Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minnismerki eftir íslenska myndlistarkonu afhjúpað í Þýskalandi Aðalatvinnu- greina bæjar- ins frá fornu fari minnst MINNISMERKI eft- ir myndlistarkonuna Guðrúnu Tryggva- dóttur var afhjúpað á gamla markaðs- torginu í miðbæ Grofialmerode í Þýskalandi 29. októ- ber sl. Að undan- förnu hefur verið unnið að endur- bótum á steinlögð- um strætum miðbæj- arins og segja má að tilkoma minnis- merkisins hafí verið punkturinn yfír i-ið í endurlífgun gamla bæjarins. Verkið vann Guð- rún að beiðni bæjarstjóra Grofi- almerode en það er sett saman af þremur stórum plötum úr eðal- stáli og á hverja þeirra hefur verið skorið með leysigeisla tákn fyrir eina af þremur aðalat- vinnugreinum bæjarbúa frá fornu fari. Þessar greinar eru glerblástur, sem nú er raunar af- lagður á svæðinu, leirkerasmíði og námugröftur, en tvær síð- astnefndu atvinnugreinarnar eru þar enn í hávegum hafðar, enda leir- og kolanámur nánast við hvert fótmál í nágrenn- inu, að sögn Guð- rúnar. í plötu gler- blásarans er greypt gler, leirkerasmið- urinn er með kera- mik og í plötu námamannsins er granítsteinn, sem tákn fyrir kol og annan námugröft. Táknrænt fyrir það sem hefur gert bæinn að því sem hann er í bænum er gler- og keramiksafn og er minnismerkinu einnig ætlað að vekja athygli gesta bæjarins á því. Á næstu dögum verður verk- ið lýst upp innan frá, þannig að það verði vel sýnilegt vegfarend- um á dimmum vetrarkvöldum. „Sú hugmynd kom upp hjá bæjaryfírvöldum hér í fyrra að það þyrfti að setja upp verk sem væri táknrænt fyrir það sem hef- ur gert þennan bæ að því sem hann er,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið, en Grofi- Guðrún Tryggvadóttir Hessisch Niedersachsische Allgemeine Zeitung/Forbert Minnismerkið afhjúpað á torginu í Grofialmerode. Á þeirri hlið sem að Ijósmyndaranum snýr má sjá leirkerasmið að störfum. Bæjarbúar virða fyrir sér minnismerkið. Á hliðunum sem hér sjást eru tákn námuvinnslunnar í bænum, granítsteinninn niðri við jörð- ina, og glerblástursins, glerkúlan sem maðurinn til hægri þreifar á. almerode er um 20 km austan Kassel, nú í miðju Þýskalandi. Guðrún hefur verið búsett í Grofialmerode siðastliðin fímm ár og rekur þar eigin lista- og auglýsingastofu, Kunst &Werb- ung, Art & Advertising Inter- national. Áður hafði hún starfað að list sinni hér á Iandi um árabil, haldið fjölda einkasýninga hér og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum. Hún hlaut starfslaun Iista- manna árið 1985 og stofnaði Myndmenntaskólann Rými 1992. Námskeið ígerð sjón- varps- þáttaraða LEIKSKÁLDAFÉLAG ís- lands og Listaháskóli Islands standa fyrir námskeið í gerð sjónvarpsþáttaraða dagana 12.-14. nóvember nk. í sam- vinnu við Stöð tvö og Leiklist- arsjóð Þorsteins Ö. Stephen- sens við Ríkisútvarpið. Aðstandendur Taxa- þáttanna lesa fyrir Á námskeiðinu, sem fram fer í húsakynnum Listahá- skólans að Skipholti 1, munu þrír af aðstandendum Taxa sj ónvarpsþáttaraðarinnar dönsku, miðla íslenskum höf- undum og öðru fagfólki af reynslu sinni. Fyrirlesaramir eru Stig Thorsboe, aðalhöfundur þátt- anna, sem einnig stóð að gerð þáttaraðarinnar, Landsbyen; Svend Clausen, framleiðandi