Morgunblaðið - 27.11.1999, Síða 46
#46 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*
>
>
\
>
*
»
DYPT - Ljósaseríunni er komið fyrir á undan öðru skrauti.
„Best er aö hafa kveikt ð henni á meðan, svo sjáist hvernig
lýsingin dreifist. Ljósunum skal komið fyrir fremur innarlega á
greinunum til þess að ná dýpt í tréð - greinarendarnir skulu
geymdir fyrir skrautið, “ segir Þóra og leggur til að notaðar séu
fleiri seríur með færri perum. „Á 150 cm tré duga tvær seríur.
Hver sería skai ná frá toppi og niður úr en ekki vafin í hringi.
Þannig er auðveldara að skipta um biiaða seríu. “
Uppáhaldsbangsinn
á toppinn á trénu
UMFANG - Falleggervitré fást víða en Þóra segir fykilatriði að gefa sér tíma til þess að „opna“
alla greinaranga rétt og vel svo tréö verði eins umfangsmikið og kostur er. „Af lifandi trjám er
rauðgreni einna fallegast til skreytinga en af því vill þó hrynja nokkuð, “ segir hún og bætir við
að snyrta megi jólatré að vild. „Það má alveg klippa til greinar sem fara í taugarnar á manni.
Svo má líka stytta renglulega toppa á lifandi trjám ef þess er gætt að loka sárinu meö vaxi. “
Skogarhögg
d
Þegar velja á jólatré er gott að geta virt
það fyrir sér úr fjarlægð, í návígi og frá öll-
um hliðum. Og hvar skyldu slíkar aðstæður
vera betri en einmitt í skóglendi þar sem
trén vaxa? Hér og hvar á landinu bjóða
skógræktarfélög einstaklingum og hópum
að velja sér tré til kaups sem höggvin eru á
staðnum. Grisjunin er nauðsynlegur þáttur
í skógræktinni, auk þess sem trjáleiðangur
er skemmtilegur liður í jólaundirbúningi
fjölskyldna eða félaga. Nokkur dæmi um
þessa þjónustu eru hér nefnd, en áhuga-
sömum er bent á að afla sér frekari upp-
lýsinga hjá skógræktarsamtökum í sinni
sveit.
Skógræktarfélag Stykkishólms býður
upp á skógarhögg í Sauraskógi, 12 km frá
Stykkishólmi, síðustu helgina fyrir jól.
Heimasíða félagsins er www.simnet.is/for-
est/
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar heggur
tré með gestum í hlíðinni við Vesturlands-
veg fyrir ofan Blikastaði, frá og með
annarri helginni í desember. Mælst er til
þess að stærri hópar hafi samband fyrir-
fram við skrifstofu félagsins.
í desember er tekið á móti gestum hjá
Skógrækt ríkisins í Hvammi í Skorradal.
Fjöldi hópa hefur þegar pantað leiðsögn
skógarvarðar um svæðið og því er fólki
ráðlagt að hringja á undan sér svo skipu-
jolaföstu
leggja megi sem best birtustundir hvers
dags.
Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyr-
ir skógarhöggsferð í Guðmundarlund í
Vatnsendalandi 12. desember fyrir félags-
menn og velunnara félagsins, en annars
eru í boði ferðir að Fossá í Kjós fyrir stærri
og minni hópa eftir samkomulagi. Fyrir-
spurnum svarar Sigríður Jóhannsdóttir.
Skógræktarfélag Austurlands býður
fólki að velja sér jólatré í Eyjólfsstaða-
skógi. Þjónustan býðst milli kl. 12 og
16 tvær helgar um miðjan desember
og verður þá heitt á könnunni í Blön-
dalsbúð.
í Kjarnaskógi býður Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga tré í
hundraðavís til sölu, en
trén höggva félags-
menn sjálfir fyrirfram.
