Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 16
16 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MATREIÐSLU- MAÐUR ÁRSINS - Kannski er ekki al- veg sanngjarnt að fá þaulvanan kokk sem fulltrúa jólamatargerðar fyrir byrjendur en Ragnar - sem ber nafnbótina Mat- reiðslumaður ðrsins 1999 - fullyrðir að réttirnir sem hann hefur útbúið séu langt í frá óviðráö- anlegir. Hann segir að ekki megi láta blekkjast af faglegri uppröðuninni á diskana - hátíðar- matseldin sé ekki eins flókin og hún sýnist. FROST OG FUNI - Dvergappeisínur fljóta í sætu sírópi umhverfis heitar „Brownies“ með ís. Heimagert skraut og Jóki björn á skjánum JótÍMs wtA/ kátíð kejðaMMA/ oj Juer (lajzv suamat (wtrjor uerið V mótuM/ ó/ (leJjmiluMi/ (micUímá umí/ óroturjtuíceið. En/ er leyjUerjt oð bÚA/ tii nýjar kejðir? Sigurbjörg Prastardóttír keinu sóttb uMCjt yor seMc steMxiur JroMiMiifyrir jyvv syeuMMMxii iterkejni aðjuuco/ uyyjóiÍM/. Sólblómið Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í hlýja og vinalega verslun okkar. Snorrabraut 22 sími 561 5116 Hlökkum til að sjá ykkur! Fríða og Sigga H stofugólfinu stendur María litla Lív, fjórtán mánaða, alveg dæmalaust fín í rósóttum kjól. Hún er að æfa sig að ganga, því innan tíðar verður sett upp jólatré í stofunni og hana lang- ar að geta rölt í kringum það óstudd. I eldhúsinu er mamma að föndra við mosa og hnetur og pabbi er eitthvað að dútla við pottana. Það hlýtur að vera í sambandi við þessi jól sem allir eru að tala um, en Mar- ía Lív man ekki vel eftir jólahátíðinni í fyrra. Jólin í ár verða þannig í raun hennar fyrstu, og líka fyrstu jólin sem litla fjölskyldan heldur í kjall- araíbúðinni við Skeiðarvoginn. Sammála um að borða klukkan sex „Við ætlum að vanda okkur við að hafa það verulega gott og nota- legt um jólin. Hrærast í algjöru tímaleysi og njóta þess að þurfa ekki að mæta á ákveðna staði á ákveðnum tíma eins og alla aðra daga,“ segir Erla Snorradóttir um leið og hún leggur sem snöggvast frá sér mosakransinn. Erla starfar við afgreiðslu í verslun og býst því við löngum vinnustundum þegar nær dregurjólum. Unnustinn Ragn- ar Ómarsson er kokkur á Hótel Holti þar sem einnig er aukavinnu að vænta í desember, en eins og hann bendir á verður allt slíkt yfir- staðið þegar hátíðin sjálf gengur í garð. Fundum Erlu og Ragnars bar á sínum tíma saman í eldhúsi Perlunnar þar sem þau störfuðu bæði sumarlangt og fyrstu jólunum eyddu þau saman í hitteðfyrra. „Þá bjuggum við á Vesturgötunni, vor- um tvö ein saman um jólin, bjugg- um til konfekt og höfðum það æð- islega gott,“ rifjar Ragnar upp. „í matinn höfðum við svínahnakka, þvert á allar venjur að heiman, en þar sem við höfum bæði alist upp við að borða á slaginu sex héldum við í þá hefð og hlustuðum í andakt þegar útvarpið hringdi inn jólin,“ bætir Erla við. í fyrra dvaldi parið í Noregi i nokkra mánuði og flutti ekki til Is- lands fyrr en skömmu fyrir jól. „Þá var ákveðið að dvelja yfir jólin hjá foreldrum Erlu á Egilsstöðum þar sem ég kynntist nýrri jólamenningu. Til dæmis var það ný reynsla að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu hennar tengdamömmu," upplýsir Ragnar og kímir. Nýtt og betra skraut Nú þegar þriðju jólin nálgast mun unga parið halda í sumar hefðir úr foreldrahúsum en skapa sér aðrar nýjar eftir atvikum. „Ég er til dæmis staðráðin í að skreyta jólatréð nokkrum dögum fyrir jól, þótt það hafi aldrei verið sett upp fyrr en á Þorláksmessu hjá foreldr- um Ragnars og á aðfangadag á mínu heimili," segir Erla. „Svo reynum við að vera frekar spar- söm í desember, en gera samt fínt í kringum okkur. Til dæmis hef ég búið til kertahringi úr þykkum servíettum og servíettuhringi úr trjágreinum úr garðinum," segir hún og dregur fram í dagsljósið sitthvað fleira fallegt sem hún hef- ur útbúið í frístundum. Ragnar er hæstánægður með heimagerða jólaskrautið hennar Erlu, segist enda löngu orðinn leiður á „sama gamla skrautinu að heiman" - þó með fullri virðingu fyrir smekk for- eldranna. Að ganga í barndóm Enn hefur ekki verið ákveðið hvar litla fjölskyldan eyðir að- fangadagskvöldi í ár, en þegar hefur borist heimboð frá foreldrum Ragnars í Keflavík. „María Lív er svo eftirsótt - mamma og pabbi vilja ólm njóta nærveru hennar um jólin,“ segir Ragnar. „Já, við mun- um eflaust þiggja boðið, enda finnst mér alltaf skemmtilegt að hafa fullt af fólki í kringum mig á aðfangadag," bætir Erla við, og þar með er hugmynd Ragnars um róleg heimajól felld á jöfnum at- kvæðum. „En ég vil taka fram að hvar sem ég er staddur finnst mér nauðsynlegt að horfa á skrípóið í sjónvarpinu á aðfangadag, í það minnsta með öðru auganu," segir Ragnar einlægur á svip. „Já, mað- ur verður alltaf svo mikið barn um jólin,“ bætir Erla við. „Mér finnst jólatré til dæmis alltaf stórmerkileg og tilkomumikil, alveg eins og þegar ég var lítil. Svo þykir mér jólastemmningin eiginlega ekki fullkomnuð fyrr en ég sé jólaaug- lýsingu Coca Cola í sjónvarpinu - þessa með fjölþjóðlega hópsöngn- um,“ segir hún og skellihlær. Jólin eru meira en gjafirnar_______________ Ragnar tekur undir og bætir við að það sé jafnframt hluti af jóla- skapinu að hlusta á jólalögin í vinn- unni síðustu dagana og fara í bæ- inn á Þorláksmessu - jafnvel þótt ekki eigi eftir að kaupa neitt. „Jólin snúast um milljón litla hluti sem smella saman á réttum tíma. Þetta er einhvern veginn innbyggt í gang- verkið; jafnvel þótt allt sýnist ógert þá koma jólin samt alltaf á réttum tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.