Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 29
Menning og náttúra
í sveitum landsins
Morgunblarlið/Golli
Þórunn Sigurðardóttír og Garðar Jónsson undirrita samstarfssamn-
inginn undir vökulu auga borgarstjórans, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur.
Víólukonsert Hafliða
Hallgrímssonar fær góða dóma
Einleiks-
þátturinn snilld
arlega saminn
KYNNT var um helgina samstarfs-
verkefni Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu 2000 og 28 sveitar-
félaga og stofnana víðsvegar um
landið. Borgarstjóri Reykjavíkur,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagð-
ist við það tækifæri vona að sam-
vinnan væri vísir að öflugu sam-
starfi sveitarfélaga á sviði
menningarmála.
Verkefnin 30 eru unnin undir yf-
irskrift menningarársins, Menning
og náttúra, og einkennir mikil fjöl-
breytni verkefnin, enda leita flest
sveitarfélaganna fanga í sinni
heimabyggð. Samstarfsverkefnin
verða kynnt á heimasíðu Menning-
arborgarinnar sem fær um 1000
heimsóknir á dag, flestar erlendis
frá, og bjóðast því góðir landkynn-
ingarmöguleikar.
Hafgiían í Grindavíkurhöfn
Grindvíkingar munu hefja menn-
ingardagskrá sína á sjómannadag-
inn með frumflutningi Hafgúanna
eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið
er gjömingur fyrir fyrir togara,
mótorbáta, þokulúðra, eimpípur,
olíutunnur og slipphljóðfæri.
Einnig verður sýning á útilista-
verkum ungmenna í Grindavík og
tónminjasýning til heiðurs staðar-
tónskáldinu, Sigvalda Kaldalóns.
Þá verður Spuni, röð raf- og djass-
tónleika haldin í Illahrauni um-
hverfís Bláa lónið, auk þess sem
fjöllistaverkið Námur verður sýnt í
Eldborg. En verkið er unnið með
þátttöku 36 alþjóðlegra listamanna
sem frá 1987 hafa smíðað verk er
stikla á tólf öldum Islandssögunnar
og glímunni við óblíða náttúru
landsins.
Víkingaöld í Dalasýslu
Eiríksstaðanefnd og Dalasýsla
standa fyrir hátíð Leifs heppna á
Eiríksstöðum í Haukadal. En í
Dalasýslu verður menningarárið
helgað landafundum Leifs Eiríks-
sonar sem og landnámi Eiríks
rauða á Grænlandi. Nú rís á Eiríks-
stöðum, líklegum fæðingarstað
Leifs heppna, skáli Eiríks rauða
sem er eftirmynd víkingaskála sem
þar stóð á 9. öld. En bæjarrústirnar
hafi verið vandlega rannsakaðar og
hefur vinna staðið yfir í um fjögur
ár.
Hluti hátíðarhalda þeirra Dala-
manna fer síðan fram í Búðardal
þar sem verður opnuð sýning um
Laxdælu og landafundina, auk þess
sem kvenskörungunum Þjóðhildi,
konu Eiríks rauða, Auði djúpúðgu
og Guðrúnu Ósvífursdóttur verða
gerð skil.
Þá sýna norrænir og grænlensk-
ir handverksmenn og víkingar
verklag forfeðranna. Leiksýningar
sem tengjast Leifi og öðrum sögu-
hetjum Dalanna verða haldnar, auk
þess sem boðið verður upp á lifandi
tónlistarflutning.
Rekaviður og raftónlist
Á Akranesi tekur menningarárið
mið af því að á Akranesi var einn
fyrsti vísir að sjávarþorpi á Islandi.
Listamenn vinna af því tilefni að
verkum samkvæmt þemanu Sjáv-
arlist; veiðar, vinnsla og samfélag,
og verður verkum og viðburðum
valinn staður meðfram ströndum
bæjarins.
Utilistaverkin eru unnin af níu
listamönnum sem allir eiga það
sameiginlegt að hafa einhvern tím-
ann búið á Akranesi. Verkin eru
fyrst og fremst unnin úr náttúru-
legum efnum, s.s. torfi, rekaviði,
grjóti og brotajámi og verður kom-
ið fyrir göngustíg milli verkanna,
þar sem getur að líta „ljóða-“ og
„sögustólpa“.
Kópavogsbúar standa fyrir raf-
og tölvutónlistarhátíð, sem haldin
verður til að vekja fólk til umhugs-
unar um áhrif tækniframfara á
tónlist, sköpun og flutning.
Samhliða tónlistarhátíðinni verð-
ur síðan haldin ráðstefna um raf- og
tölvutónlist með fyrirlestrum og
sýningum. En þekkt tónskáld og
fræðimenn verða fengnir til fyrir-
lestrarhalds. Alls verða haldnir 11
tónleikar undir þemanu fortíð, nú-
tíð og framtíð raf- og tölvutónlistar,
jafnframt því sem boðið verður upp
á minni uppákomur eins og inn-
setningar og bíósýningar tengdar
raf- og tölvutónlist.
