Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 20

Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 20
20 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ SPARIÍS - íshringurinn er einstaklega Ijúffengur og má gjarnan gera hann nokkru fyrir jól. Morgunblaöiö/Ámi Sæberg Aðventukransinn er fallegt jólaskraut og á bakka bíða randakökur og vanillulengjur. Indverskur rækjukokkteill úr fersku hráefni er tilvalið mót- vægi við sætindin. Ometanleg vinattubönd hnýtt yfir pottunum Húsu) er alit tippljówuið. Huerji er kuu veyar sóiu/ að sjóL irtrv umv rtórarv stojvujUujjOs. Enq- ímjv luwaðv berst keicíur óvt ú jöturuv. AttftO/ Q. Ólajsdóttir keyrir eickv skvoidrið jyn erv kúM/ er (coiMÍrv aiLv Leiið inrv v koi oy ívtur fraMv'v eidkús. Jimm konur bera þar laman bækur sínar í hálfum Ijóðum við ekkinn. Að- ftir að skreyta kteilinn. r best að hag- ikunni, ólífunni lum? Á Ijúfu rður konunum uld úr því að sg leysa verk- efnið af stakri fagmennsku, enda eru konurnar ekki aðeins bestu vinkonur heldur menntaðir hússtjórnarkennarar og sumar starfandi heimilisfræðikennarar um áratugaskeið. í hverjum mánuði i 30 ár Eftir að rækjukokkteilnum hefur verið komið fyrir á borðstofuborð- inu færa konurnar sig yfir í vistlega fremri stofuna. Gestgjafinn Anna Finnsdóttir byrjar á því að taka fram að reyndar séu vinkonurnar níu talsins. „Við kynntumst þegar við vorum við nám í Hússtjórnar- kennaraskóla íslands í Háuhlíð 9 á árunum 1968 til 1971. Eftir útskrift- ina höfum við níu af tíu í árgangin- um haldið hópinn og hist reglulega - ja og óreglulega - í hátt í 30 ár. Yfirleitt er reglan meiri yfir vetrar- tímann. Við komum saman í hverj- um mánuði og alltaf sérstaklega ef einhver utan af landi kemur í bæinn - jafnvel þótt aðeins séu liðnir fáir dagar frá því að við komum saman síðast. Á sumrin hittumst við líka, þótt meiri lausung viðgangist reyndar þá, en til dæmis héldum við upp á 20 ára afmælið í sumar- bústað í Skorradal. Annars hittumst við yfirleitt heima hjá hver annarri og höfum ekki vílað fyrir okkur að sækja samkomur í aðra lands- hluta.“ Samkomur? Blaðamaður hváir. Vinkonurnar líta hver á aðra og kíma. Helga Karlsdóttir frá Sand- gerði verður fyrst til svars. „Jú, sjáðu til - þegar við vorum að byrja að hittast stóð barátta rauðsokka- hreyfingarinnar sem hæst. Ekki kom því til greina að tengja okkur við jafn íhaldssöm gildi og felast í saumaklúbbsheitinu. Við erum heldur engar sérstakar hannyrða- konur og prjónar hafa varla sést uppi á borðum á samkomum frá því að við vorum sjálfar að ala upp smábörn. Samkomur virtist hlut- lausara orð og hefur dugað okkur vel í gegnum tíðina," segir Helga. (byggin tekur hún fram að sjálf matargerðin sé ekki jafn stór hluti af samkomuhaldinu og einhver kynni að gera ráð fyrir út frá bak- grunni hópsins. „í upphafi var tekin meðvituð ákvörðun um að vera ekki með yfirdrifnar veitingar á samkomum. Gestgjafinn hverju sinni sér um að útbúa eitthvert meðlæti og oft var boðið upp á kaffi og kökur fyrstu árin. Smám saman höfum við verið að færa okkur yfir í léttara fæði og súpur orðið vinsælar seinni árin. Eins höfum við verið að gera til- raunir með samkomutímann. Við vorum farnar að sitja svo lengi frameftir að við ákváðum að fara að mæta fyrr til að komast fyrr heim í háttinn, enda hittumst við yf- irleitt á virkum dögum. Eina breyt- ingin var að samkomurnar lengd- ust, enda höfðum við um nóg að spjalla og fórum ekkert fyrr heim en áður.