Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 21
Hrærið smjör og sykur lint. Bætið
vanillusykri og eggjum út í og
hrærið vel. Hnoðið hveiti og
möndlum saman við. Kælið deigið
í 1/2-1 klst. Sprautið deiginu úr
sprautupoka í hringi, lengjur eða
annað að vild á smurða bökun-
arplötu eða bökunarpappír. Bakið
við 200°C hita í um 10 mín. Kælið
kökurnar á bökunargrind. Bræðið
súkkulaði í vatnsbaði og dýfið
kökunum ofan í. Geymið kökurnar
í þéttu lokuðu íláti. Deigið má
einnig setja í hakkavél og nota þá
plötu með stjörnumynstri.
íshringur
____________2 eggjahvítur_______
____________2 dl sykur__________
50 g saxaðar valhnetur
Stífþeytið eggjahvítur og sykur,
bætið söxuðum valhnetum út í.
Mótið á bökunarpappír hring (um
25 sm í þvermál) og mótið fyrir gati
í miðjunni, t.d. með glasi. Setjið
deigið á hringinn. Bakið i 1 klst. við
130°C hita og kælið.
Krem:
___________5 dl rjómi___________
______1 egg og 2 eggjarauður____
___________1 dl sykur___________
3 plötur Dajm-súkkulaði
Þeytið rjómann, þeytið vel saman
egg, rauður og sykur. Brytjið
súkkulaðið. Blandið öllu saman.
Setjið fyllinguna ofan á botninn eftir
að hann er orðinn kaldur og frystið.
Látið ísinn standa í kæli áður en
hann er borinn fram. (sinn er borinn
fram með ávöxtum.
Randakökur
______________200 g hveiti___________
______________150 g sykur_____________
______________1 tsk. lyftiduft________
______________125 g smjör_____________
________________1 egg_________________
1/2 tsk. vanilludropar
Blandið saman hveiti, sykri og lyfti-
dufti, myljið smjörið saman við.
Bætið egginu og vanilludropunum
út í og hnoðið saman. Búið til ann-
að deig eins en bætið við það 2
msk. af kakói. Fletjið Ijósa deigið út
í aflanga köku, farið eins að við það
dökka. Leggið dökka deigið ofan á
það Ijósa og rúllið upp. Látið
standa í kæli yfir nótt. Sneiðið niður
og bakið við 180°C hita.
Grískt smábrauð
___________600 g hveiti___________
____________2 tsk. salt___________
50 g pressuger eða 5 tsk. þurrger
_________3 dl undanrenna__________
____________1 dl mysa_____________
3 msk. ólífuolía
Blandið þurrefnunum saman í skál
(geymið 1 dl til að hnoða upp í
deigið). Hellið volgum vökvanum
saman við og hrærið vel. Látið
deigið lyfta sér í 30 mín. á volgum
stað. Hnoðið deigið og mótið í
smábrauð. Látið þau lyfta sér á
plötu í 15 mín. Sigtið þunnt lag af
hveiti yfir brauðin og bakið þau í 15
mín. við 200°C hita.
IfflMWlTBffli IIIPIillHiilllillilllllli l'IWIf'IlWl'Wiliil
Indverskur
rækjukokkteill
____________100 g hrísgrjón____________
___________3 msk. matarolía ___________
___________1 msk. sitrónusafi__________
_____________50 g majones______________
___________50 g sýrður rjómi___________
_____________1-2 tsk. karrí____________
_____________1/2 rifinn laukur_________
_____________250 g rækjur______________
____________1/2 græn paprika___________
_____________svartur kavíar____________
1 ólífa á hverja skál
Sjóðið hrisgrjónin samkvæmt tyrir-
13 \mi ■>«|t m \ amT ■: m
W ri
^ imp ■ m
i wpi 'jfe- i/. • hfi
ALLAR SEM EIN - Þær Bergljót, Asrún, Helga, Guðný og Anna bentu á að
myndin gæti vart kallast hópmynd því fjarstaddar voru Birna Kjartansdóttir,
Guörún Ingvarsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir. Allar
eru vinkonurnar níu hins vegar skrifaðar fyrir þeim uppskriftum sem hér
fylgja.
mælum á umbúðum. Blandið mat-
arolíu og sítrónusafa saman við
grjónin - kælið. Blandið saman í
skál majonesi, sýrðum rjóma, karríi
og rifnum lauk. Hellið sósunni yfir
hrísgrjónin og skreytið með rækj-
um, papriku, ólífu og kavíar. Útbúið
karrísósuna með fyrirvara þannig
að bragðið njóti sín betur. Berið
fram með ristuðu brauði.
