Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 6

Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 6
NONNI OG MANNI 6 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 --------------------------—------------------------------------------MORGUNBLAÐIÐ korta/W^ __________________________ Morgunblaðið/Ámi Sæberg UPPRIFJUN - Kristín skoðar gamlar jóiamyndir ásamt Grétu Rut og Heimi. Ljósmynd/Sissa JÓLAKORTIÐ 1997 - Gréta Rut og Heimir ásamt Pílu og Perlu. Ljósmynd/Sissa JÓLAKORTIÐ 1998 - Pétur Pan og Skellibjalla í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Jólakveðia frá Pétri Pan ið sjálf erum ekkert sérstaklega dugleg við að taka myndir og því höfum við látið Sissu Ijósmyndara um að taka myndir af krökkunum okkar í kringum jólin eða allt frá því yngra barnið okkar, Heimir, fæddist," segir Kristín Heimisdóttir tannlæknir en hún og eiginmaður hennar, Bjarni Elvar Pjetursson tannlæknir, eiga tvö fjörmikil börn, þau Grétu Rut fimm ára og Heimi fjögurra ára. Kristín segist leggja mikla áherslu á að senda vinum og vandamönnum myndir af börnunum um jólin og komið hefur fyrir að heimilishundarnir, Perla og Píla, hafi fengið að vera með. „Fólk á að senda myndir af krökkunum sínum eða einhverju öðru því tengt. Mér finnst það miklu skemmtilegra en að fá hefðbundin jólakort," segir Kristín og nefnir að hún hafi fengið ófáar jólamyndir í gegnum tíðina af hundum vina sinna. „Og einu sinni fengum við jólakort frá barnlausu vinafólki okkar sem lét fylgja með mynd af nýja bílnum sínum,“ segir Kristín og hlær. Þegar blaðamaður kíkir í fjölskyldualbúm Kristínar og Bjarna kemur í Ijós að jólamyndirnar af börnunum í gegnum árin eru langt frá því að vera hefðbundnar. Þar gefur til dæmis að líta nærmyndir af börnunum þar sem hálft andlitið er falið á bak við hvíta plötu, skemmtilega útimynd af börnunum undir gullregninu í garðinum ásamt heimilishundunum tveimur og loks ævintýralega mynd þar sem börnin hafa fengið að bregða sér í hlutverk Péturs Pan og Skellibjöllu, persóna úr ævintýrinu um Pétur Pan. Sú mynd var tekin fyrir jólin í fyrra og segir Kristín að hún og Sissa Ijósmyndari hafi ákveðið umgjörð myndarinnar í sameiningu. „Eg hafði séð búningana úr ævintýri Péturs Pan í Disney-verslun í París fyrr um haustið og og Skellibjöllu þegar við ákváðum að hafa þau í þessum búningum hringdi ég í verslunina í París og bað þá um að senda mér fötin. Þeir gátu það ekki en gáfu mér símanúmerið í Disney- versluninni í London og þaðan fékk ég svo fötin send,“ segir Kristín. Morgunstund yfir kortunum Kristín segir að krökkunum hafi ekki þótt leiðinlegra að fá að klæðast búningi Péturs Pan og Skellibjöllu enda sé ævintýrið í miklu uppáhaldi á heimilinu. „Þau tilkynntu mér það til dæmis um daginn að þau vildu ekki verða fullorðin," segir Kristín og hlær. En hvað sem því líður tókst myndatakan vel og ekki dró umhverfið úr ævintýraljóma Ijósmyndarinnar af þeim systkinum því myndatakan fór fram í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. „Við þurftum að bíða í nokkra daga eftir að hægt væri að taka myndina því Sissa vildi hafa ákveðin birtuskilyrði en þegar kom að tökunni gekk þetta mjög vel og henni var lokið á tæpum klukkutíma." Kristín telur mikilvægt að gefa sér nægan tíma til að undirbúa og skrifa á jólakortin og bendir auk þess á að þau reyni jafnan að búa til jólakortin sjálf úr þykkum pappa og ýmsu skrauti. „Að þessu sinni eru krakkarnir orðnir það stórir að þeir eru farnir að geta skreytt kortin sjálf og teikna á þau alls kyns myndir með litríkum glimmerpennum," segir Kristín og bætir við að börnin séu farin að læðast úr rúmi snemma á morgnana til þess að teikna á kortin enda ekki vanþörf á þar sem um 120 1 vinir og vandamenn megi eiga von á jólakortum frá þeim að þessu sinni. Hvernig svo jólamyndirnar líta út verður bara að koma í Ijós þegar kortin eru opnuð á aðfangadag jóla. liil LIS FASAFN ÍSIANDS Fr/kirkjuvcgi 7 • Simi 562 1000 Opid alla daga nema niánudaga kl. 1 1 - 17 • ^ í Urval glæsilegra listaverkabóka Eru Ásgrímur, Kjarval, Þorvaldur, Gunnlaugur Scheving, Helgi Þorgils eða abstraktmennirnir þínir menn? Bækur um list þeirra, á íslensku og ensku, færðu í Listasafni íslands. Fallegt og tært kristalsglas meö 24 karata gullskreytingu. Glasið er gjöf við öll taekifæri -brúðkaup, afmæli, skírn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofl. Tilboðsverð: 2 stk. I kassa kr:3.500,- m kKRISTALL S úrefnis vör ur Karin Herzog Oxygen face jSkS/SSttmmr Skáldskapur með smáköku- bakstrinum BÓKAÞJÓÐIN stendur sjald- an eins áþreifanlega undir nafni og í jólamánuðinum. Þá fara ekki einungis upp- skriftabækur á loft, heldur svigna bókahillur verslana undan nýjum eintökum, bindum og kápum sem óþreyjufullir lesendur þyrpast að eins og býflugur að hun- angi. Síðustu daga desember- mánaðar þykir mörgum ómissandi að leggjast upp í sófa með hríðina á gluggun- um og opna nýja bók og sindrandi konfektkassa. Að- ventan er ekki síðri tími til lesturs og hafa ýmsir það fyrir reglu að festa kaup á spennandi bók í byrjun jóla- föstu til þess að glugga í milli þess sem hrært er í kökur. Jólablaðauki Morgun- blaðsins er í ár kryddaður með brotum úr íslenskum skáldverkum þar sem jól koma við sögu með einum eða öðrum hætti. Gleðileg bókajól!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.