Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 60

Morgunblaðið - 04.11.1999, Side 60
fiO FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR PALL JÓNASSON I Einar Páll Jónasson fæddist í Reykjavík 11. maí 1954. Hann lést á Landspítalanum 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Haukur Ein- arsson, blikksmiða- meistari, f. 15. sept. 1929, d. 5. nóv. 1983, og kona hans Elin Aróra Jónsdóttir, f. 18. júh' 1932. Systk- ini Einars eru: 1) Jón Svavar Jónasson, f. 4. feb. 1949, blikk- smíðameistari í Garðabæ, maki Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, f. 24. sept. 1951. 2) Asthildur Jónas- dóttir, f. 27. júní 1950, húsmóðir í Súðavík, maki Jónbjöm Björns- son, f. 18. feb. 1948, verktaki. 3) Sturla Már Jónasson, f. 16. sept. 1959, skipstjóri á Patreksfirði, maki Kristín Bjeldsted, f. 6. nóv. 1959. 4) Jónas Jónasson, skák- kennari, f. 4. okt. 1964. Hinn 24. okt. 1981 kvæntist Einar Hrafnhildi Sigurgeirsdótt- ur, viðskiptafræðingi og kenn- ara, f. 3. nóv. 1956, dóttur Sigur- geirs Jónssonar, f. 11. apríl 1921, fv. hæstaréttardómara og konu hans Hrafnhildar Kjart- ansdóttur Thors, f. 30. sept. 1919. Böm Einars og Hrafn- hildar em: 1) Jónas Haukur Einarsson, f. 9. apríl 1980, nemi í MK. Unnusta hans er Laufey Karítas Einarsdóttir, f. 20. des. 1982. 2) Hrafn- hildur Einarsdóttir, f. 16. maí 1984. 3) Helgi Einarsson, f. 5. sept. 1993. Einar varð stúdent frá MR 1975 og lauk BS-prófí í tölvunar- fræði frá HÍ 1979. Hann starfaði í kerfísdeild Sambandsins frá 1979-1981, hjá Aco hf. 1981- 1982 og hjá Skýrsluvélum ríkis- ins og Reykjavíkurborgar, síðar Skýrr hf., árið 1982. Einar var lektor við Viðskiptadeild HÍ á ár- unum 1985-1992. Utför Einars verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Það er svo skrítið og erfítt að hugsa til þess að þú sért farinn til Guðs. Þú sem ert alltaf búinn að vera hjá mér og styðja við bakið á mér, sama hvað dundi á. Þú vildir alltaf gera allt fyrir mig, sama hvað það var. Ef að ég fór í fylu eða í vont skap gerðirðu allt til að gleðja mig og ef mig langaði rosalega mikið í eitthvað vildirðu gefa mér það. Ég man líka eftir því a þegar ég var lítil og var eitthvað að kvarta yfir einhverju við þig þá varstu vanur að segja: „Eru allir vondir við þig?“ og svo knúsaðirðu mig alveg i bak og fyrir og sagðir svo: „Allir nema pabbi.“ Og ég man líka eftir því þegar ég var búin í baði þá tókstu þéttingsfast utan um um og þefaðir í hálsakotið og sagð- ir: „Umm, hvað það er góð lykt af þér.“ Þegar ég var yngri átti ég oft erfítt með að sofna. Þá varst þú allt- af til í að horfa smá á sjónvarpið með mér eða gafst mér volga mjólk eðacheerios. Ég skil ekki af hverju þú þurftir að fá krabbamein og fara svona snemma. Þú sem varst alltaf svo duglegur og hraustur. Þú fórst svo 'Lskyndilega að maður áttar sig ekk- ert á þessu, hvernig þú gast allt í einu orðið svo mikið veikur. En ætli við ráðum nokkru um það, þetta hefur bara átt að fara svona. Én ég veit ekki alveg, elsku pabbi, hvem- ig við eigum að komast af án þín. Ef það kom upp eitthvert vandamál varst það yfirleitt þú sem fannst lausnina. Ég get þó þakkað fyrir þann tíma sem ég fékk með þér og allar minningarnar um þig og það sem við gerðum saman, eins og t.d. í sumar þegar þú leyfðir mér að keyra í fyrsta sinnl Og allur út- skurðurinn sem þú gerðir, hann er svo fallegur og minnir mig svo mik- ið á þig. Við ætluðum að gera svo Jíótal margt saman, t.d. að læra sam- an á píanóið og fara á skrautskrift- arnámskeið. Svo ætluðum við öll saman til útlanda næsta sumar. Þótt þú hafir verið svona veikur varstu alltaf jafn bjartsýnn og ég man eftir þegar við vorum nýbúin að frétta þetta sagðir þú við okkur: „Þetta er nú ekki búið fyrr en búið er.