Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 50
50 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1999
MORGUNBLAÐIÐ
OtMMUl'
m
JólÍKs erov albt&f'jóL, wv jjó teJaw uuujjörÓ fetrrayjajmuv mrð aftíðaroJiAay o<j fjóðfíLitjsástajuiL.
Þar seur TkorvalMeruj'íUujið varð tli L kjölfar LLknarstarfs £jóUmv jjóttL vvðeujarulL aLð j'aiart
ejtírjóLieMAurMJMMArujUMv jprujjjjas fíLoujskA/erriay seuv murur tLmanay tveMrur.
GUÐRÚN - „Þaö var bókstaflega ekkert
til. Samt var hjartað svo fullt afgleöi."
Ársbið
eftir
tertusneið
að sem mér finnst eiginlega
minnisstæðast frá blautu
barnsbeini varðandi jólin er frið-
urinn,“ segir Guðrún Jóhannes-
I dóttir og verður eilítið ang-
urvær á svip. „Þessi
mikli innri friður sem
maður fann til í æsku. Ég
hugsa oft um það hve mikil
helgi, mikill friður hvíldi yfir öllu.“
Hún segir að á flestum heimilum hafi
tíðkast að klæða sig uppá og fara í
messu klukkan sex. Þegar heim var
komið hafi verið sest að borði og jóla-
máltíðin snædd. „Þá var ekkert stress,"
heldur hún áfram, „og það var bókstaflega
ekkert til - akkúrat ekkert. Samt var hjartað
svo fullt af gleði. Nú hlaupum við til og
rembumst eins og rjúpan við staurinn við að
gera allt. Við þurfum ekki að láta svona, jóla-
friðurinn vitjar okkar þrátt fyrir það.“
Að sögn Guðrúnar mátti á fæstum heimil-
um sjá raunveruleg jólatré. „Yfirleitt voru
notuð sópsköft í stað jólatrjáa sem göt voru
boruð í og í þau þræddur einir.“ Hún segir
að jólagjafirnar hafi einnig verið afar fá-
brotnar áður fyrr en þær hafi engu síður
vakið gleði. „Ég man eftir að hafa fengið
nýjan kjól á dúkkuna mína og ég var sífellt
að klæða hana í og úr. Ein jólin fékk ég
dúkkurúm og kommóðu, málað í dökkum
viðarlit, ég gleymi því aldrei hvað mér þótti
þetta fallegt. Eitt árið fékk ég prjónaða inni-
skó og einu sinni búðarlúffur," segir hún og
bætir þvi við að þær hafi henni þótt „alveg
stórkostlegar, gular á lit og með loðbrydd-
ingum."
„Það var alveg ægileg fátækt á þessum
árum,“ heldur hún áfram. „Samt var maður
svo glaður. Ég er alin upp á Húsavík og
kvenfélag staðarins hélt árlegt jólaball.
Stundum var svo brjálað veður að feðurnir
þurftu að bera börn sín í pokum til þess að
koma þeim á ballið því það var ekki stætt
úti. Við krakkarnir biðum eftir þessu balli allt
árið því við vissum að þar myndum við fá
tertusneið. Hugsa sér - allt árið biðum við
börnin eftir einni tertusneið! Ég minnist þess
að kvöld eitt, rétt fyrir jólaballið, sátum við
nokkrar vinkonurnar í himinháum snjóskafli
og töluðum um tertusneiðina sem í vændum
var, svo mikil var tilhlökkunin. Og þetta er
jólatertan mín enn í dag því ég var svo
heppin að komast yfir uppskriftina að
henni.“
Forskot
á sæluna
ér fara rituð minningabrot Bryndís-
ar Jónsdóttur um fyrsta vetrardag:
„Ég minnist þess að móðir mín
skipti um gardinur um vetur-
nætur (þ.e. tveir síðustu dagar
sumars). Þá tók hún
niður hvítu sumargardín-
urnar og setti upp vínrauð-
ar vetrargardínur ásamt
stórisum og gerði ýmislegt fleira
til að prýða heimilið. Mér er það því í barns-
minni að þessi dagur er sérstakur.
Á mínum fyrstu búskaparárum gerði ég
slikt hið sama, enda tíðkaðist þá enn að hafa
létt sumartjöld a.m.k. fyrir stofum á sumrin
og skipta yfir í vetrargluggatjöldin fyrir vetur-
inn.
