Morgunblaðið - 10.11.1999, Page 22

Morgunblaðið - 10.11.1999, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Margmiðlun á Yesturlandi Vesturlandsvef- urinn og Skessu horn sameinast Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Við húsnæði Skessuhorns, f.v.: Þór Þorsteinsson hjá Tölvert, Bjarki Már Karlsson vefsmiður, Guðrún Björk Friðriksdóttir, auglýsinga- gerð, og Magnús Magnússon framkvæmdastjóri. Reykholti - Við Borgarbraut 49 í Borgarnesi, blasir nú við stórt skilti héraðsfréttablaðs Vestur- lands, Skessuhorns. Blaðið hóf útgáfu fyrir tæpum tveimur ár- um og telst nú eitt af útbreidd- ustu héraðsfréttablöðum lands- ins. Það kemur út vikulega og hefur einnig opinn fréttavef á slóðinni www.skessuhorn.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf. er nú orðið meira en almenn blaða- útgáfa því í sumar sameinaðist það Vefsmiðju Vesturlands í eigu Bjarka Más Karlssonar, en hann annast vefhönnun og markaðs- setningu á Netinu og rekur jafn- framt Vesturlandsvefinn. Eig- endur Skessuhorns ehf. eru þeir Gísli Einarsson sem jafnframt er ritstjóri, Magnús Magnússon framkvæmdastjóri, Helgi Daní- elsson, Magnús Valsson og Bjarki Már. Magnús segir í viðtali við blaðið að með þessari samein- ingu sé verið að koma á fót margmiðlunarfyrirtæki, en auk vefhönnunar og blaðaútgáfu sé lögð áhersla á almenna útgáfu- þjónustu og lausnir í markaðs- setningu fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Starfsmenn fyrirtækis- ins eru nú 15 í 10 stöðugildum. Bjarki Már Karlsson hefur um- sjón með vefsmiðju fyrirtækisins. Vefurinn var opnaður í febrúar sl. og segir Bjarki að netverkefni séu mjög vaxandi markaður og nú sé í þróun að bjóða upp á „lif- andi vefsíður", þ.e. vefsíður sem sækja sjálfkrafa gögn úr upplýs- ingakerfum fyrirtækjanna. Fyr- irtækið hefur nýlega komið sér upp vefþjóni sem er sítengdur Netinu um leiguh'nu. Að sögn Bjarka varð þessi þjónusta kostn- aðarlega raunhæf þann 1. októ- ber sl. þegar gjaldskrá fyrir leiguh'nur lækkaði. En eins og verðlagningu leigub'na var hátt- að áður voru fyrirtæki í upplýs- ingatækni á landsbyggðinni með mun lakari samkeppnisstöðu en keppinautar þeirra á höfuðborg- arsvæðinu. Samstarf við Ríkisútvarpið Skessuhorn hefur nýlega, sem fyrsta starfandi landshlutablaðið, hafið samstarf við Ríkisútvarpið um að vinna fréttir af Vestur- landi og er verið að innrétta hljóðver með klippiforritum og upptökutækjum í einu herbergja hússins. Einnig eru í gangi við- ræður við Ríkissjónvarpið. í húsnæði Skessuhorns starfa raunar þijú fyrirtæki. Kjallarann leigir Fjölritunar- og útgáfuþjón- ustan sem rekin er af Olgeiri Helga Ragnarssyni, en þar er tölvuvædd fjölritunarþjónusta og sér Olgeir einnig að miklu leyti um umbrot Skessuhorns. I hús- næðinu hefur einnig tölvufyrir- tækið Tölvert aðstöðu, en þar starfar Þór Þorsteinsson og ann- ast almenna tölvu- og hugbúnað- arþjónustu við fyrirtæki á Vest- urlandi. „Margmiðlun felur í sér að nota þær miðlunaraðferðir sem til eru,“ útskýrir Bjarki, „við höf- um starfsfólk og aðstöðu til að miðla upplýsingum til fólks á prenti, í gegnum tölvur og nú einnig með samvinnu við Ríkisút- varpið,“ auk þess sem markaðs- ráðgjöf og tölvuþjónusta býðst á staðnum. Stefnu- mótun í at- vinnumál- um í Bol- ungarvík Isafjörður - Bæjarstjórn Bol- ungarvíkur hefur ákveðið að móta stefnu bæjarins í at- vinnumálum með skipulegum hætti. Markaðsráðgjafi At- vinnuþróunarfélags Vest- fjarða mun stýra verkefninu en ráðgjafar frá Iðntækni- stofnun leiða sjálfa vinnuna og veita faglega ráðgjöf. Fjórir vinnuhópar Verkefnið er unnið í fjórum 8-10 manna vinnuhópum. Einn fjallar um ferðaþjón- ustu, verslun og þjónustu, annar um hefðbundið atvinnu- líf, hinn þriðji um menntun, rannsóknir og notkun upplýs- ingatækni og sá fjórði um samfélagsþjónustu. Að loknu starfi vinnuhópanna mun verkefnisstjórn samræma til- lögur þeirra og verður þannig mótuð heildstæð stefna í at- vinnumálum og auk þess skýrðar hugmyndir um fyrstu aðgerðir. Þegar bæjaryfirvöld hafa samþykkt tillögur verkefnis- stjórnarinnar lýkur verkefn- inu með kynningu á niður- stöðum þess fyrir þeim er hlut eiga að máli. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Morgunblaðið/Gunnar Heilsugæsla Þorlákshafnar þakkar fyrir gjafír Bté NOHAJI Brunaslöngur Noha brunaslöngur með eða án skáps. Ýmsar útfærslur. Noha Viðurkennd brunavörn. ■r—im»-iiiir...■ Smiðjuvegi 11 • 200 Köpavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 lái/ / byguinggvörumslunurn um laml allt Námskeið landvarða- nema Hnappavöllum - Nú er nýlokið námskeiði hjá Náttúruvernd rík- isins sem staðið hefur undan- farnar helgar, um 120 tíma kennsla fyrir um 40 landvarða- nema, en með því fá þeir starfs- heitið Landvörður. Námskeiðinu lauk með skoðunar- og æfinga- ferð í þjóðgarðinn í Skaftafelli, en þar dvaldist hópurinn í fjóra daga og var myndin tekin við það tækifæri. % mbl.is _ALLTAf= e!TTH\SA0 NÝTT Þorlákshöfn - Stjórn Heilsugæslu Þorlákshafnar bauð nýlega fulltrú- um Krabbameinsfélags Arnessýslu og fulltrúum Kvenfélags Þorláks- hafnar til kaffisamsætis. Stjórnin vildi þannig sýna þakklæti sitt vegna gjafa sem þessi félög höfðu fært heilsugæslunni. Baldur Kristjánsson stjómarfor- maður þakkaði gjafimar og sagði að rekstur heilsugæslustöðva væri háður góðvild einstaklinga og félagasamtaka. Snjórinn kætir SNJÓRINN kætir börnin um land allt, enda er hann endalaus upp- spretta leikja og íþrótta. Var hann því kærkominn börnunum í Bolungarvík, sem kunnu að meta hann og kunna líka að klæða sig eftir veðri, sem var reyndar tek- ið að hlýna snarlega í gær og fyrradag. Á myndinni eru frá vinstri: Bergdís Sigurðardóttir hjúkrun- arfræðingur, María Kristjáns- dóttir, gjaldkeri Krabbameinsfé- lags Ámessýslu, Helgi Hauksson heilsugæslulæknir, Jón B. Stef- ánsson, varaforniaður KFÁ, Edda Pálsdóttir læknaritari, Björg Sörensen, formaður KFÁ og Kolbrún Skúladóttir, gjald- keri Kvenfélags Þorlákshafnar. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.