Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2Ö00
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Spáð tvöföldun bandbreiddar árlega næstu 2-3 árin í nýrri skýrslu
„Islendingar geta orðið afl í
heimsviðskiptum á Netinu“
Morgunblaðið/Ásdís
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti skýrsluna Stafrænt ís-
land ásamt nokkrum fulltrúum ráðuneytisins á fréttamannafundi í gær.
EKKI er gert ráð fyrir að fjölgun
netnotenda verði eins mikil á
næstu árum og til þessa en talið er
að þörf hvers og eins fyrir band-
breidd muni vaxa. Þetta kemur
fram í skýrslunni Stafrænt ísland,
sem samgönguráðherra kynnti í
gær. Spáð er sjöföldun heimsvið-
skipta á Netinu til ársins 2002 bor-
ið saman við árið 1999. „íslending-
ar geta orðið afl í
alheimsviðskiptum á Netinu og
eiga að ætla sér stóran hlut, þar,
a.m.k. ekki minni en hlutur íslend-
inga er nú í alþjóðaviðskiptum,"
segir í niðurstöðukafla skýrslunn-
ar.
Uttekt á flutningsgetu
Q ar skiptakerfisins
Skýrslan er niðurstaða úttektar
á flutningsgetu fjarskiptakerfisins
sem Halldór Kristjánsson verk-
fræðingur vann að tilstuðlan verk-
efnisstjórnar um upplýsingasamfé-
lagið, sem starfar á vegum
forsætisráðuneytisins, og sam-
gönguráðuneytisins og svonefndr-
ar RUT-nefndar. Markmið úttekt-
arinnar var _ að kortleggja
flutningsgetu og bandbreidd
fjarskiptakerfisins og greina band-
breiddarþörf fyrir stafræna flutn-
inga á næstu árum, innanlands
sem til útlanda.
Hugsanlegt að Cantat-3 anni
ekki þörfum innan fárra ára
I skýrslunni er komist að þeirri
niðurstöðu að gera megi ráð fyrir
að bandbreiddarþörf og notkun
muni tvöfaldast á ári, næstu tvö til
þrjú árin hér á landi. Sama eigi við
um tenginguna við umheiminn en
reynist þær spár of lágar megi
búast við að innan fárra ára anni
Cantat-3 sæstrengurinn ekki leng-
ur þörfum Islendinga fyrir band-
breidd til útlanda.
Ahersla er lögð á mikilvægi þess
að millitengingar á milli heildsölu-
aðila netþjónustu á íslandi séu öfl-
ugar, vegna innanlandsumferðar,
svo og að þeim verði skylt að
tryggja varaleiðir til útlanda eða
að öðrum kosti að gera viðskipta-
vinum sínum grein fyrir því að
þeir geti orðið sambandsiausir við
rof á Cantat-3 strengnum.
Sett er fram sú spá í skýrslunni,
að meirihluti heimila verði komin
með ISDN-tengingar við Netið
innan fárra ára en sú stefna hefur
verið sett fram í fjarskiptalögum
að öll lögheimili á landinu hafi að-
gang að 128 kbs ISDN-tengingu
eða ígildi hennar innan þriggja
ára. I dag eiga um 8% símnotenda
möguleika á ISDN-tengingu.
fsland hefur aðeins eina teng-
ingu við umheiminn
„Nokkrum áhyggjum veldur að
Island hefur aðeins eina tengingu
við umheiminn, Cantat-3 sæ-
strenginn," segir í niðurstöðum
skýrslunnar. „Mikilvægi tenging-
arinnar hefur vaxið hratt á liðnum
árum og sffellt fleiri eru háðir net-
sambandi til útlanda. Cantat-3
byggist á eldri tækni og er fyrir-
séð að hann muni ekki duga lengi
enn miðað við spár um aukningu
bandbreiddar auk þess sem rekstr-
arkostnaður hans stenst ekki sam-
anburð við nýjustu sæstrengi. Að-
eins ein varaleið er til staðar, um
gervihnött, sem á stundum getur
tekið tíma að koma á og er að auki
með mun meiri töf en samband um
sæstreng. Því er nauðsynlegt að
hyggja nú þegar að öðrum valkost-
um ekki síst ef einnig er litið til
þess mikla óöryggis sem felst í því
að hafa aðeins eina fasta tengingu
til Islands. I því samhengi koma
gervihnattakerfi vart til álita á
næstu árum og því er mikilvægt að
huga að lagningu sæstrengs til
Evrópu hvort sem það yrði gert af
íslendingum eða erlendur aðili
fenginn til samstarfs. Vinna þarf
að því að um ókomna framtíð verði
a.m.k. þrjár óháðar leiðir til út-
landa, vegna öryggis, þar af ein
um gervihnött," segir í skýrslunni.
