Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 04.11.1999, Síða 68
> 68 FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- \ hópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Frætt um upphaf kirkjunnar í ljósi postula- sögunnar. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu. Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. * 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur * málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að stund lokinni. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagnarí- hugun kl. 20. Taizé-messa kl. 21, fyrirbæn með handayfirlagningu og smumingu. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Org- eltónlist til kl. 12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður I safn- aðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt í erli dagsins. Fossvogskirkja. Fyrirlestur kl. • 20.30, „Líf í sorg og von“. Sr. Sig- urður Pálsson sóknarprestur flytur. Selijarnarneskirkja. Starf fyrii' 6-8 ára böm kl. 15-16. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30-17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12, Kl. 11.15 leikfimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænarefn- um má koma til prests eða kirkju- ' í varðar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Æskulýðsfé- lag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Fræðandi og skemmti- legar samvemstundir, heyram guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir bömin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14- 16. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10- 12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára böm kl. 17-18.30. Keflavíkurkirkja. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund í Hraunbúðum. Allir velkomnii'. Kl. 17.30 TTT- starfið í hæsta gír. Kl. 18.05 kyrrð- ar- og bænastund. Taizé-söngur, kristin íhugun og fyrirbæn í 20 mín. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kaffi- húsastemmning með ýmsum uppá- komum. Allir hjartanlega velkomn- ir. Ytri-Njarðvíkurkirkja Spilakvöld aldraðra í kvöld kl. 20. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænarefnum má koma til sóknar- prests. Krossinn gengst fyrir unglingamóti í Vindáshlíð um helgina. Mótið hefst á föstudagskvöld og stendur fram á sunnudag. Meginefni mótsins verð- ur „Hann á að vaxa“. Sætaferðir verða frá Krossinum í Hlíðarsmára kl. 19 á föstudagskvöld. Skráning er í síma 554-3377. BRIDS Umsjón Arnór G. Kagnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar STÓRMÓT Bridsfélagsins Munins og Samvinnuferða/Landsýnar verð- ur haldið laugardaginn 20. nóvember t kl. 10 í húsi félagsins á Mánagrand við Sangerðisveg. 1. verðlaun verða kr. 70.000 á par, 2. verðlaun kr. 50.000 á par, 3. verðlaun kr. 20.000 á par, 4. verðlaun kr. 10.000 á par, 5. verðlaun kr. 6.000 á par. Einnig verður dreginn út ferða- vinningur að verðmæti 50.000 fyrir eitt par og eiga öll pör möguleika á að vera dregin út. Handhafi gjafa- bréfanna hefur til umráða ferð með leiguflugi S/L haustið 1999 eða í leiguflugi S/L sumarið 2000 að and- virði 25.000 x 2. Einnig verða dregn- ir út 2 matarvinningar. Keppnisgjald er kr. 6.000 á par, spilað verður Monrad Barometer. Keppnisstjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson. Skráning er hjá Víði * Jónssyni í síma 423 7628 eða 423 7623, Ævari Jónassyni í síma 423 7967 eða 422 7444 og Svölu Pálsdóttur í síma 421 6159 eða 421 4500. Einnig er hægt að skrá sig hjá BSÍ í síma 587 9360. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 26. október spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning og urðu eft- irtalin pör efst í N/S: Olafur Ingvarsson - Þórarinn Amason 256 Albert Þorsteinss. - Bjöm Ámason 252 \ Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórss. 251 Lokastaða efstu para í A/V: Ingibjörg Halldórsd..- Magnús Oddsson 270 Jón Stefánsson - Sæmundur Björnss. 241 Heiður Gestsd. - Þorsteinn Sveinsson 239 Föstudaginn 22. október spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Bragi Salómonss. - Valdimar Lárusson 255 Jón Andrésson - Sæmundur Björnsson 253 Jt Garðar Sigurðsson - Baldur Ásgeirss. 249 Ólafur Ingvarsson - Þórarinn Arnason 249 Lokastaðan í A/V: Guðjón Kristjánss. - Láras Hermannss. 289 Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórsson 284 Albert Þorsteinss. - Sigurberg Sigurðss. 255 Meðalskor var 216 báða dagana. Bridsfélag Suðurnesja Kjartan Ólason og Stefán Jónsson halda enn forystunni í hausttvímenn- ingnum. Fjórtán pör spila og eru spiluð 6 spil milli para. Staðan fyrir síðasta kvöldið er þessi: Kjartan Ólason - Stefán Jónsson 46 Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartansson 24 Grethe Iversen - Ragnar Öm Pétursson 21 Karl Karlsson - Svala Pálsdóttir 15 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Grethe - Ragnar 21 Garðar - Óli Þór 19 KarlG.-Svala 13 Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðisveg. Keppnisstjóri er Þórður Reimarsson. Guðmundur Sveinsson og Ragnar Magnússon efstir í undanúrslitunum Um 60 pör tóku þátt í und- ankeppni Islandsmótsins í tvímenn- ingi sem fram fór um helgina. Guð- mundur Sveinsson og Ragnar Magn- ússon sigraðu með skorina 2.447. Sveinn Þorvaldsson og Vilhjálmur Sigurðsson skoraðu 2.445 og Guð- mundur Pétursson og Snorri Karls- son þriðju með 2.349. Urslitin verða um aðra helgi og verður þátttakendalistinn væntan- lega birtur hér í þættinum síðar. Bridsdeild FEBK Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning fimmtudaginn 28. október. 18 pör mættu til leiks. Stjórnandi var Hannes Alfonsson. Efst urðu: NS Reynir Sigurþórsson - Bjöm Bjamason 195 Sigríður Ingólfsd. - Sigurður Bjömss. 191 Amdís Magnúsdóttir - Karl Gunnarsson 174 AV Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðmundss. 201 Halldór Jónsson - Stefán Jóhannsson 174 Þormóður Stefánss. - Þórhallur Árnason 174 VELVAKAMM Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi tii föstudags Stóriðjudraumurinn HVERNIG dettur fólki með almenna dómgreind í hug, að fólksflóttinn af landsbyggðinni sé ófæddri stóriðju að kenna? Ætli það sé ekki frekar, að stjórnvöld noti stóriðju- drauminn til að breiða yfir mistökin og óréttlætið sem gjafakvótinn og gróðrar- braskið með hann hefur valdið þjóðinni? Stefán Aðalsteinsson Þakkir SNÆFRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og langaði að koma því á framfæri, hversu vel S.D.- smyrslið hefur reynst henni gegn nikkel-ofnæmi og exemi innan í eyrunum. Hún hefur notað þetta smyrsl undanfarin ár með góðum árangri. Hún vill þakka framleiðendum fyrir gott krem og minnast á, að henni finnst lýsislyktin vera svo til horfin. Hvetur hún fleiri til þess að nota þetta frábæra krem. Offituvandamál ÉG HEF heyrt í fjölmiðl- um oftar en einu sinni sl. ár lækna lýsa því yfir að það sé lífshættulegt að fólk sé of þungt. Það er því miður staðreynd að lítið hefur verið gert fyrir þetta fólk, sem líður sálarkvalir yfir sínum sjúkdómi. Samfélag- ið leggur þetta fólk í ein- elti, það fær hvergi frið. Svo eru aðrir sem græða mikla peninga á neyð þessa fólks, sem auglýsa alls kon- ar töfralausnir. Margir halda að þeir sem eru of þungir séu allan daginn að borða. Því fer nú fjarri, oft er þetta fátækt fólk, sem