Til enn meiri hátíðarauka gaf ég börnun-
um vetrargjafir, hlýjan
vetrarfatnað s.s. peys-
ur, vettlinga og einnig
keypti ég eitthvað til
afþreyingar fyrir kvöld-
ið og reyndar dimm
vetrarkvöld s.s.
mynda- og/eða sögu-
bækur og spil eins og
Lúdó, þannig að öll
fjölskyldan gat tekið
þátt í að spila saman
öllum til ánægju. Til
kvöldverðar var hangi-
kjöt ásamt meðlæti og
sveskjugrautur með
rjóma á eftir. Tendrað
var á níu litlum kertum
við matarborðið, sem
táknuðu að níu sunnu-
dagar voru til jóla.
Kertastjakann bjó ég
til úr einangrunarplasti um 4 cm háu, 50 cm
löngu og 7 cm breiðu, huldi með álpappír
sem ég krumpaði til að Ijósin brotnuðu frek-
ar og stakk kertunum í hann.
Þó hangikjöt og gjafir minntu á jólin voru
þetta engin helgispjöll, því jólin sjálf eru engu
öðru lík.
Þegar elsta telpan og vinkona hennar voru
byrjaðar að pukrast við að búa til jólagjafir í
september, þá níu ára gamlar, fannst mér til-
valið að búa til svokallaðan jólakassa á
þessu kvöldi. Tók fram pappakassa og að-
stoðaði börnin við að fóðra hann að utan
sem og ínnan með notuðum jólapappír.
Smátt og smátt söfnuðust í þennan kassa
litlir ódýrir jólabögglar. Einkum það sem not
var fyrir s.s. jólanáttföt, inniskór, sokkar og
heimasaumuð dúkkuföt o.fl.
Ég á enn tvær gjafir frá þessum tíma, þ.e.
nálapúða sem dóttir mín var að pukrast við
að prjóna og ég gat um að ofan og lítinn jóla-
svein sem hún keypti í blómabúð Imbu John-
sen fyrir 25 aura. Þetta varð ekki rótgróinn
siður, entist fram á unglingsár barnanna en í
minningunni stafar mikill Ijómi frá þessu
kvöldi.
Mér er óhætt að fullyrða að fjölskyldan
náði betur saman þá en á sjálfum jólunum,
því aðfangadagskvöld endist tæplega til allra
þeirra væntinga sem ætlast er til af því. Þó
við hjónin séum nú bara tvö eftir í kotinu er
borðað hangikjöt á þessu kvöldi en aðeins
við eitt kertaljós."
Púðursykurkökur
- piparkökur
________________500 g hveiti_____________
________________225 g smjörlíki__________
_______________500 g púðursykur_________
___________________2egg__________________
______________ 5 tsk. lyftiduft__________
________________1 tsk. matarsódi_________
_________________1 tsk. negull__________
_________________1 tsk. kanill__________
'/í tsk. engifer
Hnoðað í lengjur, skorið niður. Bakað við
u.þ.b. 200°C í 5-7 mín.
BRYNDÍS - „ Til kvöldveröar fyrsta vetrardag
var hangikjöt ásamt meölæti og sveskjugraut-
ur meö rjóma á eftir. “
Rúgbrauð með síldinni
_____________1 kg rúgmjöl__________
__________3 litlir bollar sykur____
_____________1/2-1 tsk, salt_______
_____________7 tsk. lyftiduft______
1 I nymjólk
Deig hrært, bakað í tveggja kg Mackintosh-
dós í 17 klst. við 100°C.
HMHHHHHHMHHBHHHHHH9HHMS9HHM
Góðar gyðingakökur
_____________300 g hveiti__________
_____________250 g smjör___________
_____________150 g sykur___________
_____________1 eggjarauða__________
1/2 tsk. matarsódi■
Hnoðað í lengjur, skorið niður, grófur sykur
og saxaðar möndlur ofaná. Bakað við u.þ.b.
200°C í 5-7 mín.
Rúgbollur
______50 g pressuger (eða eitt bréf þurrger)__
_________________3 dl volgt vatn______________
_________________2 msk, ólífuolía_____________
_________________V2 tsk. salt_________________
_________________2 msk. hunang________________
_________________200 g rúgmjöl________________
u.b.b. 250 g hveiti
Hrærið saman vatni, hunangi, salti og rúgmjöli
(ekki í hrærivél). Hnoðið svo hveitið 200 sinn-
um saman við og búið til bollur. Látið hefast
og bakið svo við 200°C í u.þ.b. 15 mínútur.
