ykkar, mér finnst ég eiga eftir að þakka ykkur svo mikið íyrir allt sem þið hafið gert fyrir mig, alla þá ást og góðvild sem þið sýnduð mér en þið vorað svo ein- staklega hjálpleg og til ykkar gat ég alltaf leitað. Ég kveð ykkur nú ar hennar voru Sveinn Arnoddsson, f. 4.10. 1895, d. 18.10. 1946, og Kristín Guðmunds- dóttir, f. 17.12. 1885, d. 18.7. 1964. Börn þeirra: 1) Sveinn Kr., f. 22.1. 1944, maki Guðrún Iðunn Jónsdóttir, f. 24.7. 1953. Þeirra bam er Gunnar Hrafn, f. 11.6. 1996. Sonur Guðrúnar er Hannes Jón, f. 13.11. 1975. 2) Steinunn Hafdís, f. 15.10. 1948. 3) Jenný Olga, f. 13.10. 1951, maki Veigar Már Bóasson, f. 6.8. 1950. Þeirra böm em Árni Pét- ur, f. 15.3.1979, Helgi Már, f. 4.5. 1982, og Steinar Páll, f. 6.2.1987. 4) Kristín, f. 3.4. 1968, maki An- twan Spierings, f. 29.9.1971. títför Péturs var gerð frá Hvalsneskirkju 3. nóvember. hinstu kveðju með þakklæti fyrir allt og allt. „Þótt ég sé látinn hannið mig ekki með tárum, hugsið ekld um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþ. höf.) Ykkar Kristín. Hver minning dýrmæt perla að iiðnum lífsins degi Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þökkum þér. Þinn kærleiki í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það þeim sem fengu að kynnastþér. dingibj. Sig.) Með þessu kvæði vil ég kveðja föður minn hinstu kveðju. Það er skammt stórra högga á milli í okkar litlu fjölskyldu en fyi-ir um fimm mánuðum kvaddi móðir mín og var það okkur öllum sár söknuður sem hana þekktum. Þrátt fyrir að pabbi hafi ekki verið heill heilsu um nokkurn tíma þar sem fæturnir vora farnir að gefa sig þá var hann einstaklega duglegur að fara allra sinna ferða akandi, hvort sem það vora ferðirnar niður á bryggju eða að gera innkaupin. Þegar hugur minn leitar til baka minnist ég þeirra ára sem pabbi vann við tollgæslu á Keflavíkurflug- velli en það var hans aðalstarf. Eg efa það ekki að þar hafi hann rækt- að sitt starf af miklum dugnaði og trúmennsku. En hann lagði á það áherslu í okkar uppeldi að við skyld- um sýna þá eiginleika í okkar dag- lega lífi. Fyrir mörgum árum ræddi pabbi um það við mig að hann hefði viljað sem ungur maður læra hár- skeraiðn þegar hann enn var í for- eldrahúsum en í þá daga var erfitt að láta slíkan draum rætast þar sem það tíðkaðist að láta launin renna í heimilið. En þrátt fyrir að sá draumur hafi ekki ræst tel ég að hann hafi verið ánægður með toll- gæslustarfið sem varð hans ævi- starf. Pabbi var alveg einstaklega minnugur á fólk og ættfróður en þegar ég var að alast upp þá minn- ist ég þess að maður þurfti ekki nema rétt að nefna einhvem með nafni þá vissi hann um leið deili á viðkomandi aðila. Þegar maður missir foreldra sína með svona stuttu millibili lít ég svo á að komið sé að ákveðnum kafla- skilum í lífi mínu, ferðimar til Keflavíkur eiga eftir að verða öðru- vísi þar sem ekkert af okkur syst- kinunum er búsett þar. Það á eftir að taka langan tíma að átta sig á þessum viðskilnaði en minningarn- ARNIPETUR JÓNSSON ar um foreldra mína eiga eftir að ylja mér og fjölskyldu minni um ókomin ár. Foreldrar mínir reynd- ust mér og minni fjölskyldu ætíð veL og það stóð aldrei á föður mínum að' ~ styðja okkur ef þannig stóð á en hann var alltaf meira gefandi en þiggjandi. Vetur konungur hefur gengið í garð og brátt fer að líða að jólum og aldamótum, en síðustu tuttugu árin höfðu foreldrar mínir dvalið á mínu heimili á aðfangadagskvöld og þær stundir verið fjölskyldu minni afar dýrmætar. Það verður söknuður og eftirsjá á þessum jólum en um leið munum við minnast liðinna jóla með mikilli væntumþykju. Að lokum vil ég fyrir mína hönd - og systkina minna þakka bræðrum föður míns þann hlýhug og stuðning sem þeir sýndu honum eftir andlát móður minnar. Ég kveð nú foreldra mína og þakka þeim alla þá ást og kærleika sem þau sýndu mér og minni fjöl- skyldu alla tíð. Guð blessi minningu þeirra. Jenný Olga. Hér kæra sendi kveðju með kvöldstjömunni blá, þaðhjarta.semþúátt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. 0, guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjami Þorst.) Nú er elsku afi okkar farinn til hennar ömmu sem hann saknaði svo sárt. Hann var mjög góður og hjálpsamur maður og virtur af öll- um sem kynntust honum. Hann var sterkur maður hann afi og gat glímt við okkur alla og bar hann oftast sigur úr býtum þrátt fyrir háan ald- ur. Fyrstu minningarnar um hann V era frá því að við komum í pönnu- kökur til ömmu og afa í Keflavík, en þá beið sá elsti okkar yfirleitt eftir því að afi kæmi heim úr vinnunni en hann gegndi stöðu varðstjóra í toll- gæslunni á Keflavíkurflugvelli. En það var mikil upphefð í barnshug- anum að fá að máta tollarahúfuna hans afa. Þegar hann var í fríi fór hann með okkur út að keyra, en hann hafði alltaf mikla ánægju af ökuferðum, hann sagði okkur frá því að löngu áður en barnabömin komu í heiminn hefði hann verið rátubílstjóri, vörabílstjóri og öku- kennari. í þessum ferðum okkar byrjuðum við á bryggjunni og síðan var það venja að fara á flugvöllinn að skoða tollinn og flugvélarnar. Það er margs að minnast og margs að sakna. Við söknum og gleðjumst um leið yfir því að þið amma erað nú saman á ný og þökk- um allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, elsku afi. Ami Pétur, Helgi Már og Steinar Páll. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. 3lómabúðin öar*5skom v/ Fossvogskií'kjugará Sími: 554 0500 H h H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Simi 562 0200 IIIIIIIIIIIIIII H 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.