Aðventukrans
5 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
21/2 tsk. þurrger
'A tsk. salt
1 tsk. sykur
25 g smjöriíki
1 dl heitt vatn
1 1/2 dl mjólk
egg og mjólk
sesamfræ
Blandið saman í skál hveiti,
hveitiklíði, þurrgeri, salti og sykri.
Myljið smjörlíkið saman við þurr-
efnin. Blandið saman í minna ílát
heitu vatni og mjólk. Hellið volgum
vökvanum út í þurrefnin, hrærið
deigið þar til það er samfellt. Látið
það lyfta sér á volgum stað í 15
mín. Hnoðið deigið, það á að vera
mjúkt og meðfærilegt. Skiptið
deiginu í 3 jafna hluta, mótið í
lengjur og fléttið saman. Mótið
hring úr fléttunni, setjið á bökun-
arplötu. Látið brauðið lyfta sér í
15-20 mín. Penslið brauðið með
eggjablöndu og stráið sesam-
fræum ofan á það. Bakið brauðið í
miðjum ofni við 200°C í 30^10
mín.
Að síðustu er brauðkransinn
kældur, settur á stórt fat, skreyttur
með grenigreinum og jólaborða og
stórt kerti sett í miðjuna.
Fiskisúpa
fyrir sex
600 g lúða
200 g hörpudiskur
_______________200 g rækjur____________
_____________12 humarhalar____________
___________safi úr 1/2 sítrónu________
______________30 g smjör_____________
_______________3 gulrætur
_______________3 kartöflur_____________
_______________1 laukur________________
_______________5 dl vatn_______________
____________11/2 fiskteningur__________
_________1 dl hvítvín (eða mysa)_______
_________1 tsk. salvía (sage)__________
____________1 tsk. estragon____________
____________1 tsk. steinselja__________
_______________1/2 tsk. pipar__________
_______________1/> tsk. salt___________
____________100 g rjómaostur___________
_________150 g rækjusmurostur__________
1 dl rjómi
Skerið lúðuna í litla bita og látið á
disk ásamt hörpudiskinum. Hellið
sítrónusafanum yfir og látið bíða í
30 mín. Skerið gulrætur og kartöfl-
ur í sneiðar og laukinn smátt. Látið
grænmetið krauma í smjörinu í um
5 mín. Setjið vatn, hvítvín, krydd og
fisktening út í og látið sjóða í 15
mín. Bætið rjómaosti, rækjuosti og
rjóma út í og látið malla þar til ost-
urinn er bráðnaður. Setjið fiskinn út
í og látið hitna þar til hann er hvítur
í gegn.
Ellwoods-sýpris
Chamaecyparis lawsoniana „Ellwoodii"
• Þessi sýpris er mikið notaður í JÓLASKREYTINGAR
og tekur sig vel út skreyttur rauðum gerviberjum og
slaufum.
• EINNIG ER KJÖRIÐ að nota þennan sýpris sem
tímabundið skraut í stofum, í kerjum á dyrapöllum við
útdyr eða á legstaði. Hann heldur sér fagurgrænum
allan veturinn, en þarfnast endurnýjunar þegar vorar.
• Sé hann notaður sem stofuskraut er áríðandi að vökva
vel svo að moldin þorni aldrei upp. Plantan þolir
stofuhita nokkuð vel, en meiri líkur eru á að hún dafni
til frambúðar þar sem ekki er of heitt á henni.
• Ellwoods-sýprisinn getur staðið úti í görðum á sumrin
og langt fram á haust. Á veturna getur plantan staðið í
óupphituðum gróðurskálum eða útigeymslum.
Jólasýprisinn
er til í mörgum
stærðum
SSriSTni#-