Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 62
62 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR NJALSSON KATTARÆKTANDI Qceíadýr takcv þátt IjóLakalcU/ jjölwtörjimv keímííuMv. PaM/ eru/ CjejznÁur ocj jHjcjjetulur jókvjhikkcv ocj suruv faser jecjHA/ klutverkl/ cjjcý'arwutar jáljrar. Bvynjcv Tonter kcttv kurtdcv uteÓ jóíahájur, kajmstra/ uteð daujur ocj kettv senv klaJdccv til aðjcutrjCLdcujs. Moreunblaðið/Ámi Sæberg Fiskur og hakk en engir pakkar Ólafur Njálsson hefur um árabil ræktað ketti; síams- ketti, oriental-ketti og Abyss- iníu-ketti. Á síðustu mánuð- um hafa Bengal-kettir bæst í hópinn, en það er sjaldgæft kattakyn. Ólafur býr á bæn- um Nátthaga í Ölfusi, ásamt talsverðum kattafjölda. Hann segir greinilegt að kettirnir finni að eitthvað sé í aðsigi þegar jólin nálgist og þeir heimti sinn skerf. „Kettirnir mínir fá fisk eða hakk í jólamatinn. Ég set ekki á þá jólasveinahúfur eða slaufur og hef ekki gefið þeim jólapakka. Reyndar er ég nýbúinn að uppgötva mjög sterk og góð leikföng fyrir ketti hjá Royal Canin og því er aldrei að vita nema þeir fái smápakka í ár.“ Ólafur segist til þessa hafa notað bönd og slaufur af eigin pökkum sem jóladót fyrir kettina. „Þeim finnst mjög gaman að leika sér að þeim og einnig jólapappírn- um. Þess þarf þó að gæta að kettir éti ekki böndin, því melting getur farið úr skorð- um við það. Kettirnir mínir hafa étið afganga af nöguð- um jólaböndum og kastað upp í kjölfarið. Ef fólk verður þess vart að heimilisköttur- inn hefur étið jólaskraut, er hægt að auðvelda honum úthreinsun með því að gefa honum malt, sem fæst í gæludýraverslunum." Ólafur er sannfærandi þegar hann segir að kettir hans taki þátt í jólahátíðinni. „Þeir eru ótrúlega næmir á líðan eiganda síns og verða spenntir þegar hann er spenntur. A sama hátt slaka þeir líka á í takt við eigand- ann, þegar hann lekur sæll og saddur niður í stólnum sínum á aðfangadagskvöld." „Bonni yrði örugglega síðastur í fjölskyldunni til að fara í jólaköttinn, “ segir Sigurður Helgi um ferfættan fóstbróður sinn. Fer í iólabað með bolabít ugglega síðastur f fjölskyldunni til að fara í jólaköttinn. „Hann fær bæði nytjagjafir, hundasælgæti, bein og leikföng, meðal annars þroskaleikföng fyrir hunda, sem hann nennir að vísu lítið að föndra við. Fyrstu jólin gaf ég honum for- láta hálsól og taum úr dumbrauðu leðri, skreytta með koparmerkjum. Þetta er spariólin hans, sem hann ber gjarnan við hátíðleg tækifæri, m.a. um jólin.“ í kjólfötum á árshátíð lögmanna Bonni á líka jólasveinahúfu, sem er sett upp annað veifið í kringum jólahátíðina, en að sögn Sigurðar finnst honum hún hvorki þægileg né virðingu sinni samboðin. „Svo á hann svakalega flott kjólföt með öllu, sem voru sérsaumuð á hann, bindi og slaufur og fleira punt. Sparigallann eignaðist Bonni í árs- byrjun 1998 þegar hann var tveggja ára, kjól og hvítt og harðkúluhatt. Hann tróð þá upp sem leynigestur á árshátíð Lögmannafélagsins og sló þar eftirminnilega í gegn, enda er Bonus Pater Familias lögfræði- legt hugtak sem merkir góður fjöl- skyldufaðir og er m.a. notað sem viðmið um það hvort menn hafi bakað sér bótaskyldu. Lögmenn vitna mikið í þetta fyrirbæri en þarna fengu þeir í fyrsta sinn að berja það augum. Um síðustu jól og áramót brá Bonni sér stundum í kjólfötin en ekki er víst að hann geti það í ár. Þannig er mál með vexti að bróðir Bonna, Harry að nafni, betur þekkt- ur sem Dirty Harry, er háttsettur í utanríkisþjónustunni og er nú í sendiráði íslands í Moskvu. í sumar lánaði Bonni Harry kjólfötin sín, svo hann gæti montað sig á Rauða torginu og heillað Kremlar-tíkurnar. Óvíst er að Harry geti skilað gallan- um fyrir jól.“ I kirkjugard á aðfangadag „Þó að Bonni fái að taka fullan þátt (jólahaldinu og flestu sem við gerum eins og einn úr fjölskyldunni erum við okkur meðvitandi um, eða reynum að vera það, að hann er ekki mennskur heldur hundur. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að hann fái að fullu notið sín sem húndur á hundaforsendum. Öðru- vísi verður hann ekki hamingjusam- ur hundur. Uppátækin með fötin og þess háttar eru til gamans gerð og til að krydda hundatilveru hans eins og okkar." Bonni fer á aðfangadagsmorgun með fjölskyldunni í kirkjugarðinn að vitja leiða látinna ástvina. „Hann fær aldrei aftur að taka með sér stóra jólabeinið sitt, því það olli leiðinda misskilningi hjá öðrum kirkjugarðsgestum þegar þeir sáu þennan vígalega bolabít bryðja bein á þessum stað.