Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 11
FRÉTTIR
Doktor í áhættugreiningu
Formaður Landssambands lögreglumanna
er ósáttur við launaleiðréttinguna
„Kannski tímabært að
óska eftir verkfallsrétti“
LÖGREGLUMENN telja að laun
þeirra þurfi að hækka um meira
en 8%, þar sem staða stéttarinnar
sé þegar mjög bágborin og erfitt
að fá menntaða lögreglumenn til
starfa. Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Jónas Magn-
ússon, formann Landssambands
lögreglumanna.
„Það er mikil óánægja í stéttinni
núna vegna hinna lágu grunn-
launa,“ sagði Jónas. „Það er mjög
erfitt að fá menn til starfa og tölu-
verð hreyfing er á mönnum, því
það bjóðast betri kjör úti á hinum
almenna vinnumarkaði fyrir þægi-
legri vinnutíma."
Fyrr í vikunni úrskurðaði nefnd,
sem skipuð var tveimur frá fjár-
málaráðuneyti, tveimur frá Lands-
sambandi lögreglumanna og einum
frá ríkissáttasemjara, að leiðrétta
þyrfti laun lögreglumanna, þar
sem þau hefðu dregist aftur úr
launaþróun annarra opinberra
starfsmanna. Það var niðurstaða
nefndarinnar hækka laun lögreglu-
manna um 8% og er sú hækkun
afturvirk að hluta til janúarmánað-
ar 1998. Jónas sagði að fulltrúar
lögreglumanna í nefndinni hefðu
verið þeirrar skoðunar að lög-
reglumenn hefðu dregist meira
aftur úr öðrum stéttum en sem
næmi þessum 8 prósentum og því
væru menn ekki sáttir við leiðrétt-
inguna.
„Það er kannski orðið tímabært
að skila aftur því samkomulagi
sem við fengum út á afnám verk-
fallsréttarins og óska eftir því við
Alþingi að það veiti okkur fullan
og óskertan verkfallsrétt. Þá erum
við komin með svipuð þvingunar-
úrræði og aðrar stéttir."
Jónas sagði að lögreglan væri í
auknum mæli að ráða ófaglært
fólk í störf lögreglumanna og sagð-
ist hann ósáttur við þá þróun.
Æ fleiri lögreglumenn án sér-
menntunar
Hann sagði að fyrir nokkrum ár-
um hefði fólk án lögreglumenntun-
ar aðeins verið fengið í sumar-
afleysingar en að í vetur væru um
8 til 10% af heildarfjölda lögreglu-
manna án menntunar frá Lög-
regluskólanum.
Jónas vildi ekki segja hvað hann
teldi að hækka þyrfti grunnlaunin
mikið til að þau yrðu viðunandi.
„Það er ljóst að gera þarf starfið
meira aðlaðandi og þó við myndum
hækka byrjunarlaun um 100%
myndi það varla duga til.“
• Stefán Einarsson efnaverkfræð-
ingur varði doktorsritgerð sína:
„Vulnerability and Risk analysis of
Complex Ind-
ustrial Systems:
A New App-
roach and
Discussion of
Main Problem
Areas við Natirn-
vitenskaplig
Teknisk Uni-
versitet (NTNU)
í Þrándheimi 20.
des. síðastliðinn.
Ritgerðin er á
sviði áhættu-
greiningar og fjallar í meginatriðum
um þróun nýrrar aðferðar í áhættu-
greiningu (vulnerability analysis) og
beitingu hennar við rannsókn á
áhættu í íslensku íyrirtæki.
Ritgerðin er í 3 meginköflum:
1. kafli er inngangur og meginnið-
urstöður úr fjórum rannsóknarvið-
fangsefnum, auk fyrirtækjarann-
sóknar.
2. kafli fjallar um 4 vísindaritgerð-
ir sem hafa verið birtar í tengslum
við ritgerðina.
3. kafli er um framkvæmd og nið-
urstöður fyrirtækjarannsóknar í
Landsvirkjun.
Leiðbeinendur voru prófessor
Marvin Rausand við NTNU og pró-
fessor Ragnar Sigbjörnsson við Há-
skóla íslands.
Andmælendur voru prófessor Bo
Bergmann við háskólann í Linköp-
ing í Svíþjóð, prófessor Terje Aven
við háskólann í Stavanger í Noregi
og prófessor Jan Hovden við NTNU
í Þrándheimi.
Vegna rannsókna sinna hefur
Stefán notið styrkja eða stuðnings í
formi kostnaðarþátttöku frá Institut
for Produksjons- og kvalitetsteknikk
við NTNU í Noregi, frá Trygginga-
félaginu Vesta í Noregi, frá Aflfræð-
istofu Verkfræðistofnunar Háskóla
Islands og Vísindasjóði. Þá hefur
NorFA stutt nokkrar rannsóknar-
ferðir í tengslum við verkefnið. Auk
þess hefur ferðasjóður doktorsstú-
denta við NTNU, NTH-fond svo og
NIVA, norræni vinnuverndarhá-
skólinn, styrktverkefnið.
Stefán er fæddur í Reykjavík 19.
ágúst 1949. Foreldrar hans eru Ein-
ar Einarsson rafvélavirki og Ólöf
Stefánsdóttir húsmóðir, Sævarlandi
4, Reykjavík.
Stefán lauk stúdentsprófi frá MR
1969. Hann lauk prófi í efnaverk-
fræði frá Tækniháskólanum í Berlín
1975. Stefán hefur unnið víða, þó
lengst af við kennslu, t.a.m. við
Menntaskólann við Hamrahlíð.
- staðalbúnaður
í nýjum Scénic.
Nýr Renault Scénic
kostar frá 1.718.000 kr.
Gijótháis 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Aksturstölvan í nýjum Scénic gefur góða yfirsýn yfir lykiltölur í
akstrinum; t.d. fjölda lítra á bensíntanki, meðalbensíneyðslu m.v.
aksturslag, meðaleyðslu frá síðustu áfyllingu, meðalhraða, hversu
langt má aka m.v. bensín á tanki og margt fleira. Aksturstölvan er
ómetanleg hjálp sem sparar bensín og auðveldar þér aksturinn.
Komdu og skoðaðu nýjan Scénic.
RENAULT