Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 10.11.1999, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 43^. FANNAR BJARKI ÓLAFSSON + Fannar Bjarki Ólafsson fæddist 6. janúar 1993. Hann andaðist á Bamaspítala Hringsins aðfara- nótt miðvikudagsins 3. nóvember. For- eldrar hans eru Ól- afur Kolbeinsson bifreiðarstjóri, f. 1. janúar 1964, og Arnþrúður Karls- dóttir, kerfisfræð- ingur, f. 22. apríl 1965. Utför Fannars Bjarka fer fram frá Digranes- kirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vertu sæll og svíf í æðri heima, sólbjarta fagra himingeima. Englar drottins yfir munu vaka, í arma sína litla drenginn taka. (Á.S.) Þær stundii’ sem við áttum með þér voru ljúfar og góðar. Þú komst í heimsókn til okkar og heimtaðir að amma spilaði á gítarinn. Stund- um söngst þú með, en stundum notaðir þú tækifærið til að tæta inn í stofu. Við heimsóttum þig, stundum heim og stundum á spítalann. Nærvera þín gaf okkur svo mikið. Þú ert farinn frá okkur allt of fljótt. Það er erfítt að skilja af hverju þú fékkst ekki að vera með okkur lengur. En við huggum okk- ur við að þú ert hjá Guði og nú líð- ur þér vel. Þú skildir eftir fallega minningu um góðan strák. Þá minningu varðveitum við með okk- ur. Með þessum orðum kveðjum við þig, Fannar Bjarki, með þakklæti fyrir allt. Við biðjum Guð að vernda þig og styrkja foreldra þína í þeirra mikla missi. Amma og afí í Hófgerði. Við þökkum litla frænda okkar Fannari Bjarka íyrir góðu samverustundirnar og allar skemmtilegu minningarnar sem við eigum um lítinn fallegan dreng. Elsku Þrúða og Óli, amma og afi, Guð gefí ykkur styrk í þessari miklu sorg. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Þín frændsystkini, Gunnfríður, Elfar og Styrmir. Bið ég Guð að geyma þig góða vininn bjarta. Eg mun alltaf muna þig innst í mínu hjarta. Elsku litli frændi. Við vitum að þér líður betur núna hjá Guði og englunum. Hvíldu í friði. Þín frændsystkin, Atli Páll, Steinunn, Brynhildur og Hjalti Karl. Þegar foreldrar líta barn sitt augum í fyrsta sinn flýgur oftast gegnum hug þeirra hversu dásam- legt kraftaverk lífíð sé. Og bamið er fegurst allra, lítið og veikburða og á allt undir umönnun sinna nán- ustu. Hver dagur er undur og ást- vinir vilja barninu bjarta framtíð - og umfram allt góða heilsu. En ekki 'er sjálfgefið að öll börn fæðist heilbrigð. Né heldur að heil- brigð börn haldi ávallt heilsu sinni. Við lifum í veröld þar sem sorgin knýr víða á dyr. Við höfðum fagnað fæðingu Pannars Bjarka; reyndar beðið hennar með óþreyju eftir að frétt- ist að hans væri von í heiminn. Og svo kom hann, fíngerður og fríður, með það fallegasta rauða hár sem við höfðum séð. Þetta var gleðirík- ur tími. Síðar kom á daginn að vin- ur okkar gekk ekki heill til skógar. Enginn, nema sá er reynt hefur, fær skilið hvílík þján það er að vita barn sitt haldið ólæknandi sjúkdómi. Vonin, sem svo marg- ir geta haldið í, hvað verður um hana? Hún verður kannski á þann veg að þreyja hvern dag án þrauta. Það tóku við erfiðir dagar í fjölskyldunni, sjúkrahúsvistir og vökunætur. Dagarnir urðu að vikum, vikur að mánuðum, mánuðir að árum. I veikindum sínum hætti Fannar Bjarki smám saman að geta setið sjálfur, gengið og talað. Fatlaður var hann þó ekki í okkar augum - einungis ljúfiingur, lítill drengur sem þráði jafnheitt að leika sér og önnur börn. Fötlun er enda afstæð og aldrei má gleyma að manneskj- an sjálf er það sem mestu skiptir. Fannar Bjarki var góð mann- eskja. Hann elskaði mömmu sína og pabba heitt, málaði myndir, var tónelskur og