Taxa þáttanna; og Nikolaj Scherfig, þáttahöfundur. Fyr- irlesararnir tjá sig á móður- máli sínu, dönsku, en þátttak- endur geta beitt Norðurlanda- málum eða ensku. Fundar- stjóri verður Sveinbjörn I. Baldvinsson, sem einnig hefur tekið þátt í gerð dönsku þátt- anna. Þátttakendafjöldi er tak- markaður við 50 manns. Skráning fer fram á skrif- stofu Rithöfundasambands Is- lands í Gunnarshúsi, Dyngju- vegi 8. „Slíkt er ægivald þessarar borgar yfir hjörtum mannanna“ Herskálar frá stríðsárunum. Hér sjást skálar á milli Flókagötu og Háteigsvegar. BÆKUR Sagnfræði SAGA REYKJAVÍKUR, BORGIN, 1940-1990, FYRRI HLUTI OG SÍÐARI HLUTI Höfundur: Eggert Þór Bemharðs- son.Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn, 1998. Fyrri hluti 420 bls. og síðari hluti 508 bls. STUNDUM mætti ætla að Reykjavík væri móðir allra lasta, rót allra vandamála. Þar dvelur ljótleikinn. Þar hefst tortíming landsbyggðarinnar. Það er hins vegar svo að hvað sem öllum byggðavanda líður er öflug höfuð- borg forsenda þess að byggð í þessu landi þrífist yfir höfuð. Tómas Guðmundsson opnaði með kveðskap sínum um Reykja- vík að borgin gæti verið falleg og átt sínar heillandi hliðar hvað sem allri sveitarómantík liði. Eggert Þór Bemharðsson sagnfræðingur gengur í verki sínu um sögu Reykjavíkur frá 1940 til 1990 skrefi lengra og segir borgina hafa verið nauðsyn: „Til þess að standast samkeppni og samjöfnuð viðýmsar nágrannaþjóðir sínar var Islend- ingum nauðsynlegt að eignast borg. Vöxtur Reykjavíkur vai- því ein forsenda nútímaþjóðfélags á íslandi." Þessi orð eru umhugsunarefni fyrir þá, sem líta svo á að Reykja- vík sé dragbítur og grafi undan byggð í landinu með því að lokka til sín fólk annars staðar sem segull væri. Egger Þór bendir á að vöxtur og viðgangur Reykjavíkur hafi átt ríkan þátt í því að gera Islending- um kleift að koma á fót margvís- legri starfsemi í atvinnu- og menn- ingarmálum, sm þeir hefðu annars ekki staðið undir og ekki hefði verið unnt að halda uppi í fámenni. í borginni hafi skapast forsendur til að veita þjónustu, sem annars hefði þurft að sækja til útlanda. Eggert Þór hefur skilað miklu verki í tveimur bindum. Saga Reykjavíkur er glæsilegt verk í alla staði, sérdeilis læsilegt og prýtt ógrynni mynda, sem valdar em af mikilli kostgæfni. Þar fara saman ljósmyndir og teikningar, kosn- ingaspjöld og auglýsingar, sem veita bókinni ómetanlega dýpt. Oft og tíðum fara myndir og atburðir saman með þeim hætti að stendur ljóslifandi fyrir augum lesandans og tíðarandinn öðlast nánast áþreif- anleika. Gildir þá einu hvort verið er að fjalla um lokun Tónabæjar og unglingafjöld á Hallærisplaninu eða átök í borgarstjóm. Það hversu trúverðug mynd er dreginn upp af þeim tíma, sem sá er þetta skrifar þekkir, gefur til kynna að það sama eigi við um áratugina á undan. Það er ljóst að höfundurinn hefur lagt mikið á sig við efnisöflun og farið yfir ógrynni heimilda, birtar og óbirtar, þar á meðal gestabækur Höfða og upplýsingar frá garð- yrkjudeild Reykjavíkur um kartöflugarða. Þessi mikla vinna gerir það að verkum að hann hefur á takteinum almennar upplýsingar um þróun Reykjavíkur, en getur um leið dregið fram persónulega reynslu