Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Karlmaður sýknaður af ákæru um ölvunarakstur Hafði sætaskipti við konuna á bílastæðinu HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var síðastliðið sumar fyrir ölvunarakstur. Málsatvik eru þau að bifreið er ekið að lögreglustöðinni á Akureyri skömmu eftir hádegi á sunnudegi og kom maðurinn, sem var á ferð með sambýliskonu sinni og ungu barni, inn á stöðina og óskaði eftir að blása í öndunarsýnamæli. I kjöl- far niðurstöðu mælingarinnar var hann handtekinn og gefíð að sök að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis. Konan vildi ekki keyra Skýrði maðurinn svo frá íyrir dómi að sambýliskona sín hefði ek- ið bifreiðinni en hann setið í aftur- sætinu ásamt barni þeirra, sem var mjög órólegt. Konan hefði því ekki viljað aka bifreiðinni til Reykjavík- ur, þangað sem för var heitið, og því orðið úr að koma við á lögreglu- stöð til að kanna hvort hann væri hæfur til að aka bifreiðinni. Þegar á lögreglustöðina var komið hefðu þau skipt um sæti, sambýliskonan sest hjá barninu í aftursætið en maðurinn í ökumannssætið, en þó þannig að bíldyrnar voru opnar og fætur hans stóðu út úr bílnum. Ekki hefði öðrum sætum verið til að dreifa í bílnum þar sem farþega- sætið við hlið ökumannssætis hefði verið framarlega vegna barnabíl- stóls. Lögreglumaður bar að maðurinn hefði ekið Sambýliskonan lýsti atvikum einnig á sama veg, sagði manninn hafa verið að sækja ökuskírteini sitt er hann settist í framsæti bif- reiðarinnar og eins hefðu þau verið að ræða hvort nauðsynlegt væri að athuga aksturshæfni hans. Tók hún fram að bílstjóradyrunum hefði aldrei verið lokað. Lögreglumaður sem bar vitni fyr- ir dómi bar að maðurinn hefði ekið bifreiðinni er hún kom inn á bíla- stæði við lögreglustöðina og kona setið í aftursæti hennar. Þá sagðist hann hafa rætt við sambýliskonuna, sem hefði tjáð sér að maðurinn hefði ekið bifreiðinni. Það segir kon- an vera rangt, slík spuming hafi ekki verið borin fram fyrr en við skýrslutöku. I dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra þykir framburður mannsins og sambýliskonu hans trúverðugur sem og skýringar þeirra á sæta- skiptum í bílastæðinu. Þrátt fyrir framburð lögreglumannsins þykir því óvarlegt að telja sannað að mað- urinn hafí gerst sekur um ölvun- arakstur og hann því sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds. JÓLABLAÐAUKI Jólamatur, gjafir og föndur Auglýsendur athugið! Bókið auglýsingar í tíma þar sem uppselt hefur verið f jólablaðauka fyrri ára. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 föstudaginn 12. nóvember. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýslngadeild í síma 5691111. mnrgtwMaMfo AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Aukin umsvif hjá Straumrás á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Starfsmönnum fjölgað STRAUMRÁS hf. á Akureyri hef- ur tekið að sér sölu og þjónustu á öllum véla- og raftæknivörum Fálkans í Reykjavík. Má þar nefna Telemecanique rafmagns- vörur frá Schneider Electric, Sachs kúplingar og höggdeyfa og Vent Axia viftur. Með þessu er verslunin að auka þjónustuna og vöruúrvalið til þess að mæta betur kröfum viðskiptavina sinna. Aðrar vörur sem fyrirtæk- ið hefur verið með verða áfram til sölu. Vegna aukinna umsvifa hefur Straumrás bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum. Eins og nafn verslunarinnar gefur til kynna, selur Straumrás m.a. vörur sem eitthvað streymir um, eins og olía, vatn, loft eða rafmagn, og tengdan búnað, loka, tengi, rofa, svo og legur og pakkdósir, verkfæri og margt fleira. Á myndinni er Halldór Gests- son yfirverkstjóri á vélaverk- stæði Samherja hf. að skoða nýja hnappaefnið frá Telemecanique, ásamt starfsmönnum Straumrás- ar, þeim Rúnari Steingrímssyni og Guðna Hermannssyni verslun- arstjóra. Skipulag og uppbygging miðborga Verslunarmið- stöð í samkeppni við miðbæinn SKIPULAG og uppbygging mið- borga var til umræðu á fundi sem skipulagsdeild Akureyrarbæjar efndi til um liðna helgi en framsögu- menn voru þeir Richard Abrams og James Morrisey, ráðgjafar Reykja- víkurborgar um þróunaráætlun miðborgarinnar. Þá var gerð grein fyrir þróunaráætlun fyrir miðborg Reykjavikur. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sagði að um áhugaverðan fund hefði verið að ræða og nauðsynlegan í þeirri um- ræðu sem nú væri að hefjast um endurskipulag miðbæjarins á Akur- eyri. í sjálfu sér skipti stærð sveit- arfélaganna ekki höfuðmáli, mikil- vægt væri hverju byggðarlagi að hafa virkan og lifandi miðbæ. Varð- andi uppbyggingu miðbæja ættu menn að hafa langtímamarkmið í huga. Nauðsynlegt væri að skil- greina hlutverk miðbæjarstarfsemi og gera greiningu á því húsnæði sem þar er fyrir hendi. Miklar um- ræður urðu á fundinum um fyrir- hugaða verslunarmiðstöð á Gler- áreyrum og hvaða afleiðingar hún hefði á starfsemi í miðbænum. Sig- urður sagði að um hana væri þegar búið að taka ákvörðun sem ekki yrði breytt. Mun dofna yfir miðbænum Halldór Jóhannsson landslags- arkitekt sagðist hlynntur því að reist yrði stór verslunarmiðstöð í bænum en hann hefði efasemdir um staðsetninguna. Augljóslega myndi dofna mjög yfir miðbænum í kjölfar þess að verslunarmiðstöðin risi á Gleráreyrum, hún væri of langt frá gamla miðbænum til að ná við hann tengslum og yrði þannig í mikilli samkeppni við hann. Hann hefði kosið að betur hefði verið farið í málið og staðsetning á Akureyrar- veili eða sunnan miðbæjarins skoð- uð ofan í kjölinn. Halldór nefndi einnig að bæjar- yfirvöld væru að liðka tH með flutn- ing fyrirtækis í tengslum við bygg- ingu verslunarmiðstöðvarinnar, en sú ákvörðun hefði eflaust verið tek- in án þess að skoða hver áhrif mið- stöðin hefði á miðbæjarstarfsem- ina. Ekki væri ólíklegt að þau yrðu á þann veg að verðmæti eigna í miðbænum rýrnaði. Á þann hátt væru bæjaryfirvöld að mismuna mönnum. ------------- Ljóðakvöld tileinkað Matthíasi LJÓÐAKVÖLD sem verður á Sig- urhæðum - Húsi skáldsins í kvöld, verður helgað Matthíasi Jochums- syni, en á morgun eru liðin 164 ár frá fæðingu hans. Dagskráin er í höndum Erlings Sigurðarssonar forstöðumanns hússins. Til viðbótai- verður stuttlega kynntur kveðskapur þeirra Akur- eyrarskálda sem gerðu garðinn frægan á þessari öld, en hafa verið kölluð burt, þ.e. þeirra Páls J. Ár- dal, Daviðs Stefánssonar, Guð- mundar Frímann, Heiðreks Guð- mundssonar, Braga Sigurjónssonar, Kristjáns frá Djúpalæk og Rós- bergs G. Snædal. Áuk þess verður mönnum gefinn kostur á að fylgjast með því hvemig haustið hefur boð- að komu sína í íslenskum ljóðheimi um árin. Sýning á ljóðum fyrr- nefndra skálda er á Sigurhæðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.