Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 36
36 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Af ávöxtunum skai þekkja þennan eftirrétt. Fylltur kalkúnn í félagsskap skorinna gulróta, fylltra rauölauka og annars góðgætis. Hátíðardraumar sem rætast á diski KaMoÍKMv nýtur tmxMuli lAmcMav cujólaborðL LanMmAMMOs eMxia/ brayðjóður Oj tílkomxu mikill í boirðu Pólmar HaUdórsson/ mot- rekðslumakur yejur kér ujojxskrjt aiðjímiiej' umt kótíðarmxrtseiðLL sexir fiejur ýomv (cost aLð jométtiMM) ejtirvéitÍMMy oj fyUÍMjjUMjr L aiðak yéttÍMM/ mxi útbúo/ mrð daxjsjyrirvoras. Innbakadur fiskur með laxamús og smjörsósu Forréttur fyrir 6 Kaupið inn 750 g af nýjum fiski, t.d lúðu. Skerið út sex 80 gramma bita til að innbaka í smjördeigi. Notið afganginn í fars/laxamús sem lag- að er á eftirfarandi hátt: __________500 g smjördeig___________ __________250 g afgangsfiskur_______ __________100 g reyktur lax_________ ______________1 egg_________________ ______________1 dl rjómi____________ salt og pipar Hakkið afgangsfiskinn og reykta laxinn (eða setjið í matvinnsluvél). Rjómanum og eggi bætt út í ásamt salti og pipar. Þeytt vel. Fletjið út 500 g af smjördeigi. Skerið út sex hringi eftir kökudiski. 80 gramma fiskbiti er lagður á hvern hring og laxamús sprautað ofaná fiskinn. Kantur smjördeigshringsins er smurður með þeyttu eggi og hringnum síðan lokað í hálfmána. Þrýstið með gaffli á kantinn til að loka, penslið með eggi og stingið í hálfmánann með gaffli. Ofn hitaður í 200°C, hálfmánarnir settir inn í heitan ofninn og bakaðir í 20 mínútur eða þar til þeir verða fallega brúnir. Smjörsósa: ________50 g fínsaxaður laukur______ ______________40 g smjör____________ ______________1 dl hvítvín__________ ______________1 dl rjómi____________ 250 g kalt smjör Steikið laukinn í smjöri (40 g). Bæt- ið hvítvíni út í og sjóðið niður. Bæt- ið rjómanum úf í og síðan 250 g af köldu smjöri, smám saman. Eftir það má sósan ekki sjóða, einungis hitna. Bragðbæta má sósuna með saffran-þráðum. Innbakaði fiskur- inn er borinn fram á diski með smjörsósunni, skreyttur með sítrónu, tómötum og steinselju. Gott er að hafa á disknum fínsaxað jöklasalat sem steikt hefur verið rétt áður í smjöri ásamt rifnum sítrónuberki, auk sítrónusafa. Fylltur kalkúnn Kaupið 4-5 kg kalkún, látið hann þiðna vel, takið innan úr honum og þerrið vel að innan. Laga má fylling- una daginn áður en hann er steiktur. Fylllng: 250 g grísa- eða kálfahakk ___________1 Saxaður laukur___________ ______________t fennikka______________ ______________3 gul epli______________ ______________1 sellerístilkur________ ______________10 sveppir______________ 2 dl pekan-hnetur (hakkaðar) 10 franskbrauðsneiðar í teningum _________________1 egg________________ ______________2 tsk. salt 130 g smjör til að smyrja fuglinn 1/2 tsk. pipar Hitið laukinn á pönnu í smjörinu (ekki brúna). Skerið grænmetið og eplin í bita og blandið út í ásamt hnetunum, brauðteningunum og hakkinu. Bætið salti, pipar og egginu út í og hrærið þannig að allt blandist vel saman. Gott er að nota einnota hanska og blanda öllu saman með fingrunum. Kalkúnninn er fylltur og kryddað- ur með salti, pipar og paprikudufti. [ ofnskúffuna er settur háls fuglsins og hjarta ásamt afgangs grænmeti og 1 lítra af vatni. Steikið kalkúninn í 45 mínútur á hvert kíló við 150°C. Hækkið ofninn í 200°C síðasta hálf- tímann. Meðan á steikingunni stendur þarf að ausa soðinu úr ofnskúffunni yfir fuglinn og smyrja hann með smjöri á u.