Lögreglan
á Akureyri
Mikil fjölg-
un fíkni-
efnabrota
FÍKNIEFNABROTUM fjölg-
aði verulega á Akureyri milli
áranna 1998 og 1999 sam-
kvæmt málaskrá Lögreglunn-
ar á Akureyri en þau voru 44
fyrra árið og fóru í 95 á nýliðnu
ári þannig að fjölgunin nemur
um 115%.
Fram kemur í málaskránni
að kynferðisbrotum fjölgaði
milli áranna úr 11 í 16, en lík-
amsárásum fækkaði aftur á
móti úr 70 árið 1998 í 48 í fyrra.
I málaskrá lögreglu eru skráð
56 innbrot á liðnu ári og 357
þjófnaðir. Þá skráði lögregla
rúmlega 200 eignaspjöll á síð-
asta ári sem er nokkru fæixa
en var árið á undan þegar þau
voru um 240 talsins.
Skotvopnalög voru brotin 11
sinnum að því er fram kemur í
málaskránni.
Hvað umferðarlög áhrærir
voru 1.783 teknir fyrir of hrað-
an akstur, sem er um 160 fleiri
en var árið á undan. Þá voru 50
gripnir við akstur gegn rauðu
ljósi, 76 virtu ekki stöðvunar-
skyldu og 86 stungu af eftir
umferðaróhapp.
Nokkru færri voru teknir í
fyrra vegna ölvunar við akstur
miðað við árið á undan, eða 136
á móti 157. Einn maður var á
síðasta ári tekinn fyrir ölvun
við stjórn hests.
Alls voru 398 umferðar-
óhöpp skráð í málaskrá lög-
reglunnar á Akureyri á liðnu
ári.
Morgunblaðið/Kristján
Sigrún Jakobsdóttir verkefnisstjóri og Páll Sigurjónsson hótelsfjóri
Fosshótelanna á Akureyri lfta á aðstæður á Fosshótel Björk.
Flokkun gisti-
staða hafin
Gengi krónunnar hækk-
aði um 2,8% í fyrra
Gengisþróun íslensku krónunnar 1999
vísítaia" Hærra gengi krónu = lægri gengisvísitala j .
14.V J J Q _
1 lö 44C-
1 lO 4 4A-
114^ 4 40- %
1 1 C. 4 m - 1
1 IU iflQ-
lUÖ infi -i
1 Uö md-
1U4 1flO_
1 Uc mn-
1 uu Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des.
HAFIST var handa við það í gær að
taka út gististaði á landinu og var
Fosshótel Björk á Akureyri fyrsta
hótelið sem úttekt var gerð á.
Samgönguráðuneytið í samvinnu
við Samtök ferðaþjónustunnar
gerðu í fyrravor samning um að ráð-
ast í gerð gæðaflokkunarkerfis fyrir
gististaði, en kerfið mun innifela all-
ar gerðir hótela og gististaða.
Ferðamálaráði íslands var falin um-
sjá með gerð staðalsins og samdi
ráðið við Rekstur og ráðgjöf Norð-
urlands ehf. um gerð flokkunar-
staðalsins.
Reykjavík næst
Sú vinna fór fram á nýliðnu ári og
hófst úttektin samkvæmt honum í
gær þegar Sigrún Jakobsdóttir
verkefnisstjóri tók út Fosshótel
Björk. Sigrún sagði að verkefnið
væri þar með farið af stað en í næstu
viku mun hún gera úttekt á hótelum
í Reykjavík. Hún sagði forsvars-
mönnum gististaðanna í sjálfsvald
sett hvort þeir láti taka staði sína út
með þessum hætti, en hún vonaði er
fram liðu stundir myndi markaður-
inn kalla á slíka úttekt.