Hnattlæg sýning frá Seyðisfirði
Verkefni Seyðisfjarðarbúa, Karl-
inn í tunglinu - börnin á jörðinni, er
ætlað öllum börnum heimsins. En
markmið verkefnisins er að ná til
barna allra landa og útbúa úr fram-
lögum þeirra heildstæða sýningu
sem sýnd verði um allan heim.
Áætlað er að verkefnið standi yfir í
8-20 ár, en sýningin mun að upp-
lagi samanstanda af þrívíðum verk-
um barnanna.
Hólmavíkurhreppur mun síðan
standa fyrir galdrasýningu, en frá
upphafí íslandsbyggðar hefur
galdraorð farið af Strandamönnum.
En ætlunin er að sýna íslensk
galdramál á skilmerkan hátt og
gefa um leið nokkra hugmynd um
sérkenni Islands miðað við galdra-
fárið á meginlandi Evrópu.
Margvísleg tækni verður notuð
til að miðla sögunni og má þar
nefna myndræna uppsetningu á
einstökum atburðum, kvöldvökur
og leikþættir. Söguleg yfirlitssýn-
ing um galdra og galdramenn 17.
aldar verður síðan opnuð í Hólma-
vík á Jónsmessunótt árið 2000.
VIÓLUKONSERT Hafliða Hall-
grímssonar, Ombra, fær lofsam-
lega dóma í breskum dagblöðum
en verkið var fi'umflutt í Skotlandi
um liðna helgi. Lék Kammersveit
Skotlands konsertinn í þrígang, í
St. Andrews, Edin-
borg og Glasgow,
undir stjórn Finnans
Mikkos Franck. Ein-
leikari var Norð-
maðurinn Lars-
Anders Tomter.
„Verkið er skrifað
fyrir strengi sem
hafa sig satt best að_
segja lítt í frammi. Á
liinn bóginn er ein-
leiksþátturinn svo
spennandi, snilldar-
lega saminn og svip-
mikill, að það hlýtur
að vera umbun í
sjálfu sér fyrir
hljómsveitina að
mynda aðeins réttu
hljóðin í bakgrunninum," segir
Gerald Larner í The Times.
Hann ber einnig lof á einleikar-
ann, Tomter, sem sé hljómmikill,
teknískur og litríkur í leik sínum
og „ekki veitti af f þessu verki,
sem setur einleikarann í hlutverk
sagnaþulsins, sem bunar úr sér
hetjusögum og ævintýrum um ást-
ina án þess að glata athygli
áheyrandans eitt augnablik."
Gagnrýnandi The Scotsman,
Stephen Johnson, hrífst einnig af
verkinu - segir það vel skrifað
fyrir víóluna. „Þetta er ekki út-
hverft verk en hrífur mann með
hárbeittum hætti."
Johnson eys Tomter einnig lofi.
„Ef víóluleikarar á borð við
norska virtúósinn Lars-Anders
Tomter halda áfram að koma
fram á sjónarsviðið, mun víólu-
spaug heyra sögunni til. Víólunni
hefur löngum verið
lýst sem Oskubusku
strengjadeildarinnar,
eða jafnvel ótótlegu,
óskilgetnu afkvæmi
fiðlu og sellós - undan-
komuleið hins mis-
heppnaða fiðluleikara.
En þegar maður heyr-
ir Tomter flytja
Ombru Hafliða Hall-
grímssonar verður
manni ljóst hvflík ljóð-
ræna og kraftur býr í
hljóðfærinu."
Enn einn aðdáandi
Ombru, Conrad Wil-
son, ritar dóm í The
Herald. Segir hann
verkið búa yfir tærri
tjáningu, líkt og títt sé um verk
norrænna tónskálda. „Grunnurinn
er afgerandi, strengjaáferðin
vönduð, andstæðurnar, hratt og
hægt, augljóst og órætt, hvasst og
oddlaust, voru fallega mótaðar án
þess að tilfinningar væru bældar.“
Mikko Franck fær ekki eins
góðar kveðjur frá gagnrýnendun-
um. Þeir eru ekki sérlega hrifnir
af honum, hvorki stfl né áherslum.
Segja hann í besta falli hafa verið
mistækan og finna sérstaklega að
stöðugu stappi hans á pallinum.
Það sé ógeðfelldur ávani hjá
stjórnendum.
Opiö alla daga
Mikið úrval af fatnaði
fyrir stelpur 5-13 ára
108 Reykjavfk
Faxafeni 8
Rýmum fyrir jóla- og
áramótafatnaði
30 - 70% afsláttur
10% afsláttur af nýjum
vörum
(Formula 1,
56
Formula 1,2,3 & 4! Eg get sagt þér ótrúlegar sögur
-1-
Hreinlætis-
tækja
da
ar
Salerni
Með lokuðum
fæti og setu
15.990 kr.
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Hafliði
Hallgrfmsson