“ Elsku pabbi minn, ég elska þig svo mikið að því er ekki hægt að lýsa í orðum. En nú ætla ég að kveðja þig í bili. .* Þín stelpa Hrafnhildur. Hann Einar hennar Höbbu minnar er dáinn. Á nokkrum vikum frá sjúkdómsgreiningu hefur þessi glæsilegi 45 ára gamli maður, sem var ímynd hreysti og karlmennsku, H-orðið að lúta í lægra haldi fyrir þessum illskeytta sjúkdómi, krabbameini. Það var á öndverðum mennta- skólaárum Hrafnhildar dóttur minnar sem hún og Einar Páll Jón- asson fóru að draga sig saman, en hann var í sama skóla, einum eða tveimur árgöngum ofar. Mér leist ekki vel á það að námi lyki með til- skildum prófum ef af heimilisstofn- un yrði er skólaganga væri svo stutt á veg komin. Allt fór það þó vel, því heimilisstofnun var geymd þar til Hrafnhildur hafði lokið stúd- entsprófi og síðan luku þau bæði háskólanámi, hann í tölvunarfræði og hún í viðsldptafræði. Þau hafa nú í 23 ár búið saman á þremur stöðum í stækkandi hús- næði eftir því sem samsvaraði efna- hag og fjölskyldustærð, lengst af í Kópavogi, en þar voru æskustöðvar beggja. Einar var frekar dulur maður, en það er ég að sumu leyti einnig. Milli okkar var því ekki náið samband þó að við hjónin umgengjumst þau Einar og Hrafnhildi og fjölskyldu talsvert mikið. Ég hafði því aldrei almennilega gert Einari grein fyrir því hve mikils ég mat hann, bæði sem mann og heimilisföður. Ég rit- aði honum því á sjúkrabeðinn hinn 26. september sl. nokkrar línur, sem áttu að lýsa í aðalatriðum til- finningum okkar hjóna til hans. Efni bréfsins var þetta: „Þú veist víst ábyggilega hve vænt mér þykir um Höbbu mína og elsku börnin ykkar. Hins vegar er ég ekki alveg viss um, að þú gerir þér grein fyrir því hve kær þú ert okkur Hrafnhildi. Ég hef ekkert hugsað út í það fyrr en eftir að ég fékk fréttir um veikindi þín. Frá þeim tíma hefur þú varla vikið úr hugsunum mínum og bænum. Ég fullvissa þig um djúpan kær- leika til þín og virðingu fyrir ýms- um kostum þínum, sem ég met svo mikils, svo sem reglufestu, ná- kvæmni, starfsfýsi og dugnað. Heilbrigt líf þitt og gott almennt líkamsástand vona ég að styrki þig í baráttu við sjúkdóminn og að með Guðs hjálp dugi það þér til sigurs. Ég ætlaði að segja þér þetta munnlega, en ég var ekki viss um að ég gæti komið því óbrengluðu út úr mér. Því sendi ég þér þessar lín- ur. Guð blessi þig.“ Ég vík í bréfinu að nokkrum kostum sem ég met sérstaklega mikils. Verk þau sem Einar innti af höndum, bæði við heimili sitt og öðrum til aðstoðar, þar á meðal mér, voru eftir mínu viti bæði mikil og vönduð, en hjá honum tel ég hafa farið saman mikil afköst og vönduð vinnubrögð. Mér sýndist öll verk sem hann vann í tómstundum, hvort sem það var við húseignir, bifreiðir eða garðyrkju bera þess merki að hann hafi alltaf kunnað verkin og aldrei kastað höndunum til nokkurs verks. Síðustu árin tók Einar upp nýtt tómstundastarf, sem átti háan sess í huga hans, en það var útskurður í tré. Ég hef ekki vit á að dæma um gæði þess tómstundastarfs, en íyrir mínum leikmannsaugum