Alls eru 110 atriði í staðlinum og
uppfylli gististaðimir þá alla fá þeir
jafnframt leyfi til að auglýsa sig sem
5 stjörnu hótel. Gististaðimir mega
byrja að auglýsa samkvæmt flokk-
uninni 1. september í haust. Flokk-
unarkerfi sem notað hefur verið í
Danmörku um nokkurra ára skeið
var haft til hliðsjónar því kerfi sem
tekið hefur verið upp hér á landi.
GENGI íslensku krónunnar hækk-
aði um 2,8% á síðasta ári. Már Guð-
mundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans, segir að þetta megi
túlka á þann hátt að menn hafi trú
á að gengið verði áfram stöðugt.
Gengið hefur hins vegar aðeins
lækkað á fyrstu dögum þessa árs.
Ástæðan fyrir því er m.a. tíma-
bundin umframeftirspurn eftir
gjaldeyri sem bendir til talsverðra
fjármagnsflutninga úr landi.
Gengi krónunnar ræðst á milli-
bankamarkaði fyrir krónu þar sem
framboð og eftirspurn eftir gjald-
eyri ræður ferðinni og myndar það
verð sem markaðurinn er tilbúinn
að greiða fyrir krónur. Gjaldeyrir
kemur inn á þennan markað fyrir
vöru og þjónustu sem flutt er úr
landi og fer út af markaðinum til að
greiða fyrir vörur sem fluttar eru
inn til landsins.
Már sagði að gjaldeyrisstraumar
vegna fjármagnshreyfinga hefðu
fengið æ meira vægi í seinni tíð.
Þar væru t.d. um að ræða lántökur
fyrirtækja eða opinberra aðila er-
lendis og fjárfestingar lífeyrissjóða
erlendis. Þessar hreyfingar, sem
oft væru sveiflukenndar, gætu or-
sakað tímabundna umframeftir-
spurn eða umframframboð eftir
gjaldeyri sem sæi síðan stað í
breytingum á gengi, svo fremi sem
Seðlabankinn kæmi ekki inn með
sín eigin viðskipti til að jafna
sveiflurnar. Már tók fram að Seðla-
bankinn hefði ekki verið virkur á
millibankamarkaði fyrir gjaldeyri
undanfarna mánuði.
Hreyfingar vegna spákaup-
mennsku hafa áhrif
„Síðast en ekki síst hafa hreyf-
ingar vegna spákaupmennsku af
alls konar tagi áhrif. Þar er um að
ræða aðila sem eru að nýta sér ým-
iss konar tækifæri til fjárfestinga
til skamms tíma, annaðhvort er-
lendis eða hér á landi.
Seðlabankinn getur haft talsverð
áhrif á þetta með ákvörðunum um
vexti. Ef við hækkum vexti aukum
við vaxtamun milli íslands og um-
heimsins og það gerir það væn-
legra að taka lán í erlendri mynt og
fjárfesta innanlands. Þetta veldur
innstreymi gjaldeyris og hækkar
gengi krónunnar.
Þetta sést á gengisþróun á síð-
asta ári, því að eftir að við hækkuð-
um gengi, í júní og í september,
hækkaði gengi krónunnar í kjöl-
farið,“ sagði Már.
í lok árs leitast fyrirtæki og
bankar oft við að laga hjá sér bók-
haldsstöðu t.d. með því að greiða
upp lán. Már sagði að þetta gæti
allt haft áhrif.
Væntingar manna um þróun
krónunnar gætu einnig haft áhrif á
gengið. Sama ætti við varðandi
væntingar manna um þróun vaxta.
Gengi krónunnar hefur lækkað
nokkuð í þessari viku. Ástæðan er
m.a. tímabundin umframeftispurn
eftir gjaldeyri. Lífeyrissjóðir hafa
verið að fjárfesta í einhverjum
mæli erlendis í þessari viku.
Ástæðan er sú að Dow Jones-vísi-
talan lækkaði talsvert sl. þriðju-
dag. Dollarinn hefur auk þess
lækkað aðeins. Nokkrir lífeyris-
sjóðir hafa metið það svo að við
þessar aðstæður væru ákjósanleg-
ar til fjárfestinga erlendis. Már
Guðmundsson telur að ef þetta sé
rétt séu lífeyrissjóðirnar að taka
talsverða áhættu. Það sé alls ekki
gefið að Dow Jones-vísitalan muni
hækka á nýbyrjuðu ári eins og hún
gerði á síðasta ári.