Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 7

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 7
GOTT FÓtK McCANN-ERICKSON - SlA - S632 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 7 Þú átt skilið laun fyrir raunverulegt vinnuframlag Launataxtar tilheyra fortíðinni og eru ekki lengur miðpunktur kjarasamninga. VR vill semja um viðunandi lágmarkslaun og sérstaka hækkun launa við undirskrift kjarasamninga en að ári liðnu taki laun mið af launaþróun í landinu. • VR vill að markaðslaun verði tekin upp í stað úreltra taxta. Laun verði ákveðin í árlegu starfsmannaviðtali þar sem frammistaða, hæfni, ábyrgð og menntun hvers starfsmanns verði metin að verðleikum og árleg launakönnun og markaðslaun verði höfð til viðmiðunar. • VR leggur ríka áherslu á að vinnuveitendur og starfsfólk standi jafnfætis þegar samið er um laun — VR ætlar að styðja félagsmenn sína í samningum og veita þeim ráðgjöf. • VR leggur mikla áherslu á að leitað verði sérstakra leiða til að bæta kjör þeirra lægst launuðu með sérstökum samningum við þau fyrirtæki sem umræddir félagsmenn starfa hjá. • Danir tóku upp markaðslaun með starfsmannaviðtölum í stað launataxta fyrir nokkrum árum. Það hefur skilað betri kjörum til launþega og fyrirtækjum meiri framleiðni. Nú eru fleiri nágrannaþjóðir okkar með áætlanir um að taka upp sama kerfi, launakerfi nútímans. Þú færð nánari upplýsingar á www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.