var þar um fallegt handbragð að ræða og stærstu verk hans finnst mér merkilegir gripir. Hrafnhildi dóttur minni og börn- unum, sem eru mér svo kær, óska ég þess að þeim takist með alúð og dugnaði að vinna sig út úr sorginni, og eins og ég sagði við eitt barn- anna: Þið heiðrið best minningu föður ykkar með því að vera áfram það duglega og góða fólk sem þið hafið verið. Sigurgeir Jónsson. Skuggi af manninum með ljáinn hefur hvílt á okkur um nokkra hríð. Einar Páll háði harða baráttu, lengi vel án þess að vita hvert meinið væri. Sárkvalinn lét hann ekki á neinu bera þar til læknar loks greindu rétt hversu alvarlegur sjúkdómur hans var. „Meðaltalstöl- ur segja ár,“ sagði læknirinn fyrir nokkrum vikum. Einar Páll hlaut að brjóta meðaltalið, kannski um mörg ár. Við gátum ekki sætt okk- ur við þann harða raunveruleika sem við okkur blasti. Hann var svo ungur og svo hraustur og átti svo margt ógert. Einar var mikill fjölskyldumaður og bera börn hans foreldrum sínum fagurt vitni. En hann var ekki að- eins slíkur gangvart kjamafjöl- skyldunni heldur var hann mikill félagi okkar sem tilheyrum fjöl- skyldu hans í víðari merkingu þess orðs og hafði gjarnan frumkvæði að því sem við höfum gert í samein- ingu okkur til gleði og traustur var hann þegar á reyndi. Þegar Hrafnhildur og Einar kynntust voru þau bæði ung. Hrafnhildur örverpið í sínum systkinahópi og enginn var nægj- anlega góður fyrir hana að okkar mati. Einar var ungur og ómótaður. Mannkostir hans vom okkur óljós- ari þá en þeir urðu síðar. Þau stofn- uðu heimili og betur og betur kom í ljós með hve mikilli vandvirkni og myndarskap hann stóð að öllum framkvæmdum. Hæfileikar Einars gerðu það að verkum að við fórum að leita til hans eða hann bauð fram aðstoð sína. Hann var sérstaklega bóngóður og taldi ekki hlutina eftir sér. En ef gert var fyrir hann mundi hann það vel og þakkaði. Hann var maður sem vildi frekar að það hallaði á hann í skiptum fremur en öfugt. Það fór ekki hjá því að við kynningu vann hann stöðugt á. Ur þessum ómótaða einstaklingi spratt góður, skyldurækinn, traustur og hreinskiptinn maður sem sýndi mikin sveigjanleika og bjartsýni og hann varð mikill félagi okkar og vinur. Einar var einstakt snyrtimenni og vildi hafa hlutina í föstum skorð- um. Það var ekki hans stfll að liggja vanmáttugur á sjúkrahúsi. Hann var staðráðinn í því að berjast eins lengi og hægt var við mein sín. Hann sætti sig ótrúlega við aðstæð- ur og reyndi að fara að ráðum lækna. Hann sýndi í lokabaráttunni nær ofurmannlegan viljastyrk og gerði allt sem hann gat til að eiga afturkvæmt af sjúkrahúsinu. Einar var bæði listhagur og lista- maður. Hann vann verk m.a. í málm, leir og tré. Verk hans voru oftar en ekki hans hönnun og smíði og engin tvö verk hans voru eins. Síðustu árin hefur hann unnið mörg stórvirki í útskurði. í hverju verki er tekið fyrir eitt þema í myndum og máli í rúnum og höfðaletri. Nán- ast enginn flötur var látinn óskr- eyttur. Það var unun að hlusta á hann lýsa allri þeirri hugsun sem lá að baki hverju verki. I þeim hluta bflskúrsins sem hann notaði til vinnu sinnar er verk sem hann ætl- aði dóttur sinni en náði ekki að ljúka,-svo brátt báru veikindin hann ofurliði. Þessi fáu orð fá ekki lýst þeim söknuði sem við berum í brjósti. Fjöldi minninga um hann frá gleð- istundum fjölskyldunnar líður okk- ur seint úr minni. Sárast er að