tilfínninganæmur og táraðist stundum þegar hann hlustaði á falleg lög. Hann átti sér sálufélaga í þeim eðla póstinum Páli og var áhugasamur um bíla. Hann var blíður og þótti undurgott að láta strjúka hárið sitt, þetta dá- samlega hár sem maður varð að fá að snerta. Hann var fallegur drengur sem hlaut alla ást foreldra sinna. Fyrir hann gerðu þau allt sem þau gátu. Þrautir Fannars Bjarka eru á enda. Þrautir þeirra sem eftir lifa eru það ekki. Sem vinir foreldra hans getum við rétt fram hönd okkar og hjarta, gengið með þeim upp erfiða hjalla morgundagsins og veitt þeim allan okkar styrk til að byggja upp líf sitt að nýju. Kn augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um fóla kinn þín minning björt. (Ingibj. Haraldsd.) Valgerður og Grímur. Jólaboð hjá ömmu og afa. Við dönsuðum öll kringum jólatréð. Amma spilaði á gítarinn og pabbi þinn á trommumar en við sungum. Jólasveinninn kom inn með hávaða og látum og þú, rauðhærður, for- vitinn prakkari, togaðir í skeggið hans og potaðir í bumbuna á hon- um. Þá tók prakkarinn hann pabbi þinn trommusóló. Afí sat í stólnum sínum, fylgdist með öllu og hló. Þú snertir, talaðir og spurðir, vildir vita allt. Mamma þín svaraði, skýrði út og sagði frá. Hún var svo þolinmóð og hafði alltaf allan heimsins tíma fyrir þig. Þegar þú veiktist dró ský fyrir sólu. Þungar klyfjar voru settar á litlar herðar. En þér voru gefnir góðir foreldrar sem veittu þér all- an þann stuðning sem mögulegt var að veita í þeirri erfíðu þraut sem sjúkdómur þinn var. Þú kvaddir um nótt. Þegar dag- aði lá fannhvít mjöll yfir öllu. Það var eins og þú, Fannar Bjarki, hefðir sáldrað henni yfír landið á leið þinni yfír í sælli veröld. Við biðjum Guð að leiða þig og vernda og gefa pabba og mömmu og afa og ömmu í Hófgerði og Gullsmára, styrk í þeirra miklu sorg. Hafsteinn og Ebba. Elsku Fannar Bjarki. Þó að rúm sex ár séu ekki löng ævi þá hafa þau verið mér einhver þau dýr- mætustu og lærdómsríkustu ár sem ég hef upplifað, þú og for- eldrar þínir hafa kennt og gefíð mér svo margt og ég hef lært að lífið er svo sannarlega það dýr- mætasta sem við eigúm og við verðum að fara vel með það. Það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur, en við huggum okkur við það að nú ertu kominn á góðan stað hjá Guði og ert ekki lengur veikur heldur farinn að hlaupa um, leika þér, hlæja og syngja með þinni englarödd eins og þú gerðir þegar þú varst minni. Þú varst alltaf tilbúinn í prakkarastrikin og stríðnina, enda fæddur með þetta rauðglóandi grallarahár. Þú gjör- samlega bræddir hjörtu okkar all- ra með þessari miklu birtu og gleði sem ljómaði frá þér og eldrauða þykka hárinu þínu. Eg var svo heppin að umgangast þig mikið og passa þig í nokkra mánuði á daginn, þá fórum við í marga langa og stutta göngutúra um nágrennið og lékum okkur mikið saman úti og inni, hlustuðum á tónlist, sungum og föndruðum. Þér fannst mjög gaman þegar við spiluðum og sungum bílalagið, þá hlóstu svo mikið að þú áttir erfitt með að hætta, enda varstu algjör bíladellukall. Ég á svo óteljandi yndislegar og dýrmætar minningar um þig sem streyma fram í hugann og ekki er hægt að koma niður á blað. Ég er þakklát fyrir að eiga þessar minn- ingar og þær geymi ég vel í hjarta mínu. Þú varst líka heppinn, vegna þess að þú áttir þá bestu foreldra sem hugsast gat, allt snerist um þig og að þér liði sem allra best og endalaust voru þau að dúlla við þig og sinna þér. Mig langar að kveðja þig með bæninni þinni sem mamma þín kenndi mér. Guð blessi þig og varðveiti. Leiddu mína litlu hendi ijúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu að ég fari aldrei frá þér alltaf Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvem dag, þó eitthvað þyngi gef ég verði góða bamið geisli þinn á kalda hjamið. (Asmundur Eiríksson) Elsku Þrúða og Oli, mamma og pabbi, Villý og Kolli, og allir hinir, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur um ókomna tíð í þessari miklu sorg. Eva Björk, Alfreð, Högni, Sindri Snær og Aron Máni. Hvað á maður að skrifa þegar barn er dáið? Hvers vegna er svona látið gerast? Saklaust barn þarf að líða kvalir í mörg ár og deyr svo. Ekki skil ég tilganginn, enda líklega ekki ætlað að skilja hann. En ég trúi að einhver hljóti hann að vera. Og ef maður fer að horfa betur í kringum sig þá sér maður að þessi litli drengur hefur kennt svo mörgum svo margt á sinni ævi þótt hann hafi ekki getað tjáð sig nema hluta ævinnar. Það var ekki aðeins vegna þess að hann varð veikur heldur hvernig Fannar Bjarki tókst á við þessi veikindi og hvernig persóna hann var. Ég kemst ekki hjá því að hugsa að nú er sonur minn á sama aldri og Fannar Bjarki var eins og ég man best eftir honum og áhyggjur af öllum sjúkdómum voru víðs- fjarri. Þetta er aldur spurninga, sakleysis, lífsgleði og áhyggjuleys- is. Allt er svo einfalt og hlutimir e.t.v. séðir á réttan hátt án þess að truflanir hversdagslífsins hafi áhrif á þá. „Er strákurinn dáinn?“ spyr sonur minn þegar hann heyr- ir á tal mitt. „Já,“ svara ég. „Hvert fór hann?“ „Upp í himininn til englanna," svara ég. „Vaknar hann þar?“ spyr hann. „Já hann vaknar þar,“ svara ég og þessi samræða er eitthvað svo falleg og þetta er bara eðlilegur hlutur í augum bamsins fyrst „strákurinn" vaknar aftur. Fannar Bjarki var sérstaklega myndariegur strákur. Allir tóku eftir fallega rauða hárinu hans sem hann hafði meira að segja nýfædd- ur. Hann var hár og grannur eftir aldri og yfirleitt fljótari en jafn- aldrarnir að tileinka sér hinar ýmsu kúnstir sem foreldrar bíða eftir að börnin þeirra læri. Minn- ingar mínar um Fannar tengjast mest kóræfingum okkar Örnu í Dómkórnum. Við urðum yfirleitt samferða á æfingu og á laugardög- um fengu börnin að fljóta með. „Segir þú ekki hæ við Klöru?“ sagði mamman þegar ég kom inn í bílinn og feimnislegt bros blasti við. Svona yndislega fallegur og brosandi er Fannar Bjarki í huga mér. Og svo fór hann að syngja og söng alla leiðina niður í Dóm- kirkju. Hann var með sérlega fal- lega háa rödd og Arna talaði oft um að þarna væri einsöngvarinn í drengjakómum kominn. Hann var líka með mikla bíladellu sem hann erfði frá pabba sínum og hafði oft- ar en ekld bíl meðferðis. Pósturinn Páll var einnig í sérstöku upp- áhaldi og gat hann horft á hann aftur og aftur. Arna og Fannar Bjarki voru mjög tengd. Ljómandi augun í Örnu þegar hún sagði frá Fannari sínum sögðu svo ekki varð um villst að þetta var augasteinninn hennar. Það breyttist ekki eftir að sjúkdómsgreiningin kom. Mörgum foreldrum myndu fallast hendur við slíka fregn og sorgin taka við. En Arna hefur sýnt ótrúlegan kraft, ást og skynsemi. Hún leit ekki á son sinn sem eitthvað annað eftir að sjúkdómsgreiningin kom. Hún festist ekki í þeirri gryfju að hugsa stöðugt: Hvers vegna ég? heldur hugsaði hún: Hvað get ég gert best fyrir barnið mitt úr því sem komið er? Fannar Bjarki var áfram barnið hennar en ekki dauð- vona sjúklingur. Þetta mættu margir taka sér til fyrirmyndar og oft þurfti hún að berjast við for- dóma sem sjálfsagt stafa mest af fáfræði og hugsunarleysi. Þótt Fannar Bjarki gæti ekki tjáð sig lengur og