Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.01.2000, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framsnkn íiAlast Nú er bara að sjá hvort það nægi til að bjarga flokknum frá útrýmingu að útlitið verði innrætinu skárra. í bland íra kervnara un. Sungid í ikil áhersla tögi Talsetning á teiknimyndum f u Kennari íHljóðsetningar ehf na Rúnarsdóttir Byrjenda- og framhaldsnámskeið fyrir: io-ii ára 17-19 ára 12-13 ára ^^20 ára ogeldri jór 14-16 ára ÉaiMATÍMAR Geislai Kennsla hefst 10. janúar Raenheiður HaM Erla Ruth Harðardóttir I n g r i d Jónsdnttir L inda Asgeirsdóttir m ͧ 1 M' 1 1 ^ npi i ai I S-m- #4 HltHÉk v, M| ■ Ý 'ri •, . égÉim r B X >0^4» yRr:' I Nýr forstödumaður Samhjálpar Trúin hjálpar mörgum Heiðar Guðnason ÝLEGA fóru fram forstöðumanna- skipti hjá Sam- hjálp, sem er félagsskap- ur í eigu Hvítasunnu- kirkjunnar Fíladelfíu, sem fæst við að hjálpa áf- engis- og vímuefnaneyt- um að losna við fíkn sína. Fráfarandi forstöðumað- ur er Óli Ágústsson en hinn nýi forstöðumaður er Heiðar Guðnason. Hann var spurður hvort nýjar áherslur yrðu í starfinu í kjölfar manna- skiptanna? „Þáð má alltaf búast við að einhverjar áherslubreytingar verði við mannaskipti en ég tók þá ákvörðun þegar ég var beðinn að taka þetta starf að mér að taka við því eins og það er og kynna mér allt ofan í kjölinn áður en ég fer að hugsa um breytingar - það á ekki að breyta breytinganna vegna.“ - Þú hefur lengi starfað í lög- reglunni, telur þú að sú reynsla sem þú fékkst þar muni nýtast vel í hinu nýja starff! „Það er ekki spurning að sú reynsla kemur til með að nýtast mér afar vel. Fyrstu árin mín var ég í almennu deild lög- reglunnar og þar kynntist ég og sá hliðar á mannlífinu sem ég hélt áður að væru ekki til á Isl- andi heldur bara í bandarískum bíómyndum. Frá árinu 1997 vann ég við afbrota- og vímu- efnaforvarnir. Með árunum þá má segja að það hafi vaxið hjá mér löngun til þess að grípa með einhverjum hætti inn í líf þess fólks sem ekki er lengur sjálfrátt gerða sinna vegna vímuefnaneyslu. í starfi mínu við forvarnir komst ég í miklu nánari kynni við þann vanda sem óhófleg vímuefnaneysla er.“ -Hefur þú sjálfur neytt áf- engis eða annarra vímuefna í óhófí? „Nei, ég hef ekki þá reynslu og tel ekki að slík reynsla sé nauðsynleg til þess að gegna þessu starfi" - Er það að þínu mati til bóta að tengja svona starfsemi við trúarsöfnuði? „Já, mín persónulega skoðun er að það sé til bóta. Það sem við sjáum í meðferð hjá ein- staklingum sem eiga margar endurkomur að baki er að þegar þeir taka trúna með þá fá þeir styrk í henni. í meðferðinni er sérstök áhersla lögð á trúarleg- an bakhjarl tólf sporakerfis AA- samtakanna. Margir hafa talað um hvernig trúin varð til þess að hjálpa þeim til að komast á rétta braut. Sem dæmi get ég nefnt mann sem hafði verið tólf ár á götunni þegar hann loks tók trúna með eftir ótal með- ferðir, það varð til þess að gjör- breyta lífi hans á þann hátt að hann, sem hvergi hafði átt höfði sínu að halla, hefur í dag eignast fjölskyldu og heimili og komið und- ir sig fótunum efna- hagslega. Þetta er ón- eitanlega mikill árangur.“ -Á hverju byrjið þið þegar fólk kemur til ykkar í meðferð? „Ýmist hringir fólk sjálft í Hlaðgerðarkot, þar sem með- ferðin fer fram, eða þá að það eru opinberir aðilar sem hafa samband fyrir þá, svo sem fé- lagsþjónusta í Reykjavík og víð- ar. Við innlögn hefst afeitrun. ► Guðni Heiðar Guðnason fædd- ist 1963 í Kirkjulækjarkoti í Rangárvallasýslu. Eftir almennt nám og nám í fjölbrautaskóla lauk hann lögregluskólanum 1987. Hann starfaði í lögreglunni í Reykjavík frá 1985 til ársins 1999 er hann tók við starfi for- stöðumanns Samhjálpar. Hann er kvæntur Sigrúnu Drífu Jóns- dóttur, gjaldkera Samhjálpar, og eiga þau þrjá syni. Fólk sem leggst inn er í mjög misjöfnu ásigkomulagi, allt frá því að vera mjög illa á sig komið upp í það að þurfa ekki á afeitr- un að halda. Ef ekki er um af- eitrun að ræða þá fer viðkom- andi á næsta stig - í meðferð eins og við köllum það. Afeitr- unin er undirbúningur fyrir meðferðina. Hún hefst aftur með því að ráðgjafi tekur einka- viðtal við viðkomandi og leitast við að setja sig inn í aðstæður hans. Tekið er tillit til líka- mlegra, félagslegra og sálfræði- legra þátta. Þegar fram líða stundir byggjast viðtölin á verk- efnum sem einstaklingurinn tekst á við bæði í hópmeðferð og einn og sér. Hægt er að leita upplýsinga á vefslóðinni www.samhjalp.is." - >Kemur hið opinbera á ein- hvern hátt að þessari starfsemi hjá ykkur? „Já, hið opinbera kemur að þessu á þann hátt að framlög til starfsins eru á fjárlögum og miðast við 25 legurými." - Er mikil ásókn í að komast í meðferð hjá ykkur? „Já, það berst fjöldi umsókna í hverri viku með óskum um að komast í meðferð. Það er fólk á öllum aldri sem leitar til okkar og konur jafnt sem karlar, þótt karlar séu í meirihluta." -Eru fíestir sem til ykkar leita alkóhólistar? „Það er bæði ofdrykkjufólk og fíkniefnaneytendur sem eru í meðferð hjá okkur." - Er mikill munur á meðferð við ofdrykkju eða fíkniefnaneyslu? „Ferlið sjálft er svipað en læknir ák- veður lyfjameðferð við fráhvarfseinkennum. Þau geta verið mis- munandi milli annars vegar of- drykkjumanna og hins vegar fíkniefnaneytenda. Skilin eru hins vegar ekki lengur eins skörp og þau voru áður, margir nota jöfnum höndum áfengi og önnur fíkniefni. Þetta er eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem ég er að skoða og komast inn í um þessar mundir. Meðferð tek- ur tillit til mis- munandi að- stæðna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.