borðar ódýrasta matinn, svo sem kjötfars og fleira. Svo illa þrengir að mörgum að þeh- lifa á hafragraut síðustu vikuna fyrir mán- aðamót. Þetta er ansi ein- hæft fæði. Það er talað um hvað grænmeti sé hollt og gott, en það er svo rándýrt að fátækt fólk hefur ekki efni á slíku. NLFI í Hvera- gerði er góður kostur fyrir þá sem of þungir eru, en það er ekki á færi þeirra efnaminni að dvelja þar. Það sem þarf að koma hér er meðferðarstaður fyrir offitusjúklinga, þar sem þeir fá hjálp samkvæmt læknisráði. Það er ekki nóg fyrir lækna að koma fram í fjölmiðlum og tala um að þetta fólk sé í lífshættu. Þarf ekki að bjarga þess- um mannslífum? Maður líttu þér nær, við höfum öll einhvern bagga að bera, blásum af þessa gömlu fordóma. Sigrún. Leikskólavandinn AÐ GEFNU tilefni langar mig að koma á framfæri hugmynd minni um lausn á vandamálum leikskólanna, þar sem það virðist þurfa að stytta dvalartíma barna eða jafnvel loka leikskólum vegna vöntunar á starfs- fólki. Ingibjörg Sólrún segir að foreldrar verði að leysa þennan vanda. Það segir sig sjálft, að það eru foreldrar sem eru í vinnu, sem senda börn sín í leik- skólana. Þó svo að þeir fegnir vildu væri þeim ókleift að sinna einnig vinnu í leikskólanum. En hvað með allar ömmurnar og afana, sem komin eru á eftirlaun? í þeim hópi eru áreiðanlega margar starfs- fúsar manneskjur og vel starfhæfar á þessum vett- vangi, sem glaðar þæðu þriggja til fjögurra stunda vinnu á dag. Áuðvitað yrði að tryggja að lífeyrir þessa fólks yrði ekki skertur. Mér finnst að forráðamenn þjóðarinnar ættu að taka þetta til athugunar. Kristín Helgadóttir. Óánægður viðskiptavinur FJÖLSKYLDA mín gerir sér oft dagamun á föstu- dögum og pantar þá pitsu í kvöldmat. Síðastliðið föstudagskvöld, 29. októ- ber, ákváðum við að panta pitsu hjá stað sem ekki hefur verið verslað við áð- ur, Pizzahöllinni. Strákur- inn sem tók við pöntuninni var hinn kurteisasti og sagði mér að pitsan yrði komin til mín eftir 30-45 mínútur. Leið svo og beið og loksins rúmum klukku- tíma síðar var bjöllunni hringt og pitsan komin. Sendillinn baðst afsökunar á seinkuninni og sagði mér jafnframt að frönsku kart- öflurnar, sem ég hafði pantað, hefðu gleymst og hann þyrfti að ná í þær og koma svo aftur. Ég var ekki sátt við það og sagði að ég vildi þá bara sleppa kartöflunum. Hann bauðst til að gefa mér afslátt sem næmi 1000 kr. vegna þess hve pitsan hefði verið lengi á leiðinni (þ.e. 810 kr. sé frönsku kartöflunum sleppt). Ég var mjög sátt við það, þangað til við svo opnuðum kassann og pits- an var ísköld. Ég hringdi aftur í Pizzahöllina og lýsti óánægju minni og sagði þeim, að ég vildi að þeir kæmu bara og tækju pits- una aftur og ég fengi allt mitt endurgreitt. Það vildu þeir aftur á móti ekki gera og það eina sem hægt var að bjóða mér, var að fá ein- hverja inneign hjá staðn- um. Það kærði ég mig ekki um, því ég mun ekki versla á þessum stað aftur. Ég vil vara fólk við að ef það ætl- ar að gera fjölskyldunni dagamun að versla á þess- um stað því að þeir kenna manneklu og miklu álagi um þessa lélegu þjónustu. Væri ekki betra, ef við neytendur beindum okkar viðskiptum annað, svo þeir hjá Pizzahölhnni gætu annað sínum neytenda- hópi? K.J. Tapað/fundið Gleraugn fundust GLERAUGU í gylltri um- gjörð fundust í Goðheim- um fyrir stuttu. Gleraugun eru frekar lítil, sennilega unglings eða kvengler- augu. Upplýsingar gefur Svanhildur í síma 581-3611 eftir kl.16.30. Svart lakkveski týndist SVART samkvæmislakk- veski með gylltri keðju týndist laugardagskvöldið 30. október sl. Skilvís finn- andi hringi í síma 566-6492 eða 696-4836. Sundtaska týndist SVÖRT taska með sund- dóti tapaðist við Granda- skóla mánudaginn 1. nóv- ember. Taskan er merkt START að utan. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Herborgu í síma 552-9185. Nei, maður þarf ekki að vera kommúnisti til að fara til Kína. Ég fór til dæmis til Jóm- frúreyja í fyrra. Hvernig átti ég að vita að maðurinn faldi fjölskyld- una inni í runna? Víkverji skrifar... MARGEIR Pétursson, skák- meistarinn kunni, hefur und- anfarið ritað reglulega í Viðskipta- blað Morgunblaðsins, en hann hef- ur nýlega stofnað verðbréfafyrir- tæki og höndlar með verðbréf. Vík- verji er einn af þeim sem ætíð les greinar Margeirs, en þær eru ein- staklega vel skrifaðar og bráð- skemmtilegar. Margeir hefur tals- vert ritað um „íslensku eyðslu- klóna". Víkverji hefur dálitlar áhyggjur af því að eyðsluklóin hafi undanfama daga verið upptekin við að skoða nýju Kringluna og því misst af síðustu grein Margeirs. Víkverji veit hins vegar að eyðsluklóin gefur sér stundum tíma tO að lesa pistla Víkverja og leyfir sér því að vitna í grein Mar- geirs. Eyðsluklóin hefur gott af því að heyra hvemig farið er að skrifa um hana. Margeir segir: „Til að skýra hvemig undanfarnar aðgerðir Seðlabankans hafa áhrif skulum við kalla til sögunnar gamla og góða vinkonu, íslensku eyðslu- klóna. Af henni er það að frétta að eftir að hafa pantað séjr toppgrind á jeppann í vor keypti hún sér sum- arbústað sem hún náði strax að veðsetja upp fyrir stromp. Spánar- ferðin gekk vel, því vegna lækkun- ar evrannar rann heimildin á greiðslukortinu út tveimur dögum seinna en í fyrra. Eyðsluklóin fylgist nú mjög grannt með sam- keppni bankanna í netviðskiptum. Bankaútibústjórinn er nefnilega orðinn alveg hundleiðinlegur í seinni tíð. Tók meira að segja illa i að lána fyrir vöxtum af stóra láninu sem hann vildi endilega láta hana hafa í fyrra. Eyðsluklóin er þegar búin að ná sér í nokkur greiðslu- kort og yfirdráttarheimildir í gegn um Netið og þar er auðvitað fram- tíðin. í seinni tíð hefur hún tekið eftir að vaxtaafborganir eru orðnar heldur þyngri en hún reiknaði með. Það er líka eins og lyftiduft sé í yfirdrættinum og greiðslu- kortaskuldinni. Um síðustu helgi stóð valið um að missa bílalánið í dráttarvexti eða neita sér um að fara út að borða. Tilhugsunin um hækkandi fjármagnskostnað olli því að hreindýrasteikin bragðaðist ekki eins vel og eyðsluklóin hafði vonað. Hvað gerir sönn eyðslukló í þessari stöðu? Verður hætt við inn- kaupaferðina til Skotlands (sem er reyndar farin til að spara og skiptir litlu máli fyrir þenslu á Islandi) eða dregur hún saman seglin í inn- lendri neyslu og fer að ná skuldun- um niður og jafnvel leggja inn á bók? Aður en hún grípur til slíkra óyndisúrræða mun hún örugglega fyrst fara fram á kauphækkun. Fyrirtækið sem hún vinnur hjá gengur mjög vel og fjármálastjór- inn er alveg sérlega hress, enda auðvelt að opna fleiri deildir og útibú á ódýrum erlendum lánum og síðustu mánuði hefur hann loks- ins getað hækkað reikningana ör- lítið. Ef eyðsluklóin fær kauphækkun hefur vaxtahækkunin lítil áhrif á hana. Sama gildir ef hún er í hópi þeirra sem hafa getað skuldbreytt yfir í erlend lán. Litlu eyðsluklærnar, sem hvorki fá kauphækkun né skuldbreytingu, myndu örugglega ekki mæla gegn því að við Islendingar tækjum upp evru og köstuðum krónunni," segir Margeir í grein sinni. Víkverji er þeirrar skoðunar að Islendingum nútímans (íslensku eyðsluklónni) hafi ekki áður verið lýst með jafn raunsönnum hætti. Þetta styður það sem Víkverji benti á í sjðustu viku, að helsta skemmtan Islendinga sé að fara í búðir og versla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.