Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 30
30 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ spurninganna í) „Hvernig leggst dýnan að líkamanum?" Wonderland dýnurnar skiptast í 5 svæði sem taka mið af þyngd hvers líkamshluta. Gæti ekki verið betra. 2) „Hvernig mun dýnan endast?" Wonderland-dýnunum má snúa og dreifa þannig álaginu á báðar hliðar. Þetta eykur endinguna um helming. 3) „Hvernig er að þrífa dýnurnar?" Áklæðin sem eru utan um dýnurnar ( Wonderland-rúmunum er auðvelt að taka utan af og stinga í þvottavélina. Slæm tíðindi fyrir rykmaurana. „Hvað kostar það?“ Wonderland-rúm ( algengri stærð (180x200 sm) kostar aðeins 245.000 kr. Skeifunni 6 • Sími: 568 7733 ~„Þaö eru allir arfa- vitlausir í þennan mat. “ ntítt , ramótaveislan á heimili Þráins Þorvalds- sonar og Soffíu Þorgrímsdóttur er jafnan fjölmenn og fjörug. Börnin fimm og barnabörnin þrettán koma saman í fjölskylduhófi af hefðbundinni gerð, nema hvað hátíðarmaturinn er eilítið sérstakur. Á borðum er steikt hangikjöt með spældu eggi, rauð- káli, grænum baunum og kartöflu- stöppu - fljótlegur og bragðgóður réttur að sögn Þráins, og ómissandi sem síðasta kvöldmáltíð ársins. Herbragð úr Þingeyjarsýslu Steikt hangikjöt frá seinna stríði breskum hermönnum sem höfðu aðsetur á Breiðumýri, en hermenn- irnir höfðu komist upp á lag með að nýta sér hangikjöt líkt og beikon. Svoleiðis byrjaði nú þetta ævintýri," útskýrir Þráinn. Af einhverjum orsökum varð rétt- urinn að hátíðarrétti á gamlárskvöld á heimili séra Þorgríms V. Sigurðs- sonar og Áslaugar Guðmundsdótt- ur á Grenjaðarstað, fyrrnefndra tengdaforeldra Þráins. „Sennilega helgast það af því hversu fljótlegur rétturinn er. Heimilið var mann- margt og þetta hefur hentað vel til þess að metta margt fólk í einu.“ Þráinn segir siðinn hafa varðveist hjá öllum afkomendum séra Þor- gríms í þrjá ættliði og geti fæstir í fjölskyldunni hugsað sér áramót án réttarins góða. „Aðrir reka reyndar upp stór augu þegar þetta berst í tal, en þeir sem eru svo heppnir að fá að smakka eru allir arfavitlausir í þennan mat!“ Bannað að krydda „Ég lærði þennan sið af tengda- foreldrum mínum, sem aftur höfðu hann frá ungum læknishjónum í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu á stríðsárunum. Læknishjónin höfðu lært þessa matreiðsluaðferð af „Sjálfur kýs ég Húsavíkurhangi- kjöt, en annars er aðalatriðið að hafa lærið sem stærst, þá nást stærri sneiðar. Himnan er öll tekin af lærinu og óæskileg fita fjarlægð. Síðan eru stærstu vöðvarnir skornir frá beini og sneiddir niður eins þunnt og hægt er, svona um sentí- metri að þykkt,“ segir Þráinn og bætir við að vissulega megi nýta allt kjötið en þá verði sneiðarnar reynd- ar misjafnar að stærð. „Gott er að berja lærissneiðarnar lauslega með buffhamri og því næst eru þær steiktar í smjöri - ekki þó við fullan hita. Og alls ekki að nota neitt krydd, smjörið eitt dugir. Ef halda þarf kjötinu heitu er því skellt í skúffu inn í ofn og hann stilltur á rétt rúmlega 100°C.“ Áður er talið upp meðlæti réttar- ins og Þráinn ítrekar að kartöflu- stappan verði að vera ekta - alls ekki gerð úr dufti í pökkum. „Og svo sakar náttúrlega ekki að bera laufabrauð með,“ bætir hann við. Kokkur í fimm ár Þegar grennslast er nánar fyrir um jólasiði á heimili Þráins kemur í Ijós að laufabrauðsgerð er stunduð af kappi hjá stórfjölskyldunni í byrjun desember. „Það er mikil athöfn, hnoðað og skorið í öllum hornum," segir hann og brosir. „Svo er það rjúpan, en ég reyni að skjóta sjálfur rjúpur og elda þær. Það má enginn annar blanda sér í það,“ játar hann og bælir niður hlátur. í sósuna segist hann nota rifsberjahlaup og norskan geitaost sem sé afar Ijúffengt. Þá lýsir hann handtökunum við rjúpna- matreiðsluna af slíkri kunnáttu að spyrja verður hvort hann sé virkilega svona vanur í eldhúsinu. „Ég er nú hræddur um það. Ég var meira að segja einu sinni kokkur til sjós í fimm vertíðir þannig að ég kann ágætlega við mig innan um pottana. Til dæmis er ég vanur að halda alla vega eina svartfuglsveislu á ári hverju, og svo má enginn koma nálægt útigrillinu á heimilinu nema ég,“ Ijóstrar hann upp með kímnisvip. VERÐA SELD VIÐ EFTIREALDA KIRKJIJGARÐA UM JÖL OG ÁRAMÖT: Guílines- og Fossvogskirkjugarður: des. kl. 13-17 • 24. des. kl. 9-17 • 31. des. kl. 13-17 Kirkjugarður Akureyrar: 24. des. kl. 10-17 • 31. des. 14. 10-17 Kirkjugarður Akraness: 21.-23. des. kl. 13-16 • 24. des. 14. 12-15 Kirkjugarður Hafnarfjarðar: 24. des. kl. 10-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.