þ.b. 25 mín. fresti. Bætið vatni í ofnskúffuna þegar tíminn er hálfnaður. Þegar 1 klst. er eftir af steikingar- tíma, setjið þá allt úr ofnskúffunni í pott, bætið vatni út í og sjóðið í 45 mín. Sigtið og bakið upp soðið í sósu með smjörbollu ásamt rjóma, súputeningi og ögn af sósulit ef vill. Meðlæti: 400 g ferskt rauðkál og 100 g blað- laukur skorið í strimla. Rauðkálið og blaðlaukurinn eru steikt á pönnu í 50 g smjöri. U/2 msk. rauðvínsedik er sett út í, 1/2 tsk. salt og 2 msk. sykur. Hitað ásamt 100 g valhnet- um. í lokin eru þrjár smjörklípur sett- ar út í og blandað vel saman. Borið fram heitt. Með kalkúninum má einnig bera fram sykurbrúnaðar kartöflur, gul- rætur, spergilkál, fylltan rauðlauk, Waldorf-salat og rifsberjahlaup. Passíubúðingur með hindberjasósu Þennan eftirrétt úr passíuávexti (passion fruit) má laga daginn áður. 12 passíuávextir eru hreinsaðir að innan með skeið. Aldinkjötið sett í pott ásamt 150 g sykri og 1 dl vatni. Soðið niður og sigtað í skál, leginum haldið volgum í vatnsbaði. Þá eru þrír pelar af rjóma þeyttir. Því næst eru 75 g sykur, 5 eggja- rauður og tvö egg stífþeytt í hræri- vél. Setjið síðan 6 matarlimsblöð í kalt vatn. Þegar matarlímsblöðin eru orðin lin skal blanda þeim saman við ávaxtalöginn. Blandið síðan var- lega saman með sleif þeyttu eggj- unum, þeytta rjómanum og ávaxta- leginum með matarlíminu. Bæta má búðinginn með ögn af vanilludrop- um og passion fruit-líkjör. Sett í fallega skál og geymt í ís- skáp. í botninn á skálinni má setja frosin hindber. Setjið plastfilmu yfir ef geyma á eftirréttinn yfir nótt í ís- skáp. Skreytt að vild, til dæmis með þeyttum rjóma og ferskum rifsberjum. Hindberjasósa 200 g frosin hindber, 100 g sykur, 2 dl vatn og safi úr V2 sítrónu sett í pott og soðið niður. Maukað í matvinnsluvél - síðan sigtað. Bera má sósuna fram bæði heita og kalda. Vín í sósur Þegar vín er notað í sósu er oft æskilegast að láta vínið sjóða lengi með sósunni. Rauðvín hentar vel með bragðmiklu kjöti og hvítvín fer til dæmis vel við kjúklinga- og fiskrétti. í Matreiðslubók Ið- unnar segir meðal annars: „Til að ná hinum rétta keim verður að gæta þess að vfnið gufi vel upp meðan á eldamennsku stendur, rauðvín um helming og hvítvín jafnvel enn meira. Fyrst gufar vínandinn upp, síðan samþjappast vínið og rétturinn verður bragðmikill og mildur. Þessi uppgufun er oft aðalatriði eldamennskunnar eins og til að mynda þegar pottréttur er hægsoðin eða brún sósa látin malla langtím- um saman.“ Smjörbollur Svokallaðar smjörbollur eru oft notaðar til að þykkja sósur. í Matreiðsiubók Iðunnar er meðal annars fjallað um heitar smjörbollur. Þar segir að í mjólkursósur, til dæmis jafning út á kartöflur, eigi að byrja á að hita smjör í þykkbotna potti uns það fer að freyða. „Síðan er hveiti þeytt saman við og allt látið sjóða uns það freyðir áður en mjólkinni er bætt út í. ( flauelssósur er maukið soðið lengur. Sumir vilja að það fái gulan lit áður en soðinu er bætt út í. í spænska sósu er maukið látið verða dimmbrúnt til að fá aukinn lit og bragð.“ Einnig segir að skiptar skoð- anir séu á því hvort setja eigi heitt eða kalt soð út í smjör- bolluna, en hægt sé að flýta fyrir sér með því að hafa vökvann snarpheitan og þeyta honum saman við. „Ef sjóð- andi vökva er bætt út í brenn- heita smjörbollu, þykknar sós- an svo hratt að áferðin verður kornótt. Ef vökvinn er hins vegar of kaldur, fer óþarfa tími í að þeyta sósuna þegar suð- an kemur upp.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.