Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 38

Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 38
38 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Æskilegur matur fyrir alla iðhorf til fæðis fyrir sykursjúkra hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratug- um,“ segir Valgerður Hildi- brandsdóttir, forstöðumaður eldhúss Landspítalans. „Mataræði sem mælt er með fyrir þá er æski- legt fyrir alla. Sykursjúkir þurfa að borða trefjaríkt fæði með lítilli mett- aðri fitu. Trefjaefni draga úr hækk- un blóðsykurs eftir máltíð. Þar sem hjarta- og æðasjúkdómar eru mun algengari meðal sykursjúkra en annarra þurfa þeir að gæta hófs í neyslu á mettaðri fitu. „Draga má úr mettaðri fitu með því að nota örlítið mjúkt viðbit eða sleppa því alveg. [ matargerð ætti að nota eins litla fitu og mögulegt er og nota olíur með hátt hlutfall ómettaðrar og einómettaðrar fitu, t.d. ólífuolíu og rapsolíu. Stðast en ekki síst þurfa sykursjúkir að forð- ast feitar fæðutegundir eins og feitt kjöt, feitar unnar kjötvörur, feitar mjólkurafurðir, tólg og mör, sætar og feitar kökur, sælgæti, sæta og feita eftirrétti og ís. Hér eru tvær smákökuuppskriftir frá Valgerði, sniðnar að þörfum sykursjúkra. Appelsínukökur Deigið þarf að gera daginn áður en bakað er, en uppskriftin er sér- sniðin að næringarþörf sykursjúkra. ___________70 g smjörlíki________ ___________70 g kotasæla_________ ______2-3 msk. appelsínusafi_____ ___________120 g hveiti__________ 8 tsk. gervisykur, (sweet’n low, ______hermesetas eða canderel)___ börkur af 2 appelsínum____ 10 möndlur, saxaðar Hrærið saman smjörlíki, kotasælu og gervisykur. Setjið appelsínubörk og smátt saxaðar möndlur saman við. Bætið hveiti saman við og bleyt- ið í með appelsínusafa. Látið deigið bíða í kæli yfir nótt. Stráið hveiti á hreina borðplötu og fletjið deigið út með kökukefli. Mótið litlar kringlóttar kökur með þar til gerðum mótum. Úðið fitu á ofnplötu og raðið kökum á hana. Bakið við 170°C í 10-15 mínútur. Hnetusmákökur Uppskriftin dugar í um 40 kökur. Ðeigið þarf að gera daginn áður en bakað er. __________300 g smjörlíki__________ 2 dl gervisykur (sweet’n low, _______hermesetas eða canderel)____ ____________4 msk. rjómi__________ ____________3 tsk. kanell ________ ____________3 tsk. engifer________ ____________2 tsk. negull_________ 3 tsk. kardimommudropar/duft _____________1 tsk. lyftduft_______ _____________6 dl hveiti___________ _______2 dl heslihnetur, saxaðar___ heilar heslihnetur Þeytið saman smjörlíki og gervisyk- ur. Saxið heslihnetur smátt. Bætið rjóma, hnetum og kryddi út í og hrærið vel í. Setjið hveiti saman við. Látið deigið bíða í kæli yfir nótt. Rúllið út sívalning og skerið niður í bita. Búið til kúlur og stingið hnetu í hverja kúlu. Bakið við 170°C í 10-12 mínútur. Grænmetisfæði Helga Jóakimsdóttir tók upp á því fyrir 20 árum að gerast græn- metisæta. „Ég borða enn mikið grænmeti og sneiði að mestu leyti hjá kjöti, en borða fisk,“ segir hún. Á jólum segist hún borða uppá- haldsmatinn sinn, rjúpur. „Meðan ég neytti eingöngu grænmetisfæð- is, eldaði ég alltaf baunabuff fyrir mig, en annan jólamat fyrir hina í fjölskyldunni.“ Helga hefur um árabil stundað Zen-búddisma. „En,“ áréttar hún, „þótt ég sé Zen-búddisti, er ég al- in upp í kristnu samfélagi og held jól ætíð hátíðleg með fjölskyldunni. Zen-iðkun hjálpar mér að halda huganum hreinum og athyglinni vakandi. Hún er góð leið til að losna undan því mikla valdi sem græðgi hugans hefur. Með því móti getum við betur notið jólahá- tíðar og fundið helgi hversdagslífs- ins.“ Hluti Zen-iðkunar eru formlegar máltíðir. Eru þá viðhafðir margvís- legir helgisiðir, jafnt í matreiðslu sem borðhaldi. „Þá er leitast við að halda huganum vökulum og kyrr- um. Matur er bæði undirbúinn og snæddur í einbeitingu og þögn.“ Helga gefur uppskriftir að nokkr- um grænmetisréttum hér að aftan og segir hún þá standa vel fyrir sínu sem stakir smáréttir, eða saman sem stærri máltíð. „Þá má einnig nota sem meðlæti með öll- um mat, líka kjöti og fiski.