Morgunblaðið - 27.11.1999, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 51
SIGRÍÐUR - „Ég fór út í garð, klippti greinar
af grenitré og bjó til krans úr þeim. Fólk hafði
hvergi séð þetta áður. “
Þvskir siðir
og sýruhringir
igríður Halblaub segir að jólin sín
beri ávallt keim af þýskum siðum
því afi hennar hafi verið þýskur. „Margt
sem tengist jólunum kemur frá Þýska-
landi, líkt og jólatréð og aðventu-
kransinn," segir hún. Ég minnist þess
að fyrir jólin 1961 gerði ég aðventukrans í
fyrsta sinn en hafði áður séð hann í Þýska-
landi. Ég fór út í garð, klippti greinar af
grenitré og bjó til krans úr þeim. Fólki fannst
þetta fallegt, en hafði hvergi séð þetta áður.
Það var ekki fyrr en nokkru síðar að finna
mátti aðventukransa á hverju heimili en
þessi siður breiddist mjög fljótt út.“
Eitt hið fyrsta sem kemur upp I huga Sig-
ríðar þegar hún hugsar um jólin eru laufa-
brauðin. „Þabbi minn, Ágúst Halblaub,
smíðaði fyrsta svona járnið," segir hún og
dregur upp gamalt laufabrauðsjárn. „Það var
fyrir jólin 1956 og ég man það að hann var
mikið búinn að velta því fyrir sér hvernig
best væri að smíða svona tæki. Ég man það,
að þegar systir mín kom heim í jólafrí sögð-
um við henni að pabbi væri búinn að smíða
laufabrauðsvél. Hún hváði nú en við útskýrð-
um fyrir henni að maður styngi bara deiginu í
einn endann á vélinni og kökurnar kæmu út-
skornar út hinum megin þar sem þær dyttu
beint ofan í steikingarpottinn." Hún skellir
upp úr við þessar minningar og bætir því við
að laufabrauðshjólið hafi hún séð víða.
„Margir kannast við það, en ekki allir sem
vita að pabbi smíðaði það að líkindum fyrst-
ur.“
Hún segist jafnframt búa yfir ævafornri
uppskrift að smákökum sem skipi ávallt
fastan sess í jólahaldi sínu. „Kökurnar eru
kallaðir sýruhringir, því farið var í sláturtunn-
una og þar tekin sýra sem svo var bakað
úr,“ útskýrir hún. „Ég baka alltaf þessa upp-
skrift og held að hún sé ævagömul því það
er ekkert í henni nema hveiti, smjörlíki og
þessi sýra, sem líkist súrsunarmysu nú á
dögum. Þessar kökur verða sífellt vinsælli,
því það færist stöðugt í vöxt að fólk þurfi að
forðast sykur af ýmsum ástæðum."
Fátækir gladdir
á jólum
Svartasta skammdegið var samkvæmis- og
skemmtanatíð Reykjavíkur. Auk dansleikja, skemmtana
og heimboða var mikið um hlutaveltur og basara.
Jólahaldið sjálft tók svipaðri þróun meðal borgara
Reykjavíkur eins og víðast hvar í Evrópu. Hinn sterki
trúarþáttur jólanna vék smám saman fyrir mat,
jólagjöfum, leikjum og skrauti. Marta Stephensen sagði í
bréfi 1871 að sér hefði verið boðið heim til biskups með
fleira góðu fólki „til að fara í jólaleiki og láta öllum illum
látum eins og góðu fólki sæmir". Þess fóru líka að sjást
merki í Reykjavíkurblöðum eftir 1875 að farið var að
auglýsa alls konar varning í desember, meira en aðra
mánuði, og árið 1878 auglýsti Siemsensverslun „jóla- og
nýársgjafir" til sölu. Fram yfir aldamót munu þó einungis
embættismenn og kaupmenn hafa gefið jólagjafir svo að
einhverju næmi, en börn iðnaðarmanna fengu í mesta
iagi kerti, eitt epli eða kannski spil.
[...]
Meðferð fátækramála í Reykjavík átti sér ekki neina
hliðstæðu annars staðar á landinu og þar fóru líka
snemma að tíðkast samskot og gjafir til fátækra meðal
efnameiri bæjarbúa og hefur þar vafalaust gætt áhrifa frá
útlöndum. Á jóladagskvöld 1873 efndi Hallgrímur
Sveinsson dómkirkjuprestur til þess „sjaldgæfa
fyrirtækis" að hafa í boði hjá sér yfir 40 börn sem fiest
voru fátækramannabörn.
Fyrir jólin 1974 gengust „samtök heldri stúlkna“ í
Reykjavík fyrir því að búa til jólagjafir til útbýtingar meðal
hinna fátækustu heimila í bænum. Thorvaldsensfélagið,
sem stofnað var 1875, tók síðan við þessu starfi og hélt
því áfram næstu ár. Fjár var m.a. aflað með hlutaveltum
og basar. Árið 1877 stofnaði félagið saumaskóla fyrir
fátæk stúlkubörn og var hann starfræktur til 1906.
IJr Sögu Reykjavíkur eftlr Guðjón Friðríksson.
Jólagjöf herrans
Þýsk jakkaföt
Stakir jakkar, buxur.
Ullarfrakkar,
rykfrakkar, úlpur.
Sloppar, náttföt
Peysur, skyrtur.
Bindi, sokkar
Treflar, hanskar.
Gædavara á gódu verði
V E R S L U N
Guðsteins Eyjólfssonar ?
~ Laugavegi 34, s i m i 5 ‘j I 43j.ll
undirfataverslun,
1. hæð, Kringlunni,
sími 553 7355
Gjöfin
HENNAR
Glæsilegt úrval af
náttfatnaði
og sloppum
\U tf