Sýruhringir
_______________600 g hveiti_______________
_______________500 g smjörlíki____________
____________1 bolli súrsunarmysa__________
egg til penslunar
Kalt smjörlíkið er skorið í smábita eða skorið
með ostaskeranum og mulið saman við hveit-
ið. Væft í með mysunni og hnoðað deig sem
er geymt í 1-3 daga á köldum stað. Deigið er
nú breitt út og haft u.þ.b. V2 cm á þykkt. Mót-
aðir hringir sem eru penslaðir með eggi sem
hefur verið þynnt örlítið með mjólk. Síðan er
hringjunum hvolft í perlusykur eða mulinn
molasykur og þeir bakaðir við u.þ.b. 200°C.
Hægt er að setja strásætu á nokkurn hluta
af hringjunum fyrir þá sem ekki borða sykur.
Hringirnir eiga að lyfta sér vel og vera stökkir.
Þetta er sérstaklega vinsælt með súkkulað-
inu á jóladagsmorgun.
Vanilluís
_________________4 eggjarauður ______________
_________________3 pelar rjómi_______________
220 g sykur
vanillustöng (um 2-3 tsk. vanillusykur)
Rjóminn er stífþeyttur. Eggjarauðurnar,
sykurinn og kornin úr vanillustönginni þeytt
vel saman, síðan hrært varlega saman við
rjómann. Út í helming þessarar uppskriftar
læt ég núggat og finnst vanillubragðið gera
núggatísinn betri. Þá stendur valið á milli
núggat- og vanilluíssins, sem börnum þykir
yfirleitt betri.
Núggat:
_________________130 g sykur_________________
30 g möndlur
Möndlurnar eru þurrkaðar vel með klút og
saxaðar smátt á bretti. Sykurinn látinn á
pönnuna og yfir eld. Þegar hann er orðinn vel
bráðinn er söxuðum möndlunum bætt út í og
brúnað áfram þar til sykurinn er orðinn fallega
brúnn og komin af honum karamellulykt. Þá er
honum hellt á vel smurða plötu og hann látinn
kólna. Ætli maður að geyma núggat er best
að láta það í vel luktan blikkkassa. Þessi
skammtur er of stór og mæli ég með u.þ.b. 40
g af sykri á móti 10 g af möndlum.
í staðinn fyrir núggat er hreinasta sælgæti
að nota Dajm.
Barnaballsterta Guðrúnar
Deig:
_________________1 kg hveiti_________________
_________________500 g sykur________________
_________________500 g smjörlíki_____________
_____________4 egg___________________
______________3 góðar tsk. lyftiduft_________
______________kardimommudropar_______________
mjólk á við eitt egg
Deigið er hnoðað daginn áður og geymt í
kæli yfir nótt. Flatt út á plötu og bakað við
200°C í um 15 mín.
Sulta:
Notið rabarbarasultu. Sjóðið nokkrar sveskj-
ur og hakkið saman við rabarbarasultuna og
setjið svolítinn kandís út í. Sultan fer í tvö lög.
Eggjakrem:
2 þeytt egg
_________________75 g smjörlíki______________
_________________'/2 I mjólk_________________
_________________2 msk. sykur________________
_________________1/2tsk. salt________________
___________ 3 msk. hveiti____________________
______________1 msk. kartöflumjöl____________
___________ósköp lítið af rommdropum_________
vanilludropar eftir smekk
Þeytið saman egg, hveiti og svolítinn sykur.
Sjóðið mjólk ásamt smjörlíki, sykri og vanillu-
dropum. Kælið. Hrærið svo smátt og smátt
saman við eggjahræruna. Setjið í pott og
sjóðið í 2 mínútur. Hrærið stöðugt í og passið
að festist ekki við. Bragðbætt með romm-
dropum þegar kremið er orðið kalt.
Smjörkrem:
_________________175 g smjör_________________
_________________4 msk. flórsykur____________
______________1V2 tsk. vanilludropar_________
2 tsk, rommdropar
Þeytið saman smjör og flórsykur og bætið
dropunum út í. Eggjakremið er sett út í
smjörkremið sem svo er kælt og notað sem
miðjulag tertunnar.
Tertan er fjögurra laga og er henni raðað
þannig saman: botn, sulta, botn, eggja- og
smjörkrem, botn, sulta og botn. Hún er svo
skorin í sex hluta og geymd í frysti.
DÝRGRIPIR - Nálapúöinn og jólasveinninn sem Bryndís varóveitir
enn, auk laufabrauðsjárnsins góða, úr handraöa Sigríðar Halblaub.