“ Eins og að líkum lætur er dekrað við Bonna í mat yfir jólahátíðirnar. „Hann fær hvunndags tilbúið hundafóður og hrá nautahjörtu, en á aðfangadagskvöld fær hann sama kjöt og við saman við þurr- fóðrið. Svo tekur hann auðvitað þátt í borðhaldinu inni í borðstofu með fjölskyldunni, þótt alla jafna borði hann í eldhúsinu eins og við hin. Honum er þó bara gefið í dall og aldrei frá borðinu og mænir því hvorki né betlar, eins og hundar gera ef þeir geta átt von á bita.“ Saman í jólabad Einn af föstum og tilkomumiklum liðum í jólahaldi með Bonna er jóla- baðið. „Við förum saman í sturtu á Þorláksmessukvöld," segir Sigurð- ur Helgi eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Hann viðurkennir þó að þetta sé sennilega endanleg stað- festing á því að hann sé farinn í hundana. „Það gengur oft mikið á hjá okkur í sturtunni og má ekki á milli sjá hvor okkar fóstbræðra hef- ur fleiri og meiri fellingar en það er nú önnur saga, miklu lengri og sorglegri." Hann segist tvíþvo Bonna með sérstöku hundasjampói. „Síðan þerra ég mestu bleytuna með handklæði, nudda hann og bursta feldinn og þurrka vel með hárblás- ara. Síðan úða ég gjarnan minka- olíu yfir feldinn til að auka gljáann og strýk yfir með vaskaskinni og flauelsklút. Þá nudda ég mýking- arefni á þófana og að því búnu ber ég barnaolíu á nefið, svo það verði fallega svart og gljáandi. Að síð- ustu ber ég Aloea Vera eða annað gott og græðandi í hrukkumar til að þrífa þær og sótthreinsa. Þessi serimónía tekur á annan klukku- tíma og Bonna finnst þetta allt gott og skemmtilegt, sérstaklega finnst honum blásturinn unaðsleg- ur.“ Sigurður Helgi þvertekur fyrir að vera óeðlilega upptekinn af hundin- um. „Vinum sínum skal maður vinur vera, segir í Hávamálum og jólabað okkar Bonna er nánast eina fram- lag mitt í jólaundirbúningi heimilis- ins. Við hjónin höfum mjög skýra og farsæla verkaskiptingu í því efni sem öðru. Hún gerir allt en ég helst ekki neitt, nema fara í sturtu með Bonna. Við förum aldrei inn á verk- svið hvort annars og þess vegna ríkir yfirleitt kristileg glaðværð hjá okkur um jólin og við eigum jafnan friðarjól.“ Sigurður upplýsir að Bonni hafi bjargað sér frá allmörgum þreyt- andi heimsóknum og fjölskyldu- boðum. „Sé Bonni ekki boðinn eða velkominn tel ég mig ekki velkom- inn heldur. Jólaboðum hefur því farið fækkandi og sömuleiðis heim- sóknum. Við fóstbræður löstum það ekki og það er engin fýla í okk- ar bekk. Við höfum það náðugt heima meðan aðrir eru í boðum, við dormum saman og förum öðru hvoru í stuttar gönguferðir. Bolabít- ur er ekki að ástæðulausu kallaður „lazy man’s dog“. Friðrik mikli sagði, að eftir því sem hann kynntist mannfólkinu betur, þeim mun vænna þætti hon- um um hundinn sinn. Þetta eru stór sannindi og ég tek heilshugar undir þau. Hundar kunna hvorki fals né fláræði og vinátta þeirra og tryggð er svo tær, einlæg og fölskvalaus að enginn maður er svo góður að hann skáni ekki við að eiga hund.“ Sigurður Helgi segir að vitaskuld fái Bonni og gefi jólagjafir, eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann yrði ör- ið Bonus Pater Familias, eða Bonni eins og hann vill kalla sig hversdags, erum óaðskiljanlegir vinir. Við lítum á okkur sem fóst- bræður að fornum sið og því skuli eitt yfir okkur báða ganga,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Hús- eigendafélagsins. Umræddur fóstbróðir hans og vinur er mikilúðlegur fjögurra ára gamall enskur bolabítur, margverð- launaður og prísaður I bak og fyrir. Sigurður segist hafa fengið Bonna átta vikna gamlan. Hann hafi þá tekið sér hundeignarfrí og ekkert gert annað I þrjár vikur en að kenna honum og kynnast „karakter" hans og eðli. Þakkar hann það því hversu agaður og hlýðinn Bonni sé og tekur að auki fram að Bonni hafi verið mjög bráðþroska hvolpur - til að mynda hafi hann verið orðinn algeltandi aðeins fjögurra mánaða gamall! Bjargar mér frá fjölskylduboðum Fallegt og tært kristalsgla með 24 karatá qullskreytinc jlas i gullskreytingu. Glasið er gjöf við öll tækifæri -brúðkaup, afmaeli, skfrn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofl. -Einstakur minjagripur og liklega sá fallegasti. Tllboðsverð: Z stk. I kassa kr:3.500.- SIGURÐUR HELGI GUÐJONSSON síí T' tiilrlifilrfMllffiílllÍliM ii;i N mm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.