Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 04.11.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1999 71 FÓLK í FRÉTTUM < KVIKMYNDIR/Stjörnubíó, Sambíóin, Álfabakka, og Nýja bíó, Keflavík, frumsýna gamanmyndina Lygalaupinn með Martin Lawrence í aðalhlutverki Martin Lawrence með William Forsythe í Lygalaupnum. Lygalaupurinn í gervi flatbökusendils í gamanmyndinni Lygalaupnum. Demanta- þjófur gerist lögga FRUMSÝNING Fyrir tveimur árum var Mi- les Logan (Martin Lawrence) útsmoginn meistaraþjófur sem svik- inn var af félaga sínum Deacon (Peter Greene) þegar þeir rændu gimsteini sem metinn vai’ á 20 millj- ónir dala. Miles tekst að komast undan hinum svikula Deacon og fela gimsteininn áður en hann er handsamaður af lögreglunni. Gim- steinninn er falinn á byggingarlóð og Miles leggur staðsetninguna vel á minnið. Þegar hann sleppur úr fangelsi tveimur árum síðar kemst hann að því að búið er að reisa lögreglustöð þar sem hann faldi gimsteininn. Mi- les dulbýr sig sem lögreglumann og kallar sig Malone og fellur strax í hóp lögreglumanna í húsinu, enda svalur mjög og frakkur, á meðan hann reynir að hafa uppi á gim- steininum góða. En hann fær ekki mikinn frið til þess því vandasöm lögreglustöi-f bíða við hvert fótmál. Þannig hefst bandaríska gaman- myndin Lygalaupurinn eða „Blue Streak“ eftir Les Mayfield með Martin Lawrence í aðalhlutverk- inu. Með önnur hlutverk fara Luke Wilson, Peter Greene og William Forsythe. Leikstjórinn Mayfield leikstýrði síðast Robin Williams í fjölskyldumyndinni „Flubber" en aðrar myndir sem hann hefur gert eru Kraftaverkið á 34. stræti og „Encino Man“. „Ég hef mikið yndi af gaman- myndum,“ er haft eftir leikstjóran- um. „Mér finnst gaman að fara í kvikmyndahús til þess að hlæja. Með þessari mynd langaði mig að blanda saman gamni og hasar. Mér líkar sú blanda vel.“ Framleið- andinn Toby Jaffe var sá sem hélt utan um myndina frá upphafi og hafði í huga að gera mynd í ætt við þjófagrínmyndir áttunda áratugar- ins eins og „The Hot Rock“ og „Cops and Robbers". „Mig langaði til þess að gera þannig mynd fyrir tíunda áratuginn," er haft eftir hon- um, „þar sem þjófurinn er svoddan indælis karakter að þú vildir helst að honum heppnaðist ránið. Les Mayfield var sama sinnis en erfið- ast var að finna leikara sem var nógu viðkunnanlegur til þess að hugmyndin gengi upp.“ Leitin sú endaði á Mark Lawrence. Honum líkaði handritið eftir Steve Carpenter og fannst sniðug hugmyndin um þjófinn sem þykist vera lögga. „Það veitir mér tækifæri til þess að þróa persónuna í ýmsar áttir og ég hafði mjög gam- an af því,“ er haft eftir honum. Þeir sem fara með minni hlut- verk í Lygalaupnum eru kunnir héðan og þaðan: Luke Wilson lék síðast í myndunum „Rushmore" og „Home Fires“ en næsta mynd hans er „Dog Park“ þar sem hann leikur á móti Natasha Henstridge og Jan- eane Garofalo; Peter Greene var í „Permanent Midnight" og William Forsythe er kunnur úr fjölda mynda eins og „Raising Arizona", „Dick Tracy“ og „Palookaville". REYKJAVIKaj ii' iSír "íí JWu_ . JU frá vevsluninni SASHA i kvöid kl. 21 Kynnir er Anna Björk Birgisdóttir Húsið opnaö kl. 19 fyrir matargesti Matseöill Tagliatelle með reyktum laxi og grænmeti i hvitvinssósu. Framreitt með fersku salati og hvitlauksbrauði. Kr. 950 Ferskur salatdiskur með kjúklingabringu, fetaosti, svörtum ólifum og hvitlauksbrauði. Kr. 950 Hljómsveitin Geimfararnir leikur íyrir dansi Fordrykkur SAS^IA A VIK ONLY FYRIR Þ»IG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.