“ Hrísgrjónasalat með karríi og cashew-hnetum _________400 g hýðisgrjón________ __________2 msk. ólífuolía_______ 1 laukur, saxaður smátt 2 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð 2 tsk. karríduft_________ _______2 tsk. svört sinnepsfræ __________120 g kúrenur__________ 110 g ósaltaðar cashew-hnetur, ______________saxaðar____________ 2 meðalstórar gulrætur, rifnar niður 1 rauð paprika, söxuð_________ 2 meðalstór græn epli, rifin á rifjárni _______3 vorlaukar, saxaðir______ 'A bolli söxuð fersk steinselja Sósa: 1 eggjarauða 2 msk. epiaedik 1/3 bolli (80 ml) ólífuolía 3 tsk. karríduft Hrísgrjón eru soðin við vægan hita í um 30 mínútur, eftir að suða kemur upp, og grjónin síðan kæld. Þá er olía hituð á pönnu og laukur, karrí og sinnepsfræ sett út í. Steikt við vægan hita þar til laukur verður mjúkur. Sinnepsfræ springa þegar þau eru steikt, svo menn ættu ekki að láta sér bregða þótt „popphljóð" heyrist. Cashew-hnetur eru ristaðar lítil- lega á þurri pönnu, þar til þær fá gylltan lit. Lauk og kryddi er því næst blandað saman við grjónin ásamt hvítlauk, kúrenum, ristuðum hnetum, papriku gulrótum, eplum, vorlaukum, og helmingi af steinselj- unni. Salatsósa er hrærð hressilega saman með gaffli og henni blandað saman við hrísgrjónin. Afgangi af steinselju er síðan stráð yfir. Réttinn er hægt að bera fram einan sér með salati, hvítlauksolíu og ciabatta-brauði og segir Helga að sér þyki mjög handhægt að eiga hann tilbúinn ef gesti ber að garði. „Ég pressa hvítlauksrif út í ólífuolíu, en gott er að hella svolítilli olíu yfir brauðið, eða dýfa því ofan í.“ Einfalt salat ____________1 höfuðsalat_____________ 'k dós sýrður rjómi eða álíka magn af ab-mjólk Salatblöð eru losuð í sundur en höfð heilleg. Sýrður rjómi er hrærð- ur lítillega með handþeytara og hellt yfir salatblöðin. Sé notuð ab- mjólk er vökvi síaður úr henni með því að hella henni í gegnum kaffi- poka. Afganginum er síðan hellt yfir salatblöðin. Fylltar pönnukökur ___________Hn'sgrjónasalat______ ósætar pönnukökur_______ mango-chutney úr krukku Helga bakar oft ósætar pönnukök- ur til tilbreytingar og ber þær fram með hrísgrjónasalatinu og mango chutney. Hún segist nota hefð- bundna uppskrift að pönnukökum. „Raunar nota ég ólífuolíu í stað smjörlíkis og hita hana ekki upp, auk þess sem ég sleppi sykrinum. Ég ber pönnukökurnar fram í stafla. Hver og einn getur þá smurt sér pönnuköku með mango-chutney, sett hrísgrjónasalat ofan á og brot- ið pönnukökuna saman. Mango- chutney er hægt að búa til, en hag- kvæmast finnst mér að kaupa það tilbúið í krukku.“ Sveppir með engifer Fyrir 4 ____________800 g sveppir____________ ____________3 msk. ólífuolía_________ ____________1 tsk. kúmenfræ__________ 2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt ________1 msk. rifið ferskt engifer__ 2 msk. hvítlauksrif, pressuð 2 stk. grænn chile-pipar, saxaður mjög ________________smátt________________ ________1 tsk. turmeric-krydd_________ 'k tsk. salt NS-7 hljómflutníngstæki 1 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni > Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant > Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) > Subwoofer • Hátatarar líka til f rósavið_ Wm \ Þau hrífa bæði I 59.9ÖÖJ stgr. augu og eyru NS-9 hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilin bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Subwoofer • Hátalarar líka til í rósavið 39.900 stgr. NSDV-1 Hljómtækjablaðamenn voru ekki í vafa um hverjum ætti að veita EISA verðlauninn þetta árið. Pioneer NSDV-1 er fyrirferðarlrtil, glæsilega hönuð og hugsuð fyrir þá sem eru kröfuharðir á hljóð- og myndgæði. Pioneer NSDV-1 eru hljómtæki framtíðarinnar og allt í senn: útvarp/cd og DVD, fimm hátalarar + djúpbassi. Dolby digrtal (AC-3) hljóði. 5X30 Rms W magnara ’ - ’■ 900... er3.árs ábyrgö é Pioneer hjá Bræðrunum Oonsson. þegar hljómtæki skipta máli i--i BRÆÐURNIR tpORMSSON LágmúTa 8 • Sími 533 2800 UMBOÐSMENN UM.AtLT LAND www.ormsson.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.