Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 10
10 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dönsku jólamýsnar horfa löngunaraug-
um á löndu sína lifrarkæfuna.
Mikilvægt er aö nudda salti vel í raufar
purunnar svo svínasteikin lukkist.
Lagt er í síldarkrúsir nokkrum vikum
fyrir jól og fer síldin vel meö rúgbrauði
og sænsku hrökkbrauði.
Á boöstólum er alltaf einn fiskréttur, í
þetta sinn kavíarhringur.
Viö „julefrokost“-boröiö þykir jafnan við
hæfi aö krydda samræöur meö
dönskusiettum. Jensína, Sigrún Á.,
Sigrún S., Höröur, Guöbjartur og Ge-
org.
I
Klúbburinn
sem eltir menn
til Afríku
Julejrokost“'(dúbbur nokkurrav uutov afAkros-
nesb ev olrcmuiurjyrirjattkeidjiij JruudeikcD
oj saMUiorrcmay borðsiðu Siguvbjörg Prastav-
dóttivfyUjdUt utebðjjörujrb tokarejuiyuyfyrir
jóUujteðb órsim.
að er undarlegur
jólastraumur sem
hríslast niður eftir bak-
inu þegar gengið er
til stofu á heimili
Harðar
Jr^^^Helgasonar
og Sigrúnar
Sigurðardóttur, eitt
októberkvöld á Akra-
nesi. Þar blasir nefnilega við
fullbúið jólaborð þótt daga-
9 talið vitni um að slíkt sé nú
v’ heldur snemmt. „Hverjum
datt eiginlega í hug að sam-
þykkja þetta - á miðju hausti,"
spyrja meðlimir „Julefrokost“-
klúbbsins kímnir þegar þeir birtast í
dyrunum hver á fætur öðrum með
viðeigandi jólakveðjur á vörunum.
Að jafnaði eru „julefrokost“-veisl-
ur klúbbsins haldnar á aðventu
eins og lög gera ráð fyrir, en til
þess að bregða upp trúverðugri
mynd af starfsemi klúbbsins fyrir
jólablaðamann og Ijósmyndara
töldu meðlimirnir ekki eftir sér að
dekka borð, klæða sig upp á og
matreiða viðeigandi rétti.
„Það koma alltaf allir með sömu
réttina, við erum dálítið vanaföst,"
segir húsfreyjan Sigrún afsakandi
og hagræðir purusteikinni sinni á
fatinu. „Og ef einhver getur ekki
mætt er alltaf einhver sem tekur að
sér að útbúa réttinn sem vantar,"
segja Sigrún Ásmundsdóttir og
Guðbjartur Hannesson og leggja
að svo mæltu frá sér kavíarhring og
danska lifrarkæfu, hið síðarnefnda í
forföllum fjarverandi klúbbfélaga.
„Svo erum við iðulega með reykt-
an ál, ef okkur tekst að komast yfir
hann,“ bætir Georg Janusson við
og aðstoðar konu sína Jensínu
Valdimarsdóttur við að svipta hul-
unni af síldarkrukkum og rúgbrauði.
„Þá er þetta komið, nema eftirréttur-
inn sem er aldrei eins. Hann er það
eina sem kemur á óvart á veislu-
borðinu. Með þessu er svo boðið
upp á rauðvín, bjór, snafs, gos eða
vatn eftir smekk og eru viðeigandi
glös lögð á borð fyrir alla, hvort sem
þau eru svo öll fyllt eða ekki,“ segir
Sigrún húsfreyja.
Gledin tekin upp á band
„Julefrokost“-klúbburinn hefur
hist árlega á aðventu í tuttugu ár,
en samsætin eru í raun aðeins angi
af fjölbreyttum uppátækjum vina-
hópsins sem samanstendur af
fimm pörum. „( öllum tilfellum er
annar makinn Skagamaður, þannig
að kunningsskapurinn nær töluvert
langt aftur. Það sem hins vegar
tengdi okkur enn frekar sem hóp
og lagði meðal annars grunninn að
þessum „julefrokost“-samsætum
var að við lærðum öll á Norður-
löndunum og settumst í kjölfarið öll
að á Akranesi. Þar tengdust menn
svo enn frekar eins og gerist og
gengur í litlu bæjarfélagi, í gegnum
íþróttir, félagsmál og skólastarf,"
segir Guðbjartur og vísar til þess
hversu margvíslega áhuga- og
starfssvið klúbbfélaga skarast.