finna söknuð hans nánustu sem sjá á bak ástkærum eiginmanni, föður, syni, bróður, frænda og vini. Við vottum þeim öllum innilega samúð. Að lokum viljum við þakka öllu starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans sem annaðist Einar og aðstoðaði fjölskylduna á erfiðum tímum. Ekki er hægt að hugsa sér persónulegri og hlýlegri umönnun. Hrefna og Guðjón, Kjartan og Þórdís, Jón og Herborg. Á kveðjustund leitar hugurinn liðinna daga, daga frá æsku- og unglingsárum okkar. Minningam- ar eru ófáar, samverustundirnar svo ótal, ótal margar. Stundum af miklu tilefni, stundum litlu eða engu. Allar eru þær umluktar heið- ríkju, gleði og sannri vináttu. Á kveðjustund, við svo ótíma- bæi-t fráfall Einars frænda, þakka ég honum samfylgdina og bið Guð að styrkja þá sem sárast syrgja. Farðu í friði, fallegi frændi. Friður Guðs þig blessi. Ásta frænka. Þegar við komum saman til að skrifa þessa grein hafði hver sína minningu um Einar. Eitt voram við þó sammála um, að við höfðum misst góðan vin. Gaman var að sitja við eldhúsborðið hjá Höbbu og Ein- ari og ræða um heima og geima en þá sýndi Einar alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Hann hafði ávallt skýrar skoðanir á hlut- unum og gaf okkur góð ráð sem við fórum mismikið eftir. Einar var reglusamur og hugsaði vel um heilsu sína. Því komu þessi veikindi okkur í opna skjöldu. Einar var mjög vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi, og ber heimili þeirra það með sér. Éyrir aðeins sjö vikum lagði hann lokahönd á byggingu bíl- skúrs. Oft gekk illa að fá iðnaðar- menn til verksins og í stað þess að bíða eftir þeim réðst hann í verkin sjálfm- og var oftar en ekki búinn að vinna verkið þegar iðnaðamennirn- ir komu. Með þessum orðum kveðjum við þig, kæri vinur, og þökkum þér fyr- ir góðar stundir, góð ráð og hug- hreystingu. Við biðjum góðan guð að styrkja ykkur, Habba, Haukur, Laufey, Hrafnhildur og Helgi, í ykkar miklu sorg. P.s. Sæunn Snorradóttir biður þig að passa bróður sinn, Baldur. Snorri, Inga, Alma, Gunnar, Haraldur og Sæunn. Sorgarfregnirnar bárust okkur til Noregs að kvöldi þriðjudagsins 26. október. Hann Einar vinur okk- ar er dáinn. Hvernig getm- það ver- ið? Það eru ekki nema nokkrar vik- ur síðan þið Habba voruð í heimsókn hjá okkur hérna í Sande- fjord. Ekkert okkar grunaði þá að þú værir með illkynja sjúkdóm. Við höfum þekkst síðan þið Habba byrjuðuð að vera saman. Seinna fluttum við til Noregs en við héld- um alltaf sambandinu. Þið heim- sóttuð okkur til Noregs og við hitt- umst í hvert skipti sem við komum til íslands. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar á Hrauntunguna. Gestrisnin var í hávegum höfð og þú vildir allt fyrir okkur gera. Þú varst alltaf svo rausnarlegur. Okkur þykir óskaplega vænt um að þið skylduð koma til okkar í sumar. Við náðum svo vel saman og skemmtum okkur svo vel. Þú varst svo hress og kátur þó að bakið hafi hráð þig. Við gleymum aldrei þeim góðu samverustundum. Bíltúrun- um, strandferðinni, bæjarferðinni til Larvik þar sem þið Ivar keyptuð risastóra sælgætispokann og kvöldin sem við sátum og spiluðum brids fram eftir öllu. Við erum þakklát fyrir þessar góðu minningar og munum geyma þær eins og fjársjóð. Elsku Habba, Haukur, Hrafn- hildur og Helgi. Megi Guð vera með ykkur á veg- inum í gegnum sorgina. Er lífið aðeins lítið kertisskar, er lýsir skammt og