enginn vissi í raun hvað - hann hugsaði, þá var ennþá ekkert nógu gott fyrir hann. Hann var áfram strákurinn í flottu fötunum þótt hann væri ekki í margmenni. Elsku Arna mín, þú ert einstök. Þegar ég minntist á það við Örnu að hún hefði staðið sig svo vel þá sagði hún strax: Hvernig var annað hægt þegar þessi litli strákur stóð sig svona vel? Hann var hetjan. Hann kenndi foreldr- um sínum. Og ef maður hugsar út í það hvað hann hefur látið gott af sér leiða þá sér maður að það er meira en margir gera á lengri ævi. Mörgum finnst það merkilegast að skilja eftir sig byggingar, lista- verk, tónsmíðar o.s.frv., en hvað er það við hliðina á því að breyta manneskju í betri manneskju, þótt við hefðum öll kosið að það hefði mátt gera með öðrum hætti. Elsku Arna og Óli, þið hafið staðið ykkur svo vel og Fannar Bjarki hefði viljað þakka ykkur fyrir alla þá ást og umhyggju sem þið sýnduð honum alla ævi. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur á þessum erfíðu tímum og ég bið þess að minningin um góðan, fal- legan, sterkan og hæfileikaríkan strák megi milda sárin. Blessuð sé minning Fannars Bjarka Ólafsson- ar. Klara Hjálmtýsdóttir og fjölskylda. Elsku hjartans vinur. Nú er stríði þínu við erfiðan sjúkdóm lokið. Mig skortir lýsing- arorð til að lýsa dugnaði þínum í baráttu þinni. Við kynntumst fyrst fyrir sextán mánuðum þegar ég vann sem sum- arafleysing á dagheimilinu Lyn- gási þar sem þú dvaldir hluta úr degi þegar heilsa þín leyfði. Þú heillaðir mig strax með fallega rauða hárinu þínu og brosinu sem bræddi alla. Éftir sumarið fórum við að vera meira saman þegar ég gerðist stuðningsaðili þinn. Þó að veikindi þín væru mikil og ströng þá nýttum við þær stundir sem gáfust eins vel og við gátum. Tónl- istin var sameiginlegt áhugamál okkar og oft var kátt á hjalla heima hjá þér í Lindarsmáranum þegar við spiluðum lögin okkar á meðan flestir aðrir voru í fasta svefni eða komum okkur vel fyrir í hægindastólnum og lásum. Þegar þú varst á spítalanum notuðum vilg^. öll þau tækifæri sem nýttust til að gera eitthvað skemmtilegt svo sem að fara á leikstofuna og fá að láni eitthvert leikfang sem okkur leist vel á sem oftar en ekki tengdist tónlist. Nú þegar þú ert farinn frá mér hellist yfir mig söknuður en það rifjast einnig upp fyrir mér mikið af minningum um stundirnar okk- ar saman sem ég geymi í hjarta mínu þar til við hittumst aftur. Elsku vinur, mig langar að enda á litlu bæninni okkar sem við báð- um svo oft saman: -*r Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú þér ég sendi mína bæn að brjósti sjáðu. Ljúfi Jesú að mér gáðu. Elsku Óli, Þrúða og aðrir aðst- andendur, megi góður Guð styrkja ykkur og vernda. Þín vinkona Hanna Fríða. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fýrr en okkur uggir fer um þau hraður bylur -0* er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn stólur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þó burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik G. Þorleifsson.) Góða nótt, elsku Fannar BjarkáÉ okkar, við munum seint gleyma þeim gleðistundum sem við áttum með þér og sofðu rótt. Elsku Arnþrúður og Óli og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur í ykkar miklu sorg. Fyrir hönd vina á stofu A á Lyngási. Petrea, Guðný, Áslaug og Ragnhildur. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauní 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. i I Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir OLen, útfararsljóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.