“ Smullu saman Og sitthvað er rætt á samkomun- um. „Fyrstu árin snerust umræðurn- ar talsvert um meðgönguna, fæð- ingar og barnauppeldi. Smám sam- an hefur umræðuefnið verið að breytast og núna erum við talsvert uppteknar af brúðkaupum og barnabörnum, komum með myndir og fylgjumst með því hvað er að gerast í fjölskyldum hver annarrar," segir Ásrún Ólafsdóttir. „Samt er engin óþarfa hnýsni í gangi,“ bætir hún við og hinar taka undir með bros á vör. Anna grípur orðið og tekur fram að talsverður tími fari í að ræða fagið. „Langoftast er aðeins einn matreiðslukennari í hverjum skóla. Þess vegna getur verið afar gagn- legt að hitta matreiðslukennara í öðrum skólum, skiptast á hug- myndum og fylgja tíðarandanum í greininni. En svo eru atburðir líð- andi stundar auðvitað líka til um- ræðu hjá okkur.“ Vinkonurnar eru sammála um að samkomurnar hafi verið algjörlega ómetanlegar, bæði faglega og per- sónulega, í gegnum tíðina. „Ég veit eiginlega ekki hvað olli því að við smullum svona vel saman í upphafi af því að í rauninni erum við ekkert sérstaklega líkar,“ segir Bergljót Andrésdóttir. „Ef til vill hefur aginn í skólanum haft þarna áhrif. Skóla- dagurinn var langur og aðeins frí á sunnudögum. Stundum vorum við látnar undirbúa heljarinnar veislur og vorum að langt fram á kvöld. Einu sumri eyddum við saman á Laugarvatni við að æfa okkur að kenna yngismeyjum matreiðslu, rækta grænmeti, tína grös og þurrka. Ætli við höfum ekki þjapp- ast best saman þá, stelpur?" Hinar telja ekki útilokað að svo hafi verið. Hins vegar geta þær ómögulega komið sér saman um hvernig veðrið hafi verið um sumar- ið. Versta rigningarsumar í manna minnum eða var kannski alltaf sól? Bergljót heldur áfram og segir frá því að hópurinn hafi tekið þátt í gerð heimildarmyndar um sláturgerð í skólanum. „Við vorum látnar leika og myndin var sýnd í sjónvarpinu einu sinni á ári í mörg ár á eftir. Hræðilegt!" Hinar skella upp úr. Jélin koma þrátt fyrir allt! „Ég skil ekki hvað konur eiga við þegar þær hittast og spyrja hver aðra hvort þær séu búnar að gera allt fyrir jólin. Hvað er þetta allt? Enginn tekur eftir því þótt ekki sé búið að taka allt í gegn. Jólin koma þrátt fyrir alltl" segir Helga. Guðný Jóhannsdóttir tekur í sama streng og viðurkennir sposk að skipulaginu sem vinkonunum var kennt á sínum tíma í skólanum hafi ekki verið fylgt út í æsar á sínu heimili. „Ég man til dæmis eftir því að ein jólin þegar ég var alveg komin á steypirinn - þá gerði ég ekkert nema að skipta um gardínur í eldhúsinu, baka takmarkað magn af smákökum og koma fyrir kert- um. Jólin komu þó eins og ekkert hefði í skorist og með engu minni hátíðleika en venjulega. Núna þeg- ar fólk er farið að vinna jafn mikið utan heimilis og raun ber vitni er heldur ekki hægt að ætlast til þess sama og áður. Fólk má ekki vera orðið algjörlega úrvinda á jólunum. Lykillinn er að ætla sér ekki of mik- ið og skipuleggja sig vel. Flest er t.a.m. hægt að gera með nokkrum fyrirvara, enda er alveg hreint ynd- islegt að eiga desember til að njóta lífsins, fara á tónleika, hitta vini og ættingja - og síðast en ekki síst njóta jólanna sæll og glaður í faðmi fjölskyldunnar." Svo mörg voru þau orð og ekki hægt að skilja við hópinn öðruvísi en með nokkrar uppáhaldsupp- skriftir úr samkomunum í farteskinu. Súkkulaðibúðingur _______60 g dökkt súkkulaði__ ____________3 egg____________ 11/2 dl rjómi Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Blandið eggjarauðunum saman við einni og einni í einu. Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið þeim var- lega út í og þeyttum rjómanum að síðustu. Látið vera í frysti þar til búðingurinn er hálffrosinn. Skreytið búðinginn með 1-2 dl af þeyttum rjóma. Vanilluhringir eða -lengjur ___________150 g smjör___________ ___________114 dl sykur__________ ________1 msk. vanillusykur________ ______________2egg_______________. ________2 dl (100 g) möndlur_____ ______________5 dl hveiti________ ___________100 g súkkulaði ______ Hakkið eða saxið möndlurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.