slokknar allt of fljótt. Vor fyrirheit: tár og athvarf: opin gröf? - Nei, ekkert svar. (Davíð Askelsson.) Kristín og ívar Ramberg, Sandefjord, Noregi. Við fráfall Einars Páls staldrar maður við og áttar sig á því enn einu sinni að lífið er alls ekki sjálf- gefið. Sumum okkar er ætlað skemmri tíma en öðrum og er það undir okkur komið hvernig við nýt- um þann tíma. Leiðir okkar lágu saman í Há- skólanum þar sem við vorum við nám í tölvunarfræði. Við komum úr ýmsum áttum, en fljótlega byrjuðu vinaböndin að hnýtast. Þau vina- bönd hafa verið traust og var Einar sá sem átti hvað stærstan þátt i að þau héldust jafn traust og raun bar vitni. Á háskólaárunum hittumst \úð iðulega heima hjá Einari og Höbbu á Skeggjagötunni og hlustuðum á sænsk dægurlög, ræddum málin, stríddum hvert öðru og skemmtum okkur saman. Síðan þróaðist vinskapurinn, fjölskyldumar stækkuðu og við íylgdumst með börnunum okkar vaxa úr grasi. Um árabil stóðu Einar og Habba fyrir hópferðum í sveitasæluna að Árbakka í Biskupstungum þar sem fjölskyldumar hittust og áttu sam- an margar ógleymanlegar stundir. Þessar ferðir urðu fastur punktur í tilverunni og ætíð mikið tilhlökkun- arefni, bæði hjá börnum og foreldr- um. Það rifjast upp að þar leysti Ein- ar eitt vandamál skemmtilega. Þannig háttaði til að tvö hús voru á staðnum og nokkur spotti á milli þeirra. Einar kom þá með langa snúru og kallkerfi og tengdi húsin saman þannig að við gátum setið róleg á kvöldin. Þetta var áður en þessi tækni varð almenn. Atorka Einars var ótrúleg. Hann virtist alltaf hafa tíma til að sinna vinum sínum og óneitanlega vöktu athygli hin miklu afköst hans við að breyta og laga heima við, hvort sem það voru húsnæðisbreytingar, hús- gagnasmíði, útskurður í tré eða annað. Handverk Einars var ein- staklega fallegt og ber heimili þeirra hjóna þess glöggt merki. Heimilið og fjölskyldan voru Einari mjög mikilvæg og bar hann ávallt hag bama sinna mjög fyrir brjósti. Einar var mikill grallari í hóp, stutt í hláturinn og sá hann ætíð spaugilegar hliðar á málunum. Þrátt fyrir erfiða sjúkdómslegu síð- ustu vikurnar tókst Einari oft að slá á létta strengi. Það er sárt að kveðja góðan vin, en það er huggun hversu hlýjar minningar eru tengdar Einari. Megi góður Guð styrkja Höbbu, Hauk, Hrafnhildi og Helga og aðra aðstandendur. Bergpir og Þuríður, Gunnar og Elín, Heiðar og Guðrún Elísabet, Jón Þór og Hallfríður. Kveðja frá Rótarýklúbbi Kópavogs Þegar váleg tíðindi berast, mega orð sín lítils. Okkur setti því hljóða við lát félaga okkar, Einars Páls Jónassonar, er hann var skyndilega hrifinn burt í blóma lífsins frá fjöl- skyldu sinni og vinum. Ekki er nema rúmur mánuður liðinn síðan hann hringdi til okkar og boðaði fjarvist sína um skeið vegna veik- inda sem vonandi væru ekki alvar- leg. Nú er hann látinn eftir stutta en harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm, krabbameinið. Gagnvart slíkum atburði standa menn agn- dofa og harmi lostnir. Einar Páll Jónasson gekk í Rót- arýklúbb Kópavogs hinn 15. des- ember árið 1992. Hann naut þegar virðingar og vinsælda í hópnum, enda mannkostamaður, vel mennt- aður og drengur góður. Hann var hæglátur maður en traustur, greið- vikinn og hjálpsamur. Honum voru óðara falin trúnaðarstörf í klúbbn- um, varð ritari hans og starfaði í nefndum sem gegndu mikilvægu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.