Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Margmiðlun á Yesturlandi Vesturlandsvef- urinn og Skessu horn sameinast Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Við húsnæði Skessuhorns, f.v.: Þór Þorsteinsson hjá Tölvert, Bjarki Már Karlsson vefsmiður, Guðrún Björk Friðriksdóttir, auglýsinga- gerð, og Magnús Magnússon framkvæmdastjóri. Reykholti - Við Borgarbraut 49 í Borgarnesi, blasir nú við stórt skilti héraðsfréttablaðs Vestur- lands, Skessuhorns. Blaðið hóf útgáfu fyrir tæpum tveimur ár- um og telst nú eitt af útbreidd- ustu héraðsfréttablöðum lands- ins. Það kemur út vikulega og hefur einnig opinn fréttavef á slóðinni www.skessuhorn.is Fyrirtækið Skessuhorn ehf. er nú orðið meira en almenn blaða- útgáfa því í sumar sameinaðist það Vefsmiðju Vesturlands í eigu Bjarka Más Karlssonar, en hann annast vefhönnun og markaðs- setningu á Netinu og rekur jafn- framt Vesturlandsvefinn. Eig- endur Skessuhorns ehf. eru þeir Gísli Einarsson sem jafnframt er ritstjóri, Magnús Magnússon framkvæmdastjóri, Helgi Daní- elsson, Magnús Valsson og Bjarki Már. Magnús segir í viðtali við blaðið að með þessari samein- ingu sé verið að koma á fót margmiðlunarfyrirtæki, en auk vefhönnunar og blaðaútgáfu sé lögð áhersla á almenna útgáfu- þjónustu og lausnir í markaðs- setningu fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Starfsmenn fyrirtækis- ins eru nú 15 í 10 stöðugildum. Bjarki Már Karlsson hefur um- sjón með vefsmiðju fyrirtækisins. Vefurinn var opnaður í febrúar sl. og segir Bjarki að netverkefni séu mjög vaxandi markaður og nú sé í þróun að bjóða upp á „lif- andi vefsíður", þ.e. vefsíður sem sækja sjálfkrafa gögn úr upplýs- ingakerfum fyrirtækjanna. Fyr- irtækið hefur nýlega komið sér upp vefþjóni sem er sítengdur Netinu um leiguh'nu. Að sögn Bjarka varð þessi þjónusta kostn- aðarlega raunhæf þann 1. októ- ber sl. þegar gjaldskrá fyrir leiguh'nur lækkaði. En eins og verðlagningu leigub'na var hátt- að áður voru fyrirtæki í upplýs- ingatækni á landsbyggðinni með mun lakari samkeppnisstöðu en keppinautar þeirra á höfuðborg- arsvæðinu. Samstarf við Ríkisútvarpið Skessuhorn hefur nýlega, sem fyrsta starfandi landshlutablaðið, hafið samstarf við Ríkisútvarpið um að vinna fréttir af Vestur- landi og er verið að innrétta hljóðver með klippiforritum og upptökutækjum í einu herbergja hússins. Einnig eru í gangi við- ræður við Ríkissjónvarpið. í húsnæði Skessuhorns starfa raunar þijú fyrirtæki. Kjallarann leigir Fjölritunar- og útgáfuþjón- ustan sem rekin er af Olgeiri Helga Ragnarssyni, en þar er tölvuvædd fjölritunarþjónusta og sér Olgeir einnig að miklu leyti um umbrot Skessuhorns. I hús- næðinu hefur einnig tölvufyrir- tækið Tölvert aðstöðu, en þar starfar Þór Þorsteinsson og ann- ast almenna tölvu- og hugbúnað- arþjónustu við fyrirtæki á Vest- urlandi. „Margmiðlun felur í sér að nota þær miðlunaraðferðir sem til eru,“ útskýrir Bjarki, „við höf- um starfsfólk og