Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Thatcher fjarri Lundúnum. Reuters. VIÐ endurfundi fyrrverandi leið- toga Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Þýzkalands í Berlín í tilefni af því að áratugur er liðinn frá því að Berlínarmúrinn féll, þótti sumum áberandi að eina manneskju vant- aði í hópinn sem hafði talsvert að segja um gang heimsmálanna á lokaspretti kalda stríðsins: Marg- aret Thatcher, þáverandi forsætis- ráðherra Bretlands. „Þess var aldrei farið formlega á leit við okkur að taka þátt í hátíðar- höldunum í Berlín,“ sagði talsmað- ur Thatcher, þegar Reuters innti eftir þessu. „Hún lætur sér fátt um slíka hluti finnast,“ sagði hann. Skipuleggjendur hátíðarhald- anna halda öðru fram. „Við spurð- um hana þráfaldlega hvort hún vildi taka þátt, sem áhrifamikill stjórnmálaleiðtogi á alþjóðavett- vangi þessa tíma. En hún sagði allt- af nei,“ hefur Lundúnablaðið Times eftir talsmanni Axel Springer-út- gáfufyrirtækisins, sem hafði um- sjón með hátíðardagskrá gærk- völdsins. Thatcher barónessa mun þess í stað halda til Prag í næstu viku og taka þar þátt í minningardagskrá í tilefni af því að 10 ár verða liðin frá endalokum kommúnismans í Tékklandi. ERLENT Clinton lagði út af falli Berlínarmúrsins í ræðu um utanríkismál Varaði við einangrunar- hyggju Washington. Reuters. Berlínarbúar rifja upp hátíðarstemmningu aðfaranætur 10. nóvember 1989 Um 100.000 manns í gleðskap á „dauðasvæðinu“ Berlín. AP, Reuters, AFP. ÞESS var minnzt með margvís- 1‘egum hætti víðs vegar um Þýzkaland í gær, að réttur ára- tugur var liðinn frá kvöldinu sem breytti heiminum; þegar Berlín- armúrinn féll án þess að nokkur hefði átt von á því, og fólk frá austri og vestri sem kalda stríðið hafði aðskilið í áratugi féllst í arma í mikilli hátíðarstemmningn á götum Vestur-Berlínar. Þótt 9. nóvember sé ekki al- mennur frídagur í Þýzkalandi var búizt við því að allt að 100.000 manns myndu taka þátt í gleðskap í höfuðborginni til að minnast þessara sögidegu tíma- móta. Sett voru upp svið fyrir skemmtiatriði á mörgum stöðum þar sem áður var „dauðasvæðið“ svokallaða, sem aðskildi borgar- hlutana. Hátt á annað hundrað manns, sem reyndi að flýja Aust- ur-Þýzkaland, var skotið til bana við múrinn og annars staðar á landamærum Austur- og Vestur- Þýzkalands, en á „dauðasvæðinu“ fyrrverandi í Berlín, þar sem gaddavír, jarðsprengjur, varð- turnar og sjálfvirkar vélbyssur stóðu áður, er nú ýmist autt svæði mitt í borginni eða nýbygg- ingar að rísa. Skiptingin ekki yfirunnin Við skipulagningu hátiðahaid- anna að þessu sinni var ekki sízt hugsað til þess að reyna að efla samhug og einingu milli íbúa austur- og vesturhluta landsins, en á slíkri einingu hefur ekki mikið borið frá því á fagnaðar- nóttinni miklu, aðfaranótt 10. nóvember 1989. Hin opinbera hátíðardagskrá hófst með guðsþjónustu í Maríu- kirkjunni í hinni gömlu miðborg Berlínar, sem tilheyrði Austur- Berlín, og athöfn í ráðhúsinu sem þar er einnig. Meðal boðsgesta í ráðhúsinu voru þau 85 börn, sem fæddust í Berlín einmitt þennan dag árið 1989. „I nokkur augnablik var Berlín miðpunktur heimsins," sagði Eberhard Diepgen borgarstjóri í ávarpi í ráðhúsinu. Hann rifjaði upp hvernig yfir sig glaðir Aust- ur-Berlínarbúar streymdu yfir múrinn og voru boðnir velkomnir af íbúum vesturhlutans. „Þessar gleðimyndir ættum við að geyma í minni okkar, sem grundvöll fyr- ir framtíðina," sagði hann. En í gær minnti hins vegar eitt og annað einnig á, að ýmislegt skilur Austur- og Vestur- Þjóðveija enn að. Nýjustu tölurn- ar yfir atvinnuleysi í landinu voru birtar í gær og sýndu að ástandið á vinnumarkaðnum batnaði lítil- lega í Iiðnum mánuði í vestur- hluta landsins, mælist nú 8,2%, en í austurhlutanum versnaði at- vinnuleysishlutfallið í 16,9%. Forystumenn stjórnarandstöð- unnar gripu þessar tölur á lofti til að draga í efa að ríkisstjórnin væri að gera það sem hún gæti til að bæta lífskjör Austur-Þjóð- verja. Gerhard Schröder kanzlari viðurkenndi í þinginu að mikið verk væri enn óunnið á þessum vettvangi. „En við vitum að með því að leggjast allir á eitt getum við