Morgunblaðið - 27.11.1999, Page 60
60 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Jólaföndur
VINAFUNDUR -
Högna Hrings-
dóttir og Ásgerö-
ur Snævarr búa
til jólakort ein-
beittar á svip.
með litlum snillingum
ú fer aðventan í hönd
með jólaþrifum,
konfektgerð,
kökubakstri og
öðru umstangi.
Þótt þessum tíma
fylgi oft mikið annriki og asi má ekki
gleyma því, sem miklu skiptir, að
njóta undirbúningsins og eftirvænt-
ingarinnar með þeim sem hvað
mest hlakka til jólanna - börnunum.
Á jólaföstu er tilvalið að setjast nið-
ur með yngstu kynslóðinni og leyfa
sköpunargáfu hennar að blómstra í
gerð alls konar jólaskrauts; pappa-
engla, jólamynda og jólakorta svo
dæmi séu nefnd. Gerð jólakorta er
skemmtilegt og auðvelt föndur og
vinum og vandamönnum þykir jafn-
an gaman að fá jólakveðjur á kortum
sem börnin hafa sjálf búið til.
í föndurbúðum er hægt að kaupa
pappa í alls kyns litum, skraut-
penna, lím, glimmer, stjörnur og
glimmerliti. Takið til dæmis gamalt
jólakort og leggið það á samanbrot-
inn pappa og dragið línur eftir því.
Klippið út nýtt jólakort og skreytið
FRUMRAUN - Birna Ketilsdóttir, fimm ára, sýnir stolt sitt jólakort. Viö hliö
hennar situr Þorgrímur Snævarr.
það með ýmsum hætti.
Til dæmis er hægt að klippa út
lítið jólatré úr grænu efni og líma á
mitt kortið.
Þá má draga lím eftir köntum
kortsins og sáldra glimmeri yfir.
Og að síðustu má setja litla
stjörnu á topp jólatrésins.