Ástæðan er sú að
oft er skógurinn
torfær í desem-
ber vegna snjóa-
laga og úrvalið
grafið í fönn. Um-
gjörðin er þó sú
sama og á þeim stöð-
um sem að framan eru
nefndir; skógarstemmning,
útivera og ævintýri.
ar yfirbragði, barnatré skeytt leik-
föngum, þematré með samlitu
skrauti eða „klasturstré" þar sem
öllu ægir saman. Sjálf set ég upp
eins konar ævisögutré fyrir jólin á
mínu heimili. Gestir þurfa helst að
skoða skrautið undir minni leið-
sögn og það er dálítið eins og
Smithsonian-safnið, tekur fleiri
klukkustundir að skoða allt,“ segir
Þóra og hlær.
Kemur félki i gott skap
HEILD - Þóra vefur perlu-
böndum, borðum og
stundum englahári um
tréð. „Mér finnst nauð-
synlegt að hafa eitthvað
sem liggur þversum til
mótvægis við skrautið
sem hangir lóðrétt, “
segirÞóra. Undir
trénu er svokallað
trjápils, dúkur sem
er opinn inn að
miðju á einum stað
svo auðvelt sé að
kippa honum frá
þegar vökva þarf
tréö - hafi lif-
andi tré verið
valið.
Hún segist vera ólæknandi jóla-
barn og álítur það ekkert nema for-
réttindi að fá að starfa við áhuga-
málið á ársgrundvelli. „Þegar ég
fer til útlanda leita ég uppi heilsárs-
jólaverslun á staðnum og gleymi
mér þar. Ég er jólafíkill og kaupi
skraut á hvaða tíma ársins sem er
ef ég sé eitthvað sem mig langar í.
Tréð skreyti ég hins vegar ekki fyrr
en daginn fyrir Þorláksmessu. Á
aðfangadag tek ég mér svo algjört
frí, hamfletti rjúpurnar og hlusta á
jólakveðjurnar í útvarpinu. Þá fyrst
koma jólin og ég tek á móti þeim
eins og barn.“
Þóra tekur fram að hægt sé að
vera í jólaskapi á hvaða árstíma
sem er þótt jólastemmningin ríki
aðeins um jól. „Þetta tvennt er ekki
það sama. Jólaskaþ er eitthvað
sem kætir þig og gleður og hefur
með fagurfræði að gera.
Jólastemmningin er hins vegar það
sem gerist þegar jólin loksins
koma, hátíðleikinn sjálfur."
En skyldi fólk almennt koma í
Jólahúsið að sumri til undir því yfir-
skini að það sé í jólaskapi?
„Tvímælalaust. Seinnipart sum-
ars fékk óg til dæmis til mín marga
sem voru að trompast á rigning-
unni hér I Reykjavík og þeir sögðu:
„Guði sé lof að það er til staður
sem kemur manni í gott skap.“
Jólaskraut hefur þennan eigin-
leika og því þá ekki að leyfa
sér að njóta þess? En auð-
vitað dettur hér inn fólk
sem fer alveg í kerfi þegar
það sér allt skrautið og
finnst þetta pínulítið hall-
ærislegt. „Hva, bara alltaf
jólin hér,“ stamar það hálf-
flissandi og veit ekki alveg
hvernig það á að vera,“ segir
Þóra og brosir. „En neikvæða
strauma finn ég sem betur fer
aldrei, því þeir sem hafa ekki
ólatré á ekki að fylgja tfsku-
sveiflum heldur vera persónu-
legt verk - smekksatriði," segir
Þóra Gunnarsdóttir sem kann
ýmis ráð um hvernig best «é að
bera sig við verkið. Þóra hefur
daglega reynslu af umgengni við
jólatré því hún rekur Jólahúsið í
Kópavogi, heilsársverslun með
jólavörur, þar sem minnst sex tré
standa í fullum skrúða allt árið.
„Fyrir jólin setur fólk
upp tré með ýmiss kon-
Morgunblaöiö/Ami Sæberg