Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 18
18 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ vaktir dagana fyrir jól kalla líka á skipulegan undirbúning - það eru gömul sannindi og ný að maður bjargar ekki heiminum á aðfanga- dagsmorgun.“ Kertaljós og öðruvísi fréttir Eitt er að vinna fram eftir á að- ventu, annað að vinna á sjálfum jól- unum. Jóhanna Vigdís kippir sér þó ekki upp við það, enda ýmsu vön. „Eðli vaktavinnu er einfaldlega þannig að stundum er maður heppinn og stundum ekki.“ Reynd- ar eru áhöld um hvort heppninni hefur verið fyrir að fara í vakta- mynstri Jóhönnu Vigdísar, því öll árin sín hjá RÚV hefur hún verið á vakt annaðhvort um jól eða ára- mót. „Flestir fréttamennirnir lenda reyndar í því að taka aðra hvora vaktina, það er aðeins einn á ári sem sleppur, en af einhverjum or- sökum hefur þessi eini aldrei verið ég,“ segir hún hlæjandi. Og ofan í kaupið er nú Ijóst að þetta árið lendir hún á tvöfaldri hátíðarvakt. „Já, einu sinni á tveggja mánaða fresti kemur það í hlut hvers okkar að vinna tvær helgar í röð með fríi fjóra virka daga á milli. I ár fæ ég slíkan pakka einmitt um jólin, vinn aðfangadag, jóladag og annan í jól- um og svo aftur gamlársdag, ný- ársdag og annan í nýári.“ Það hlýtur að teljast heppilegt í þessu tilfelli að Jóhönnu Vigdísi þykir vænt um fréttastofu Sjón- varps og hún kvíðir því hreint ekki að eyða þar lunganum úr jólunum. „Fréttirnar hafa, eins og alltaf, al- gjöran forgang en inn á milli reyn- um við að skapa notalega stemmn- ingu á vinnustaðnum. Við kveikjum á kertum, gæðum okkur á smákök- um og horfum hlýlega á jólatréð í mötuneyti Sjónvarpsins. Ég vinn líka með skemmtilegu fólki og þykir í stuttu máli sagt alveg rosalega gaman í vinnunni,“ segir hún með einlægri áherslu. „Svo eru fréttirnar um jólin líka öðruvísi en aðra daga og góð til- breyting. Við fjöllum um kirkjusókn um land allt, færð, umferð kringum kirkjugarða, jólahald um víða veröld og spjöllum við sjómenn og aðra sem eru að heiman um jólin. Þetta eru fyrst og fremst fréttir um fólk, þótt auðvitað geti óvæntir atburðir gerst á jólavaktinni eins og á öðr- um tímum." Allir fái óskir sinar uppfylltar Aðfangadagur er mikið tilhlökk- unarefni á heimili Jóhönnu Vigdís- ar. Þá er eldaður kalkúnn með góðri fyllingu, jólalögin hljóma og ilmur af steiktu rauðkáli fyllir húsið. „Á hátíðarborðinu er meðlæti af ýmsum toga - í raun allt sem hver og einn kýs. Ef dóttir mín vill til dæmis béarnaise-sósu með steik- inni fær hún béarnaise-sósu, og svo framvegis. Þannig finnst mér nefnilega að jólin eigi að vera; að allir fái óskir sínar uppfylltar," segir Jóhanna Vigdís. Á aðfangadag og gamlársdag eru fréttir sendar út klukkan 13 en aðra daga á hefðbundnum tíma, kl. 19. „Stórfjölskyldan sýnir þessari helgi- dagavinnu mikinn skilning, en okkur hefur þó aldrei þótt ástæða til þess að færa jólahald til vegna þessa. Ef vaktir ber upp á fjölskylduboð þá sendi ég einfaldlega manninn og börnin á undan og mæti sjálf seint. Auðvitað er leiðinlegt þegar sam- verustundir með fjölskyldunni á hátíðisdögum skerðast, en það jafn- ast út á frívöktum seinna. Kannski jafnvel strax um næstu páska,“ seg- ir hún vongóð og brosir. „Rösti“ (kartöfluréttur) ____________800 g kartöflur________ ____________2 msk. smjör__________ ____________'h tsk. salt__________ _______________pipar____________ _______________múskat_____________ __________200 g rifinn ostur______ 100 g gráðostur Sjóðið kartöflurnar og kælið. í þennan rétt er mjög gott að nota afganginn frá kvöldinu áður. Rífið kartöflurnar á rifjárni (ekki í mat- vinnsluvél). Bræðið smjörið á pönnu, setjið rifnar kartöflurnar út í og steikið í stutta stund. Kryddið með salti, pipar og múskati. Blandið rifnum osti saman við kartöflurnar á pönnunni og mótið eins og þykka pönnuköku. Steikið í nokkrar mínútur og snúið þá „pönnukökunni“ við. Það getur reynst „snúið" að snúa henni en mér hefur reynst best að nota lokið af pönnunni sem hjálpartæki, þ.e.a.s. renna kartöflunum á lokið og setja svo pönnuna á hvolf yfir. -Tiiiii ISLENSKA OPERAN La voix humaine - Mannsröddin Francis Poulenc - Jean Cocteau Síðustu sýningar 1. des og 8. des. kl. 12.15. Óperutónleikar 14. des. kl. 20.30 Emma Bell, sópran Finnur Bjarnason, tenór Ólafur Kjartan Sigurðarson, baritón Gerrit Schuil, píanó Nýársdansleikur Hinn árlegi nýársdansleikur á Broadway 1. janúar. Hljómsveit og kór íslensku óperunnar ásamt einsöngvurum. The rape of Lucretia ópera eftir Benjamin Britten frumsýnd 4. febrúar 2000 Munið gjafakort íslensku óperunnar. Sími í miðasölu 551 1475. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Getur líka verio gaman að vinna á jólunum JÓHANNA VIGDÍS - „Maður bjargar ekki heiminum á aðfangadags- morgun. “ Sejjjos mÁs að þeir starþmrurv LjósuokoMuðU mrur sem storuids iwktir imvjóLUv síov L alUérstakrL stöðcr. Þeyar jjöUlylAukótíðirv HÁUjart eru/jreir wveð jróttalestrL, kj/Hruruj- umu eðí v (cueðjuiestrL stoddir ói nrer öLLmv UeÁMtiluMr Laruisim nruta/ sírur eiqin. tíuoð skyLdL verða, uMvjóLokaíd jerso/jóLks? g á svo miklu fjölskyldu- láni að fagna að mitt fólk hefur aldrei kvartað vegna vinnu minnar á hátíðisdögum," segir Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir, fréttamaður hjá Ríkissjón- varpinu til fimm ára. Hinir umburð- arlyndu fjölskyldumeðlimir eru eig- inmaðurinn Guðmundur Magnús- son og dóttirin Guðrún Edda, 16 ára, auk sonarins Hjalta Geirs sem er eins árs og mun nú í fyrsta sinn taka fullan þátt í kalkúnaveislunni á aðfangadagskvöld. „Lykilatriði í mínum huga er að njóta jólaundirbúningsins með sínu fólki og sinna innkaupum og öðru umstangi tímanlega," segir Jó- hanna Vigdís sem er að eigin sögn mikið jólabarn og varðveitir marga notalega aðventusiði. „Við mæðgurnar tökum til dæmis nokk- ur kvöld í að handskrifa jólakort til vina og vandamanna innan lands og utan. Þetta eru ein 150 kort og talsverð vinna því allir fá dálitlar fréttir til viðbótar við jólaóskirnar og engin tvö kort eru eins. Svo fer ég gjarnan á kaffihús, kaupi gjafir í ró- legheitum og skreyti jólatréð allt að viku fyrir aðfangadag. Ef maður hefur gaman af jólaundirbúningn- um eins og ég er um að gera að dreifa honum á svolítið langan tíma svo maður keyri sig ekki út og sofni í kirkjunni á aðfangadag, eins og kom einu sinni fyrir mig,“ viður- kennir hún og kímir. „Langar frétta- Ljóítmkqy^^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.