manna af því sem hann er að lýsa. Gott dæmi um það er frá- sögn af húsnæðisvandanum í Reykjavík þar sem saman fara súl- urit og yfirlit yfir byggingafram- kvæmdir í borginni og frásögn manns, sem er að leita að íbúð fyrir sex manna fjölskyldu, af aðkomu að húsi þar sem „[sjlaginn lak niður eftir veggjunum, klósettið var allt brotið og brenglað, dúkarnir höfðu grotnað í sundur á gólfunum, gluggar voru litlar borur“. Höfundurinn kýs að skipta við- fangsefninu niður í efnisflokka og er það vel til fundið. Þótt það skapi hættu á endurtekningu hefði hitt fyrirkomulagið boðið heim glund- roða og óreiðu. í svo viðamiklu verki verður heldur aldrei komist hjá endurtekningu eigi textinn að vera aðgengilegur, ekki síst þegar grípa þarf niður í bókinni og fræð- ast um einstaka kafla í sögu borg- arinnar. Sú saga, sem Eggert Þór segir, sýnir glöggt hve snar þáttur Reykjavíkur er í Islandssögunni og þróun mála og skipan á seinni hluta þessarar aldar. Bækurnar taka einnig til tíma örra breytinga og koma glöggt fram þeir vaxtarverk- ir, sem gengu yfir í Reykjavík og hófust fyrir alvöru á hemámsárun- um. Eins og höfundur bendir á varð þessi uppgangur í Reykjavík síðar en víðast hvar annars staðar í heim- inum og mátti því læra af mistökum annarra. Enginn þáttur í borgarlífínu er vanræktur. Þróun togaraútgerðar, verslunar, iðnaðar, byggðar og vel- ferðarkerfisins eru gerð skil. Sömu sögu er að segja um félagslíf, íþróttir, menningu -meira að segja biðraða- og drykkjumenningu - og listir. I bókinni kemur meðal ann- ars fram að borgin hafi_ verið grunnurinn að því að gera Islend- inga að „bókaþjóð". Gróska stríðs- áranna gerði fólki, sem áður hafði ekki efni á því, kleift að eignast bækur. Þegar vöruskortur var vegna stríðsins urðu bækur hentug gjafavara og undir 1950 voru fram- leiddar milli 800 og 900 þúsund bækur í Reykjavík. Það ár störfuðu 4,5% vinnandi manna í Reykjavík við bókaútgáfu og -sölu. í þéttbýl- inu var því lagður gmnnur að vax- andi bókaútgáfu. Eggert Þór tekur þó fram að „borgarbyltingin" hafi skollið af meiri þunga á Islendingum en flest- um öðram þjóðum þar sem á nokkram áratugum varð til borg, sem gnæfði yfir allt annað í land- inu. Þar er komin ástæðan fyrir þeirri togstreitu milli borgar og dreifbýlis, sem enn kveður rammt að á okkar dögum. Þessi togstreita á sér ekki síst forsendur í aðdrátta- rafli borgarinnar á landsmenn. Hann vitnar í orð Steins Steinars um hið mikla seiðmagn Reykjavík- ur, sem hafi „dregið svo átakanlega á tálar gamla héraðshöfðingja og dannebrogsmenn út um byggðir landsins, að þeir hafa rifið sig upp frá búum sínum, selt aleigu sína fyrir slikk til þess eins að verða götusóparar, rakkarar eða stefnu- vottar í Reykjavík. Slíkt er ægivald þessarar borgar yfir hjörtum mannanna“. í Sögu Reykjavíkur er tekið tillit til jafnt þess stóra sem þess smáa og nostur höfundarins við viðfangsefni sitt gerir bækurn- ar sérlega læsilegar og skemmti- legar og gerir það að verkum að andi borgarinnar svífur yfir vötn- um. Bækur þessar sýna einnig að Reykjavík er ekki andskoti heldur aflvaki þjóðlífsins, að öðram þátt- um þess ólöstuðum. Karl Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.