aðstöðu til að miðla upplýsingum til fólks á prenti, í gegnum tölvur og nú einnig með samvinnu við Ríkisút- varpið,“ auk þess sem markaðs- ráðgjöf og tölvuþjónusta býðst á staðnum. Stefnu- mótun í at- vinnumál- um í Bol- ungarvík Isafjörður - Bæjarstjórn Bol- ungarvíkur hefur ákveðið að móta stefnu bæjarins í at- vinnumálum með skipulegum hætti. Markaðsráðgjafi At- vinnuþróunarfélags Vest- fjarða mun stýra verkefninu en ráðgjafar frá Iðntækni- stofnun leiða sjálfa vinnuna og veita faglega ráðgjöf. Fjórir vinnuhópar Verkefnið er unnið í fjórum 8-10 manna vinnuhópum. Einn fjallar um ferðaþjón- ustu, verslun og þjónustu, annar um hefðbundið atvinnu- líf, hinn þriðji um menntun, rannsóknir og notkun upplýs- ingatækni og sá fjórði um samfélagsþjónustu. Að loknu starfi vinnuhópanna mun verkefnisstjórn samræma til- lögur þeirra og verður þannig mótuð heildstæð stefna í at- vinnumálum og auk þess skýrðar hugmyndir um fyrstu aðgerðir. Þegar bæjaryfirvöld hafa samþykkt tillögur verkefnis- stjórnarinnar lýkur verkefn- inu með kynningu á niður- stöðum þess fyrir þeim er hlut eiga að máli. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Morgunblaðið/Gunnar Heilsugæsla Þorlákshafnar þakkar fyrir gjafír Bté NOHAJI Brunaslöngur Noha brunaslöngur með eða án skáps. Ýmsar útfærslur. Noha Viðurkennd brunavörn. ■r—im»-iiiir...■ Smiðjuvegi 11 • 200 Köpavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 lái/ / byguinggvörumslunurn um laml allt Námskeið landvarða- nema Hnappavöllum - Nú er nýlokið námskeiði hjá Náttúruvernd rík- isins sem staðið hefur undan- farnar helgar, um 120 tíma kennsla fyrir um 40 landvarða- nema, en með því fá þeir starfs- heitið Landvörður. Námskeiðinu lauk með skoðunar- og æfinga- ferð í þjóðgarðinn í Skaftafelli, en þar dvaldist hópurinn í fjóra daga og var myndin tekin við það tækifæri. % mbl.is _ALLTAf= e!TTH\SA0 NÝTT Þorlákshöfn - Stjórn Heilsugæslu Þorlákshafnar bauð nýlega fulltrú- um Krabbameinsfélags Arnessýslu og fulltrúum Kvenfélags Þorláks- hafnar til kaffisamsætis. Stjórnin vildi þannig sýna þakklæti sitt vegna gjafa sem þessi félög höfðu fært heilsugæslunni. Baldur Kristjánsson stjómarfor- maður þakkaði gjafimar og sagði að rekstur heilsugæslustöðva væri háður góðvild einstaklinga og félagasamtaka. Snjórinn kætir SNJÓRINN kætir börnin um land allt, enda er hann endalaus upp- spretta leikja og íþrótta. Var hann því kærkominn börnunum í Bolungarvík, sem kunnu að meta hann og kunna líka að klæða sig eftir veðri, sem var reyndar tek- ið að hlýna snarlega í gær og fyrradag. Á myndinni eru frá vinstri: Bergdís Sigurðardóttir hjúkrun- arfræðingur, María Kristjáns- dóttir, gjaldkeri Krabbameinsfé- lags Ámessýslu, Helgi Hauksson heilsugæslulæknir, Jón B. Stef- ánsson, varaforniaður KFÁ, Edda Pálsdóttir læknaritari, Björg Sörensen, formaður KFÁ og Kolbrún Skúladóttir, gjald- keri Kvenfélags Þorlákshafnar. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.