þetta,“ sagði hann. Kanzlarinn átti að halda aðra ræðu í gærkvöldi á einu hinna fimm sviða á „dauðasvæðinu" fyrrverandi, þar sem aðal- hátíðahöldin fóru fram. Á dag- skránni voru tónleikar fjöl- margra tónlistarmanna, af öilum stærðum og gerðum. Hinn heimskunni sellóleikari Mstislav Rostropovich hugðist endurtaka leikinn frá því fyrir tíu árum, þegar hann hélt útitónleika við múrinn rétt eftir að hann féll. Áformað var að dagskrá næt- urinnar næði hámarki þegar fjögurra kílómetra löng leið, ná- kvæmlega þar sem múrinn lá áð- ur, þar á meðal eftir Branden- borgarhliðinu endilöngu, er lýst upp með magnesiumblysum. Skálað í freyðivíni við Brandenburgarhliðið í gærmorgun. AP Fimmmenningarnir, sem auk Gerhards Schröders kanzlara fluttu ávörp á hátiðarsamkomu í Ríkisþinghúsinu í Berlín í gær. F.h.; Hel- mut Kohl, fv. kanzlari, Mikhaíl Gorbatsjov, fv. Sovétleiðtogi, Wolfg- ang Thierse, forseti þýzka þingsins, George Bush, fv. forseti Banda- ríkjanna, og Joachim Gauck, sem hefur umsjón með skjölum a-þýzku öryggislögreglunnar fyrrv., Stasi, en hann ásamt Thierse voru fyrir 10 árum meðal þeirra a-þýzku andófsmanna sem hrundu múrnum. Feikileg flugeldasýning átti að fylgja í kjölfarið. Það er fieira en hin gleðilega minning um fall múrsins sem í þýzkri sögu tengist dagsetning- unni 9. nóvember. Schröder kanzlari rifjaði upp í þingræðu sinni í gær, að þennan dag fyrir 61 ári hefðu gyðingaofsóknir nazista færzt á nýtt stig, á „Kristalsnóttinni" svokölluðu, sem svo er nefnd vegna glersins sem brotið var í stórum stíl þegar brúnstakkar eyðilögðu verzlanir gyðinga og guðshús þeirra í mörgum borgum Þýzkalands. Auk þess var hinn 9. nóvember 1923 endir bundinn á svokallaða „Bjórkjallaruppreisn" Adolfs Hitlers og nokkurra bandamanna hans, og 9. nóvember 1918 afsal- aði Vilhjálmur II. Þýzkalands- keisari sér völdum, en sá atburð- ur markaði í raun endalok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Vegna þess hve þessi dagsetn- ing er hlaðin sögulegum minning- um valdi Helmut Kohl, „kanzlari sameiningarinnar", vísvitandi að forðast að sameining þýzku ríkj- anna árið 1990 yrði að veruleika í nóvember. Hann er sagður hafa valið 3. október sem dag samein- ingarinnar - og þjóðhátíðardag eftirleiðis - eftir að veðurfræð- ingar höfðu bent á að samkvæmt veðursögulegum gögnum væri þetta sá októberdagur sem helzt mætti reikna með því að vel viðr- aði. Bill Clinton flytur ræðu sína í Georgetown-háskóla. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, minntist þess í fyrrakvöld, að tíu ár eru liðin frá falli Berlínar- múrsins og sagði, að Bandaríkin yrðu ávallt að axla sína ábyrgð í al- þjóðamálum. Clinton nefndi ekki þingið á nafn í ræðu sinni en ekki fór á milli mála, að hann beindi spjótum sínum fyrst og fremst að því, sem hann hefur kallað „hina nýju einangrunar- hyggju" í Repúblikanaflokknum. Gerði hann það ekki síst með því að lofa þá utanríkisstefnu, sem báð- ir flokkar stóðu að í tíð fyrrverandi forseta, allt frá Harry Truman til George Bush. Sagði hann, að ávöxt- ur hennar hefði verið hrun komm- únismans og fall Berlínarmúrsins. Undarleg hlutfóll „Við skulum ekki gleyma þætti okkar Bandaríkjamanna í sigri frelsisins í Evrópu og við skulum taka þátt í að ljúka verkinu, sjá lýð- ræði, frelsi og frið ríkja í allri álf- unni í fyrsta sinn. Eg er viss um, að flestir Banda- ríkjamenn eru mér sammála um þetta en þó ekki allir. Hlutföllin eru hins vegar öfug í þeirri stofnun, sem mestu ræður, svo undarlegt sem það er,“ sagði Clinton og hlógu þá margir utanríkismálasérfræð- ingarnir í áheyrendahópnum. Clinton, sem sakaði repúblikana um einangrunarhyggju er þeir felldu samninginn um bann við til- raunum með kjarnorkuvopn, sagði, að ekki væru allar fréttir af þinginu slæmar að þessu leyti. Það hefði samþykkt aukna aðstoða við erlend ríki en ætti þó eftir að reka af sér það slyðruorð, sem væri skuld Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Clinton vék einnig að Rússlandi, Balkanskaga, Eyjahafi og Miðaust- urlöndum og sagði, að þar biðu mikil og erfið verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.