Þetta kvöldið eru tvenn hjón af
fimm fjarri góðu gamni og er það
hreint ekki í fyrsta sinn sem sú
staða er uppi, enda hafa meðlimir
klúbbsins „haldist nokkuð illa á
landinu" eins og Georg kemst að
orði. „Fólk hefur verið búsett í lengri
eða skemmri tíma í Danmörku,
Finnlandi, Bandaríkjunum og jafnvel
Tansaníu, svo nokkur lönd séu
nefnd. En þótt menn hafi reynt að
flýja til annarra heimsálfa hafa þeir
samt ekki losnað við „Julefrokost“-
klúbbinn,“ segir Georg með lúmsku
glotti og útskýrir að segulbands-
upptökur frá „julefrokost“-kvöldum
hafi stundum verið póstsendar til
þeirra sem ekki hafi átt heiman-
gengt. „í eitt skiptið hengdum við
hljóðnema í Ijósakrónu yfir borðinu
og tókum upp allar samræður og
hlátrasköll. Þetta fannst okkur voða-
lega sniðugt, en þótti víst ekki jafn
fyndið þegar þetta var spilað í seg-
ulbandstæki ÍTansaníu,“ rifja Sigrún
og Sigrún upp og hópurinn skellir
upp úr.
Erfitt að muna
hver er næstur
Það virðist ávallt glatt á hjalla
þegar hópurinn hittist og það stað-
festa meðlimirnir snarlega. „Sumum
finnst jafnvel svo gaman að þeir eru
aldrei í burtu á „julefrokost“-kvöldi!“
heyrist úr einu horninu. Þeir taka
sneiðina til sín sem eiga og benda
um leið á nauðsyn þess að einhverj-
ir haldi sig á heimaslóð til þess að
klúbburinn loði saman.
Þannig fljúga skotin hornanna á
milli en best lætur klúbbmeðlimum
að gera grín að sjálfum sér.
„Julefrokost“-inn færist á milli húsa
á hverju ári, alltaf eftir sömu röð, en
það tekur þó gjarnan allt haustið að
finna út hver eigi að halda samsæt-
ið,“ segir einn. „Við munum vel hvar
við hittumst síðast en eigum jafnan í
mestu vandræðum með að rifja upp
hver er næstur í röðinni,“ segir ann-
ar. „Já, þetta vill henda fólk á okkar
aldri..." dæsir sá þriðji kiminn.
„Þótt hefðin sé eins og áður seg-
ir í föstum skorðum þurfum við
stelpurnar samt alltaf mjög mikið
að funda og skipuleggja þegar líða
fer að „julefrokost“,“ játar Jensína
þegar spurt er um undirbúning.
„Við finnum okkur alls kyns tilefni til
fundahalda því okkur finnst svo
gaman að hittast. Og svo æfum við
náttúrlega saman skemmtiatriði ef
einhver í klúbbnum á stórafmæli og
fæst til þess að halda veislu.“
„Þessi skemmtiatriði hafa hins
vegar af einhverjum orsökum orðið
til þess að fólk ákveður gjarnan að
halda ekki upp á afmælið sitt,“
skýtur Hörður að og enn er hlegið.
„Á „julefrokost“-kvöldunum sjálf-
um eru líka iðulega skemmtiatriði -
menn standa upp og fremja ýmsa
gjörninga," segja vinkonurnar sam-
hljóða og banka til sönnunar á
myndaalbúm frá fyrri árum sem
dregið hefur verið fram. „Einu sinni
fengum við líka utanaðkomandi at-
riði, þegar sönghópurinn Sólar-
megin birtist fyrirvaralaust í miðju
boði og söng fyrir okkur syrpu af
jólalögum," bæta þær við, en taka
verður fram að Jensína er í nefnd-
um sönghópi og hafði í leyni undir-
búið heimsóknina.
Jélaforskeytið hvilt i júní
Um áramót hittist sami hópur
jafnan ásamt börnum á umfangs-
miklu spilakvöldi sem þykir ómiss-
andi samkoma í jólahaldi allra fjöl-
skyldnanna.
„Svo hittumst við á 17. júní í grill-
veislu hjá Jensínu og Georg. Þá er
jólaforskeytinu reyndar sleppt - þá
heitum við bara „Frokost“-klúbbur-
inn,“ segja Guðbjartur og Hörður
og nefna til viðbótar leikhúsferðir
og aðrar uppákomur.
„Þetta er í stuttu máli góður vina-
hópur sem gerir margt fleira saman
en að gæða sér á jólamat. Til dæm-
is settum við á fót enskuskóla í upp-
hafi árs - hittumst vikulega i fimni
mánuði og ræddum heimsmálin á
ensku," segir Sigrún Ásmundsdóttir,
en í hópnum eru tveir enskukennar-
ar sem tóku að sér leiðsögn.
„Svo er stefnt að því að halda
upp á 20 ára afmæli „Julefrokost"-
©Qaooe® y/ Negro g
W
&
Skólavörðustíg 21a • 101 Reykjavík
Slmi / Fax: 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
Póstsendum um allt land
&
w
%
p
i
Skokkar frá kr. 3.590
&
w
&
w
%
w
&
W|
Flfsfatnaour fyrir 0-16 ara
Praktískur jólafatnaður
úr flísefnum
&
&
w
&
Tvöföld flísteppi W
frá kr. 3.890
w
&
w
&